Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 60
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
Pepsi Max-deild kvenna
Valur – Tindastóll..................................... 6:1
Staðan:
Valur 16 13 2 1 46:16 41
Breiðablik 15 10 1 4 49:22 31
Þróttur R. 15 7 4 4 31:25 25
Selfoss 16 7 4 5 30:24 25
Stjarnan 15 7 2 6 17:20 23
Þór/KA 16 4 6 6 16:22 18
ÍBV 15 5 1 9 23:36 16
Keflavík 14 3 3 8 13:24 12
Fylkir 15 3 3 9 16:35 12
Tindastóll 15 3 2 10 11:28 11
Pepsi Max-deild karla
KA – Breiðablik ........................................ 0:2
ÍA – KR ..................................................... 0:2
FH – Keflavík ........................................... 0:0
Staðan:
Breiðablik 18 12 2 4 42:20 38
Valur 18 11 3 4 29:17 36
Víkingur R. 18 10 6 2 29:19 36
KR 18 9 5 4 28:16 32
KA 18 9 3 6 25:17 30
FH 18 7 5 6 31:22 26
Leiknir R. 18 6 4 8 16:24 22
Stjarnan 18 5 4 9 22:28 19
Keflavík 18 5 3 10 20:32 18
Fylkir 18 3 7 8 18:31 16
HK 18 3 5 10 19:33 14
ÍA 18 3 3 12 18:38 12
3. deild karla
KFS – Elliði .............................................. 2:1
Staða efstu liða:
Höttur/Huginn 17 11 2 4 28:19 35
Elliði 18 10 1 7 37:27 31
Sindri 18 9 3 6 35:26 30
Ægir 16 8 5 3 30:19 29
KFG 16 7 6 3 24:18 27
KFS 18 8 1 9 25:36 25
Dalvík/Reynir 17 7 3 7 30:24 24
Augnablik 18 6 4 8 33:33 22
Víðir 17 6 4 7 24:29 22
ÍH 17 4 5 8 28:36 17
England
Deildabikarinn, 2. umferð:
WBA – Arsenal......................................... 0:6
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahóp Arsenal.
Newcastle – Burnley ............................... 0:0
_ Burnley vann í vítakeppni, 4:3.
- Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í
leikmannahóp Burnley.
Newport – Southampton ......................... 0:8
Meistaradeild karla
Umspil, seinni leikir:
Bröndby – Salzburg ................................. 1:2
_ Salzburg áfram, 4:2 samanlagt.
Dinamo Zagreb – Sheriff Tiraspol.......... 0:0
_ Sheruff Tiraspo áfram, 3:0 samanlagt.
Shakhtar Donetsk – Mónakó................ (1:2)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun.
Svíþjóð
Kristianstad – Häcken ............................ 1:3
- Sif Atladóttir lék allan leikinn og Svein-
dís Jane Jónsdóttir fyrstu 62 mínúturnar
fyrir Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir
þjálfar liðið.
- Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á
78. mínútu.
>;(//24)3;(
Danmörk
Meistarabikar karla:
Aalborg – Mors .................................... 33:25
- Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Bikarkeppnin, riðlakeppni:
Ringsted – GOG ................................... 28:32
- Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark
GOG.
Svíþjóð
Bikarkeppni karla, riðlakeppni:
Hallby – Guif ........................................ 29:30
- Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Guif og Daníel Freyr Ágústsson ver mark
liðsins.
Skövde – Redbergslid ......................... 33:28
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5
mörk fyrir Skövde.
Bikarkeppni kvenna, riðlakeppni:
Ystad – Lugi ......................................... 26:31
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
HS Orkuvöllur: Keflavík – Breiðablik..... 18
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Ásvellir: Haukar – Augnablik .................. 18
Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍA............... 18
Grindavíkurvöllur: Grindavík – FH 18
Varmá: Afturelding – KR ......................... 18
Kórinn: HK – Grótta ................................. 18
2. deild kvenna:
KR-völlur: KM – ÍR .................................. 20
2. deild karla:
Blue-völlur: Reynir S. – KV...................... 18
3. deild karla:
Samsungv.: KFG – Höttur/Huginn .... 20.30
Í KVÖLD!
