Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 ✝ Gísli Alfreðs- son (leikari og fyrrv. þjóðleik- hússtjóri og skóla- stjóri Leiklist- arskóla Íslands) fæddist í Reykjavík 24. janúar 1933 en ólst upp í Keflavík. Hann lést 28. júlí 2021. Foreldrar Gísla: Alfreð Gíslason, f. 7.7. 1905, d. 30.5. 1976, bæjarfó- geti og sýslumaður í Keflavík, og kona hans, Vigdís Jakobs- dóttir, f. 14.12. 1906, d. 2001, pí- anókennari. Gísli lék í fjölda út- varpsleikrita á bernsku- og unglingsárunum, stundaði nám í Leiklistarskóla Ævars Kvaran jafnframt menntaskólanámi, lauk stúdentsprófi frá MR og stundaði nám í rafmagnsverk- fræði í tvö ár við Technische Hochschule í München. Þá stundaði hann leiklistarnám við Leiklistarskóla Kammerspiele- leikhússins í München. Að námi loknu starfaði Gísli við Residenz-Theater í München í eitt ár auk þess sem hann var aðstoðarleikstjóri við þáttagerð í sjónvarpi. Hann var ráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1962 og hefur verið þar leikari og Evu Gunnarsdóttur eru Perla Líf, Lilja Ýr og Gísli Gunnar og stjúpdóttir Alfreðs er Alex- andra Sif, sonur hennar er Birg- ir. Dóttir Gísla frá því áður er Elfa Gísladóttir, f. 24.4. 1955, leikkona, búsett í Seattle, gift Thomas J Richardson, var gift Kristjáni Víkingssyni lækni sem er látinn og er sonur þeirra Karl Axel, hann á synina Kristján Al- exander og Elvar með Irina Timchenko sambýliskonu sinni. Stjúpbörn Gísla eru Helga El- ísabet Þórðardóttir, f. 30.10. 1956, gift Páli Kr. Pálssyni for- stjóra, en synir þeirra eru Þórð- ur Páll og Einar Sveinn; Úlfar Ingi Þórðarson, f. 6.11. 1959, veitingamaður í Reykjavík, börn hans eru Sara Elisabeth, Þórður Björn og Mariane Sól; Einar Sveinn Þórðarson, f. 5.11. 1961, fyrrv. ballettdansari og mark- aðsstjóri, kvæntur Ragnhildi Fjeldsted, blómahönnuði og flugfreyju, synir þeirra eru Þórður Sveinn og Óskar Sveinn; Þórður Jón Þórðarson, f. 25.7. 1963, flugvirki, kvæntur Sawai Wongphoothorn, matráði, sonur þeirra er Úlfar Páll Monsi. Systir Gísla er Anna Jóhanna Alfreðsdóttir, f. 15.6. 1948, gift Finni Björgvinssyni arkitekt og eiga þau þrjú börn. Gísli verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 12. ágúst 2021, klukkan 15. leikstjóri í þrjátíu ár. Þá hefur hann leikstýrt fjölda leikrita í útvarpi og sjónvarpi. Gísli var ritari Félags íslenskra leikara 1967-75, formaður félagsins 1975-83, þjóðleik- hússtjóri 1983-91 og er skólastjóri Leiklistarskóla Ís- lands frá 1992. Gísli hefur þýtt á annan tug leikrita fyrir leiksvið og útvarp. Hann er heiðurfélagi Félags ís- lenskra leikara frá 1992. Gísli kvæntist 16.4. 1967 Guð- nýju Árdal, f. 18.3. 1939, ritara. Hún er dóttir Inga Árdal, kaup- manns í Reykjavík og Helgu Björnsdóttur tannsmiðs frá Karlsskála, sem bæði eru látin. Guðný var áður gift Þórði Úlf- arssyni flugmanni sem lést 1963. Gísli var áður kvæntur Juliane Michael leikkonu en þau skildu. Börn Gísla og Guðnýjar eru Anna Vigdís Gísladóttir, f. 22.8. 1967, framleiðandi, hún á tvær dætur Guðnýju Ósk og Guðrúnu Helgu; Alfreð Gíslason, f. 16.10. 