Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 4

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 4
8 17 6 34 6 7 7 5 Þingmenn eru reiknaðir með reiknivél Landskjörsstjórnar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR, en miðað er við kjörsókn í Alþingiskosningum 2017. Svör úr kjördæmum voru mjög mismörg, svo niðurstöður smærri flokka í fámennari kjördæmum geta byggst á afar fáum svörum, vikmörk há og óvíst hvar þingsæti falla. 23,9% 12,5% 6,2% 10,4% 5,1% 10,5% 10,9% 10,6% 8,7% 1,1% Þingmenn kjördæma samkvæmt skoðanakönnun MMR úr spurningavagni MMR 18. - 24. ágúst SV 13 ÞINGMENN RS 11 ÞINGMENN RN 11 ÞINGMENN NV 8 ÞINGMENN NA 10 ÞINGMENN S 10 ÞINGMENN Kjördæmakjörnir ● Bjarni Benediktsson (D) ● Jón Gunnarsson (D) ● Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C) ● Guðmundur I. Guðbrandssson (V) ● Þórhildur SunnaÆvarsdóttir (P) ●Willum Þór Þórsson (B) ● Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) ●María Pétursdóttir (J) ● Bryndís Haraldsdóttir (D) ● Óli Björn Kárason (D) ● Sigmar Guðmundsson (C) Jöfnunarsæti ● Una Hildardóttir (V) ● Gísli Rafn Ólafsson (P) Kjördæmakjörnir ● Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D) ● Hanna Katrín Friðriksson (C) ● Björn Leví Gunnarsson (P) ● Katrín Baldursdóttir (J) ● Svandís Svavarsdóttir (V) ● Hildur Sverrisdóttir (D) ● Kristrún Frostadóttir (S) ● Daði Már Kristófersson (C) ●Arndís A. Kristínar- Gunnarsdóttir (P) Jöfnunarsæti ● Fjóla Hrund Björnsdóttir (M) ● Lilja Alfreðsdóttir (B) Kjördæmakjörnir ● Guðlaugur Þór Þórðarson (D) ● Ásmundur Einar Daðason (B) ● Halldóra Mogensen (P) ● Katrín Jakobsdóttir (V) ● Diljá Mist Einarsdóttir (D) ● Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir (C) ● Helga Vala Helgadóttir (S) ● Brynjar Níelsson (D) ● Gunnar Smári Egilsson (J) Uppbót ●Andrés Ingi Jónsson (P) ● Tómas A.Tómasson (F) Kjördæmakjörnir ● Stefán Vagn Stefánsson (B) ● Þórdís K. R. Gylfadóttir (D) ● Bjarni Jónsson (V) ● Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B) ● Haraldur Benediktsson (D) ●Valgarður L. Magnússon (S) ● Lilja Rafney Magnúsdóttir (V) Jöfnunarsæti ● Helga Thorberg (J) Kjördæmakjörnir ● Logi Einarsson (S) ● Ingibjörg Ólöf Isaksen (B) ● Njáll Trausti Friðbertsson (D) ● Hilda Jana Gísladóttir (S) ● Líneik Anna Sævarsdóttir (B) ● Einar Aðalsteinn Brynjólfsson (P) ● Haraldur Ingi Haraldsson (J) ● Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) ● Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D) Jöfnunarsæti ● Jakob FrímannMagnússon (F) Kjördæmakjörnir ● Guðrún Hafsteinsdóttir (D) ●Vilhjálmur Árnason (D) ● Birgir Þórarinsson (M) ● Sigurður Ingi Jóhannsson (B) ● Ásmundur Friðriksson (D) ● Guðbrandur Einarsson (C) ● Björgvin Jóhannesson (D) ● Hólmfríður Árnadóttir (V) ● Ásthildur Lóa Þórsdóttr (F) Jöfnunarsæti ● Erna Bjarnadóttir (M) NV NA SSV RN RS Andrés Magnússon andres@mbl.is Samkvæmt nýrri könnun MMR á afstöðu fólks til framboða í komandi alþingiskosningum eru óverulegar breytingar á fylgi flestra framboða frá fyrri könnunum. Það er helst að Sósíalistaflokkurinn virðist sækja í sig veðrið á kostnað annarra vinstri- flokka. Könnunin, sem MMR gerði í sam- starfi við Morgunblaðið og mbl.is, var gerð dagana 18.