Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Kertastjakinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samorka telur að þurfi um 300 megavött af rafafli til orkuskipta í samgöngum hér á landi, til að ná markmiðum Parísarsáttmálans fyrir árið 2030. Ef ganga á alla leið þurfi 1200 MW af grænni orku til að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi í sam- göngum á landi, í lofti og á sjó, hér innanlands. Enn meira ef horft er til millilandasamgangna. Fram- kvæmdastjóri Samorku segir að til þess að orkuskipin verði mögulegt þurfi að efla innviði í raforkuflutn- ingi og nýtt lagaumhverfi komi í stað rammaáætlunar. „Við viljum minna á mikilvægi orku- og veitumála, ekki síst orku- þörf heimila og atvinnulífs og þau grænu tækifæri sem felast í nýtingu grænu orkunnar. Í leiðinni viljum við minna á að í baráttunni í loftslags- málum er græn orka lykillinn að orkuskiptum. Til þess að uppfylla orkuþörf, hvort heldur er fyrir heim- ili, atvinnulíf eða orkuskipti þá þarf nægt framboð af grænni orku á hag- kvæmu verði og góða innviði um allt land. Þess vegna er mikilvægt að hafa orkuþörf í huga þegar verið að ræða þessi mál og taka ákvarðanir,“ segir Páll Erland, framkvæmda- stjóri Samorku sem er samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Sam- tökin kynntu í gær áherslur sínar með yfirskriftinni „Tölum um græna framtíð“ og vilja með því koma inn í umræðuna um orku- og veitumál fyrir komandi alþingiskosningar. Þarf 300 MW til orkuskipta Mikil orka er flutt inn í dag í formi jarðefnaeldsneytis og því þarf um- talsvert af grænni orku í staðinn til að ná markmiðum Parísarsamkomu- lagsins um orkuskipti í samgöngum fyrir árið 2030. Samkvæmt grein- ingu sem Samorka lét gera þarf um 300 megavött af rafafli til þess. Það samsvarar rúmlega uppsettu afli Búrfellsstöðvar. Ef ganga á alla leið þarf 1200 MW til að leysa jarðefna- eldsneyti alveg af hólmi í sam- göngum á landi, í lofti og á sjó, hér innanlands. Það svarar til nærri tveggja Kárahnjúkavirkjana. Enn meira þarf til ef horft er til milli- landasamgangna, það er að segja flugs og farskipa. Páll bendir á að einnig þurfi aukna orku svo fyrir- tæki og heimili geti vaxið og dafnað. „Innviðirnir, sérstaklega flutn- ingskerfi raforku og dreifikerfi, þarf að hafa svigrúm til að þróast í takti við þessa aukningu. Það sama á við um grænu orkuframleiðsluna, bæði í raforku og ekki síður í heitu vatni sem er ein mikilvægasta uppspretta orku í landinu,“ segir Páll og bendir á að til þess að ná þessu þurfi að bæta núverandi lagaumhverfi. Hann segir að þurfi að losa um flöskuhálsa í flutningskerfi raf- magns og horfa til þess að dreifiveit- ur geti eflt sín kerfi til að taka við auknu álagi. Hitaveitur þurfi gott að- gengi að jarðhitasvæðum. Þarf skilvirkari umgjörð „Við þurfum nýja og skilvirkari umgjörð í stað þeirrar sem við nú bú- um við í ljósi þess að það eru tíu ár síðan síðasta rammaáætlun var sam- þykkt á Alþingi. Síðan þá hafa þrír umhverfisráðherrar lagt þriðja áfanga rammaáætlunar fyrir þingið en það hefur ekki enn treyst sér til að afgreiða hana. Það sjá allir að þetta fyrirkomulag er ekki líklegt til að stuðla að því að hér verði nægt framboð af græni orku til framtíðar. Við getum ekki aðeins horft til okkar kynslóðar heldur einnig komandi kynslóða,“ segir Páll. Tækifæri fylgja grænni orku Ein af áherslum Samorku er að grænni orku fylgi græn tækifæri, meðal annars í loftslagsmálum. „Við þurfum að ná meiri árangri í lofts- lagsmálum. Það á við um okkur og allan heiminn. Orkuskipti eru tæki- færi til að gera betur í þeim málum, bæði innanlands og utan. Við erum í þeirri einstöku stöðu að 85% af allri orku sem við notum er græn, þökk sé raforkuframleiðslunni og hitaveitun- um. Við erum í dauðafæri að klára dæmið og verða óháð jarðefnaelds- neyti. Það myndi hafa jákvæð áhrif á loftslagið, efnahag