Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Agata Erna Jack mun fyrir Íslands hönd taka þátt í heimsleikum Special Olympics í samkvæmisdönsum í Aust- urríki í lok mánaðarins. Brýtur hún þar með blað í sögu dansíþróttarinnar hér á landi, en Ísland hefur ekki áður átt fulltrúa í þessari keppni að því er fram kemur í tilkynningu frá Dansíþrótta- sambandi Íslands, DSÍ. Agata var fyrsti keppandinn í stjörnuflokki í samkvæmisdansi á dansmóti á vegum DSÍ sem fram fór í vor. Nýlega fékkst staðfest að hún yrði fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics, Dance- Sport Word Championship, sem fram fer í ágúst í Graz í Austurríki. Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra hafa verið í samstarfi við DSÍ undanfarin ár þar sem horft hefur verið til aukinna tæki- færa innanlands og erlendis í dans- íþróttinni. Dans hefur verið sýningar- grein á alþjóðasumarleikum Special Olympics og nú er hafin innleiðing á dansi sem íþróttagrein innan Special Olympics. Agata er Garðbæingur og verður 23 ára á þessu ári. Hún æfir samkvæmis- dansa hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópa- vogi og á langa sögu að baki í dans- íþróttinni. Hún byrjaði að æfa samkvæmisdans hjá Hvönn fjögurra ára gömul og þá í almennum hópi. Agata er með Dandy Walker-heilkenni og móðir hennar ákvað að prófa að mæta með hana á æfingar hjá Hvönn eftir að hún heyrði af danskennara þar, Hildi Ýri Arnardóttur, sem kenndi dans í Öskjuhlíðarskóla og var því vön að vinna með börnum með mismun- andi stuðningsþarfir. Agata keppir með svokallaðari pro- am-aðferð en þar er dansað við kenn- ara eða leiðbeinanda en aðeins kepp- andinn er dæmdur. Lilja Rut Þórarins- dóttir, danskennari hjá Hvönn, dansar við Agötu Ernu. Samkvæmisdans Agata Erna Jack fer ásamt Lilju Rut Þórarinsdóttur danskennara til Austurríkis. Keppir á Special Olympics í Austurríki fyrir Íslands hönd Agata Erna brýtur blað í sögu dansíþróttarinnar Morgunblaðshringurinn Morgunblaðshringurinn, fyrsta bikarmót sumarsins í fjallahjólreiðum, fór fram við Hádegismóa sl. mánudag. Alls skráðu 42 hjólreiðakappar sig til leiks í 10 flokkum. Ingvar Ómarsson og Þórdís Björk Georgsdóttir fóru með sigur af hólmi en þau kepptu í Elite-flokkum karla og kvenna. Veðrið lék við keppendur. Sigurvegarar Ingvar Ómarsson og Þórdís Björk Georgsdóttir á palli að móti loknu við Hádegismóa. Bikarmót Mótið var haldið í samvinnu við Hjólreiðasamband Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fleygiferð Keppendur hjóluðu góðan hring í kringum Morgunblaðshöllina. Augnablikið Áhorfendur fylgdust vel með keppninni og sumir festu hana á filmu, einbeittir mjög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.