Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 16
efnahagslífið hefur staðið þetta af sér
og atvinnuleysi er að minnka, sem er
mjög jákvætt. Við verðum því að opna
samfélagið og halda áfram á þeirri
vegferð og halda öllu gangandi,“ segir
Lilja.
Aðspurð hvort ríkisstjórnin haldi þá
ekki einfaldlega áfram fái hún braut-
argengi til þess segir Lilja að Fram-
sóknarflokkurinn leggi megináherslu
á að málefnin ráði för þegar ríkis-
stjórn er mynduð. „Þetta samstarf
hefur gengið vel og ég tel að kjós-
endur vilji sjá ákveðinn stöðugleika. Á
sama tíma höfum við náð fram
ákveðnum kerfisbreytingum,“ segir
Lilja.
Stolt af störfum sínum
Í hennar málaflokki segir Lilja að
hún sé stoltust af þeim breytingum
sem gerðar voru á Menntasjóði náms-
manna, áður LÍN, á kjörtímabilinu.
„Það er búið að vera þrjátíu ára bar-
áttumál að breyta honum og veita
námsmönnum öflugri stuðning.“
Lilja nefnir einnig hvernig iðnnám
hafi verið eflt verulega. „Það hefur
gjörbreyst á þessum stutta tíma, þar
sem hindrunum hefur markvisst verið
rutt úr vegi,“ segir Lilja og bætir við
að lykillinn hafi verið að senda út stöð-
ug skilaboð um mikilvægi iðnnáms
fyrir atvinnulífið. Þetta verkefni hafi
verið unnið í samstarfi við Samtök iðn-
aðarins, Samband íslenskra sveitarfé-
laga, skólana og annað lykilfólk í iðn-
námskerfinu. Ráðist hefur verið í
breytingar eins og að auka aðgengi
iðnmenntaðra að háskólanámi, á sama
tíma og vinnustaðanáminu hafi verið
breytt, m.a. með rafrænni ferilbók.
„Verkmenntanámið hefur verið í mik-
illi sókn um land allt, sem er mikil-
vægt fyrir efnahagskerfið. Við höfum
verið að styðja við uppbyggingu.“
Þá segir Lilja að sérstök áhersla
hafi verið lögð á íslenskuna og stöðu
hennar. „Við lögðum áherslu á hversu
mikilvægt það er að rækta tungumálið
og styðja við tækninýjungar, sem gera
okkur til að mynda kleift að tala við
tækin okkar á íslensku,“ segir Lilja og
bendir á að þingið hafi samþykkt
ályktun um hvernig styðja mætti og
styrkja íslenskuna í námi, menningu
og atvinnulífinu. „Ef við höfum ekki
góðan grunn í eigin tungumáli er mjög
mikið sem getur glatast.“
Lilja bætir við að sérstaklega hafi
verið stutt við bókaútgáfu, sem hafi
meðal annars leitt af sér mikla aukn-
ingu í útgáfu barnabóka eða um 47% á
milli ára.
Hún bendir á að tungumálið hafi
verið í lykilhlutverki við að þjappa
þjóðinni saman í sjálfstæðisbarátt-
unni, og að mikilvægt sé að aðgengi
þeirra sem flytjist til landsins að ís-
lensku sé mjög greitt og gott. „Þá vil
ég nefna að Hús íslenskunnar er að
rísa, þar sem handritin okkar verða
geymd, og ég tel það mjög mikilvægt
að við eflum áhugann á Íslendingasög-
unum og þessum menningarverðmæt-
um okkar sem eru svo stórkostleg.“
Spurð um verkefni utan málefna-
sviðs ráðuneytisins, er Lilja fljót til að
nefna það: „Fyrir ráðherratíð mína
kom ég að ýmsum verkefnum. Þar
ber líklega hæst afnám fjármagns-
haftanna og gerð stöðugleikasamn-
inganna, þar sem öflugur hópur fólks
skilaði frábæru starfi sem lagði
grunninn að sterkri stöðu ríkissjóðs
til framtíðar,“ segir ráðherra.
