Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 199. tölublað . 109. árgangur . Grillpakki Lambakjöt, blandaður 1.749KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG Hamborgarar 4x90 g - m/brauði 798KR/PK ÁÐUR: 998 KR/PK Appelsínur 139KR/KG ÁÐUR: 278 KR/KG 50% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 26.--29. ÁGÚST FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KYNNIR NÝTT LEIKÁR BANKARI SONARINS FÆDDIST Í ÓGN- ARRÍKI EN BÝR NÚ Í MOSFELLSBÆ GUNNAR OG MÁR 14 DANITH CHAN 20HLAKKAR TIL VETRARINS 62 Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Gunnlaugur Sigurjónsson, einn stofn- enda Heilsugæslunnar Höfða, segir að skorið hafi verið niður í fjármögnunar- kerfi heilsugæslna þrátt fyrir tal um aukið fjármagn til þeirra. Hann flutti erindi um rekstur heilsugæslustöðva á heilbrigðismálafundi Samtaka atvinnu- lífsins og Samtaka verslunar og þjón- ustu á Grand Hóteli í gær. „Við byrjuðum með 3.100 skjólstæð- inga við opnun og nú fjórum árum síð- ar erum við með 22.500 skráða. Við er- um orðin stærsta heilsugæslan á landinu,“ sagði Gunnlaugur í erindi sínu og benti á að Heilsugæslan Höfða hefði lent í fyrsta sæti í ánægjukönnun SÍ. Gunnlaugur sagði að þrátt fyrir aukið fjármagn til heilsugæslna hefði það ekki skilað sér í grunnheilsugæsl- urnar heldur farið til annarrar línu þjónustu og sérverkefna á borð við geðheilsuteymi. Aukning fjárframlaga hefur, að sögn Gunnlaugs, heldur ekki haldist í hend- ur við fjölgun íbúa, verðbólgu og kjara- samningsbundnar launahækkanir. Laun starfsfólks heilsugæslunnar hækkuðu um 3,5-16% á tímabilinu á milli ára. Launakostnaður er um 80% af rekstrarkostnaði heilsugæslna og því hefur hækkun fjárframlaga upp á 7,1% engan veginn dugað til að mæta þessum aukna kostnaði. Þar við bætist, að sögn Gunnlaugs, lækkun komugjalda, kostnaður vegna leghálsskimana og fjölgunar íbúa. Þá standi einungis eftir 3,6% sem eigi að standa undir hækkun launa og verð- lagsbóta. Þetta sé því niðurskurður í raun og 500 milljónir vanti inn í fjár- mögnunarlíkanið eins og staðan er í dag. Fjármögnunarlíkan heilsugæslna gætir heldur ekki jafnræðis að fullu að sögn Gunnlaugs, m.a. vegna þess að einkareknar stöðvar þurfa að kaupa tryggingar, ólíkt þeim opinberu. Féð hafi ekki skilað sér - 60.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eru hjá einkareknum heilsugæslustöðvum - Þurfi að bæta fjármögnunarlíkanið MStaða heilbrigðiskerfisins »2, 10 Andrés Magnússon andres@mbl.is Heldur dregur saman með vinstri- flokkunum samkvæmt niðurstöðu könnunar, sem MMR gerði í sam- starfi við Morgunblaðið og mbl.is, á afstöðu fólks til framboða í komandi alþingiskosningum eftir tæpan mán- uð. Samkvæmt könnuninni hefur Sósíalistaflokkurinn bætt við sig nokkru fylgi, fengi 8,7% atkvæða og fimm menn kjörna á þing. Varla kemur að óvörum að það fylgi virðast sósíalistar helst tína af öðrum flokk- um á vinstri vængnum, sem fyrir vikið dala, en þeir eru nú allir með 5-7 þingmenn hver. Samanlagt væru vinstriflokkarnir fjórir með 25 þing- menn, ef könnunin rættist í þing- kosningum. Slíkir útreikningar eru þó örðugri en ella, einmitt vegna fjölda framboðanna og hve afar mjótt getur verið á munum milli þeirra. Samkvæmt niðurstöðunum stend- ur ríkisstjórnin afar tæpt, hangir á naumum meirihluta og minnihluta atkvæða. Þegar spurt var um af- stöðu til ríkisstjórnarinnar kom á daginn að tæpur minnihluti styður hana, en hún hefur til skamms tíma notið mun drýgri stuðnings en flokk- arnir að baki henni. » 4 Dregur saman með vinstriflokkunum - Sósíalistar bæta við sig, hinir dala Pysjutíminn í Vestmannaeyjum er nú í algleymingi og skemmtun barna þar er að fara út að kvöldlagi og bjarga pysjum sem flögrað hafa úr björgum að ljósunum í bænum, sem villa sýn. Pysjunum er sleppt mót frelsinu næsta dag, en áður eru þær vegnar og mældar, sem gefur mikilsverðar upplýsingar. Þær benda til að lundastofn- inn við suðurströndina sé nú að styrkjast, enda meira af sílum í sjónum sem eru mikilvægt æti fuglsins. „Varpárangur í ár er þokkalegur og pysjurnar eru stórar og pattaralegar. Þær eiga hámarkslífslíkur,“ segir Erpur Snær Han- sen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Vísindafólk bendir á að stærð lundastofnsins ráðist einnig af sjáv- arhita, það er sveiflu milli kulda og hita, en hvort tímabil varir í 35 ár. Þannig hefur hlýskeið verið ráðandi síðan árið 1996, og lundinn hefur gefið eftir á þeim tíma. Nú eru hins vegar vísbendingar um kólnun og sterkari lundastofn. »28-29 Börnin bjarga nú sterkari pysjustofni Ljósmynd/Stefán Geir Eyjar Sílisfugl slær út vægjum. Villuljós lokka fuglinn í bæinn, þar sem krakkarnir tína pysjurnar upp og sleppa síðan aftur út á sjó. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Slepping Malín Erla Brynjólfsdóttir, Thelma Grétarsdóttir og Alexandra Árný Grétarsdóttir komnar í Höfðavík til að sleppa lundapysjunum sem þær fundu kvöldið áður. Malín kom til Eyja úr Reykjavík, ásamt foreldrum sínum og bróður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.