Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 ✝ Gíslína Jónína Jóhannesdóttir fæddist 26. júlí 1939 í Ísafjarð- arsýslu. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði 31. júlí 2021. Foreldrar Gísl- ínu voru Jóhannes Jón Ívar Guð- mundsson, bifreið- arstjóri á Flateyri, f. 6. apríl 1908, d. 27. mars 1978, og Sig- ríður Magnúsdóttir húsmóðir, f. 19. júlí 1911, d. 20. maí 1995. Gíslína var næstyngst fimm systkina, þau eru: Bjarney Steinunn, f. 1932, d. 2013, Guð- finna, f. 1933, d. 2009, Kári Æv- ar, f. 1937, og Kristján Jón, f. 1951, d. 2006. Gíslína giftist 2. október 1959 Guðfinni Guðjóni Sigurvinssyni, f. 6. júlí 1936, d. 16. nóvember 2016, frá Keflavík. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Sigurvin Breiðfjörð, f. 1958, kvæntur Dagfríði Guðrúnu Arnardóttur. móður sinni af Akureyrarveik- inni svonefndu og lágu þær mæðgur fyrir í heilan vetur. Á unglingsárum flyst Gíslína suð- ur til Keflavíkur til að vera Bjarneyju systur sinni innan handar við heimilisreksturinn. Það er á dansleik í Krossinum þar í bæ sem hún kynnist eig- inmanni sínum Guðfinni Sig- urvinssyni en þau gengu í hjónaband 1959. Þau bjuggu sér heimili á Hátúni 37 og síðar byggðu þau sér hús á Háaleiti 13 þar sem börnin þeirra ólust upp. Guðfinnur var um tíma verslunarmaður og umsvifamik- ill fasteignasali í Keflavík. Hann sat í bæjarstjórn Keflavíkur í tvo áratugi og var bæjarstjóri frá 1988-1990. Gíslína var heimavinnandi meðan börn þeirra hjóna uxu úr grasi en starfaði síðar um skeið m.a. við skrifstofustörf í Tollvöru- geymslunni og í Efnalaug Suð- urnesja. Þau hjónin fluttu á efri árum til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu í Miðholti 5, eða allt þar til Guðfinnur lést 2016 og Gíslína fluttist á hjúkr- unarheimilið Sólvang. Þar and- aðist hún aðfaranótt 31. júlí síð- astliðins. Útför Gíslínu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 12. ágúst 2021, klukkan 13. Þau eiga tvo syni: Guðfinn Guðjón og Rúnar Má. 2) Gísli Rafn, f. 1959. Hann var kvæntur Guð- nýju Dóru Sigurð- ardóttur og eiga þau þrjú börn: Pét- ur Orra, Dóru Hrund og Sigrúnu Perlu. 3) Edda Guð- rún Sigríður, f. 1964. Hún var gift Sigurði Rúnari Gunnarssyni og eiga þau tvö börn: Anton Inga og Línu Birgittu. 4) Magnús Ív- ar, f. 1968, kvæntur Guðrúnu Soffíu Björnsdóttur. Þau eiga þrjú börn: Björn Breka, Eyþór Erni og Höllu Ólöfu. 5) Birgir, f. 1972, kvæntur Guðlaugu Karls- dóttur. Þau eiga tvö börn: Karl Ísak og Sigrúnu Maríu. Barnabarnabörnin eru fimm: Dagfríður Ásta, Vigdís Halla, Guðný Lilja, Yrsa og Gríma. Gíslína ólst upp á Flateyri við Önundarfjörð þar sem hún sleit barnsskónum. Þegar hún var á barnsaldri veiktist hún ásamt Síðustu sumarnæturnar í lífi ömmu Línu voru þær fegurstu sem ég man eftir. Glóandi lita- dýrð á himni kvöld eftir kvöld og himnesk kyrrð yfir öllu. Það var einmitt á þannig kvöldi sem við áttum okkar kveðjustund. Ég fór til hennar á hjúkrunarheimilið og sat með henni þegar sólin settist. Kvöldsólin kyssti vanga hennar með gylltum kossi og frá útvarpi frammi í setustofu rauf hljóm- þýður söngur Ellyjar Vilhjálms þögnina. Heyr mína bæn, mild- asti blær. Saknaðarljóð konunn- ar sem þráir endurfundi við ást- ina í lífi sínu. Sólin settist og herbergið hennar ömmu fylltist rósrauðum bjarma sem lýstist og varð fölbleikur. Það fannst mér falleg sjón enda var það einkenn- islitur ömmu. Þá bárust inn til okkar tónar, ættaðir úr gamla heimabænum okkar, sem vöktu með angurværð ljúfar minning- ar. Bláu augun þín blika djúp og skær, lýsa leiðina mína líkt og stjörnur tvær sungu Hljómar frá