-24. ágúst og tóku 932 þátt í henni, en 772 tóku afstöðu til framboða í kosningunum. Níu flokkar og mjótt á munum Þegar niðurstaðan er reiknuð í þingsæti samkvæmt reglum lands- kjörstjórnar ná sömu níu flokkar inn á þing og í fyrri könnunum. Rétt er þó að ítreka að vegna þessa fjölda framboða eru iðulega fá svör að baki fylgishlutfalli, sérstaklega í landsbyggðarkjördæmunum. Fyrir vikið geta vikmörkin verið mjög há og rétt að taka forspárgildi ná- kvæmra þingsætaútreikninga með varúð. Sömuleiðis þarf sáralitla breytingu til þess að flokkar skiptist á þingsætum, sem þá færast einatt um kjördæmi vegna jöfnunarsæta. Af þeim sökum ber að líta á vænt- anlegt þingmannatal hér að ofan sem samkvæmisleik fremur en kosningaspá. Sem fyrr er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur, þó fylgi hans sé tölu- vert undir kjörfylgi í síðustu kosn- ingum. Hann nýtur einnig stærð- arinnar við úthlutun þingsæta og er með meira en helmingi fleiri þing- sæti en Framsóknarflokkurinn, næsti flokkur á eftir. Þó breytingar á fylgi séu í flest- um tilvikum litlar frá fyrri könn- unum, þá er Sósíalistaflokkurinn undantekning þar á. Samkvæmt könnuninni fengi hann 8,7% fylgi og fimm þingsæti í fimm kjördæmum, fjögur þeirra kjördæmakjörin. Foringjar í fallhættu Miðað við þessa útkomu eru báðir framsóknarráðherrarnir í Reykja- vík inni á þingi, Lilja Alfreðsdóttir þó mjög naumlega. Á hinn bóginn næði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ekki inn á þing fyrir Suður- Reykjavík en hamborgarakóng- urinn Tómas A. Tómasson slyppi inn í jöfnunarsæti í Norður- Reykjavík. Stjórnin á brúninni Yrðu ofangreindar niðurstöður kosningaúrslit blasir við að ríkis- stjórnin væri í bráðri fallhættu. Samanlagt næðu stjórnarflokkarnir 47,3% fylgi og 32 þingmönnum. Í könnun MMR var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina og það kann að vera til marks um þrengri stöðu hennar, að aðeins 49,1% segist styðja hana en 50,9% ekki. Tæplega mun þó reynast auðvelt að mynda aðra ríkisstjórn miðað við þessi úrslit. Hún gæti ekki verið færri en fjögurra flokka og án Sjálf- stæðisflokks ekki færri en fimm flokka. Þá er hins vegar rétt að hafa í huga að við þennan hóflega upp- gang sósíalista hafa aðrir vinstri- flokkar gefið eftir, en það á ekki við á miðju og til hægri. Það kann því að opna á aðra möguleika við stjórn- armyndun en til þessa hafa þótt lík- legastir. Óverulegar breytingar en sósíalistar sækja á - Níu flokkar á þingi í könnun MMR og stjórnin í fallhættu 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 FlugPlús! www.plusferdir.is TENERIFE Í SEPTEMBER verð frá: 14.900 kr. 08. september 15. september 22. september 29. september FLOGIÐ ÚT: ÓTAL ÓDÝR FLUG Í SEPTEMBER TAKMÖRKUÐ SÆTI Í BOÐI ALICANTE Í SEPTEMBER verð frá: 14.900 kr. 02. september 09. september 16. september 23. september 27. september FLOGIÐ ÚT: 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.