Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 2

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 2
Líklegt var að hitamet myndi falla í gær en svo varð ekki. Hiti náði hæst 28,4 stigum á Egilsstaðaflugvelli klukkan tvö en hæsti hiti sem hefur mælst á Íslandi var árið 1939 þegar 30,5 stig mældust á Teigarhorni í Berufirði. Í fyrradag mældist hæsta hitastig þessa árs þegar hitinn náði 29,4 gráðum á Hallormsstað. Þá mældist einnig hæsti hiti á hálendinu, 24,7 stig, á Eyjabökkum. Sólarhrings- lágmarkshiti landsins í fyrradag hef- ur aldrei verið jafn hár frá upphafi sjálfvirkra mælinga fyrir rúmum 20 árum, samkvæmt vefsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Veðurblíðan hefur því leikið við fólk norðaustan- og austantil síðustu daga líkt og sjá má á myndum en bú- ast má við lítilsháttar vætu víða um land í dag, en þó verður bjart með köflum norðaustantil. Veðurstofan spáir 12 til 22 stiga hita og því að hlýjast verði fyrir austan. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ærslabelgir Á Húsavík hoppuðu og skoppuðu þessir drengir á ærslabelgnum við Borgarhólsskóla. Líf og fjör í blíðviðrinu norðaustan- og austantil - Hiti náði hæst 28,4 stigum á Eg- ilsstaðaflugvelli Morgunblaðið/Sigrún Júnía Fjör Á Egilsstöðum hoppuðu ungmenni út í Eyvindará til að kæla sig. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sumar Við höfnina á Þórshöfn óðu börn í sjónum í 24 stiga hita. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr ét tt ill eið ré tti ng aá slí ku .A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fyr irv ar a. 595 1000 Fljúgðu september Áfangastaður Önnur leið Báðar leiðir Tenerife 8. september Frá14.900 Frá29.800 Tenerife 15. september Frá14.900 Frá29.800 Alicante 2. september Frá19.900 Frá34.800 Alicante 9. september Frá24.900 Frá44.800 Alicante 16. september Frá27.950 Frá47.850 ábetraverði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnu- lífsins og Samtaka verslunar og þjón- ustu er þörf á að dreifa verkefnum frá Landspítalanum til þess að draga úr fráflæðis- og aðsóknarvanda spítal- ans. Samtökin birtu skýrsluna sem ber heitið Heilbrigðiskerfi á krossgötum í gær en þar er staða heilbrigðisþjón- ustu rakin og tillögur að úrbótum lagðar fram. Skýrslan var til umræðu á vel sóttum heilbrigðismálafundi á Grand Hóteli. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti skýrsl- una en hann segir færi á að byggja á fyrirkomulagi um fjármögnun heilsu- gæslanna í einkarekstri heilbrigðis- þjónustu og styrkja Sjúkratryggingar Íslands í þeirra hlutverki: „Við getum nálgast vandann úr tveimur áttum, fyrsta áttin er að endalaust meira fé þurfi í heilbrigð- iskerfið. Sem er sjónarmið sem heyr- ist mjög víða í samfélaginu. Ef við gerum ráð fyrir því að þjóðarsjúkra- húsið þurfi að sinna öllu og gína yfir öllu er það rétt. Ef við hins vegar nálgumst þetta úr hinni áttinni og segjum að þjóð- arsjúkrahúsið eigi bara að sinna ákveðnum hluta verkefna og þannig sé leitað leiða til þess að láta einka- rekstur og þjóðarsjúkrahúsið vinna saman. Einkarekstur við hlið þjóð- arsjúkrahússins mun styrkja til- verugrundvöll og rekstrargrundvöll þjóðarsjúkrahússins.“ Halldór segir grundvöll þessara hugmynda samningagerð og eftirlit SÍ: „Sjúkratryggingar Íslands þarf að styrkja verulega til þess að þær geti sinnt hlutverki sínu sem er að semja við alla aðila sem eru að veita heilbrigðisþjónustu og sinna eftirliti með því að verð, magn og gæði þeirr- ar þjónustu sé með þeim hætti sem samið var um.“ Björn Zöega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, flutti ávarp á fundinum í gegnum fjar- fundarbúnað. Hann tók undir með Halldóri um hlutverk einkareksturs samhliða rekstri þjóðarsjúkrahúss og mikilvægi Sjúkratrygginga Ís- lands: „Allt kerfið þarf hvata. Við þurfum bæði á einkarekstri og opinberum rekstri að halda. Ég held að þetta styðji hvort við annað en það verða að vera gerðar kröfur í einkarekstr- inum. Ég er vanur því í einkarekstr- inum hér í Svíþjóð að það séu gerðar meiri kröfur um gæði og framlag einkarekstursins en hins opinbera þar sem öðruvísi kröfur eru gerðar. Það getur hins vegar ekki verið stjórnlaust heldur verður stýring að vera á öllu kerfinu í heild í takt við þarfir sjúklinga.“ Björn segir tækifæri Íslands fel- ast í því að nýta gildandi lög um sjúkratryggingar án þess að ráðast í lagabreytingar. Einkarekstur styrki Landspítalann - SA og SVÞ sjá fram á gífurlega aukningu í fjárþörf heilbrigðiskerfis á komandi árum - Hækkun skatta eða þjónustuskerðing ekki inni í myndinni - Hagræðing og aukin skilvirkni í rekstri lausnin Morgunblaðið/Sigurður Unnar Uppselt Fundurinn var vel sóttur og voru frambjóðendur meðal gesta. Maðurinn sem lést af slysförum á Eyrarbakka á þriðjudag hét Sigurður Magnússon. Hann var fæddur árið 1965 og var búsett- ur á Selfossi. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn, tengdabörn, tvö barnabörn, móður og systur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Sigurðar. Nafn mannsins sem lést Sigurður Magnússon Grunnfjárhæð vanrækslugjalds sem lagt er á vegna óskoðaðra ökutækja hækkaði umtalsvert samkvæmt reglugerð sem tók gildi 1. maí sl. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum sem annast álagningu og innheimtu gjaldsins vekur athygli á þessu í fréttatilkynningu. Bendir hann á að í byrjun júlí, þegar farið var að leggja van- rækslugjald á samkvæmt nýju reglugerðinni, sættu eigendur alls 3.257 ökutækja álagningu gjaldsins og í byrjun ágúst voru ökutækin alls 3.434, sem ekki höfðu verið færð til skoðunar innan tilskilins tíma. „Verður fróðlegt að sjá hvort þessi hækkun leiðir ekki til fækk- unar álagninga frá því sem verið hefur,“ segir hann. Gjaldið var 15.000 kr. vegna allra flokka ökutækja, hækkaði í 20.000 kr. vegna allra ökutækja annarra en fólksflutningabíla fyrir níu far- þega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna með heimilaðan farm yfir 3,5 tonn en vegna þeirra hækkar það í 40.000 kr. Ef ökutæki hefur ekki verið fært til skoðunar eða skráð úr umferð innan tveggja mánaða frá álagningu gjaldsins hækkar það um 100% eða í 40.000 kr. en í 80.000 kr. vegna stærri ökutækja. Vanrækslugjald hækkaði verulega - Fróðlegt að sjá hvort fækkun verði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.