Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 1

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 199. tölublað . 109. árgangur . Grillpakki Lambakjöt, blandaður 1.749KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG Hamborgarar 4x90 g - m/brauði 798KR/PK ÁÐUR: 998 KR/PK Appelsínur 139KR/KG ÁÐUR: 278 KR/KG 50% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 26.--29. ÁGÚST FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KYNNIR NÝTT LEIKÁR BANKARI SONARINS FÆDDIST Í ÓGN- ARRÍKI EN BÝR NÚ Í MOSFELLSBÆ GUNNAR OG MÁR 14 DANITH CHAN 20HLAKKAR TIL VETRARINS 62 Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Gunnlaugur Sigurjónsson, einn stofn- enda Heilsugæslunnar Höfða, segir að skorið hafi verið niður í fjármögnunar- kerfi heilsugæslna þrátt fyrir tal um aukið fjármagn til þeirra. Hann flutti erindi um rekstur heilsugæslustöðva á heilbrigðismálafundi Samtaka atvinnu- lífsins og Samtaka verslunar og þjón- ustu á Grand Hóteli í gær. „Við byrjuðum með 3.100 skjólstæð- inga við opnun og nú fjórum árum síð- ar erum við með 22.500 skráða. Við er- um orðin stærsta heilsugæslan á landinu,“ sagði Gunnlaugur í erindi sínu og benti á að Heilsugæslan Höfða hefði lent í fyrsta sæti í ánægjukönnun SÍ. Gunnlaugur sagði að þrátt fyrir aukið fjármagn til heilsugæslna hefði það ekki skilað sér í grunnheilsugæsl- urnar heldur farið til annarrar línu þjónustu og sérverkefna á borð við geðheilsuteymi. Aukning fjárframlaga hefur, að sögn Gunnlaugs, heldur ekki haldist í hend- ur við fjölgun íbúa, verðbólgu og kjara- samningsbundnar launahækkanir. Laun starfsfólks heilsugæslunnar hækkuðu um 3,5-16% á tímabilinu á milli ára. Launakostnaður er um 80% af rekstrarkostnaði heilsugæslna og því hefur hækkun fjárframlaga upp á 7,1% engan veginn dugað til að mæta þessum aukna kostnaði. Þar við bætist, að sögn Gunnlaugs, lækkun komugjalda, kostnaður vegna leghálsskimana og fjölgunar íbúa. Þá standi einungis eftir 3,6% sem eigi að standa undir hækkun launa og verð- lagsbóta. Þetta sé því niðurskurður í raun og 500 milljónir vanti inn í fjár- mögnunarlíkanið eins og staðan er í dag. Fjármögnunarlíkan heilsugæslna gætir heldur ekki jafnræðis að fullu að sögn Gunnlaugs, m.a. vegna þess að einkareknar stöðvar þurfa að kaupa tryggingar, ólíkt þeim opinberu. Féð hafi ekki skilað sér - 60.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eru hjá einkareknum heilsugæslustöðvum - Þurfi að bæta fjármögnunarlíkanið MStaða heilbrigðiskerfisins »2, 10 Andrés Magnússon andres@mbl.is Heldur dregur saman með vinstri- flokkunum samkvæmt niðurstöðu könnunar, sem MMR gerði í sam- starfi við Morgunblaðið og mbl.is, á afstöðu fólks til framboða í komandi alþingiskosningum eftir tæpan mán- uð. Samkvæmt könnuninni hefur Sósíalistaflokkurinn bætt við sig nokkru fylgi, fengi 8,7% atkvæða og fimm menn kjörna á þing. Varla kemur að óvörum að það fylgi virðast sósíalistar helst tína af öðrum flokk- um á vinstri vængnum, sem fyrir vikið dala, en þeir eru nú allir með 5-7 þingmenn hver. Samanlagt væru vinstriflokkarnir fjórir með 25 þing- menn, ef könnunin rættist í þing- kosningum. Slíkir útreikningar eru þó örðugri en ella, einmitt vegna fjölda framboðanna og hve afar mjótt getur verið á munum milli þeirra. Samkvæmt niðurstöðunum stend- ur ríkisstjórnin afar tæpt, hangir á naumum meirihluta og minnihluta atkvæða. Þegar spurt var um af- stöðu til ríkisstjórnarinnar kom á daginn að tæpur minnihluti styður hana, en hún hefur til skamms tíma notið mun drýgri stuðnings en flokk- arnir að baki henni. » 4 Dregur saman með vinstriflokkunum - Sósíalistar bæta við sig, hinir dala Pysjutíminn í Vestmannaeyjum er nú í algleymingi og skemmtun barna þar er að fara út að kvöldlagi og bjarga pysjum sem flögrað hafa úr björgum að ljósunum í bænum, sem villa sýn. Pysjunum er sleppt mót frelsinu næsta dag, en áður eru þær vegnar og mældar, sem gefur mikilsverðar upplýsingar. Þær benda til að lundastofn- inn við suðurströndina sé nú að styrkjast, enda meira af sílum í sjónum sem eru mikilvægt æti fuglsins. „Varpárangur í ár er þokkalegur og pysjurnar eru stórar og pattaralegar. Þær eiga hámarkslífslíkur,“ segir Erpur Snær Han- sen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Vísindafólk bendir á að stærð lundastofnsins ráðist einnig af sjáv- arhita, það er sveiflu milli kulda og hita, en hvort tímabil varir í 35 ár. Þannig hefur hlýskeið verið ráðandi síðan árið 1996, og lundinn hefur gefið eftir á þeim tíma. Nú eru hins vegar vísbendingar um kólnun og sterkari lundastofn. »28-29 Börnin bjarga nú sterkari pysjustofni Ljósmynd/Stefán Geir Eyjar Sílisfugl slær út vægjum. Villuljós lokka fuglinn í bæinn, þar sem krakkarnir tína pysjurnar upp og sleppa síðan aftur út á sjó. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Slepping Malín Erla Brynjólfsdóttir, Thelma Grétarsdóttir og Alexandra Árný Grétarsdóttir komnar í Höfðavík til að sleppa lundapysjunum sem þær fundu kvöldið áður. Malín kom til Eyja úr Reykjavík, ásamt foreldrum sínum og bróður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.