1975, búfræðingur sem starfar í kvikmyndagerð, börn hans og Gísli stjúpi okkar er látinn og kaflaskipti verða í lífinu. Gísli kom inn í líf okkar systk- inanna á erfiðum tíma eftir föð- urmissi okkar og var örugglega ekki auðvelt að takast á við það mikla verkefni, fjögur ung börn á misviðkvæmum aldri. Það var mikið í gangi á heim- ilinu og svo eignuðumst við systk- inin Önnu Vigdísi og Alfreð Björn, og vorum því sex systkinin auk hundsins Káts, sem var okkur öll- um afar kær. Þetta var stór hópur og margt í gangi og hlátur og grátur eins og við er að búast. Það var oft erfitt og oft gaman. Gísli opnaði ævintýraheim fyrir okkur sem leikhúsið var. Vorum við bræðurnir með í sýningum og var mjög spennandi að kynnast töfrum leikhússins. Hestamennskan var íþrótt Gísla og var mjög gaman að taka þátt í því og ekki spillti að vinir Gísla, eins og Flosi Ólafsson og Bessi Bjarnason, voru með honum í þessu og var oft gaman að vera með uppi í hesthúsi eða í styttri ferðum á sumrin. Þá voru hestarn- ir nálægt sumarbústað mömmu og Gísla við Þingvallavatn og gaman að fara á bak þar. Áttum við skemmtilega tíma í sumarbú- staðnum. Gísli undi sér best í sumarbú- staðnum að sýsla og var mjög lag- hentur, en hann virtist kunna á alls kyns tækni við smíðar og ann- að. Hann var mjög fjölhæfur, ekki síst með rafmagn. Okkur fannst alltaf merkilegt að hann gerði við þvottavélina, og önnur raftæki og svo smíðaði hann tölvu. Tæknilegur leikari! Svo var hann mjög góður skákmaður. Seinna áttu barnabörnin mjög skemmtilegar stundir í sumó með ömmu Guðnýju og afa Gísla, og minnast þess oft og sakna. Gísli hafði mjög gaman af þess- um barnaskara, sem barnabörnin eru. Það var magnað hvað hann var ern, þrátt fyrir ýmsa kvilla og veikindi, og ekkert okkar bjóst við að hann kæmi ekki aftur heim af spítalanum, núna síðast. Hann var svo lífseigur. En hann var líkleg- ast búinn að fá nóg. Nú kveðjum við og þökkum. Helga Lísa, Úlfar Ingi, Einar Sveinn og Þórður Jón. Nú þegar minn kæri bróðir hef- ur kvatt okkur rifjast upp ótal ljúf- ar minningar. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt hann sem bróður og mig langar til að minn- ast hans með nokkrum orðum. Gísli bróðir minn var 15 ára gamall þegar foreldar okkar ætt- leiddu mig frá Noregi, tveggja mánaða gamla. Ég man að mamma sagði mér að hann hefði verið stoltur af mér og hrifist af mér sem ungabarni, hann tók mér sannarlega með opnum örmum. Það er minnistætt hversu skemmtilegt það var að fá hann í heimsókn, en hann flutti snemma að heiman til náms og vinnu. Snemma byrjuðum við að hlusta á tónlist saman. Ég man t.d. eftir hvað mér fannst gaman að hlusta á „Ameríkumaður í París“ eftir Gershwin, þá lék hann með tón- listinni fyrir mig. Hann vildi alltaf gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig. Eins og þegar hann smíðaði dúkkuhús úti garði í Keflavík. Ekki nóg með það heldur tengdi hann dyrabjöllu í húsinu, eins og honum einum var lagið. Það er mér og okkur fjölskyld- unni minnisstætt að Gísli hjálpaði okkur með að fá lóð undir sum- arbústað við Þingvallavatn. Sú hjálp var ómetanleg og stundirnar sem við höfum átt þar saman systkinin með fjölskyldur okkar ógleymanlegar. Ég er þakklát fyrir það hvað við vorum alltaf góð systkin og hlý vinátta okkar á milli. Mamma