Gríðarlega öflugt menningarlíf
Lilja segir að heimsfaraldurinn
með tilheyrandi samkomutakmörk-
unum hafi ekki síst bitnað á hinum
ýmsu hliðum menningarlífsins. „Sam-
komutakmarkanirnar hafa verið erf-
iðar, en um leið og samfélagið opnast
á ný sjáum við hversu sterkt og öflugt
menningarlífið er hér á landi. Menn-
ingin hér er gríðarlega öflug hvort
sem það eru bókmenntir, sviðslistir,
myndlist, tónlist eða kvikmyndir, seg-
ir Lilja og bendir á að ríkisstjórnin
hafi tekið upp tekjufallsstyrki til þess
að styðja við listamenn.
Af öðrum málum sem Lilja hefur
staðið að í mennta- og menningar-
málum má nefna að starfslaunum
listamanna hefur fjölgað og sömuleið-
is verkefnastyrkjum. Ríkisstjórnin
setti fyrstu sviðslistalögin og lögfesti
einnig starfsemi Íslenska dansflokks-
ins. Þá hefur verið fjárfest í nýjum
höfuðstöðvum Náttúruminjasafnsins,
en þau mál hafa verið lengi á dagskrá
án þess að lausn fengist.
Þá hefur Lilja og ráðuneytið stigið
ýmis skref til að styðja við
kvikmyndagerð hér á landi, bæði inn-
lenda og erlenda. „Framtíðarsýn mín
er að við séum að taka upp myndir
hér á landi, sem byggjast á íslenskri
sköpun. Við höfum séð mjög mikla
grósku en eitt af því sem við gerðum í
fjárfestingarátakinu okkar var að sá
ákveðnum fræjum sem myndu vaxa
og dafna seinna.“
Þá er hafinn undirbúningur að
þjóðaróperu. „Ég tel að það yrði lyfti-
stöng fyrir menningarlífið á Íslandi og
myndi efla það,“ segir Lilja og bætir
við að óperan yrði þá í nánast „þver-
faglegu“ samstarfi við Þjóðleikhúsið,
Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleiri.
Framsækið atvinnulíf lykillinn
Lilja segir að Framsóknarflokk-
urinn standi fyrir framsækið og
kröftugt atvinnulíf, þar sem tryggt
sé að grunnstoðir atvinnulífsins séu
sterkar. „Brýnt er að styðja betur
við lítil og meðalstór fyrirtæki, ég
sé fyrir mér varðandi menntakerfið
að við höldum áfram á þeirri veg-
ferð að styðja við grunninn, því
börnunum vegnar betur ef hann er
góður. Við eigum að fjárfesta í fólk-
inu okkar hér á Íslandi,“ segir Lilja.
„Ég tel brýnt að samkeppnis-
hæfni okkar haldi áfram að eflast.
Ég vil sjá fleiri störf í hugverka-
drifnu hagkerfi, þannig að unga
fólkið okkar sem er að mennta sig
sjái ný störf þar,“ segir Lilja og
bætir við að það sé ánægjulegt að
sjá að um 16% þeirra útflutnings-
tekna eru að koma úr þeim geira.
Framtíðin er þar.
„Við þurfum líka að hlúa vel að
sjávarútvegi, iðnaði og hinum stoð-
unum okkar, en til að við séum með
sjálfbært og gott hagkerfi verðum
við að vera með mjög öflugar stoðir
gjaldeyrisskapandi atvinnugreina, til
að hér sé velsæld og fólki líði vel hér
á Íslandi. Við erum í samkeppni við
útlönd um mannauð, og því þurfa öll
starfsskilyrði á Íslandi að vera góð.“
Númer eitt, tvö og þrjú sé að
tryggja öflugt atvinnulíf. „Fram-
sóknarflokkurinn vill styðja við at-
vinnulífið til þess að hægt sé að vera
með öflugt velferðarkerfi. Til að vera
með öflugt menntakerfi og heilbrigð-
isþjónustu þarf að stuðla að því að
starfsumhverfi atvinnulífsins sé gott
til að búa til verðmæti,“ segir Lilja.
„Við höfum sýnt það í gegnum sög-
una að þetta skiptir máli, enda eru
lífskjör á Íslandi og lífsgæði ein þau
bestu og mestu í veröldinni.“
Framfarir eru mikilvægastar
- Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill hlúa að grunnstoðum atvinnulífsins
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrann Lilja Alfreðsdóttir segir öflugt atvinnulíf vera lykilinn að öflugu velferðarkerfi hér á landi.
