Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Körfur
frá 25.000 kr.
Startpakkar
frá 5.500 kr.
og margt
fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Töskur
frá 3.990 kr.
Diskar
frá 2.500 kr.
Fjarlægðarmælir
24.990 kr.
Agata Erna Jack mun fyrir Íslands
hönd taka þátt í heimsleikum Special
Olympics í samkvæmisdönsum í Aust-
urríki í lok mánaðarins. Brýtur hún þar
með blað í sögu dansíþróttarinnar hér
á landi, en Ísland hefur ekki áður átt
fulltrúa í þessari keppni að því er fram
kemur í tilkynningu frá Dansíþrótta-
sambandi Íslands, DSÍ.
Agata var fyrsti keppandinn í
stjörnuflokki í samkvæmisdansi á
dansmóti á vegum DSÍ sem fram fór í
vor. Nýlega fékkst staðfest að hún yrði
fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti
á vegum Special Olympics, Dance-
Sport Word Championship, sem fram
fer í ágúst í Graz í Austurríki.
Special Olympics á Íslandi og
Íþróttasamband fatlaðra hafa verið í
samstarfi við DSÍ undanfarin ár þar
sem horft hefur verið til aukinna tæki-
færa innanlands og erlendis í dans-
íþróttinni. Dans hefur verið sýningar-
grein á alþjóðasumarleikum Special
Olympics og nú er hafin innleiðing á
dansi sem íþróttagrein innan Special
Olympics.
Agata er Garðbæingur og verður 23
ára á þessu ári. Hún æfir samkvæmis-
dansa hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópa-
vogi og á langa sögu að baki í dans-
íþróttinni. Hún byrjaði að æfa
samkvæmisdans hjá Hvönn fjögurra
ára gömul og þá í almennum hópi.
Agata er með Dandy Walker-heilkenni
og móðir hennar ákvað að prófa að
mæta með hana á æfingar hjá Hvönn
eftir að hún heyrði af danskennara
þar, Hildi Ýri Arnardóttur, sem kenndi
dans í Öskjuhlíðarskóla og var því vön
að vinna með börnum með mismun-
andi stuðningsþarfir.
Agata keppir með svokallaðari pro-
am-aðferð en þar er dansað við kenn-
ara eða leiðbeinanda en aðeins kepp-
andinn er dæmdur. Lilja Rut Þórarins-
dóttir, danskennari hjá Hvönn, dansar
við Agötu Ernu.
Samkvæmisdans Agata Erna Jack
fer ásamt Lilju Rut Þórarinsdóttur
danskennara til Austurríkis.
Keppir á Special Olympics í
Austurríki fyrir Íslands hönd
Agata Erna brýtur blað í sögu dansíþróttarinnar
Morgunblaðshringurinn
Morgunblaðshringurinn, fyrsta bikarmót sumarsins í fjallahjólreiðum, fór fram
við Hádegismóa sl. mánudag. Alls skráðu 42 hjólreiðakappar sig til leiks í 10
flokkum. Ingvar Ómarsson og Þórdís Björk Georgsdóttir fóru með sigur af hólmi
en þau kepptu í Elite-flokkum karla og kvenna. Veðrið lék við keppendur.
Sigurvegarar Ingvar Ómarsson og Þórdís Björk Georgsdóttir á palli að móti loknu við Hádegismóa.
Bikarmót Mótið var haldið í samvinnu við Hjólreiðasamband Íslands.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fleygiferð Keppendur hjóluðu góðan hring í kringum Morgunblaðshöllina.
Augnablikið Áhorfendur fylgdust vel með keppninni og sumir festu hana á filmu, einbeittir mjög.