Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Millimál í fernu VÍTAMÍN &STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is K veikjan að þessari bók er sú að við hjá Hugarafli höfum setið á mörgum viðburðum og þingum sem tengjast geðheilbrigðismálum og þá sérstaklega með áherslu á ungt fólk í vanlíðan. Við vorum oft eina unga fólkið í salnum og nánast aldrei var fólk að tala um persónu- lega reynslu uppi á sviði. Þar var forstöðufólk úrræða eða annað ráða- fólk. Það sem fyllti mælinn hjá okk- ur var pallborð þar sem spurt var: Hvers vegna líður ungu fólki illa? Engin ung mann- eskja var á sviðinu til að svara,“ segja þær Svava Arnar- dóttir og Fanney Björk Ingólfs- dóttir, tvær af sex höfundum bók- arinnar Boðaföll, en hún sýnir fram á nýjar nálganir varðandi sjálfsvígsforvarnir og sjálfsskaða byggðar á persónulegri reynslu höfunda. Félagasamtökin Hugarafl gefa bókina út og hinir höf- undarnir eru Agla Hjörvarsdóttir, Harpa Sif Halldórsdóttir, Hrefna Svanborg Karlsdóttir og Sigurborg Sveinsdóttir. „Við vildum snúa þessum áherslum við og Hugarafl var með viðburð fyrir tveimur árum þar sem voru pallborðsumræður ungs fólks með persónulega reynslu af sjálf- skaða, sjálfsvígshugsunum og sjálfs- vígstilraunum. Ráðafólkið sem venjulega sat í pallborðinu var í hópi áhorfenda og áheyrenda. Í kjölfar þess komumst við að því að við sem höfum þessa reynslu, eigum svo margt sameiginlegt, þótt hver og ein persónuleg reynsla sé sérstök. Sam- eiginlegu þræðirnir gáfu til kynna að þetta er samfélagsmein og að breyt- inga er þörf. Skoða þarf þessi mál í stærra samhengi og spyrja: Hvað er hjálplegt, byggt á persónulegri reynslu fólks?“ Sett í óvirkt hlutverk Eitt af því sem þær segja að þurfi að breyta í samfélaginu og heil- brigðisþjónustunni, er krafan um greiningar til að fá hjálp í geðheil- brigðiskerfinu. „Okkar reynsla er sú að grein- ing er einungis kerfisstimpill en seg- ir ekkert um rót vandans og ekki heldur um hvað er hjálplegt. Einnig getur ákveðinn skaði fylgt því að fá greiningu. Mörg okkar upplifa að fá mismunandi greiningar á mismun- andi tímum, af því líðan okkar var mismunandi og ólíkir fagaðilar greindu okkur. Með greiningu er fólk sett í óvirkt hlutverk, það von- ast eftir að einhver komi og bjargi sér. Skilaboðin eru líka að þú sért brotin og ómögulegur einstaklingur sem þurfi að meðhöndla. Við höfum séð hér í Hugarafli að vandinn er ekki bundinn við okkur sem ein- staklinga, heldur er það jaðarsetn- ingin, mismununin, fordómar og ójöfnuður í samfélaginu sem gerir það að verkum að fólk upplifir van- líðan. Mikil vanlíðan fylgir því þegar fólk hefur orðið fyrir áföllum og of- beldi. Við pössum inn í marga ólíka jaðarsetta hópa, hvert með sínum hætti, en sjúkdómsvæðingin er ekki rétta nálgunin. Annað sem við vilj- um breyta er að það sé upplýst sam- þykki og samtal um alla þætti geð- lyfjaávísana. Við viljum standa fyrir að margir valmöguleikar séu í boði til að velja úrræði og að upplýsingar um kosti og galla séu veittar. Á hverju byggir tiltekin lausn saman- borið við einhverja aðra, hverjar eru aukaverkanir lyfja og hvernig mun ganga að hætta á þeim.“ Þarf ekki að berjast alla ævi Þær segja að í bókinni sé fjöldi tilvitnana í annað fólk en þær höf- undana og það sé af ýmsum kynjum. „Í sameiginlegu skrifunum er- um við að horfa á þetta út frá víðu sjónarhorni. Kaflarnir eru til dæmis um samfélagið og rót vandans, um bernskuna og uppeldisárin, um völd, geðheilbrigðiskerfið og fleira. Við erum að tala fyrir því sem er hjálp- legt og um það sem okkur finnst að þurfi að breyta. Inn á milli eru bein- ar tilvitnanir í fólk undir nafni, því það á ekki að ríkja skömm um þessi mál. Við viljum opna umræðuna. Við leggum ríka áherslu á að um er að ræða raunverulega þjáningu þó við höfnum geðsjúkdómastimplunum og það sárvantar fjölbreyttar batasög- ur í umræðuna. Við viljum koma því á framfæri að við þurfum ekki að berjast við þetta það sem eftir er ævinnar. Því miður hefur umræða tengd sjálfsvígum verið á þeim nót- um í gegnum tíðina, að annaðhvort föllum við fyrir eigin hendi eftir þjáningu og vanlíðan, eða að þessi líðan vari alla ævi. Ég man þegar ég var á þessum stað að það dró tölu- vert úr minni von að einu skilaboðin sem ég fékk voru þau að fólk eins og ég væri að berjast það sem eftir er ævinnar. Ég væri komin með sjúk- dóma og ég ætti því að draga úr kröfum, draga úr framtíðardraum- um, sætta mig við og læra inn á nýj- an veruleika sem væri kominn til að vera. Þetta reyndist alls ekki rétt,“ segir Svava. Fanney tekur undir þetta og segist hafa fengið tilteknar greiningar og fengið að heyra hverj- ar batahorfur væru fyrir fólk með slíkar greiningar. „Við það setti ég mig inn í staðl- aðan kassa og fannst að ég gæti ekki ætlast til mikils bata. Síðan kom í ljós að það var alls ekki þannig. Í bókinni er kafli um bata og þá hug- myndafræði sem Hugarafl byggir á. Mér fannst mjög kröftugt þegar ég kom fyrst hingað í Hugarafl að ég mátti skilgreina batann minn sjálf, að hann þyrfti ekki að vera eins og hjá neinum öðrum.