þjóðarinnar og þjóðaröryggi með því að við værum óháð öðrum þjóðum um orku,“ segir Páll. Hann bendir á að ekki sé búið að finna allar lausnir til að ná árangri í loftslagsmálum. Þær þjóðir sem verði í forystu á því sviði hafi ein- stakt tækifæri til að þróa lausnir og þekkingu og búa til úr því verðmæta vöru og skapa útflutningstekjur. „Ís- land getur svo sannarlega verið þar á meðal,“ segir Páll Erland. Næg græn orka er lykillinn að orkuskiptum - Samorka kynnir áherslur sínar Morgunblaðið/Ómar Búrfell Þörf er á afli heillar Búrfellsvirkjunar til að standa undir orkuskipt- um í samgöngum á landi, ef markmið Parísarsáttmálans eiga að nást. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Talsmaður Páll Erland er fram- kvæmdastjóri Samorku. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Sumarið lukkaðist afburðavel mið- að við í hvað stefndi í vor. Það koma tæplega 80 skemmtiferðaskip til hafnar á Akureyri, til Hríseyjar eða Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands. „Niðurstaðan verður að líkindum sú að þar sem aðallega er um að ræða minni skip þá skilar þetta um það bil 20% af þeim tekjum sem skemmti- ferðaskipin hefðu annars skilið eftir sig hjá okkur.“ Pétur segir að allir farþegar um borð og meirihluti áhafna hafi verið fullbólusettir. Skipafélögin hafi öll fylgt ýtrustu sóttvörnum og oftar en ekki verið með strangari reglur um borð heldur en voru almennt á Íslandi. Fjölmargar gistinætur á hótelum í Reykjavík Fyrirkomulagið í sumar var að mestu á þann veg að farþegar komu með flugi um Keflavíkurflugvöll og fóru þar í gegnum þann feril sem tíðkaðist hverju sinni. Farþegar voru oftast í sinni fyrirfram ákveðnu kúlu og umgengust bara þann hóp sem myndaði hana. Hjá flestum skipunum voru farþegar með tæki á sér sem gat rakið ferðir þeirra, hverjir voru með í för og hverja þeir hittu, en það var gert til að auðvelda rakningu ef til hefði komið. Þá segir hann að stóru skipafélögin hafi verið með eigin rannsóknarstofur um borð og PCR- próf gerð á farþegum og áhöfn á hverjum degi til að fylgjast með stöðunni. „Það var ekki fylgst eins vel með neinum ferðamönnum og þeim sem komu með skipunum. Þar var allt til mikillar fyrirmyndar,“ segir hann. Pétur segir að fjöldinn allur af skipum hafi boðað komu sína í sum- ar, en með vorinu fór að grisjast vel úr hópnum. „Satt best að segja var ég ekki of bjartsýnn á ákveðnum tíma í vor, en nú þegar sumri hallar má segja að það hafi komið vel út miðað við aðstæður,“ segir Pétur. Hann gerir ráð fyrir að um það bil 25 til 30 þúsund farþegar hafi siglt um Íslandsstrendur í sumar og komið við hér og hvar um landið. „Þetta er mikil innspýting fyrir ferðaþjónustuna, það má gera ráð fyrir að þessi fjöldi farþega hafi fyllt tæplega 160 þotur og fjölmarg- ir gistu fyrir eða eftir siglinguna á hótelum í Reykjavík. Um er að ræða einhvern tug þúsunda gisti- nótta. Einnig voru keyptar vistir af ýmsum toga hér á landi,“ segir hann. Æ fleiri snekkjur Snekkjur hafa sett svip sinn á Pollinn við Akureyri í sumar en Pétur segir að undanfarin ár hafi orðið aukning í komum þeirra til Akureyrar. Margar liggja um skeið úti á Polli á meðan eigendur og gestir njóta lífsins, skoða nátt- úruperlur á svæðinu eða fara á fjallaskíði svo eitthvað sé nefnt. „Það hefur verið aukning í kom- um snekkja síðustu þrjú ár, ef til vill erum við að komast á kortið hjá eigendum þeirra,“ segir Pétur. Hann nefnir einnig að innflutn- ingur hafi aukist undanfarið og sé meiri samanborið við sama tíma í fyrra og þá hafi líka verið líflegt í kringum landanir á fiski. „Það er allt á góðu róli hjá okkur,“ segir hann. Sumarið hefur lukkast afburðavel - Hjólin farin að snúast hjá Hafnasamlagi Norðurlands Ljósmynd/Víðir Benediktsson Skip Le Champlain siglir inn til Akureyrar seint síðasta sunnudagskvöld. Pétur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.