Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Mikið vöruúrval í grænmetis- og veganvörum Kynntu þér málið hjá söludeild okkar, sími 575 0200. Skólar • Mötuneyti Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Verk Önnu Þorvaldsdóttur tón- skálds, Enigma, kemur út á plötu í flutningi Spektral-kvartettsins á morgun, 27. ágúst, og er það jafn- framt fyrsta verkið sem hún semur fyrir strengja- kvartett. Banda- ríska fyrirtækið Sono Luminus gefur út. „Kvartettinn, sem heitir Spek- tral Quartet, hafði samband við mig fyrir nokkrum árum og við stefndum að því að klára það árið 2019, sem ég síðan gerði. Þau vildu fá stóran og langan strengjakvartett og ég þurfti því góðan tíma til þess að finna út úr því hvað ég hefði að segja í gegnum slík- an kvartett,“ segir Anna um tilurð verksins. Sögulega hlaðið hugtak Anna hefur mikla reynslu af því að semja fyrir strengjasveitir og stærri hljómsveitir, eins og þekkt er, og segir hún ástæðuna þó ekki vera þá að hún hafi hingað til ekki haft áhuga á því að semja fyrir strengjakvartett. „Hugtakið strengjakvartett er sögulega mjög hlaðið og mig langaði því persónu- lega að hugsa vel og vandlega hvað ég vildi gera á þessu formi,“ segir Anna. Það er tímafrekt að semja tón- verk og segist Anna almennt taka við pöntunum á verkum um það bil fimm ár fram í tímann. Pöntunin á þessu tiltekna verki barst þvðí fyrir um það bil sex árum og kláraði Anna það á tilsettum tíma og kvartettinn frumflutti það í Kennedy Center í Washingtonborg árið 2019. „Ég var mög spennt að skrifa þetta fyrir þau en þetta er alveg framúrskarandi kvartett og ótrúlega færir hljóðfæraleikarar. Þau frum- flytja síðan verkið í október 2019 en fresta þurfti útgáfunni sem og reyndar frumflutningi í Carnegie Hall í New York vegna heimsfarald- ursins,“ segir Anna um kvartettinn og verkið. Grátt svæði Anna segir að til hafi staðið að kvartettinn kæmi hingað til lands í fyrra en einmitt vegna faraldursins hafi það frestast. Hún er þó bjartsýn á að þau muni geta komið og spilað á Íslandi fyrr fremur en síðar. Spurð hvaðan innblásturinn komi svarar Anna, eftir allnokkra um- hugsun: „Hugmyndin hjá mér var þetta sem lifir á milli og inni í efninu, svona þetta gráa svæði sem er milli myrkursins og ljóssins. Hugmyndin um hljóma og tónefni og svo skugg- ana af því. Flæðið á milli efnisins og uppbrot á flæðinu. Svona hljómarnir sem koma og fara og skuggarnir af þeim. Þetta er svona það sem ég fór inn í og speglast bæði í forminu og í smáatriðum í verkinu. Ég vinn mikið með áferð og núning í verkinu og nota hljóðfærin mikið svona út frá öllum hliðum.“ Anna segir þá einnig að um sé að ræða svokallaða nútímatónlist en samt sé ávallt erfitt að skilgreina sig sjálfa. „Mér finnst þetta vera sam- bland af mörgu og ég er oft inn- blásin af mörgum tónlistargeirum, til að mynda hefur raftónlist mjög mikil áhrif á mig.“ Eins og áður segir verður verkið gefið út á morgun og verður þá hægt að nálgast það á öllum helstu streymisveitum. Einnig verður hægt að kaupa eintök á föstu formi í öllum helstu verslunum sem selja tónlist. Ljósmynd/Daniel Kullman „Framúrskarandi kvartett“ - Fyrsta verkið sem Anna Þorvaldsdóttir samdi fyrir strengjakvartett, Enigma, er nú komið út á plötu í flutningi Spektral - Útgáfunni seinkað vegna Covid-19 - Vinnur fimm ár fram í tímann Anna Þorvaldsdóttir Spektral Fiðluleikararnir Clara Lyon og Maeve Fein- berg, Doyle Armbrust á víólu og Russell Rolen á selló. Kvartettinn hefur hlotið margar Grammy-tilnefningar. Benni Hemm Hemm gaf út nýtt lag, „Ísskápinn“, í gær og í kvöld mun hann blása til hressandi tónleika á Húrra að Tryggvagötu 22. „Ísskápurinn“ er marglaga ung- lingsdrama með slikju af kaliforníu- sólskini, skrifar Benni og segir lagið fjalla um drungalega undraveröld unglingsins, „að vera eins og fis en að vera 100 þús. hið innra“. Hann segir lagið fjalla um hvað lífið geti verið léttvægt og óbærilega þungt á sama tíma. „Útsetningin er vafin utan um lag- ið til að undirstrika þessa hugmynd, en hún samanstendur af sellói, bás- únum, saxófóni, alt-saxófóni, þver- flautu og mörgu fleiru. Meðal þeirra sem leika í laginu eru Tumi Árnason, Ingi Garðar Erlendsson og Júlía Mogensen,“ skrifar Benni. Í kvöld kl. 21 hefjast tónleikar Benna og hljómsveitar sem munu „rúlla öllum hjólunum af stað og sprengja þakið af Húrra,“ eins og það er orðað en í liðinni viku héldu Benni og hljómsveit tónleika á Kex hosteli og mætir nú tvíefld til leiks með risa- stóra lúðrasveit, of marga rafmagns- gítara og háværasta trommara Norð- urlanda. Verður áherslan lögð á stuð enda var óskað eftir partítónleikum, að sögn Benna, og sjálfsagt að verða við þeim óskum. „Allir mögulegir og ómögulegir hittarar hafa verið grafn- ir upp úr gömlum og nýjum skúma- skotum og púslað saman í prógramm sem er mestallt hægt að dansa við og öskra. Er ekki þörf á því akkúrat núna, að dansa og öskra?“ skrifar Benni og svarið við þeirri spurningu vafalaust „jú“. Í stuði Benni Hemm Hemm er til í tuskið, eins og sjá má. „Ísskápur“ og tónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.