Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 70

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Tveir listamenn sem verk eiga á sýningunni Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, Elín Hansdóttir og Hildigunnur Birg- isdóttir, veita leiðsögn um sýn- inguna í kvöld kl. 20 og er nauðsyn- legt að skrá sig í leiðsögnina á vef safnsins. Í sýningunni koma saman fjórtán listamenn sem hafa um- breytt Hafnarhúsinu með verkum sínum og þeirri grósku sem ein- kennir íslenska myndlistarsenu, eins og segir í tilkynningu og að líta megi á þá sem leiðandi afl sinnar kynslóðar. Gengið er inn í safnið um bak- dyrnar í portinu, milli Hafnarhúss og Tollhúss, vegna fram- kvæmda við safn- ið. Aðgöngumiði á safnið gildir í leiðsögnina og frítt er fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menn- ingarkorts Reykjavíkur. Elín og Hildigunnur veita leiðsögn Elín Hansdóttir Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni sem er til húsa á Djúpavogi, hefur borist listaverka- gjöf 27 verka eftir listamanninn Sig- urð Guðmundsson og má sjá öll verkin á sýningu hans, Alheimurinn er ljóð, sem nú stendur yfir í Bræðslunni á Djúpavogi og lýkur 15. ágúst. Verkin sem tilheyra listaverka- gjöf Sigurðar spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans, að því er fram kemur í tilkynningu, og segir þar að samanlagt verðmat verkanna sé rúmar 125 milljónir króna, rúm- lega milljón bandaríkjadala. „Ars longa samtímalistasafn hefur því eignast stærstu safneign af verkum Sigurðar á landsvísu og mörg þeirra talin lykilverk í ferli listamannsins,“ segir í tilkynningunni og að aðeins Stedelijk Museum í Amsterdam eigi stærri safneign verka hans, 57 verk. Sigurður er stofnandi hins nýja safns ásamt Þór Vigfússyni og seg- ist hann vona að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn, jafnt erlenda sem íslenska. Listaverkagjöfin verð- ur flutt að lokinni sýningu í ný húsa- kynni Ars longa sem verða við vog- inn á Djúpavogi, að því er fram kemur í tilkynningunni. Segir þar einnig að markmiðið með stofnun safns fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi sé að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og al- þjóðlega listamenn, vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtíma- listar á Íslandi og efla tengsl og samvinnu við listamenn og aðra fag- aðila á alþjóðavísu með metnaðar- fullu sýningarhaldi. „Sjálfstætt safn fyrir alþjóðlega samtímalist á Djúpavogi á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Listin er tengivagn við hinn stóra heim með öflugri og metnaðarfullri starfsemi sem ætlað er að endurspegla strauma og stefnur samtímalist- arinnar,“ segir þar og að safnið muni styðja við frjóan jarðveg grasrótar listamanna samhliða sýningum á verkum þekktari listamanna víðs- vegar að. Sérkenni staðarins munu vera einkennandi í allri starfsemi safnsins og áhersla lögð á safnið sem áfangastað í alþjóðlegu samhengi. Lagt er upp með að viðburðir og sýningarhald hefjist sumarið 2022 í nýjum húsakynnum Ars longa við voginn á Djúpavogi. Sýning Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, samanstendur af ólíkum verk- um frá árunum 1969-2021 og hefur ferill hans verið fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en ljóðrænn tónn einkennt verk hans alla tíð. Sigurður hefur einnig einnig samið tónverk, ljóð og gefið út fjórar skáldsögur. Segir í tilkynningu að sýningin sé rökrétt framhald af síðustu útgáfu Sigurðar, bókinni Ljóð og Ljóð, sem kom út í fyrra og er safn af ljóðum listamannsins. Ars longa fær 27 verk eftir Sigurð að gjöf - Samanlagt verðmat er rúmar 125 milljónir króna Earthquake Verk eftir Sigurð frá 1969, eitt þeirra sem sjá má á sýningunni á Djúpavogi sem lýkur 15. ágúst. Ljósmynd birt með leyfi listamannsins. Virtur Sigurður Guðmundsson. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í vikunni stendur til að heiðra bandaríska leikarann Johnny Depp fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebasti- án í september. Nú hafa spænsk samtök kvenna í kvikmyndagerð mótmælt þeirri ákvörðun stjórnar hátíðarinnar og segja þau senda skelfileg skilaboð og koma óorði á hátíðina. Cristina Andreu, formað- ur samtakanna, segist afar hissa á því að veita eigi Depp Donostia- verðlaunin fyrir ævistarfið en verð- launin þykja þau merkustu sem veitt eru á hátíðinni. Ástæða mót- mælanna eru ásakanir á hendur Depp um að hafa beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, of- beldi. Andreu segir í samtali við AP-fréttastofuna að ákvörðunin sendi þau skilaboð að góðir leikarar megi vera ofbeldismenn. Segir hún samtökin sem hún fer fyrir nú vera að íhuga frekari mótmælaaðgerðir. Til stendur að heiðra Depp einnig á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi nú í ágúst. Umdeildur Leikarinn Johnny Depp. Mótmæla heiðursverðlaunum Depps S aksóknarinn Jana Berzelius er er engin venjuleg kona. Sex spennubækur um hana á íslensku hafa komið út eins og á færibandi undanfarin ár, en þótt hún sé töffari og margra manna maki kemur orðið fátt á óvart. Níu líf er vissulega spennandi og ágætisafþreying en taumlaust ofbeldið missir marks, þótt rómantíkin vegi að hluta til upp á móti viðbjóðnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um erlendar glæpaklíkur í Svíþjóð og þær eru yrkisefni höfund- ar að þessu sinni. Emelie Schepp veitir innsýn í þennan hrottalega heim en um leið vekur hún athygli á því að hanskar eru ekki sama og silki- hanskar, Jón er ekki sama og séra Jón. Togstreita og laumuspil eru líka einkenni þessarar sögu. Rannsókn- arhópur lögreglunnar verður æ sundurleitari og mikið er gert úr vandamálum einstaklinga, sem hann skipa. Mia Bolander og Hen- rik Levin eiga til dæmis í ákveðnum tilvistarvanda, taka á honum með misjöfnum hætti og uppskera sam- kvæmt því. Níu líf er beint framhald af Meistara Jakobi, sem kom út fyrr í sumar. Sem fyrr er Jana í aðal- hlutverki, en rétt eins og Danilo Peña burðast hún með fortíð sem þolir ekki dagsljósið. Samband þeirra er verra en hægt er að hugsa sér en þrátt fyrir að bæði eigi sér aðeins einn draum í tengslum við hvort annað og fái ótal tækifæri til þess að láta hann rætast reynist þeim erfitt að setja punktinn yfir i-ið. Það virkar ósannfærandi rétt eins og samskipti þeirra við Karl Berzelius. Jana hefur komist upp með ýmislegt og ávallt sloppið með skrekkinn. Stöð- ugt þrengist samt að henni og varla kann góðri lukku að stýra að óþekkt afl hafi framtíð hennar í höndum sér. For- tíðin verður ekki umflúin og það hefur engum reynst vel að geta ekki um frjálst höfuð strokið. Ofbeldisfull „[T]aumlaust ofbeldið missir marks, þótt rómantíkin vegi að hluta til upp á móti viðbjóðnum,“ segir m.a. um Níu líf Emelie Schepp. Á flótta undan fortíðinni Glæpasaga Níu líf bbbmn Eftir Emelie Schepp. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Kilja. 382 bls. MTH, 2021. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.