Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Pysjutíminn í Vestmannaeyjum, þegar krakkar fara um bæinn með vasaljós í leit að lundapysjum hefur staðið allan ágústmánuð. Talsverð röskun varð upp úr síðustu aldamót- um með lakari viðkomu stofnsins og miklum pysjudauða sem rakinn var til minna ætis í sjónum. Helsta or- sökin var hærri sjávarhiti og um leið verri afkoma sílis sem er helsta fæða lundans. Pysjueftirlitið hefur starfað undanfarin 17 ár í Vestmannaeyjum og þar eru pysjurnar mældar, vigt- aðar og fjöldi skráður. Sérstæð rannsóknarvinna Góðu tíðindin eru að eftir mögur ár frá 2003 til 2014 var kippur upp á við og árið 2019 þegar pysjurnar voru 7.706 og 7.651 í fyrra. Allt bendir til þess að færri pysjur verði þetta árið, voru komnar í um 4.000 sl. þriðjudag en góðu tíðindin eru að þær eru betur á sig komnar og lífs- líkur þeirra meiri. Þessu valda breytingar í hafinu en margt er óljóst. „Að mínu viti er stunduð mjög sérstæð rannsóknarvinna í Eyjum. Þegar sumri hallar og lundapysjan byrjar að fljúga á ljósin í bænum fer fjölskyldan saman út að leita að lundapysjunum og koma þeim til sjávar,“ segir Óskar Pétur Frið- riksson, ljósmyndari Morgunblaðs- ins í Vestmannaeyjum. Bendir hann á að þetta sé aðeins hluti björg- unarstarfsins því þetta framtak krakkanna sé nýtt í þágu vísindanna með þátttöku þeirra. Eldhúsvigtin kemur sér vel „Pysjueftirlitið hefur frá árinu 2003 vigtað pysjurnar og mælt vængina. Þangað til í fyrra lá straumurinn á Náttúrugripasafnið þar sem starfsmenn tóku við pysj- unum af krökkunum, mældu, vigt- uðu og tekin var mynd af þeim með fenginn. Kófið lokaði á þetta í fyrra og í ár en þá færðist eftirlitið inn á netið og heimilin,“ segir Óskar Pétur og bætir við að núna noti bjargvætt- irnir eldhúsvigtina. „Upplýsingunum er svo komið inn á heimasíðu pysjueftirlitsins, lundi- .is, og sagt frá hvar pysjan fannst með mynd af krökkunum og nöfnum þeirra. Þannig er mikilvægu starfi haldið áfram þrátt fyrir kófið. Þetta sumarið eru pysjurnar vel á sig komnar og þungar, sem bendir til að æti hafi verið nóg fyrir lundann enda enginn makríll á Íslandsmiðum þetta sumarið.“ Að þessu loknu er haldið vestur á Hamar eða í Höfðavík morguninn eftir þar sem pysjunum er sleppt og þær fá sitt frelsi þar sem þær byrja strax að leita sér að æti. Olíublautar pysjur örfáar Hörður Baldvinsson, forstöðu- maður Þekkingarseturs Vest- mannaeyja, sem hefur umsjón með pysjueftirlitinu er ánægður með ár- angurinn. Þá sé gleðilegt að nú heyri til undantekninga að sjá olíublautar pysjur sem voru vel á þriðja hundr- að í fyrra. „Það fór mikill tími í að hreinsa pysjurnar og flestum tókst að bjarga. Við undirbjuggum okkur vel fyrir sumarið með góðri þvotta- aðstöðu. Líka sendum við bréf til fyrirtækja og stofnana og báðum um að ljósmagn yrði minnkað við höfn- ina en aukið ofar í bænum. Lunda- byggðin er í fjöllunum allt í kringum bæinn og pysjurnar sækja í ljósin og margar lenda í höfninni. Viðbrögð voru góð og það skilaði sér ásamt því að höfnin er nánast hrein. Höfum við aðeins fengið fimm olíublautar pysj- ur í sumar,“ sagði Hörður. Höfnin nánast hrein Því miður slasast alltaf einhverjar og kemur í hlut sérfræðinga hjá Sea Life-safninu að hjúkra þeim sem hægt er að bjarga og sinna þeim ol- íublautu. „Stóri munurinn frá árinu í fyrra og mörg undanfarin ár eru stærri og lífvænlegri pysjur. Ekki