lagði mikla áherslu á það í uppeld- inu sem við nutum góðs af. Þegar Gísli veiktist á fullorðinsárum, var ég svo lánsöm að geta heimsótt hann næstum daglega. Þá var hann með tölvu uppi á spítala og fann hin ýmsu tónlistarverk, sem að við hlustuðum á og nutum sam- verunnar. Ég heimsótti hann einnig oft heim til hans og við héldum áfram þessum sið að hlusta saman á tónlist. Hann fann sinfóníur á netinu og uppáhaldið okkar; píanókonserta. Síðan drukkum við kaffi með Guðnýju og þetta voru notalegar stundir, enda á ég í henni dýrmæta vin- konu. Jafnvel eftir honum var far- ið að förlast sjón, var hann ótrú- lega duglegur að finna hin ýmsu verk og setja á lista hjá sér. Fyrir nokkrum dögum komu Gísli og Guðný í heimsókn í sum- arbústaðinn. Við höfðum stefnt að því að finna helgi til að hittast og það gekk upp. Í fínu veðri nutum við þess að vera saman, sátum langt fram eftir kvöldi, horfðum út á vatnið og spjölluðum saman. Ég er svo þakklátt fyrir þessa helgi, þetta var okkur falleg kveðju- stund. Hvíl í friði, elsku bróðir, hafðu þökk fyrir allt og allt, þín systir Anna. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Gísli J. Alfreðsson var leikhús- maður af lífi og sál. Hann helgaði Þjóðleikhúsinu krafta sína þorra starfsævinnar þar til hann tók við sem skólastjóri Leiklistarskóla Ís- lands árið 1992. Gísli J. Alfreðsson nam leiklist hjá Ævari Kvaran og síðar við Otto Falckenberg Schule við Kammerspiele-leikhúsið í Munc- hen. Eftir útskrift í Þýskalandi lék hann nokkur hlutverk á sviði þar í landi og einnig síðar í þýskum kvikmyndum. Gísli þótti bera með sér fersk áhrif úr þýsku leikhúsi þegar hann sneri heim til Íslands og var fljótlega fastráðinn við Þjóðleikhúsið þar sem hann lék yf- ir 90 hlutverk. Meðal eftirminni- legra verka sem Gísli lék í voru Ís- landsklukkan, Náttbólið, Lér konungur, Týnda teskeiðin, Meist- arinn, Skugga-Sveinn og Herbergi 213. Gísli leikstýrði nokkrum verk- um samhliða starfi leikarans en þeirra á meðal voru Túskildingsó- peran, Sporvagninn Girnd, Á sama tíma að ári, Í deiglunni, Indíánar og Loftsteinninn. Þá leikstýrði hann fjölda leikrita í útvarpi og sjónvarpi. Þá þýddi Gísli á annan tug leikrita fyrir leiksvið og út- varp, og var formaður Félags ís- lenskra leikara árin 1975-1983. Það var svo árið 1983 sem Gísli J. Alfreðsson var ráðinn þriðji þjóðleikhússtjóri leikhússins og gegndi hann því starfi til ársins 1991 þegar hann tók við starfi skólastjóra Leiklistarskóla Ís- lands. Þannig á hann sinn mikil- væga sess í sögu Þjóðleikhússins. Íslenskt leikhúsfólk minnist Gísla með miklum hlýhug. Hann var vandaður, nákvæmur en fyrst og fremst einstaklega hlýr maður. Mín fyrsta minning um Gísla er frá því ég lék í Þjóðleikhúsinu níu ára gamall og leikhússtjórinn kom reglulega og sýndi okkur börnun- um í sýningunni áhuga, hrósaði okkur og hvatti. Sömu hlýju fann ég þegar hann heilsaði upp á mig í leikhúsinu fljótlega eftir að ég hafði tekið við starfi þjóðleikhús- stjóra fjórum áratugum eftir að hann var í sömu sporum. Gísli hafði áhuga á fólki, hvatti það áfram og lagði sig fram um að skapa góðan anda í leikhúsinu sem hann leiddi. Margt leikhúsfólk minnist þess að Gísli var alltaf fyrstur til að fagna afmælisdögum samstarfsmanna og nemenda en hann hélt skipulega skrá yfir þá af- mælisdaga í tölvunni sinni, löngu fyrir þá tíma þar sem samfélags- miðlar minna okkur á slík tímamót samferðafólks. Við í Þjóðleikhúsinu sendum fjölskyldu Gísla innilegar samúð- arkveðjur um leið og við erum full þakklætis fyrir ómetanlegt starf Gísla í þágu íslenskrar leiklistar. Blessuð sé minning Gísla Alfreðs- sonar. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Ég „kynntist“ Gísla löngu áður en hann kynntist mér. Sem krakki sá ég hann m.a. í gervi bakara- drengsins í Dýrunum í Hálsa- skógi, sem einn af ræningjunum í Kardemommubænum, í áramóta- skaupum og bíómyndum. Mér fannst hann alltaf góður og skemmtilegur leikari. Við kynntumst svo persónulega eftir að við Helga Lísa komum heim frá námi í Berlín sumarið 1980. Fyrstu árin voru þetta hefð- bundin fjölskyldukynni, en árið 1984 urðu kynnin mun meiri. Gísli var þá þjóðleikhússtjóri og kom að máli við mig um tölvumál leik- hússins sem hann hafði mikinn áhuga á að færa til nútímans. Ég og samstarfsmaður minn hittum Gísla nokkrum sinnum vegna þessara áforma hans. Til að byrja með var Gísli afar hógvær og sagðist ekkert kunna á tölvur, en að hann vissi að það mætti nota alls kyns hugbúnað mun betur og meira en þá var gert hjá Þjóðleik- húsinu. Hann hafði líka mikinn áhuga á að setja upp „state of the art“-miðasölukerfi. Við höfðum ekki mikla þekkingu á miðasölu- kerfum en þá sagði Gísli okkur að hafa engar áhyggjur af því, nóg væri að við hjálpuðum honum við þarfagreininguna og kerfislýs- inguna, hann skyldi svo sjá um restina og það gerði hann með „bravör“. Gísli var nefnilega frábært efni í hugbúnaðarverkfræðing, enda fór hann upphaflega til München til að læra verkfræði, en skipti um nám fljótlega og fór í leiklist, enda tölvur þá vart til. Upp úr aldamótum var ég að fást við ráðgjöf í iðnfyrirtækjum og datt í hug að spyrja Gísla, sem þá var kominn á kaf í forritun, hvort hann hefði áhuga á að að- stoða mig í nokkrum verkefnum. Hann var til í það og ekki leið á löngu þar til hann var kominn á bólakaf í að setja upp alls kyns Ex- cel-líkön varðandi innkaup, birgðastýringu og framlegðarút- reikninga. Hann var eldklár í þessu öllu, kominn yfir sjötugt og geri aðrir betur. Einna minnisstæðast er mér verkefni sem við unnum fyrir Vilko. Þar naut Gísli sín sérlega vel í alls kyns Excel-líkönum. Þar hitti sjálfur leikarinn verkfræð- inginn sjálfan sig og þótt ekki væri verið að baka piparkökur, heldur fást við alls kyns þurrdeigsupp- skriftir, fann ég að bakaradreng- urinn var mættur til leiks, fullur áhuga og metnaðar að leysa flókin verkefni. Ég votta elsku Guðnýju tengda- móður minni, börnunum og afkom- endum þeirra, öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Páll Kr. Pálsson. Einn af framámönnum ís- lenskrar leiklistar um sína daga, Gísli Alfreðsson, er látinn, sam- starfsmaður og vinur til áratuga. Lát hans kom engum að óvörum sem til þekktu, hitt undruðust menn: seigluna og lífsviljann í langri baráttu við erfiða sjúk- dóma. Og þá ekki síður alúð konu hans, Guðnýjar Árdal, á þeim hörðu dögum. Leiðir okkar lágu