Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 21
verska kommúnistaflokksins] og Zhou Enlai [forsætisráðherra Kína árin 1949 til 1976], studdu vel við konungdæmið og Sihanouk persónulega. Allan þennan tíma elst ég upp í Kína þar sem mjög náið samband var á milli okkar fjölskyldu og konungsfjölskyldunnar og er enn í dag. Sihanouk sendi mér persónu- leg bréf til Íslands eftir að ég flutti hingað og ég heimsótti hann. Hann var í raun eins og annar afi minn enda ólst ég mikið upp í kringum hann í Kína og drottn- inguna, konu hans, sem enn er á lífi,“ rifjar Danith upp af Kína- dvölinni. Eins og fyrr segir tók Ólafur Egilsson sendiherra á móti Sih- anouk í Íslandsheimsókninni 1985, sem eru langt í frá einu tengsl Ólafs við kambódísku konungsfjöl- skylduna. „Árið 2005 fór ég með Ólafi þegar hann heimsótti Kambódíu. Þar tók nýkrýndur konungur, sonur Sihanouks, á móti honum og tók við trúnaðar- bréfi hans, en Ólafur varð fyrsti sendiherrann til að afhenda núver- andi konungi landsins trúnaðar- bréf sitt. Þetta var því fyrsta emb- ættisverk konungsins gagnvart erlendum sendimanni,“ segir Dan- ith af konungsfundi Ólafs Egils- sonar. Gríðarleg áhersla á nám barna Danith stundaði nám í alþjóða- lögfræði við Háskólann í Peking á tíunda áratug aldarinnar sem leið og kynntist þar manni sínum, Sveini Óskari Sigurðssyni, bæjar- fulltrúa fyrir Miðflokkinn í Mos- fellsbæ, en Danith er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Þeg- ar hún flutti til Íslands árið 2000 lauk hún tveggja ára námi í ís- lensku við Háskóla Íslands, og hefur nú fullkomið vald á málinu vottar sá sem hér skrifar, áður en hún lauk meistaraprófi í lögum frá HÍ, með Evrópurétt sem sérsvið, og síðar MBA-gráðu frá Háskól- anum í Reykjavík. „Ég starfa núna við ferðaþjón- ustu, en það er svo sem ekki brjál- að að gera eins og ástandið er bú- ið að vera í faraldrinum,“ segir Danith. Svo eitthvað sé nefnt starfaði hún áður hjá Útlendinga- stofnun, Össuri, Valitor, Thule In- vestments og í slitastjórn Glitnis á eftirminnilegum tímum í kjölfar bankahrunsins. Blaðamann fýsir að heyra af þeirri upplifun, sem búferlaflutn- ingar frá Asíu norður til Íslands hljóta óneitanlega að vera. „Já, þetta er gjörólík menning, svo sem hvað uppeldi snertir. Í Asíu er gríðarleg áhersla á að læra, læra, læra. Börnin eiga að verða læknar og lögfræðingar, sem mér finnst dálítið ósanngjörn krafa gagnvart þeim,“ svarar Danith og kveður Íslendinga bera meiri virð- ingu fyrir vilja og stefnu barnsins sjálfs. „Börn á Vesturlöndum hafa líka mun meira sjálfstraust en börn í Asíu, það er bara uppeldið sem þar hefur mest að segja og það er nokkuð sem við Asíubúar eigum að læra, til dæmis að gera börn sjálfstæðari og ábyrgari með því að vera ekki sífellt að leiðbeina þeim um einhver algjör smá- atriði,“ segir hún með áherslu. Beygingarnar snúnar Íslenskunámið hafi svo auðvitað verið kapítuli út af fyrir sig. „Það var mjög erfitt til að byrja með, allar þessar beygingar, sem ég var alls ekki vön, svo það tók tölu- verðan tíma að læra tungumálið og auðvitað var það algjört feimn- ismál þegar maður byrjaði að tala,“ segir Danith og skellihlær. Hún hafi þó verið heppin að tala ensku og hafa haft hana sem grunn, þess njóti auðvitað ekki all- ir innflytjendur, auk þess sem hún fékk tækifæri til að læra, sem voru árin tvö í íslensku fyrir er- lenda stúdenta við HÍ, sem hún lætur mjög vel af þótt ekki hafi hún lokið náminu. „Tungumálið í Kambódíu heitir khmer og svipar til hindí, sem tal- að er á Indlandi, við erum búdd- istaþjóðfélag í Kambódíu og landið hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá Indlandi og hindúisma,“ út- skýrir Danith undir lokin. „Reynsla mín af Íslandi og Íslend- ingum er góð. Hér er yndislegt að búa og ala upp börn. Það sem mín saga segir einnig er að þar sem friður hefur ríkt í margar aldir er eitthvað gott. Þetta segir okkur líka að friður er viðkvæmt fyrir- bæri og alls ekki sjálfsagt að frið- ur ríki. Það er sagan enn að kenna okkur,“ eru lokaorð Danithar Chan frá Kambódíu í fróðlegri sögu sem hófst í blóðugu veldi Pols Pots og Rauðu khmeranna á ofanverðu árinu 1978 og lauk ára- tugum síðar í Mosfellsbæ á Ís- landi. Vits er þörf þeim er víða ratar. Gosganga Danith og Sveinn Óskar ásamt dætrunum Sylvíu Gló og Ingrid Lín við eld- gos allra landsmanna. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Land tækifæranna Flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins, laugardaginn 28. ágúst á Hilton Nordica Reykjavík. Athugaðu málið á mínum síðum á xd.is Sýnt verður beint frá ræðu Bjarna Benediktssonar kl. 13:30 inn á xd.is Bjarni í beinni Átt þú sæti á fundinum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.