ÍA – KR 0:2
0:1 Kjartan Henry Finnbogason 15.
0:2 Sjálfsmark 50.
M
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Viktor Jónsson (ÍA)
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stefán Árni Geirsson (KR)
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 8.
Áhorfendur: 337.
KA – BREIÐABLIK 0:2
0:1 Kristinn Steindórsson 46.
0:2 Árni Vilhjálmsson 55.
M
Mark Gundelach (KA)
Rodrigo Gomez (KA)
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 6.
Áhorfendur: 400.
FH – KEFLAVÍK 0:0
M
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Guðmann Þórisson (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Erlendur Eiríksson – 8.
Áhorfendur: 317.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
FÓTBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Breiðablik ætlar að gera atlögu að
titlinum á Íslandsmóti karla í knatt-
spyrnu en liðið hefur aðeins einu
sinni orðið Íslandsmeistari til þessa.
Breiðablik skaust á toppinn í gær
með góðum 2:0-útisigri á öflugu liði
KA. Með tveimur sigrum á KA á
skömmum tíma hafa Blikar undir-
strikað styrk liðsins en um leið gert
út um titilvonir KA-manna.
Breiðablik er með 38 stig í efsta
sæti eftir átján umferðir. Var það
svo sem ekki óalgeng stigasöfnum
hjá Íslandsmeisturum í gamla átján
umferða Íslandsmótinu. Fjórar um-
ferðir eru enn eftir og eru Valur og
Víkingur aðeins tveimur stigum á
eftir. Lokaspretturinn í deildinni
gæti orðið stórskemmtilegur en
Breiðablik og Valur mætast til að
mynda 13. september.
„Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik
voru Blikar töluvert betri í þeim
seinni. Kom þá ákveðinn gæðamun-
ur í ljós á liðunum en KA-menn
höfðu ekki roð við miðjumönnum og
framherjum Breiðabliks. Þeir Vikt-
or Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson
og Kristinn Steindórsson léku á
köflum á als oddi og var hrein unun
að horfa þegar Blikarnir fóru af stað
í skyndisóknir,“ skrifaði Aron Elvar
Finnsson m.a. í umfjöllun sinni um
leik KA og Breiðabliks á mbl.is.
KR fór upp fyrir KA
KR-ingar fóru upp fyrir KA með
sigri á Akranesi í gær og eru í 4.
sæti. KR er sex stigum á eftir
Breiðabliki. Þar sem einungis tvær
umferðir eru eftir er langsótt að KR-
ingar geti elt Blikana uppi þótt allra
bjartsýnustu menn vesturbæjarins
andmæli því mögulega.
Skagamenn þurfa hins vegar að
kreista fram sigra í lokaumferð-
unum. Liðið er í neðsta sæti með 12,
fjórum stigum á eftir Fylki sem er í
10. sætinu.
Keflvíkingar eru með 18 stig og
eru sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Eins og staðan er núna eru ágætar
líkur á því að nýliðarnir, Leiknir og
Keflavík, haldi báðir sæti sínu í
deildinni. Leiknismenn þurfa ekki að
hafa stórar áhyggjur með sín 22 stig.
FH og Keflavík gerðu markalaust
jafntefli í gær en FH vann fyrri leik
liðanna 5:0. Keflvíkingar bættu því
varnarleikinn mjög.
„Bæði lið fengu góð tækifæri til
þess að skora, sér í lagi í síðari hálf-
leik, en inn vildi boltinn ekki,“ skrif-
aði Gunnar Egill Daníelsson meðal
annars í umfjöllun sinni um leikinn á
mbl.is í gær.
Breiðablik fór
upp fyrir Val
og Víking
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Á toppnum Blikar fagna marki Kristins Steindórssonar í gær.
- Á toppnum þegar fjórar umferðir
eru eftir - Gott stig hjá Keflvíkingum
aðeins 4/100 úr sekúndu munaði að
hann kæmist ekki áfram. Í úr-
slitasundinu gerði hann svo enn bet-
ur og varð sjötti á 58,06 sekúndum.
Um leið setti hann Íslandsmet í 50
metra flugsundi, 26,56 sekúndur.
