Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Jón Magnússon hæstaréttarlög- maður fjallar um Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokks- ins og hvernig hann reyni að koma sér undan því að svara fyrir syndir sósíalismans. Og ekki nóg með það, Gunnar Smári hafi í útvarpsviðtali hnýtt í Sjálfstæðisflokkinn og til dæmis haldið því fram að hann hefði staðið gegn vökulögunum svo- kölluðu, en Jón bendir á að lögin hafi verið samþykkt á Alþingi átta árum áður en Sjálfstæðis- flokkurinn var stofn- aður árið 1929. Það er auðvitað við hæfi að þessi fortíðar- flokkur ræði helst það sem gerðist á þriðja áratug síðustu aldar en verra ef hann fer rangt með. - - - Jón sagði einnig að formaðurinn segðist ekki bera ábyrgð á Stal- ín, sem Jón tók undir, en benti um leið á að hann væri að boða hug- myndafræði Stalíns og annarra ámóta manna. - - - Og hann bætti við að þó að Gunn- ar Smári „beri ekki ábyrgð á Maó eða Stalín, þá er hann að boða kenningu þeirra, þrátt fyrir að sósí- alisminn leiði ævinlega til hörm- unga. Tilraunir með sósíalismann ættu því að vera fullreyndar eftir hörmungasögu hans í rúm 100 ár“. - - - Eins og Jón benti líka á þá er af- sökun þeirra sem boða sósíal- isma alltaf hin sama. Þeir halda því fram að forsprakkar sósíalismans hingað til hafi í raun ekki stjórnað samkvæmt sósíalismanum. En hvað má segja um kenningu sem öllum mistekst svo hrapallega að fram- kvæma? Finnst einhverjum ástæða til að gera enn eina tilraunina? Jón Magnússon Bera boðberarnir ekki syndirnar? STAKSTEINAR Gunnar Smári Egilsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ágúst hefur byrjað hlýlega, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu dagana er 13,1 stig, +1,6 stig ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +1,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er þriðja hlýjasta ágústbyrjun á öldinni í Reykjavík. Hún var hlýjust 2003, meðalhiti þá 13,5 stig, og 13,4 stig árið 2004. Kaldasta ágústbyrjun aldarinnar var 2013, meðalhiti þá 10,4 stig. Á langa listanum er meðalhiti nú í fjórða hlýjasta sæti (af 147). Kaldast var árið 1912, meðalhiti 6,4 stig. Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga ágúst 13,7 stig, ellefta hlýjasta ágústbyrjun frá 1936. Hlýjastir voru dagarnir tíu 1938, meðalhiti þá 15,1 stig. Hiti nú er +2,2 stigum ofan meðallags 1991 til 2020. Hitinn það sem af er ágúst er yfirleitt í 2. til 4. hlýjasta sæti á öldinni (af 21). Að tiltölu hefur verið kaldast á Austurlandi að Glettingi, þar er hitinn í 6. hlýjasta sætinu. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins. Mest er vikið á Vaðlaheiði, +4,7 stig. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 27 millimetrar og er það um 50% umfram meðallag. Á Akureyri hefur hún aðeins mælst 4 mm, og er það um 40% meðallags. Sólskinsstundir hafa mælst 45,7 í Reykja- vík, átta stundum færri en í meðalári. Sólskins- stundir á Akureyri eru fleiri en í meðalári. sisi@mbl.is Ágúst hefur byrjað hlýlega Morgunblaðið/Unnur Karen Nauthólsvík Börnin sem sótt hafa siglinga- námskeið í sumar hafa notið veðurblíðunnar. Vegagerðin fékk tvö tilboð undir áætluðum verktakakostnaði við út- boð á lagningu nýs vegar að bænum Djúpadal í Djúpafirði. Fram- kvæmdin er liður í undirbúningi stórframkvæmdar sem felst í lagn- ingu nýs Vestfjarðavegar um Gufu- dalssveit. Norðurtak ehf. á Akureyri átti lægsta tilboðið, tæpar 400 milljónir kr. sem er 85 milljónum undir áætl- un Vegagerðarinnar en hún er 484 milljónir. Næstlægsta tilboðið er frá Borgarverki ehf. í Borgarnesi, 467 milljónir sem er rétt undir áætl- un. Tilboð þriggja verktaka eru yfir áætlun, það hæsta rúmlega 220 milljónum hærra en lægsta tilboð. Leggja á nýjan veg við aust- anverðan Djúpafjörð, frá vænt- anlegum Vestfjarðavegi um Hall- steinsnes inn að núverandi vegi fyrir botni Djúpafjarðar. Vegurinn er til þess að tengja bæinn Djúpadal og frístundahús við væntanlegan Vestfjarðaveg sem samkomulag hefur náðst um að fari um Teigs- skóg. Vegurinn verður um 5,7 km að lengd og liggur að talsverðu leyti eftir slóðum og vegum sem fyrir eru en ekki að öllu leyti. helgi@mbl.is Lægsta tilboð 85 millj- ónum undir áætlun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Við Djúpafjörð Nýr Vestfjarðavegur mun færast frá bændum í Djúpadal. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.