fyrst saman á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík. Reyndar stefndi hugur hans fyrst til Þýskalands og verk- fræði en brátt fréttist að hann hefði söðlað um og Thalia tekið við taumunum. List sína nam hann í virtum skóla og lék í þýsku leik- húsi um skeið, en heimkominn réðst hann nokkuð fljótt til Þjóð- leikhússins og helgaði því góða húsi mest af sínum starfskröftum. Við vorum í hópi mjög sterks hóps ungra leikstjóra sem kom fram upp úr miðjum sjöunda áratugn- um; þar voru Bríet Héðinsdóttir, Brynja Benediktsdóttir og Ey- vindur Erlendsson auk okkar Gísla. Fyrir voru listamenn sem þá þegar voru komnir til þroska, Gísli Halldórsson, Jón Sigur- björnsson, Helgi Skúlason, Bald- vin Halldórsson og Benedikt Árnason, en skömmu síðar bætt- ust í þennan hóp Stefán Baldurs- son, María Kristjánsdóttir og fleiri. Er mér til efs að annað eins mannval hafi staðið samtímis að leikstjórn á Íslandi. Þetta voru líka sokkabandsár Sjónvarps og einnig þar fengum við Gísli að spreyta okkur. En þegar ég kom í Þjóðleikhúsið 1972 urðum við eiginlegir vopnabræð- ur. Ég leyfi mér að orða þetta þannig sakir þess, að atvik höfðu hagað því þannig að um það leyti varð Gísli formaður Félags ís- lenskra leikara og við sátum þann- ig séð hvor sínum megin við borð- ið. Ekki kom það að sök, því að Gísli var drengur góður. Þegar ég lét af störfum þjóð- leikhússtjóra voru örlögin enn að leik og nú var það Gísli sem tók við stjórnartaumum hússins af mér. Allur var sá viðskilnaður hlýr og með sóma og réð Gísli mig þegar til nokkurra verkefna. Eitt þeirra varð honum sérlega kært, Grímu- dansleikurinn, þegar Kristján Jó- hannsson kom fyrst heim sem heimssöngvari. Kjarni þess hóps hefur á seinni árum hist reglulega og er í mun að ég flytji hér sakn- aðarkveðjur hinna, enda var Gísli þar hrókur alls fagnaðar fram á síðasta dag. Gísli var mikill vinur vina sinna, Bessa, Gunnars, Flosa og allra hinna, og á seinni árum var skemmtilegt sálufélag með okkur og Benedikt Árnasyni og konum okkar. Er ekki alltaf gefið að slíkt bróðerni sé meðal fólks sem þó vinnur áratugum saman á sama vinnustað að sömu hugsjónaverk- um. En árin urðu mörg. Hlutverkin urðu mörg. Leikstjórnarverkefnin mörg. Ég vel að nefna aðeins tvö verkefni leikstjórans, annað því að það er fáum kunnugt; hitt því að þar var um að ræða eina vinsæl- ustu sýningu Þjóðleikhússins fyrr og síðar. Hið fyrra var Kabarett, ein best heppnaða söngleikjasýn- ing hússins; fáum mun kunnugt um að hinn erlendi leikstjóri sem fyrir henni var skrifaður kom ekki til landsins fyrr en nokkrum dög- um fyrir frumsýningu; vinnan var öll á herðum Gísla. Hin sýningin var gamanleikurinn Á sama tíma að ári sem við frumsýndum á Húsavík af því að við vildum að Þjóðleikhúsið væri leikhús allra landsmanna; sýningafjöldi 140, tala áhorfenda yfir 41.000. Ef þylja ætti upp hlutverkin vandast enn málið. Ég kýs því að nefna bara bakarastrákinn sem er að baka pönnukökur handa Dýr- unum í Hálsaskógi hjá Egner og öllum krökkum á Íslandi. Þessum minningabrotum fylgja hlýjar samúðarkveðjur til Guðnýjar og allrar fjölskyldunnar. Sveinn Einarsson. Gísli Alfreðsson ✝ Signý Her- mannsdóttir fæddist 1. apríl 1927, dóttir hjón- anna Hermanns Björnssonar og Unu Jónsdóttur. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 22. júlí 2021. Hún var elst fjögurra systra en þær yngri voru Sigfríður Jóna, Soffía Kolbrún og Auður Hrefna, sem allar eru látnar. Signý ólst upp á Grímsstaða- holtinu í Vesturbænum, gekk í barnaskóla í Skerjafirði og stundaði síðan nám við Kvenna- Brynjar Smára og Gunnar Snæ. Næst barna Signýjar og Gunn- ars er Una Björg, fædd 1956. Dóttir hennar er Íris Snorra- dóttir. Yngst systkinanna er Sigrún, fædd 1957. Börn hennar eru Óðinn Gunnar MacFarlane og Edda Mac. Langömmubörn Signýjar eru þrjú talsins. Signý starfaði lengstan hluta ævi sinnar sem saumakona á heimili sínu. Hún kunni vel til verka og var sérlega hæf hand- verkskona og hannaði og saum- aði fyrir viðskiptavini sína. Signý var heilsuhraust fram yfir áttrætt, þegar bera fór á alzheimer. Síðustu árin bjó hún á hjúkrunarheimilum. Útförin fór fram í kyrrþey. skólann í Reykjavík, frá 1942-1946. Á afmælisdegi sínum árið 1949 gift- ist Signý Gunnari Tómasi Jónssyni. Þau bjuggu fyrst í húsi við Nesveg en fluttu snemma á 6. áratugnum í nýja Signýjarstaði á Hjarðarhaga 33 sem þeir Gunnar og Her- mann tengdafaðir hans byggðu saman. Þar bjuggu þau í 50 ár. Signý og Gunnar eignuðust þrjú börn. Elstur er Hermann, fæddur 1951. Eiginkona hans er Kristín Sverrisdóttir og eiga þau fjögur börn: Signýju, Sverri, Elsku amma. Við kveðjum þig nú með söknuði. Loksins fékkstu friðinn en við minnumst þín með hlýjum hug. Ótalmargar góðar minningar sitja eftir. Sumarbústaðaferðirnar í Ömmukot i Grímsnesinu, þar sem var þröngt þegar allir komu saman en alltaf ljúft. Þið afi vild- uð hafa bústaðinn án rafmagns og rennandi vatns og það gerði tímann mun eftirminnilegri, sitj- andi og lesandi, spilandi á spil – eða liggjandi uppi á svefnlofti með lyktina af olíuhitaranum og kaffinu að bruggast. Hvernig þú tókst á móti okkur á hverjum degi í Hólmgarðinum eftir skóla, tilbúin með mat. Það þurfti ekki mörg orð en alltaf vissi maður að þú værir til staðar og tilbúin að gera allt fyrir okkur krakkana. Hvort sem maður mætti með vini, ákvað að kenna sjálfum sér á píanóið með tilheyr- andi glamri eða hvað sem okkur guttunum datt í hug að taka okk- ur fyrir hendur. Mest standa þó upp úr gaml- árskvöldin á Garðsendanum, þar sem alltaf var mikið sungið og hlegið. Og hvernig söngurinn og gleðin hvarf aldrei, jafnvel fram á seinustu veislurnar sem þú varst með okkur. Við eigum ótal minningar af ömmu sem gat verið mikill kar- akter. Þegar fjölskyldan keypti jeppa og pabba datt í hug að fara með þig línuveginn suður af Langjökli að sjá útsýnið úr Grímsnesi sem þú bentir okkur alltaf á. Jarlhetturnar og Lang- jökulinn og fjöllin í fjarska. En vegurinn var svo slæmur að þú labbaðir leiðina meðan við keyrð- um á hægagangi fram hjá stein- um og holum. Þá hlóstu mikið að þessari vitleysu og þvælingi. Þér nægði að sjá útsýnið úr fjarska. Við geymum fánann úr Ömmu- koti og munum flagga honum í okkar nýja koti þegar fánastöng- in er komin upp. Brynjar Smári, Gunnar Snær, Signý og Sverrir Hermannsbörn. Signý Hermannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.