Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 8

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Jón Magnússon hæstaréttarlög- maður fjallar um Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokks- ins og hvernig hann reyni að koma sér undan því að svara fyrir syndir sósíalismans. Og ekki nóg með það, Gunnar Smári hafi í útvarpsviðtali hnýtt í Sjálfstæðisflokkinn og til dæmis haldið því fram að hann hefði staðið gegn vökulögunum svo- kölluðu, en Jón bendir á að lögin hafi verið samþykkt á Alþingi átta árum áður en Sjálfstæðis- flokkurinn var stofn- aður árið 1929. Það er auðvitað við hæfi að þessi fortíðar- flokkur ræði helst það sem gerðist á þriðja áratug síðustu aldar en verra ef hann fer rangt með. - - - Jón sagði einnig að formaðurinn segðist ekki bera ábyrgð á Stal- ín, sem Jón tók undir, en benti um leið á að hann væri að boða hug- myndafræði Stalíns og annarra ámóta manna. - - - Og hann bætti við að þó að Gunn- ar Smári „beri ekki ábyrgð á Maó eða Stalín, þá er hann að boða kenningu þeirra, þrátt fyrir að sósí- alisminn leiði ævinlega til hörm- unga. Tilraunir með sósíalismann ættu því að vera fullreyndar eftir hörmungasögu hans í rúm 100 ár“. - - - Eins og Jón benti líka á þá er af- sökun þeirra sem boða sósíal- isma alltaf hin sama. Þeir halda því fram að forsprakkar sósíalismans hingað til hafi í raun ekki stjórnað samkvæmt sósíalismanum. En hvað má segja um kenningu sem öllum mistekst svo hrapallega að fram- kvæma? Finnst einhverjum ástæða til að gera enn eina tilraunina? Jón Magnússon Bera boðberarnir ekki syndirnar? STAKSTEINAR Gunnar Smári Egilsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ágúst hefur byrjað hlýlega, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu dagana er 13,1 stig, +1,6 stig ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +1,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er þriðja hlýjasta ágústbyrjun á öldinni í Reykjavík. Hún var hlýjust 2003, meðalhiti þá 13,5 stig, og 13,4 stig árið 2004. Kaldasta ágústbyrjun aldarinnar var 2013, meðalhiti þá 10,4 stig. Á langa listanum er meðalhiti nú í fjórða hlýjasta sæti (af 147). Kaldast var árið 1912, meðalhiti 6,4 stig. Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga ágúst 13,7 stig, ellefta hlýjasta ágústbyrjun frá 1936. Hlýjastir voru dagarnir tíu 1938, meðalhiti þá 15,1 stig. Hiti nú er +2,2 stigum ofan meðallags 1991 til 2020. Hitinn það sem af er ágúst er yfirleitt í 2. til 4. hlýjasta sæti á öldinni (af 21). Að tiltölu hefur verið kaldast á Austurlandi að Glettingi, þar er hitinn í 6. hlýjasta sætinu. Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins. Mest er vikið á Vaðlaheiði, +4,7 stig. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 27 millimetrar og er það um 50% umfram meðallag. Á Akureyri hefur hún aðeins mælst 4 mm, og er það um 40% meðallags. Sólskinsstundir hafa mælst 45,7 í Reykja- vík, átta stundum færri en í meðalári. Sólskins- stundir á Akureyri eru fleiri en í meðalári. sisi@mbl.is Ágúst hefur byrjað hlýlega Morgunblaðið/Unnur Karen Nauthólsvík Börnin sem sótt hafa siglinga- námskeið í sumar hafa notið veðurblíðunnar. Vegagerðin fékk tvö tilboð undir áætluðum verktakakostnaði við út- boð á lagningu nýs vegar að bænum Djúpadal í Djúpafirði. Fram- kvæmdin er liður í undirbúningi stórframkvæmdar sem felst í lagn- ingu nýs Vestfjarðavegar um Gufu- dalssveit. Norðurtak ehf. á Akureyri átti lægsta tilboðið, tæpar 400 milljónir kr. sem er 85 milljónum undir áætl- un Vegagerðarinnar en hún er 484 milljónir. Næstlægsta tilboðið er frá Borgarverki ehf. í Borgarnesi, 467 milljónir sem er rétt undir áætl- un. Tilboð þriggja verktaka eru yfir áætlun, það hæsta rúmlega 220 milljónum hærra en lægsta tilboð. Leggja á nýjan veg við aust- anverðan Djúpafjörð, frá vænt- anlegum Vestfjarðavegi um Hall- steinsnes inn að núverandi vegi fyrir botni Djúpafjarðar. Vegurinn er til þess að tengja bæinn Djúpadal og frístundahús við væntanlegan Vestfjarðaveg sem samkomulag hefur náðst um að fari um Teigs- skóg. Vegurinn verður um 5,7 km að lengd og liggur að talsverðu leyti eftir slóðum og vegum sem fyrir eru en ekki að öllu leyti. helgi@mbl.is Lægsta tilboð 85 millj- ónum undir áætlun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Við Djúpafjörð Nýr Vestfjarðavegur mun færast frá bændum í Djúpadal. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.