“ Að hafa trú á framtíðina Þær segjast eiga það sameigin- legt að valdefling skipti öllu máli í þeirra eigin bata. „Það er sú hugmyndafræði sem er leiðarstef í starfsemi Hugarafls. Valdefling er líka verkfæri sem við notum dags daglega. Þetta snýst um að við séum við stjórnvölinn í eigin lífi, endurheimtum þau völd sem við höfðum áður og trú á framtíðina. Trú á að við náum bata og finnum að við getum haft áhrif til góðs, bæði á eigið líf og í kringum okkur. Fólk þarf að koma út úr skápnum, sem er orðalag fengið að láni úr annarri réttindabaráttu, en snýst um að við höfum ekkert til að skammast okkur fyrir.“ Þær segja stóran þátt í þeirra bataferli vera að berjast fyrir mál- efninu og gefa af sér. „Ég hef verið í ýmsum úrræð- um frá því ég var mjög ung og þá var ég oft að þiggja hjálp, en þegar ég kom hér inn sem sjálfboðaliði, þá gat ég líka gefið af mér. Ég varð hluti af virku samfélagi og stór hluti af mínu bataferli hefur verið að fá hlutverk. Mér finnst gott að geta gefið gamalli þjáningu tilgang. Stór hluti af því að æfa valdeflingu er að taka að sér allskonar verkefni á eigin forsendum og styðja aðra, að fá að nota hluta úr okkar lífi sem voru vondir, öðrum til góðs,“ segir Fanney. Fann alltaf nýjan botn Svava segir mikilvægt að gefa og þiggja, jafnvel þegar við erum í mikilli andlegri vanlíðan og þurfum að leita aðstoðar. „Ég fór í alls konar hefðbundna geðheilbrigðisþjónustu áður en ég kom í Hugarafl og þar var ég alltaf í því hlutverki að þiggja. Ég átti að vera þakklát og hlýða, sem ég gerði samviskusamlega, ég fylgdi öllum fyrirmælum og tók öll geðlyf sem mér voru ávísuð, en mér leið sífellt verr. Ég fann alltaf nýjan botn. Ég held það sé okkur öllum sammerkt að þurfa að finna að það sé þörf og ástæða fyrir því að við séum á lífi, sérstaklega í þessari líðan sem bókin er skrifuð út frá. Ég upplifði að ég væri byrði á samfélaginu og að það væri best fyrir alla að ég færi úr þessi lífi. Það breytti miklu að koma í Hugarafl, því jafnvel þegar mér leið ansi illa, þá skipti öllu máli að finna að ég gat líka gefið, að ég væri ekki blóðsuga á öllum.“ Fanney bætir við að það sé al- gengt þegar fólk sé komið í öng- stræti og mikla vanlíðan, að upplifa sig ekki sem hluta af samfélaginu. „Við tilheyrum ekki, erum utan- veltu. Þetta er svo raunveruleg og mikil þjáning, en við erum að smætta hana niður í geðsjúkdóms- stimpla og gefa fólki lyf. Sendum svo viðkomandi jafnvel aftur út í óörugg- ar heimilisaðstæður og óbreytt ástand.“ Þær segjast í bókinni tala fyrir nýjum forvörnum á þeim forsendum að bæta lýðheilsu almennings heilt yfir. „Að vinna gegn fátækt og jaðar- setningu, auka jöfnuð í samfélaginu og uppræta fordóma. Þannig kom- um við í veg fyrir að margir þurfi að ganga þann erfiða stíg sem við höf- um gengið og farið í jafn mikla van- líðan og við. Þetta léttir líka á kerf- inu, að fjárfesta í sjálfsvígsforvörn- um sem hjálpa öllu samfélaginu. Það tekur tíma, en það mun skila sér í að færri einstaklingar lenda í öng- stræti.“ Úgáfuhófi verður streymt í beinni í dag á Facebook-síðu Hugar- afls. Bókin fæst í bókabúðum og hjá Hugarafli. Skömm á ekki að ríkja um þessi mál September er alþjóðlegur mánuður sjálfsvígs- forvarna. Félagasam- tökin Hugarafl gefa í dag út bókina Boðaföll, en bókin sýnir fram á nýjar nálganir varðandi sjálfs- vígsforvarnir og sjálfs- skaða, byggðar á reynslu höfunda. Morgunblaðið/Eggert Samhentar Fanney og Svava segja að það sárvanti fjölbreyttar batasögur í umræðuna um sjálfsskaða og sjálfsvíg. Nú þegar haustið leggst að okkur með kólnandi dögum er um að gera að nýta tímann áður en fer að frjósa, og sækja sér góðgæti út í náttúruna. Blessuð berin bláu og svörtu, í þeim er hægt að geyma sumarið fram á vetur í frysti eða sem saft eða sultu. Ekki bíða lengur, skellið ykkur í berja- mó ef hann hangir þurr. Ánægjan er alltaf mikil að lesa ber af lyngi. Hver að verða síðastur Nú er lag að fara í berjamó Morgunblaðið/Ómar Bláber Bosmamikil ber eru góðgæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.