Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Önnur þeirra er mun sterkari, A týpan, og hentar á erfiðum botni. Sú er framleidd af pólsku ríkisfyrirtæki sem sérhæfir sig í hergagnavinnslu. Hún er vinstra megin á mynd. Hún vigtar á landi 66 kg en ryður frá sér 58 lítrum þannig að í sjó er hún 8 kg. Málin eru: Þvermál 64,5 cm og þykkt 18 cm. Sú hægra megin, B týpan, er betur fallin til bobbingasmíði. Hann er ódýrari enda ekki sami styrkleiki. Málin á honum eru: Landþyngd 78 kg, ryður frá sér 55 lítrum þannig að í sjó vigtar hann 23 kg. Hann er 60 cm í þvermál og þykkt 19,6 cm. Hægt er að framleiða hvað stærðir, þykktir og þyngdir sem er en slíkt er ekki á lager. Útgerðarmenn, netagerðamenn og skipstjórar Höfum til taks tvær gerðir Rock-hoppara A & B S. 898-5463 „Þetta er það sem koma skal“ Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni, en hann hefur verið að nota A týpuna að undanförnu. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur í bréfi vakið athygli Landhelgisgæslu Íslands á hátt- semi skipstjóra Hafborgar EA-152 er hann stýrði skipinu við veiðar á Skjálfandaflóa í lok júlí. „Þegar grannt er skoðað er ekki annað að sjá en skipstjóri Hafborgar hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með framferði sínu,“ segir í bréfinu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Snýr málið að því er Hafborg var á veiðum á Skjálfanda dagana 27. og 28. júlí, en þessa daga var um tugur smábáta við handfæra- veiðar á þessum slóðum. „Skyndi- lega birtist þar dragnótaskipið Hafborg EA 152, skrnr. 2940 með dragnót aftan í sér. Þegar komið var á staðinn þar sem smábátar voru var engu skeytt um þá sem þar voru á veiðum. Hafborg EA togaði hættulega nálægt bátunum og híft var milli þeirra án nokkurra viðvarana,“ segir í bréfinu. Þá tel- ur LS þessa háttsemi ekki sam- ræmast ákvæðum laga um að haga veiðum „í samræmi við góðar venj- ur og kunnáttu í siglingum og sjó- mennsku“. Dragnót bönnuð Bent er á að samkvæmt skrán- ingu Hafborgar er skipið 283 brúttótonn og ætti að geta stundað veiðar fjær landi. „Jafnframt er notkun dragnótar við veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands bönnuð. […] Notkun veiðarfærisins er því háð undanþágu sem gefin er í nefndum lögum.“ LS hefur einnig sent Landhelg- isgæslunni myndefni vegna máls- ins og sýnir ein myndin hvernig skipstjóri Hafborgar dregur utan um einn bát sem var á handfæra- veiðum á Skjálfanda. „Landssamband smábátaeig- enda telur sér skylt að vekja at- hygli Landhelgisgæslu Íslands á framferði skipstjóra Hafborgar og væntir þess að málefnið verði skoðað m.t.t. slysahættu sem staf- að getur af nálægð skipa þar sem stærðarmunur er svo mikill sem hér er,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið var sent Landhelgisgæsl- unni fyrr í þessum mánuði eftir að skipstjórar strandveiðibáta sem stunda veiðar á Skjálfandaflóa leit- uðu til LS og óskuðu eftir liðsinni varðandi það sem þeir telja óvand- aða skipstjórn. Atvikið varð einnig til þess að smábátasjómenn á Húsavík fóru þess á leit við byggðarráð Norð- urþings að það beiti sér fyrir því að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flat- eyjar í Tjörnestorfu. „Áríðandi er að lokunin taki strax gildi út ágúst og í framhaldinu 1. september ár hvert fyrir hvert fiskveiðiár,“ segir í erindi þeirra til byggðarráðs. Siglfirðingar slást í hópinn Við þetta bætist að félagar í Kletti, svæðisfélagi LS á Siglufirði og Tjörnesi, hafa sent Áslaugu Eiri Hólmgeirsdóttur, skrifstofustjóra sjávarútvegsmála í atvinnu- og ný- sköpunarráðuneytinu, bréf vegna málsins og taka félagsmenn Kletts undir hugmyndir um bann við dragnótaveiðum á umræddri veiði- slóð. „Veiðislóðin sem veiðarfærinu er nú beitt á er viðkvæm og þolir ekki þá ágengni sem beitt er með nútímadragnót sniðinni fyrir bol- fiskveiðar,“ segir í bréfinu frá Kletti sem Morgunblaðið hefur einnig undir höndum. Telja talsmenn fyrirtækisins dæmi liggja fyrir um alvarlegar af- leiðingar notkunar dragnótar á svæðum með staðbundinn bolfisk og fullyrða að steinbítur á grunn- slóð suður af Stöðvarfirði hafi ver- ið „þurrkaður upp með dragnót stórskipa frá Hornafirði“ auk þess sem ýsustofninn á Skjálfanda er sagður hafa verið „stórlega skað- aður með veiðunum. Með áfram- haldandi skarki dragnótar á svæð- inu má gera ráð fyrir að sama bíði staðbundinna stofna, þorsks, ýsu og steinbíts.“ Þá kveðst Klettur hafna „algjör- lega þeirri staðhæfingu sem komin er frá Hafrannsóknastofnun að engu skiptir hvaða veiðarfæri er beitt við veiðar þegar litið er til sjálfbærra veiða. Vakin er athygli á að fiskurinn hefur val um að bíta á krókana, en í dragnótina hefur hann ekkert val, smalað saman þannig að ekkert sleppur á svæð- inu.“ Er fullyrt að stórvirk tog- veiðafæri eigi ekki erindi í bolfisk- veiðar á grunnslóð. Saka skipstjóra um vítavert gáleysi - Skipstjóri Hafborgar EA hefur verið tilkynntur til Landhelgisgæslu Íslands - Smábátasjómenn segja ótækt að notuð séu stórvirk veiðarfæri á grunnslóð - Telja dragnótaveiðar á Skjálfanda óheimilar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fiskveiðar Skipið Hafborg, smíðað 2017, er gert út frá Grímsey og var að veiðum í Skjálfanda í lok júlí. Skjáskot Á myndbandi sem sent hefur verið Morgunblaðinu og Landhelg- isgæslunni sést hvernig skipið togar nálægt handfærabátum. Skagaströnd | Strandveiðikarlar á Skagaströnd eru nokkuð sáttir við sumarið. Þeir eru þó sammála um að það þurfi að auka kvótann svo hann dugi til að tryggja mönnum 12 veiði- daga í hverjum mánuði. 34 bátar lögðu upp strandveiðiafla á Skagaströnd í sumar, mismikinn að sjálfsögðu enda ekki jafn margir róðrar hjá öllum. Samtals lönduðu þessir bátar 609 tonnum, sem eru um það bil 5% af heildarkvóta sumarsins. Skagaströnd er á veiðisvæði B en á því svæði voru gerðir út samtals 145 bátar sem veiddu samtals 2.560 tonn á tímabilinu þannig að milli 23 og 24 prósent af heildarafla svæðisins fengu þessir 34 bátar sem gerðir voru út frá Skagaströnd. Strandveiðibátarnir liggja nú bundnir við bryggju því ekki má nota þá fyrr en eftir 1. september, á nýju kvótaári. Aftur á móti róa nú línubát- arnir af krafti eftir að strandveiðum er lokið og veðja á að verðið á mörk- uðunum muni hækka með minnkandi framboði á fiski. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Strandveiðibátar Komnir í höfn. Góður afli strandveiði- bátanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.