er síður gleðilegt að höfnin er hreinni og þar hafa allir lagst á eitt sem ber að þakka,“ segir Hörður. Hann segir starfið að mestu unnið af sjálfboðaliðum. „Setrið heldur ut- an um heimasíðuna og skráningu ásamt Sea Life sem sinnir olíublautu pysjunum. Allt annað er unnið í sjálfboðastarfi í verkefni sem skiptir okkur öll svo miklu máli við rann- sókn á lífríkinu og fæðukeðjunni í sjónum. Það sem er númer eitt, tvö og þrjú núna, er að við erum að fá stærri, heilbrigðari og þróttmeiri pysjur en undanfarin ár. Það veit vonandi á gott,“ sagði Hörður. Hlýskeið frá 1996 Skýringar á stærð lundastofnsins og veiði hvers árs tengjast sjávar- hita samkvæmt gögnum um lunda- veiði í Vestmannaeyjum frá árinu 1880. Skiptast á hlý og köld tímabil sem vara í um 35 ár, svonefnd AMO- sveifla. Hnignar veiði á hlýskeiðum en eykst á kaldskeiðum. Hefur hit- inn áhrif á sílastofninn sem er að- alfæða lundans. Frá 2003 hefur lundinn, þar til í ár, þurft að sækja æti langa leið og ekki náð að bera nóg í pysjurnar sem varð til þess að fáar komust á legg þegar verst lét. Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrustofu Suðurlands, natt- sud.is, þar sem segir að núverandi hlýskeið hafi byrjað 1996 og hefur lundaveiði á landsvísu dregist saman um 90% árin 1995 til 2018, að mestu vegna minni ungaframleiðslu. Hámarkslífslíkur Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða til hins betra að því er kemur fram hjá dr. Erpi Snæ Hansen, for- stöðumanni Náttúrustofu Suður- lands í Vestmannaeyjum. „Varp- árangur í ár er þokkalegur og pysjurnar eru stórar og pattara- legar. Þær eiga hámarkslífslíkur. Það skiptir verulegu máli miðað við síðustu 15 ár þegar þær voru mjög léttar og lífslíkur litlar. Allt að fimm- faldur munur á lífslíkum léttra og þungra pysja. Ég held að þetta sé þyngsti árgangur frá 2003, þegar síl- ið fer að gefa eftir,“ segir Erpur. Árin 1996 til 2003 hækkaði sjávar- yfirborðshitinn á Selvogsbanka og við suðurströndina um rúmlega eina gráðu, sem hefur slæmar afleiðingar fyrir sílið og þar með afkomu lund- ans og flestra íslenskra sjófugla. „Um 80 prósent af breytileikanum í ungaframleiðslu og veiði er skýrður með sjávaryfirborðshita. Annar þáttur virðist nú einnig vinna gegn sílinu sem er gríðarleg seinkun á vorblómanum í sjónum 2005 til 2006 og hefur haldist þannig þar til í ár. Þessir þættir hafa veruleg neikvæð áhrif á vöxt og afkomu síla. Munar tugum prósenta á stærð og þyngd síla fyrir og eftir aldamót,“ segir Erpur enn fremur. Þarf að rannsaka Í ár var þörungablóminn fyrr á ferðinni eins og hann var fyrir 2005. Fleiri sílalirfur náðu væntanlega í rauðátu en áður og nutu lengri vaxt- artíma. Makríllinn tók að hörfa frá Suðurlandi 2017 af óþekktum orsök- Stærri pysjur og meiri lífslíkur - Sjávarhiti hefur áhrif á viðkomu lundans - Stofninn virðist á uppleið í Vestmannaeyjum - Pysju- tíminn stendur nú sem hæst - Eftirlitið rafrænt í kófinu - Eldhús í Eyjum rannsóknarstofur Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Sleppt Pysjunar eru frelsinu fegnar þegar komið er niður í fjöruborðið. Hér aðstoðar Grétar Már Óskarsson krakkana við sleppingar í Eyjum. Í fangi hans er Thelma, síðan koma Malín Erla og Alexandra Árný. Fremst á myndinni fylgist Kári Kristinn spenntur með aðgerðinni, sem heppnaðist vel. Erpur Snær Hansen Hörður Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.