Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl „Morðcastið er hlaðvarp þar sem ég og Bylgja systir mín ræðum íslensk og erlend sakamál á léttum nótum. Þegar ég byrjaði með hlaðvarpið á sínum tíma þá var það einfaldlega vegna þess að þá var ekkert íslenskt hlaðvarp að fjalla um þessi mál og mér fannst það vanta,“ segir Unnur Borgþórsdóttir, hlaðvarpsstjórnandi í glæpahlaðvarpinu Morðcastinu, spurð um eigin hlaðvarp. Hún segist alltaf hafa verið mjög forvitin og haft mikinn áhuga á sannsögulegum glæpum þrátt fyrir að þeir mættu svo sannarlega vera færri. Hún hlustar þó ekki aðeins á glæpahlaðvörp en hún gaf K100 álit á sínum uppáhaldshlaðvörp- um. Grænkerið Farið yfir ýmis málefni tengd veganisma. Það þyrftu allir að hlusta því það er kominn tími til að við áttum okkur öll á því að minna kjötát og meiri veg- anismi þýðir að við björgum mögulega þessari jörð sem við lifum á. My Dad Wrote A Porno Hræðilega fyndið hlaðvarp þar sem sonur les upp eró- tískar bækur sem skrifaðar eru af öldruðum föður hans. Fullkomið til að hlusta á þegar þú þarft bara að sóna út og hlæja að fáránleikanum. This American Life Ýmis skemmtilegur, fánýtur og fjölbreyttur fróðleikur um allt á milli himins og jarðar, allt unnið á gríðarlega faglegan máta. Oft kafað ofan í hluti sem þú hefðir ekki getað ímynd- að þér. Karlmennskan Feminískt hlaðvarp þar sem farið er yfir ýmis málefni. Þorsteinn V. Einarsson er vel lesinn og hefur greini- lega velt málunum vel fyrir sér svo það er virkilega gaman og gott að hlusta á hann. Heimskviður Fréttaflutningaþáttur þar sem kafað er djúpt ofan í mikilvæg mál líðandi stundar. Gert á virkilega fagmannlegan hátt en rýnt er ofan í oft átakanleg málefni sem skipta miklu máli. Unnur nefndi einnig nokkur önnur hlaðvörp sem eru í uppáhaldi hjá henni en þau voru Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur, Piparinn með Vigdísi Diljá og Pitturinn með Kristjáni Einari og Braga Þórðasyni. „Þetta er auðvitað fyrir utan öll sakamálin og almenna viðbjóðinn sem ég hlusta á alla daga og ég gæti haldið áfram að telja upp frábær hlaðvörp, en ég læt þetta duga í bili,“ sagði Unnur að lokum. Áhugaverð hlaðvörp: Vinsæl Unnur er með hlaðvarpið Morðcastið. Unnur Borgþórs- dóttir er stjórnandi í vinsæla hlaðvarp- inu Morðcastinu. K100 fékk hana til að gefa lesendum álit á hennar uppá- haldshlaðvörpum. Unnur Borgþórsdóttir í Morðcastinu gefur álit LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Katrín Ýr tónlistarkona er búsett í London þar sem allt er nú opið og nánast engar takmarkanir við lýði vegna Covid-19. Má segja að það sé gríðarleg breyting frá því sem áður var en takmarkanir voru afar harðar lengst af í Eng- landi þar sem meðal annars var í gildi útgöngubann. Hún ræddi um lífið í London við morgun- þáttinn Ísland vaknar í gærmorg- un en hún er sjálf guðslifandi fegin að fá loks að mæta aftur í vinnuna. Fólk enn með grímu „Fólk er alveg efins með að vera að fara hingað og þangað, en fólk ferðast minna, og ferðast meira innanlands en að fara utan. En það er allt að komast í eðlilegt horf. Það er ekki lengur grímuskylda en hérna er fólk ennþá með grímu og ennþá að passa sig,“ sagði Katrín Ýr og bætti við að allt væri nú að komast í eðlilegt horf aftur. Best að fá að fara í vinnuna Hún jánkar því að það sé mjög skrítið að fara aftur að lifa eðlilegu lífi eftir þessar hörðu aðgerðir. „Það besta við þetta allt – alla- vega fyrir mig þar sem ég vinn sem söngkona – er að ég fékk að fara aftur í vinnuna. Í fyrsta brúðkaup- inu sem ég spilaði í fékk maður tár í augun við að sjá fólk saman og að skemmta sér. Og að fá að lifa lífinu eðlilega í smá stund,“ sagði Katrín Ýr. „Þetta var rosalega erfitt tímabil, að mega ekki fara út úr húsi. Ég og maðurinn minn máttum ekki fara saman út í búð. Bara einn í einu. Þú máttir fara út að ganga í hálftíma en svo var það búið,“ sagði hún. „Ég er rosaleg félagsvera þannig að þetta var mjög erfitt. Að fá að vera í kringum fólk aftur er best í heimi,“ sagði hún. Mikið af brúðkaupum Margt er nú á döfinni hjá söng- konunni sem segir að svakalega mikið hafi verið að gera hjá henni síðustu tvær vikur. „Ég hef spilað mjög, mjög mikið í brúðkaupum. Ég held að það séu margir sem vilja ekki færa brúð- kaupið sitt yfir á næsta ár, þannig að ég er að spila á mánudögum og miðvikudögum í risastórum brúð- kaupum og partíum sem er geggj- að,“ sagði Katrín sem einnig vinnur nú að jólalagi sem hún vonar að verði komið út fyrir jól. Hún kveðst hafa verið að skoða það að vera með jólatónleika á Íslandi en ekk- ert hafi orðið úr af afar skiljanlegri ástæðu: Gleðifréttir! „Ég er kannski ekki búin að segja öllum sem ég þekki, er ekki bara gott að heyra þetta í útvarp- inu? En ég á von á barni í janúar,“ sagði Katrín og hló. „Þannig að jólatónleikarnir þurfa að fá að bíða í eitt ár í viðbót.“ Glöð Katrín Ýr er hæstánægð með frelsið í London eftir að takmörkunum þar var aflétt en nú getur hún loks sinnt vinnu sinni sem söngkona að fullu. Hún segir sérstaklega mikið vera um verkefni í brúðkaupum þessa stundina. Fékk tár í augun á fyrsta vinnudeginum Söngkonan Katrín Ýr nýtur lífsins í London þar sem lífið er orðið nánast eðli- legt aftur þrátt fyrir veirufaraldur og tónlistarfólk er komið á fullt í vinnu á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.