Keflavík. Að lokum færðist rökkrið yfir og þögnin. Ég stóð upp og kyssti ömmu á ennið. Þannig lauk okkar samfylgd í þessu lífi og stundin geislaði af fegurð, kærleika og hlýju. Amma Lína var litríkur per- sónuleiki. Hún klæddist fötum í sterkum litum og setti upp hatt við betri tilefni. Hárið greitt í vængi og með bleikan varalit. Svo auðþekkjanleg var hún að ég minnist þess að hafa verið með æskuvini mínum á Hafnargöt- unni í Keflavík og við sjóndeild- arhringinn glitti í skærbleikan punkt. Vinurinn leit á mig og spurði: „Guffi, er þetta ekki amma þín?“ Sveitastelpan frá Flateyri hefði hæglega getað sómt sér í stórborgarlífi Amer- íku. Amma horfði enda af inn- lifun á ævintýralega lélegar am- erískar B-myndir og þekkti alla leikarana. „Er maðurinn orðinn eitthvað bilaður … djísess kræst?! Ég á bara ekki til orð,“ sagði hún kannski og sló sér á lær. Mér fannst skemmtilegra að fylgjast með henni en að horfa á myndina. Amma var nefnilega mjög kómísk og mest þegar hún var ekkert að reyna að vera fyndin. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að við Rúnar bróðir vorum í næturgistingu hjá henni þegar amma okkar Ásta dó langt fyrir aldur fram sumarið 1993. Amma Lína vakti með okkur, huggaði með hlýju faðmlagi og svaraði spurningum okkar um lífið og dauðann. Þegar við Símon gift- um okkur grét hún af gleði við fallegu lögin sem sungin voru við athöfnina. Ég fann alltaf að hún elskaði okkur fjölskylduna, jafn- vel í veikindum hennar skein það í gegn. Aðfaranótt laugardagsins 31. júlí hringdi síminn laust fyrir klukkan fimm. Það var mamma að segja mér að nú væri þrauta- göngu ömmu lokið. Ég fór fram úr rúminu, leit út um stofuglugg- ann og sá sólina gægjast yfir Esjuna. Sólarupprásin var svo friðsæl og falleg. Nú höfðu fugl- arnir borið kveðju ömmu til afa, hann vakið hana með kossi og leitt heim í ljóssins lendur. Draumheimi í, dveljum við þá, daga langa, saman tvö ein. Heyr mínar bænir og þrár. Amma er aftur orðin hún sjálf í faðmi afa. Sú tilhugsun sefar sorgina. Guð geymi þig, amma mín. Hafðu hjartans þökk fyrir góðu stundirnar og minningarnar. Ég man eftir þér í bænunum mínum. Guðfinnur Sigurvinsson. Amma, á mánudaginn var átt- irðu afmæli. Það var rigning í fyrsta skipti í 82 ár. Sólin skín alltaf á afmælinu ykkar pabba, á deginum sem þið völduð að deila. Mér var sagt að pabbi hefði fæðst gullinbrúnn því þú borð- aðir appelsínurnar með berkin- um, baðaðir þig svo í sólinni og safnaðir þannig sem bestri brúnku. Á mánudaginn var, var rign- ing. Við skildum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Við vorum í veiði en fórum ekki út því það rigndi svo mikið. Borðuðum köku og fögnuðum afmælunum ykkar. Um kvöldið varstu komin í líknandi meðferð. Við vöknuðum snemma til að koma til þín. Það var heiður, blár himinn og sólin skær. Þú varst þreytt og ringluð, en líka þú sjálf. Þú baðst um sígó og söngst lag eftir lag. Við könnuðumst ekkert við lögin, ég held þú hafir spunnið þau á staðnum. Þú hélst í stuðið og ég sá prakkarasvipinn í gegnum glær augun. Neglurnar lakkaðar glitrandi bleikar. Þú endurtókst hvað pabbi væri myndarlegur og við syst- urnar sætar. Ég svaraði að ég væri bara alveg eins og þú. Mér finnst það ekki leiðum að líkjast. Hjá þér var alltaf stutt í gleði og glens, fyllt hlýju og kærleik. Þú tókst hverjum manni opnum örmum og hvattir okkur áfram í að vera við sjálf. Fyrir það og svo ótal margt er ég þakklát. Á leið- inni heim sá ég lítinn, hvítan eng- il úr skýjum á himninum. Í gær keyrði ég á Flateyri undir bleikum himni. Sólin hékk glóandi rauð á milli skýja og sjósins