Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt fiskveiðiár er handan við hornið og lækkar aflamark í þorski um 13% á nýju ári sem byrjar 1. september. Eft- ir uppsveiflu í nokkur ár lækkar ráð- gjöfin nú annað árið í röð, þó svo stofn- inn sé metinn sterkur. Þetta er áfall fyrir útgerðina og hefur tekju- samdrátt í för með sér, en meðal ann- ars hefur verið kallað eftir fyrirsjáan- leika í þessum efnum. Ef litið er á ráð- gjöf Hafrann- sóknastofnunar og þorskafla á Ís- landsmiðum síð- ustu þrjá áratugi má sjá miklar sveiflur. Hæst var aflamarkið 272.411 tonn fisk- veiðiárið 2019-20, en verður 222.737 tonn á næsta fisk- veiðiári. Lægst fór ráðgjöfin í 124 þús- und tonn fiskveiðiárið 2008-09, en afla- mark var sett 160 þúsund tonn og aflinn fór í 169 þúsund tonn. Minnstur var þorskafli á Íslandsmiðum á fyrr- nefndu 30 ára tímabili fiskveiðiárið 2007-08 þegar við landið veiddust 141 þúsund tonn af þorski. Viðmiðunarstofn ofmetinn Ástæður lækkunar í ráðgjöf nú eru einkum rökstuddar með því að viðmið- unarstofn hafi verið ofmetinn um ríf- lega 220 þúsund tonn eða um 20% miðað við árið á undan og er hann nú metinn 941 þúsund tonn, en þar er átt við lífmassa þorsks fjögurra ára og eldri. Þá er talið að nýliðun hafi einnig verið ofmetin og veiðihlutfall van- metið. „Líklegt er að stofninn minnki nokkuð árið 2022 en aukist síðan í framhaldinu en það mat er þó háð tölu- verðri óvissu. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að árgangar 2019 og 2020 séu um og yfir meðaltali en þeir koma ekki í veiðistofninn fyrr en árin 2023 og 2024,“ segir í ástandsskýrslu Hafrann- sóknastofnunar frá því fyrr í sumar. Forsendur fiskveiðiráðgjafar byggja á aflareglu. Í aflareglunni felst að afla- mark er sett sem meðaltal af aflamarki fyrra árs og ákveðið hlutfall af viðmið- unarstofni. Væri ekki fyrir sveiflujöfn- un í aflareglu hefði útgefin ráðgjöf lækkað um 27% á næsta fiskveiðiári vegna minni viðmiðunarstofns eða í 188 þúsund tonn. Árgangar dugðu lengur Spurður um sveiflur í ráðgjöf um þorskveiðar segir Guðmundur Þórð- arson, sviðsstjóri á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, að aflaregla hafi verið tekin upp 1995 og var hún 25% fram til 2005, en hefur verið 20% frá haustinu 2007. Þegar aflareglu var breytt hafi veiðihlutfall úr stofninum lækkað og minni afli þar af leiðandi komið á land. „Það sem skýrir aukningu ár frá ári eftir það er að árgangar dugðu lengur í aflanum,“ segir Guðmundur. „Fisk- urinn bætti á sig þyngd með hækkandi aldri, en áður var hann veiddur yngri. Undanfarin ár höfum við sagt að ekki sé lengur hægt að búast við slíkri aukningu. Nú sé veiðimynstrið komið í jafnvægi og ef aukning á að verða þarf það að vera vegna betri nýliðunar. Slíka aukningu í nýliðun höfum við ekki séð þó svo hún hafi kannski held- ur farið batnandi. Með því að draga úr sókn hefur veiðanleiki aukist, eins og við sjáum á afla á sóknareiningu og slíkri tölfræði og að styttra hefur þurft að sækja. Stofninn hefur líka stækkað síðasta áratuginn og 20% af stærri stofni er meira heldur en áður var. Nú koma fram sveiflur vegna misgóðra árganga og í vor duttu ágætisárgangar út og svo var þetta ofmat, sem hefur verið leiðrétt.