Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 59

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI ! „ÞETTA ERU GÓÐAR FRÉTTIR. HANN ER HÆTTUR AÐ KIPPA SÉR UPP VIÐ ÓTÍÐINDI.“ „ER ÞAÐ ÞETTA SEM ÞEIR KENNA NÝJU STARFSFÓLKI HJÁ PÓSTINUM?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fóðra fiskana hans þegar hann er ekki í bænum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEISTU GRETTIR … ÉGÆTLAÐI AÐ VERÐA LÆKNIR EN ÞAÐ LÍÐUR YFIR MIG ÞEGAR ÉG SÉ BLÓÐ ÞAÐ LÍÐUR YFIR ÞIG EF ÞÚ SÉRÐ TÓMATSÓSU HRÓLFUR ER AÐ RÁÐAST Á KASTALANN! EN HANN ER ÞEGAR BÚINN AÐ RÆNAOG RUPLA HJÁ OKKUR Í DAG!! „NÚ ER ÞAÐ MATARBÚRIÐ SEM HANN RÆÐST Á!“ ELDHÚS VARIST HUNDINN golfklúbbsins á Kópaskeri þegar hann bjó þar og í fjögur ár formaður Golfklúbbsins á Sauðárkróki. Síðan hefur hann gaman af allri útivist og veiðiskap. „Ég hef aðeins tekið þátt í kórstarfi og spilaði í lúðrasveit Húsa- víkur í gamla daga. Ég syng með kirkjukórnum hérna öðru hvoru, þeg- ar tími gefst. Það er mjög hollt fyrir andann að syngja í hóp og virkilega gefandi.“ Síðan eiga Þröstur og Elín orðið sex barnabörn. „Afahlutverkið er án efa skemmtilegasta hlutverkið.“ Fjölskylda Eiginkona Þrastar er Elín Krist- björg Sigurðardóttir, skrifstofu- maður hjá KEA-hótelunum á Akur- eyri, f. 9.10. 1960. Foreldrar hennar eru Sigurður Runólfsson húsasmíða- meistari, f. 9.6. 1935, d. 22.4. 2016, og Anna Gréta Baldursdóttir kaup- maður, f. 13.3. 1943. Barn Þrastar og Elínar er Friðfinnur Már, háskóla- nemi, f. 19.7. 2002. Áður átti Elín Írisi Björk Marteinsdóttur, skrifstofu- mann hjá Fisk-Seafood á Sauðár- króki, f. 13.6. 1978, og tvíburana Atla Frey Marteinsson, vinnur hjá Eim- skip, og Ívar Örn Marteinsson, verk- stjóra hjá Fisk-Seafood á Sauðár- króki, f. 12.6. 1985. Þröstur og Elín eiga nú sex barnabörn. Foreldrar Þrastar voru hjónin Friðfinnur Jósefsson, sjómaður og verkamaður, f. 12.12. 1936, d. 6.5. 2001, og Sigrún Hauksdóttir, for- stöðukona fyrir þvottahúsinu á Sjúkrahúsi Húsavíkur, f. 30.12. 1927, d. 2.1. 2017. Þröstur Friðfinnsson Helga Sigurveig Helgadóttir húsfreyja í Presthvammi í Aðaldal, S-Þing. Gísli Sigurbjörnsson bóndi í Presthvammi í Aðaldal, S-Þing. Nanna Gísladóttir húsfreyja í Garðshorni í Ljósavatnshreppi, S-Þing. Haukur Ingjaldsson bóndi og smiður í Garðshorni í Ljósavatnshreppi, S-Þing. Helga Hauksdóttir húsfreyja á Kvíabóli í Ljósavatnssókn Sesselja Marselína Helgadóttir húsfreyja í Garðshorni, Kinn, S-Þing. Ingjaldur Jónsson bóndi í Garðshorni, Kinn, S-Þing. Jónína Herborg Jónsdóttir húsfreyja í Skriðulandi, Grenjaðarstaðarsókn, S-Þing. Jakob Jónsson bóndi í Skriðulandi, Grenjaðarstaðarsókn, S-Þing. Aðalbjörg Guðný Jakobsdóttir húsfreyja á Hálsi, Ljósavatnssókn, S-Þing. Marteinn Sigurðsson bóndi á Hálsi, Ljósavatnssókn, S-Þing. Guðrún Helga Marteinsdóttir húsfreyja á Halldórsstöðum í Bárðardal, Hóli í Kinn og í Landamótsseli í Kinn, S-Þing. Sigurður Jónsson búfræðingur og bóndi á Halldórsstöðum í Bárðardal, Hóli í Kinn og í Landamótsseli í Kinn, S-Þing. og víðar Úr frændgarði Þrastar Friðfinnssonar Sigurður Marteinsson bóndi, vörubílstjóri og mjólkurbílstjóri á Kvíabóli í Köldukinn Guðmundur Arnfinnsson lagði þessa gátu fyrir lesendur Vísna- horns og var lausnarorðið „hæll“ eins og rakið var á laugardag: Er hér nafn á einum bæ. Óvandaður maður sá. Þann á skipi fundið fæ. Fella þig í glímu má. Hins vegar bárust svör, þar sem lausnarorðið var „krókur“ og birti ég tvær ráðningar til gamans og líka til að sýna, að ekkert er einhlítt. Harpa á Hjarðarfelli svaraði: Krókur er bær í Borgarfirði. Bannsettur sá krókarefur. Krókur á fleyi fundinn yrði. Fellt á hælkrók margur hefur. Helgi R. Einarsson leysti gátuna þannig: Krókur er nafn á bóndabæ. Frá borði renna krókar í sæ. Með ránum kapteinn Krókur fer. Krókur bragð í glímu er. „Draumur“ er limra eftir Sigurlín Hermannsdóttur og birtist á Boðn- armiði: Mér sýndist sem sigldi út fjörð seglskúta, undravel gjörð. En sem ég þar beið hún sveigði af leið og siglir nú himin og jörð. „Mannlýsing“ er sléttubönd eftir Guðmund Arnfinnsson og eru þau hringhend og refhverf: Góður bónar, aldrei er argur róni mesti. Fróður þjónar, varla ver vondra dóna lesti. Öfugt Lesti dóna vondra ver, varla þjónar fróður. Mesti róni argur er, aldrei bónar góður. „Draumur“ eftir Hallmund Guð- mundsson: Af Bárði var ferlegur fnykur og fjarri því var hann kvikur. Þá hollustu jók, á hlaupum sig skók og hætti að éta sykur. Þá vaknaði hann. Látra-Björg orti: Fald upp réttir föl á brún frúin Blóðughadda, rennur sprett um reyðar tún; Rafns á kletti brotnar hún. Blóðughadda var dóttir Ránar og Ægis. Hér bára. Káinn sagði í gamni við stúlku: Heims- ei -þrautir hræða mig, héðan af mun ég. Stína, hvað, sem tautar, kalla þig kærustuna mína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Krókur og mismunandi draumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.