áður en hún hóf að sökkva sér ofan í sjóndeildar- hringinn. Við vorum öll í bílnum sammála um að fegurra sólarlag hefðum við ekki séð og mér varð hugsað til þín. Firðirnir voru spegilsléttir, selir sóluðu sig í flæðarmálinu og álftirnar í Álfta- firði tvöfölduðust. Á leiðinni inn í bæinn keyrðum við á fugl. Það kom dynkur en við fundum litla, hvíta fuglinn hvergi. Þegar ég kom út af Vagninum var furðulegur ljósblettur hátt á himninum. Hann var fallegur, ljóstýra, merki á himnum. Kannski var það tunglið en það var samt hvergi sjáanlegt. Klukkutíma síðar sofnaðir þú. Á fallegri, bleikri sumarnóttu. Það var spáð sól í dag sem kom aldrei. Það var skýjað og rigndi af og til. Blankalogn og al- veg stillt. Ég heimsótti húsið þitt og spókaði mig í lillabláu bux- unum þínum. Ég skil núna hvers vegna rigndi á mánudaginn. Þetta gerðist allt og ég tók eft- ir því öllu, rétt eins og ég mun finna fyrir þér í öllu allt um kring núna. Ég mun hugsa til þín í hvert sinn sem sólin skín. Ég mun hugsa til þín þegar rignir. Ég hugsa til þín þegar ég sé ljós og ég hugsa til þín þegar ég sé ský- in. Ég hugsa til þín þegar vatnið er slétt og þegar fuglar fljúga hjá. Ég hugsa til þín í hvert sinn sem ég sé bleikan. Í hvert sinn sem ég borða súkkulaði. Ég hugsa til þín þegar sólin sest, hugsa til þín þegar ég vakna. Hlýjan og gleðin í brjóstinu. Þú ert komin yfir skýin og þá skín sólin alltaf. Horfðu niður og vertu stolt af öllu því sem þú skapaðir. Þú ert sólin og ég vona þú gefir okkur áfram geisla. Knúsaðu afa og njótið þess að sóla ykkur saman um ókomna tíð. Skrifað á Flateyri, laugardag- inn 30. júlí 2021. Elska þig, Perla. Í dag kveð ég Línu mágkonu. Ég man svo vel þegar Guffi bróð- ir kom með Línu á Faxabraut 14 og kynnti hana fyrir okkur fjöl- skyldunni. Ég man hvað mér þótti hún stórglæsileg kona, ég var ekki nema nýfermd, og Lína var reyndar ekki nema 17 ára. Okkur Línu kom strax vel sam- an. Þegar Guffi og Lína fóru að búa saman í kjallaranum á Fax- abraut 12 fór ég oft yfir til Línu. Við Lína spjölluðum um heima og geima og hún sagði mér frá ferðalaginu frá Flateyri til Reykjavíkur. Hvernig hún fór með trillu út á sjó frá höfninni og svo yfir í sjóflugvél sem lenti svo á Reykjavíkurflugvelli. Þetta þótti mér aldeilis spennandi enda hafði ég aldrei farið í flugvél eða annað eins ferðalag. Lína fékk leikhæfileika í vöggugjöf, mér hefur alltaf fundist að Lína hefði getað orðið leikkona. Hún var svo fyndin og skemmtileg og hvernig hún átti mismunandi svipbrigði. Fyndnast þótti mér ef ég var að segja henni eitthvað sem hún yrði hissa á, hvernig augun stækkuðu um helming og svipurinn sem fylgdi fékk mig til að springa úr hlátri. Mér er einnig minnisstætt sumarið 1987 þegar fyrir algjöra tilviljun við hjónin höfðum pant- að ferð til Benidorm og Lína og Guffi höfðu gert það sama á sama tíma. Við eyddum miklum tíma saman þar, Siggi og Guffi spiluðu golf og við Lína spjöll- uðum. Tíminn leið svo hratt og á kvöldin var klukkan alltaf orðin of margt, við hlógum af því að það borgaði sig ekkert að vera að líta á klukkuna, hún var alltaf orðin of margt. Ég votta Kára bróður hennar, börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð mína. Blessuð sé minning Línu. Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir. Gíslína Jónína Jóhannesdóttir ✝ Anna Þóra Ólafsdóttir fæddist í Reykja- vík 24. maí 1933. Hún lést 29. júlí 2021 á Hrafnistu í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Halldóra María Guðbjarts- dóttir matráðs- kona, f. í Hvammi Sandas., Dýraf. 