Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 21.995.- / St. 37-41 Vnr.: PIA-20150 19.995.- / St. 36-41 Vnr.: PIA-18246 17.995.- / St. 37-42 Vnr.: PIA-12684 18.995.- / St. 37-42 Vnr.: PIA-18227 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE - NÝ SENDING! Ásmundur Einar Daðason félagsmála- ráðherra hefur reynst starfi sínu vaxinn á kjörtímabilinu, ég man ekki eftir svo afger- andi félagsmálaráð- herra. Hann hefur komið með miklar úr- bætur í málefnum barna og unglinga og til að verkefnið væri augljóst tók ráðherrann upp titilinn félags- og barnamálaráðherra. Ás- mundur Einar er ungur fjöl- skyldufaðir og fyrsta verkefni hins unga ráðherra var að snúa sér að málefnum barna. Ásmundur lýsir þessu svona: „Í upphafi kjörtímabils fundaði ég með fjölmörgum aðilum sem höfðu reynslu og upplýsingar um hvernig við gætum breytt vel- ferðarkerfinu fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra. Börnin sjálf voru spurð, foreldrar þeirra, aðrir fjöl- skyldumeðlimir, fagaðilar og ekki síst þeir einstaklingar sem hefði þurft að aðstoða á barnsaldri en eru orðnir fullorðnir.“ Hér má nefna að hinn fallni höfðingi Styrmir Gunn- arsson var einn af þessum ráð- gjöfum, enda nefndi hann Ásmund oftar í greinum sínum en nokkurn annan stjórnmálamann á síðustu misserum. Þessi glæsilega stefnu- mótun ráðherrans hefur hitt í mark; nú er Ásmundur Einar næstvinsæl- asti ráðherra ríkisstjórnarinnar og sagður hástökkvari vinsældanna og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra skipar þriðja sæti á vinsældalista ríkisstjórnarinnar. Ás- mundur og Lilja fara með málefni barna og ungs fólks með glæsi- brag. Tími eldri borgara er kominn Nú brettir Ásmund- ur Einar enn upp erm- arnar og ætlar með sama hætti að ganga í málefni eldri borgara, hann segir: „Á komandi kjörtímabili vil ég setja málefni eldra fólks í sama farveg og málefni barna á kjörtímabilinu sem er að líða. Við höfum þegar sýnt að það er mögulegt að fara í stórar kerfisbreytingar. Þjónusta við eldra fólk getur verið og á að vera svo miklu einfaldari.“ Eldri borgarar hafa verið mjög ósáttir með sína stöðu, miklar skerðingar, og krefj- ast bættra lífskjara. Þessi yfirlýsing Ásmundar Einars er afdráttarlaus. Loksins höfum við eignast öflugan félagsmálaráðherra fólksins og það sem miklu merkilegra er að sjálfur var ráðherrann í stöðu Öskubusku litlu í æsku sinni en reis eins og hún í ævintýrinu. Í framboði Ásmundar hér í Reykjavík er vösk sveit, þar á meðal er Þórunn H. Sveinbjörns- dóttir sem var ötul baráttukona og formaður Landssambands eldri borgara og lengi varaþingmaður jafnaðarmanna. Og formaður starfsmannafélagsins Sóknar. Þór- unni fylgir gustur og gríðarþokki en hún hefur trú á að Framsóknar- flokkurinn með Ásmund í broddi fylkingar muni gjörbreyta mál- efnum eldra fólks á næsta kjör- tímabili. Nú er það verkefni kjós- enda í Reykjavík að tryggja Ásmundi Einari Daðasyni þingsæti. Hann mun láta verkin tala, ráð- herrann sem tók börnin að sér og nú boðar hann eldri borgurum ný úrræði. Framsóknarflokkurinn hef- ur eignast á ný miðju íslenskra stjórnmála. Reykvíkingar! Við tryggjum okk- ar vösku ráðherrum þeim Ásmundi Einari og Lilju Dögg glæsilega kosningu undir septembersól. Sjaldan eða aldrei hefur framboð Framsóknarflokksins verið jafn öfl- ugt og nú í Reykjavík, tveir af vin- sælustu ráðherrum ríkisstjórn- arinnar leiða lista flokksins. Ásmundur Einar! Setjum stefnuna hátt og tökum upp umboðsmann eldri borgara eftir kosningar, börn- in eiga sinn umboðsmann. Þannig og aðeins þannig náum við sátt í málefnum okkar besta fólks. Áfram veginn! Eftir Guðna Ágústsson » Ásmundur Einar Daðason félagsmála- ráðherra hefur reynst starfi sínu vaxinn á kjör- tímabilinu, ég man ekki eftir svo afgerandi félagsmálaráðherra. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Ásmundur Einar Daðason boðar eldri borgurum úrbætur Línur eru teknar að skýrast fyrir alþing- iskosningarnar 25. september nk. Sam- kvæmt nýjasta Þjóð- arpúlsi Gallup mun Sjálfstæðisflokkurinn áfram verða lang- stærstur stjórn- málaflokka hér á landi með 17 þingmenn og hinir stjórnarflokk- arnir munu að mestu halda sinni stöðu, VG með tíu þingmenn og Framsókn með sjö þingmenn. Stjórnin heldur því áfram meiri- hluta með 34 þingmenn. Í fljótu bragði virðist það nokkuð augljóst að núverandi stjórnarflokkar ættu að halda samstarfinu áfram en ekki er allt sem sýnist. Óróaöfl í VG með varaformann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, í fararbroddi vilja mynda stjórn til vinstri eftir kosningar. Það eykur líkur á að illa fari og vinstri stjórn verði mynduð, að ólíklegt sé að Framsókn og Mið- flokkur nái saman. Og Viðreisn ásamt vinstri flokkunum er mjög í nöp við bæði Miðflokk og Sjálfstæð- isflokk. Mér sem gömlum Sjálfstæðis- manni hefur líkað vel framganga Miðflokksins í Orkupakkamálinu og fullveldismálum, í málefnum hælis- leitenda, í málefnum Rúv, í flugvall- armálinu, í „þungunarrofsmálinu“ og síðast en ekki síst fyrirhuguðu tugmilljarða skemmdarverki með svokallaðri borgarlínu og frestun á nauðsynlegum samgöngubótum eins og Sundabraut. Helsti galli í mál- flutningi Miðflokksins er ákall um fleiri álver. En ég minni á að síðasta mengandi stóriðjuver á Íslandi var reist að frumkvæði Jóhönnustjórn- arinnar og alveg sérstaklega „um- hverfissinnans“ og „ESB-andstæð- ingsins“ Steingríms J. Sigfússonar. Á meðan ég var enn virkur í stjórnmálum á fyrsta tug þessarar aldar kynntist ég því miður allt of vel innihaldi og eðli vinstrimennsk- unnar hér á landi. Stundum gefa vinstri menn sig út fyrir að vera „jafnaðarmenn“ og vera lausir við græðgi og efnishyggju borgaralegra afla. Mín reynsla, einkum af Sam- fylkingarfólki og VG-liðum, er hins vegar sú, að vinstri menn eru sann- arlega gírugir í fé og eignir annarra og alveg sérstaklega eru þeir sólgn- ir í að eyða mannorði okkar sem líkjumst þeim ekki. Ýmsir þeir vinstri menn sem gefa sig út fyrir að vera umhverfisvinir hafa ekki reynst vera mannvinir og geta því hvorki elskað land sitt né þjóð í raun. Ég tel að þeir flokkar, sem helst liggja á miðju eða til hægri í ís- lenskum stjórnmálum, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsókn og Viðreisn ættu að mynda borgaralega stjórn með allt að 35 þingmönnum á bak við sig. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að til þess þarf vilja bæði hjá Við- reisn og Framsóknarflokki. Í ljósi framanskráðs segi ég: „Kjósum Miðflokk eða Sjálfstæð- isflokk gegn vinstri stjórn“. Kjósum Miðflokk eða Sjálfstæðisflokk gegn vinstri stjórn Eftir Ólaf F. Magnússon Ólafur F. Magnússon » „Ýmsir þeir vinstri menn sem gefa sig út fyrir að vera umhverfisvinir hafa ekki reynst vera mannvinir“. Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Þjóðinni fækkar ört. Fæðingar eru 1,7 á hverja fæðandi konu. Ég fékk reikni- meistara, Benedikt Jóhannesson, til að reikna út hvert stefndi ef svona héldi áfram. Svar hans var að þjóð vor yrði horf- in eftir 300 ár með þessu háttalagi. Það er ömurlegt að þjóðin sé að stíga til heljar á 300 árum eftir að hafa hokrað í landinu í meira en 1.000 ár, loks þegar hér hefur aldr- ei verið lífvænlegra í okkar stóra og gjöfula landi. Fjölmiðlar eru fullir af áhyggj- um vegna stórfjölgunar eldri borg- ara og óhagstæðrar aldursskipt- ingar þjóðarinnar. Nú þarf að bregðast við af ákveðni og festu. Borga ætti með hverju barni á mánuði. Það yrði besta fjárfesting þjóðfélags- ins. Lækka ætti skatta á barnafólk. Allur kostnaður við börn á að vera frádráttarbær frá skatti. Til að sjónarmið rís- andi æsku fái meira vægi ætti foreldri að fá viðbótarkosningarétt við hvert barn til 18 ára aldurs þess. Fjölga þarf fæðing- arheimilum, leikskólum, grunn- skólum og öðru því er greiði götu vaxandi kynslóða. Börn leysi mál eldri borgara Eftir Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson » Borga ætti með hverju barni á mán- uði. Það yrði besta fjár- festing þjóðfélagsins. Höfundur er fv. stórkaupmaður. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.