“ Guðmundur segir að ýmsar glufur hafi verið í kerfinu, en það hafi á síð- ustu árum verið þétt til að fækka þeim. Síðasta áratuginn hafa stjórn- völd undantekningalaust farið að ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar við út- gáfu aflamarks. Síðustu ár hefur oft minna verið af loðnu heldur en áður var og engar veiðar voru leyfðar á vertíðunum 2019 og 2020. Guðmundur segir að sú stað- reynd að minna hafi verið af þessari fæðu þorsksins hafi ugglaust haft ein- hver áhrif, en eigi að síður hafi talsvert af loðnu komið til hrygningar á hverj- um vetri. Í vor hafi meira verið af loðnu í þorskmögum heldur en árin á undan. Fæðuskilyrði fyrir þorsk virðast hafa verið nokkuð góð undanfarin ár og sú staðreynd að minna hafi verið af loðnu virðist ekki hafa þrengt að þorskinum. Meðalþyngdir hafi ekki sveiflast stórkostlega, þó svo þyngd yngri fisks hafi verið aðeins fyrir neð- an meðallag, en fyrir ofan hjá eldri fiski. Nýliðun og tengsl við Grænland Um framhaldið og hvort meiri fyrir- sjánleiki verði á næstu árum, segir Guðmundur að alltaf verði óvissa í mati á fiskistofnum. Auknar rann- sóknir gætu þó vonandi gefið einhver svör við mörgu af því sem veldur óvissu í stofnmatinu. Þar megi nefna merkingar til að meta göngur ásamt erfðafræðirann- sóknum sem meðal annars geti varpað ljósi á tengsl þorsks hér við land við Grænland. Frekari rannsóknir á af- drifum 1 til 3 ára þorsks gætu útskýrt breytileika í nýliðun og margt fleira megi tína til. Alltaf óvissa í mati á fiskistofnum - Sveiflur í ráðgjöf og þorskafla síðustu þrjá áratugi - 13% lækkun frá síðasta fiskveiðiári - Meiri samdráttur ef ekki væri fyrir sveiflujöfnun í aflareglu - Auknar rannsóknir gætu gefið einhver svör Aflamark í þorski og landaður afli Fiskveiðiárin 1991/92 til 2021/22, þúsundir tonna 300 250 200 150 100 50 0 '91/92 '96/97 '01/02 '06/07 '11/12 '16/17 '21/22 Fiskveiðiár Aflamark Afli 1991/92 265 274 1992/93 205 241 1993/94 165 197 1994/95 155 165 1995/96 155 170 1996/97 186 202 1997/98 218 228 1998/99 250 254 Fiskveiðiár Aflamark Afli 1999/00 250 257 2000/01 220 223 2001/02 190 218 2002/03 179 204 2003/04 209 226 2004/05 205 214 2005/06 198 205 2006/07 193 191 Fiskveiðiár Aflamark Afli 2007/08 130 141 2008/09 160 169 2009/10 155 168 2010/11 160 169 2011/12 177 185 2012/13 195 215 2013/14 214 226 2014/15 218 223 Fiskveiðiár Aflamark Afli 2015/16 239 251 2016/17 244 238 2017/18 258 270 2018/19 264 266 2019/20 272 272 2020/21 257 2021/22 222 222 257 Heimild: Hafrannsóknastofnun Guðmundur Þórðarson Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Árið 2020 var rétt rúmlega helmingur þorskaflans veiddur í botnvörpu, rúmlega fjórðungur á línu, 7% í net, 6% í handfæri og 6% í dragnót, sam- kvæmt því sem fram kemur í tækniskýrslu með ráðgjöf Hafró í sumar. Veiðisvæði botnvörpu eru einna helst á dýpri og kaldari slóðum norð- vestur, norðaustur og austur af landinu. Útbreiðsla botnvörpuveiða hefur þó dregist saman undanfarin ár og þést á fyrirnefndum svæðum. Hlutfall þess afla sem veiðist í net hefur minnkað stöðugt undanfarna áratugi en á móti hefur hlutfall línuafla aukist. Frá aldamótum hefur lína verið næstmikilvægasta veiðarfærið. Aukninguna má rekja til stærri línu- báta þar sem línan er beitt sjálfvirkt en það hefur gert þeim kleift að veiða dýpra. Um helmingur í botnvörpu MEIRA VEITT Á LÍNU, MINNA Í NET
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.