17. sept. 1906, d. 3. okt. 1964, og Ólafur Benediktsson, verk- stjóri í Hákoti, Akranesi, f. 24. nóv. 1899, d. 8. mars 1945. Systkini Önnu Þóru eru Guðbjartur, f. 22. júní 1935, d. 4 maí 1992; Jón Björgvin, f. 9. des. 1926, d. 18. okt. 1993, og Aðalheiður, f. 15. okt. 1931, d. 16. mars 2015. Anna Þóra giftist Ingileifi Steinari Þórhallssyni skip- stjóra frá Akranesi, f. 21. nóv. 1936, d. 19. feb. 1989. Börn þeirra eru Halldóra María Steinarsdóttir, f. 18. nóv. 1957, Þórhallur Steinar Steinarsson, var alltaf auðvelt, sem einstæð móðir með börn á framfæri og langan vinnudag. Anna Þóra vann fyrstu árin eftir skilnaðinn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík; Grund, Lögregl- unni, Sjálfsbjörg, ásamt því að mennta sig í danskri smur- brauðsgerð og þá vinna við þá iðju á Hótel Sögu og veitinga- og kaffihúsinu Ingólfsbrunni. Árið 1977 og 10 ár þar á eftir vann hún á sjónum á ýmsum millilandaskipum hjá Eimskip og Samskipum. Árið 1992 gerði hún tveggja ára hlé á sjómennskunni og vann við rekstur skólamötuneyt- isins í Reykjanesskóla við Ísa- fjarðardjúp ásamt því að reka sumarhótel og veitingarekstur þar. Eftir skipatímabilið í lífi Önnu Þóru tók við eigin rekst- ur þar sem hún rak hótel, veitinga- og menningar- miðstöðina Dalabúð í Búð- ardal og þar á eftir eigin veit- inga- og kaffihús í Selmúla í Reykjavík. Afkomendur Önnu Þóru eru við þessi tímamót komnir yfir 46. Jarðarför Önnu Þóru fór fram í kyrrþey 6. ágúst 2021 ásamt nánustu ættingjum og vinum. f. 23. des. 1958, Þröstur Sævar Steinarsson, f. 20. des. 1960, Ólöf Ingibjörg Stein- arsdóttir, f. 15. júlí 1962, og Jök- ull Már Stein- arsson, f. 18. jan. 1968. Fyrir átti Anna Þóra börnin Ólaf Magnús Hauksson, f. 24. okt. 1952, Björn Björnsson, f. 6. feb. 1955, og Áslaugu Gísla- dóttur, f. 10. jan. 1956. Anna Þóra bjó fyrstu ár ævi sinnar á Túngötu 43 í Reykja- vík með foreldrum sínum ásamt Guðbjarti afa og Hall- dóru Salóme ömmu sinni. Hún byrjaði snemma að vinna og þá í verslun í Reykjavík og varð starfsferill hennar lang- ur og fjölbreyttur eftir að leiðir hennar og eiginmanns hennar skildi árið 1973. Engu að síður má segja að mat- argerð hafi verið rauði þráð- urinn í hennar lífi sem ekki Ástkær móðir okkar og amma er fallin frá eftir að hafa verið heilsuhrum um nokkurt skeið. Við minnumst hennar með hlýjum hug og hve sjálfstæð og kraftmikil hún var alla tíð. Líf hennar var ekki alltaf auð- velt sem einstæð móðir, sem hún var stærstan hluta ævi minnar, þar sem ég var yngstur okkar systkina sem ólust upp hjá mömmu, en hún gerði sitt besta til þess að veita okkur fallegt og traust heimili. Ég á margar góðar minningar um hana og minnist einna helst ferðalaga okkar saman, í skólafrí- um fór ég marga skipstúra með henni þegar hún vann á milli- landaskipum auk Mallorcaferða okkar, ásamt viðveru á hinum ýmsu vinnustöðum hennar eftir skóla. Síðastliðin 19 ár höfum við um- gengist mömmu í fríum þar sem við fjölskyldan komum oft tvisvar á ári í heimsókn til Íslands, ásamt því að hún kom í heimsókn á heimili okkar til Gautaborgar. Við héldum ávallt tengslum með vikulegum samtölum í síma eða í tölvu, alltaf var eitthvað að tala um, fréttir af systkinum og barnabörnum hennar og ég gat leyft henni að vera með í því sem var að gerast í mínu lífi og barnanna minna. Ég veit að henni þótti líka mjög vænt um okkar samtöl, þar sem hún lét mig ávallt vita ef of langur tími leið á milli þeirra, þá var það látið flakka að ég hringdi aldrei til hennar. En svona var hún; lét okkur heyra það ef henni mislíkaði eitthvað hjá okkur í hennar garð. Það er hægt að rifja upp marg- ar stundir sem við áttum saman