Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 51

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 51
Forsætisráðherra stýrir og samhæfir störf ríkisstjórnarinnar, er helsti málsvari hennar og ber höfuðábyrgð á því að stjórnarsáttmálinn sé innleiddur. Forsætisráðuneytið hefur það kjarnaverkefni að styðja við þetta hlutverk ráðherra og að tryggja að starfsemi ríkisstjórnar sé í samræmi við stjórnarskrá og lög. Skrifstofa stefnumála vinnur í umboði forsætisáðherra að stefnumótun og framgangi stefnumála ríkisstjórnarinnar með því að vinna að samhæfingu mála innan Stjórnarráðsins og utan, auka yfirsýn og forystu forsætisráðuneytisins og tryggja vandaðan undirbúning mála fyrir ráðherra og ríkisstjórn. Skrifstofan fylgist með framfylgd stjórnarsáttmála og með stöðu og þróun þjóðhagsmála, sjálfbærni og almennri hagstjórn, ásamt því að veita forystu stórum lykilverkefnum sem ráðherra og ríkisstjórn setja af stað. Skrifstofustjóri stýrir skrifstofunni og leiðir teymi starfsmanna sem hefur með höndum það hlutverk sem fram kemur hér að framan og starfar undir stjórn ráðuneytisstjóra. Verkefnin breytast eftir áherslum ráðherra og ríkisstjórnar á hverjum tíma. Skrifstofustjóri á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála. Forsætisráðuneytið leitar að framsæknum og reyndum stjórnanda sem vill taka þátt í krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í hringiðu þjóðmálanna og leiða skrifstofu stefnumála í ráðuneytinu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir: • Háskólagráðu sem nýtist í starfi • Þekkingu á stefnumótun og áætlanagerð • Metnaði, framsýni og lausnamiðuðu hugarfari • Farsælli reynslu af miðlun upplýsinga • Góðri tungumálakunnáttu í ræðu og riti (íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli) • Yfirburðafærni í mannlegum samskiptum, frumkvæði ásamt vilja og getu til að vinna að stefnumálum ríkisstjórnar hverju sinni • Árangursríkri reynslu af almennri stjórnun og getu til að mynda öfluga liðsheild • Farsælli reynslu af því að leiða verkefni til árangurs, þar á meðal stór lykilverkefni • Reynsla af starfi innan opinberrar stjórnsýslu er kostur Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára. Þriggja manna hæfnisnefnd, skipuð af forsætisráðherra, metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra, sbr. reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjanda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur er til og með föstudegi 20. ágúst nk. Umsókninni skal fylgja starfsferilskrá ásamt fylgigögnum um menntun og árangur í starfi og kynningarbréfi þar sem tilgreind er ástæða umsóknar. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Sótt er um starfið á Starfatorgi Nánari upplýsingar veitir Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu; bryndis.hlodversdottir@for.is 200 mílur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.