Styrkleikinn og framfarirnar í
greininni sjást best á því að allir átta
sem komust í úrslit syntu undir
Paralympics-metinu frá leikunum
árið 2016.
„Ég syndi alltaf betur í úrslitum
en í undanrásum þannig að ég var
viss um að ég myndi bæta metið aft-
ur,“ sagði Róbert við undirritaðan
eftir úrslitasundið í gær en viðtöl við
hann, bæði eftir undanrásirnar og
úrslitin, er að finna á Ólympíuvef
mbl.is.
Már næstur í röðinni
Már Gunnarsson er næstur í röð-
inni af íslensku keppendunum. Hann
keppir í 50 metra skriðsundi í nótt og
það er fyrst og fremst upphitun fyrir
Má sem á fimmtánda besta tímann af
sextán keppendum í þeirri grein.
Hans áhersla er á 100 metra bak-
sundið sólarhring síðar, aðfaranótt
laugardagsins, en þar stefnir Már á
að komast sem lengst. Hann keppir
alls í fjórum greinum á mótinu í Tók-
ýó.
Skriðsundsriðill Más í nótt fer
fram klukkan 00.29 að íslenskum
tíma en þá er klukkan 09.29 að
morgni í Japan.
Þéttasta dagskrá íslensku kepp-
endanna á mótinu er síðan um
helgina en þá verða fimm af sex í eld-
línunni. Már og Róbert verða aftur á
ferðinni og einnig sundkonan
Thelma Björg Björnsdóttir, ásamt
frjálsíþróttafólkinu, en Bergrún Ósk
Aðalsteinsdóttir keppir í sínum
greinum á laugardag og sunnudag
og Patrekur Andrés Axelsson í sinni
grein á laugardag.
Már, Róbert og Thelma synda síð-
an öll á ný í næstu viku en sjötti ís-
lenski keppandinn, Arna Sigríður Al-
bertsdóttir, verður síðust til að hefja
leik. Hún keppir í sínum tveimur
greinum í handahjólreiðum á þriðju-
dag og miðvikudag.
_ Viðtal við Gunnar Má Másson,
föður Más Gunnarssonar og aðstoð-
armann, er á bls. 14 í blaðinu.
Sá næstbesti í Evrópu
- Frábær árangur Róberts og þrjú Íslandsmet á fyrsta degi Ólympíumótsins
Ljósmynd/ÍF
Úrslitasundið Róbert Ísak Jónsson stingur sér í 100 m flugsundinu í gær
þar sem hann varð sjötti og setti tvöfalt Íslandsmet í leiðinni.
Í TÓKÝÓ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Keppni Íslendinganna á Ólympíu-
móti fatlaðra í Tókýó fór af stað á
besta mögulega hátt í gær.
Hafnfirðingurinn ungi Róbert
Ísak Jónsson gaf tóninn fyrir mótið
með því að setja þrjú Íslandsmet og
ná sjötta sæti í gríðarsterku úr-
slitasundi í 100 metra flugsundi S14,
þroskahamlaðra. Þessi tvítugi piltur
geislaði af ánægju og öryggi eftir
bæði sundin en þótt hann hafi komist
áður á verðlaunapall á bæði Evrópu-
og heimsmeistaramótum er árangur
hans á þessum vettvangi aðdáun-
arverður.
Nú voru allir þeir bestu með og
Róbert sýndi og sannaði að hann er á
góðum stað í hópi með frábærum
íþróttamönnum frá öflugustu sund-
þjóðum heims. Hinir sem kepptu til
úrslita voru frá Bretlandi, Brasilíu,
Bandaríkjunum, Ástralíu, Japan og
Suður-Kóreu. Hann og breski heims-
methafinn Reece Dunn, voru einu
Evrópubúarnir í hópi þeirra átta sem
komust í úrslitasundið.
Dunn tapaði nokkuð óvænt fyrir
Gabriel Bandeira frá Brasilíu sem
stóð uppi sem sigurvegari en þeir
tveir eru í sérflokki í greininni.
Varð að bæta Íslandsmetið
til að komast áfram
Róbert þurfti að bæta Íslands-
metið um 20/100 úr sekúndu til að
komast í úrslitin. Hann varð sjöundi í
undanrásum á 58,34 sekúndum en