og munum við varðveita þær alla tíð. Við heimsóttum hana á Hrafnistu í síðustu viku, sáum hana þar sem hún sat í setustof- unni hálfsofandi og þegar við nálguðumst vaknaði hún. Þar sem við vorum með andlitsgrímu vegna Covid spurði hún hvort þetta væri ekki ég sem væri kom- inn í heimsókn og ég sá að augu hennar ljómuðu og hún brosti. Við áttum samræður um stund og mér fannst hún vera við betri heilsu en ég hafði gert mér í hug- arlund, vel vakandi og tók þátt í samræðunum af heilum hug, þrátt fyrir að vera augljóslega mjög hrum og veik. Eftir stutta stund bauð ég henni brjóstsykur og smá sérrí sem ég hafði tekið með mér til hennar, og hún jánk- aði og brosti, en brosið varði þó ekki lengi þar sem við sáum að ég hafði óvart keypt púrtvín fyrir þá gömlu! Eins og hennar var von og vísa lét hún strax óánægju sína í ljós og sendi mig rakleiðis í vín- búðina til þess að skipta flöskunni svo hún gæti nú fengið það sem hana langaði í, „púrtvín er ekki gott“ sagði hún á meðan hún drakk tvö staup af sérríi. Strax um kvöldið sofnaði mamma djúp- um svefni, en ég náði að heim- sækja hana og klappa henni áður en hjartað sló sitt síðasta slag að- faranótt fimmtudagsins 29. júlí. Á þessari stundu vil ég þakka öllu hinu góða starfsfólki á Hrafn- istu þá umönnun sem þau veittu henni síðustu árin, en það sem stendur upp úr er þakklæti og kærleikur til systra minna sem gáfu mömmu mikið af sínum tíma og ást alla tíð fram á síðasta dag, þið vitið að ég veit hversu mikið þið lögðuð á ykkur og að ég elska ykkur. Í minningu móður okkar og ömmu, Önnu Þóru Ólafsdóttur. Jökull Már, Anna Maria og Jakob Þór. Elsku mamma, ég trúi ekki enn að þú sért farin. Það streyma fram minningar bæði úr æsku og fram á þennan dag. Hún mamma var mikil ævintýrakona, vildi mikið ferðast. Við fórum saman til Spánar þegar ég var yngri. Mamma kom oft í sumarbústað- inn með okkur á Þingvöllum og áttum við þar góða daga. þar var mikið spilað og prjónað, þetta voru dásamlegar stundir. Hún hafði gaman af að kaupa sér fal- leg föt eins og allir vissu, hún var alltaf glæsileg hún mamma. Mamma bjó við heilsubrest síðustu árin og því kom andlát hennar ekki á óvart en söknuður- inn er mjög erfiður. Það verður skrítið að fara ekki til hennar og fá okkur kaffi saman og spjalla, gera hana fína eins og hún vildi alltaf vera. Hún var alltaf glöð að sjá mig þegar ég kom til hennar á Hrafnistu í Reykjavík. Við mamma fórum oft á kaffihúsið þar. Þá vildi hún vildi alltaf fá sér rjómapönnuköku og kaffi og svo sérrí á eftir. Þetta voru gæða- stundir sem við mæðgur áttum saman. Mamma var einstaklega lagin í höndum, hún málaði á postulín, málaði fallegar myndir og prjónaði á barnabörnin sín þegar hún gat. Mamma vildi allt- af fylgjast með hvað ég var að gera í höndum enda hafði ég gam- an af að sýna henni mitt hand- verk. Þú ert gull og gersemi, góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami, eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi, væntumþykja úr augum skín. Hugrekki og hugulsemi, huggun þegar hún er brýn. Takk fyrir að eiga mig, elsku mamma. Ólöf Ingibjörg Steinarsdóttir. Við kveðjum þig með söknuði og ég vil þakka fyrir allt. Amma var alltaf svo fín og flott og elsk- aði bleikt. Amma var yndisleg kona og við erum glaðar að hún gat kynnst börnunum okkar. Okkur þykir sárt að þurfa að kveðja þig, en það huggar okkur þó að vita að þér líður betur núna. Við biðjum guð að geyma þig, sofðu rótt fallega amma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Anný Rut og Rakel Sif. Anna Þóra Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.