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég hef knýjandi þörf til að bæta
samfélagið okkar. Mér finnst Ísland
vera mjög gott samfélag, en það er
hægt að bæta það enn frekar með
margvíslegum hætti,“ segir Lilja
Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra og varafor-
maður Framsóknarflokksins, um það
hvers vegna hún ákvað að leggja
stjórnmálin fyrir sig á sínum tíma.
Lilja segir að hún hafi alltaf verið
virk í félagsmálum frá því að hún var
á barnsaldri. „Og ég hef alltaf þrifist á
áskorunum og því að leita lausna við
þeim.“
Lilja er ekki óvön áskorunum, en
hún vann á sínum tíma í Seðlabank-
anum sem aðstoðarframkvæmda-
stjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og
alþjóðasamskipta í Seðlabanka Ís-
lands, og kom meðal annars að starfi
framkvæmdahóps um afnám gjald-
eyrishafta. Hún segir að starf sitt í
bankanum hafi undirbúið sig vel fyrir
stjórnmálaferilinn, þar sem hún hafi
unnið við lánshæfismat ríkissjóðs Ís-
lands og kynnst þar öllum hliðum
efnahagskerfisins. Þá vann Lilja einn-
ig fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá
2010-2013 og kynntist þar alþjóða-
hagkerfinu vel.
Lilja á ekki langt að sækja stjórn-
málagenin, en faðir hennar er Alfreð
Þorsteinsson heitinn, sem var for-
ystumaður fyrir Framsókn í borginni
í mörg ár. Hún segir föður sinn hafa
verið mikla fyrirmynd. „Hann var
mjög lausnamiðaður og endalaust
bjartsýnn. Hann hafði mikla trú á ís-
lensku samfélagi, og ég held að ég
taki þetta mest frá honum.“
Mikið traust milli flokkanna
Ríkisstjórnarsamstarfið hefur
gengið vel að sögn Lilju, þrátt fyrir
heimsfaraldurinn. „Það hefur verið
eindreginn vilji til að kljást við þessa
áskorun sem kórónuveirufaraldurinn
hafði í för með sér,“ segir Lilja. Ár-
angurinn hefur líka verið mikill.
Hún bætir við að samstarfið hafi
grundvallast á mjög vel undirbúnum
og öflugum stjórnarsáttmála, sem
hafi verið leiðarljós ríkisstjórn-
arinnar. „Þetta snýr að trausti. Það
ríkir mikið traust á milli þeirra sem
eru í ríkisstjórninni. Svona sáttmáli
gengur út á að sækja fram á þeim
sviðum sem við teljum að séu þjóðinni
til heilla. Við sjáum til að mynda að
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Það vakti mikla athygli í febrúar síðastliðnum þegar Lilja sendi bréf til
Bob Chapek, forstjóra Disney-fyrirtækisins, og hvatti fyrirtækið til þess
að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta í meiri mæli á streymisveitu
sinni, Disney+, og var þeirri hvatningu vel tekið af Chapek.
Lilja segir það hafa verið sérstakt metnaðarmál í ráðherratíð sinni að
senda skýr skilaboð um að verja þurfi íslenska tungu. „Allt það efni sem
til er, við verðum að vera dugleg að þýða það og tryggja að það sé að-
gengilegt á íslensku. Við höfum verið að leggja drögin að því hvernig við
nálgumst þessi helstu tæknifyrirtæki úti í heimi um hvernig við komum
íslenskunni örugglega fyrir.“
Hún nefnir sem dæmi að ráðuneytið hafi fundað með Apple til þess að
ræða hvernig tryggja mætti að vörur tæknirisans byðu upp á íslensku
líka. „Þeir taka eftir því að við höfum svo mikið stafrænt safn af orðum á
eigin máli að þá eru meiri líkur á að hægt sé að nýta það tungumál í
vörum þeirra. En þetta er að mínu mati grundvallaratriði, að tryggja
framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi.“
Framtíð móðurmálsins sé tryggð
ÍSLENSKAN Í STAFRÆNUM HEIMI
FélagsfundurVR
FélagsfundurVR verður haldinn rafrænt
miðvikudaginn 22. september kl. 18:30.
Fundarefni er kosning fulltrúa félagsins til setu á
32. sambandsþingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna
sem fer fram rafrænt, 14. október næstkomandi.
Skráning fer fram á vr.is
VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is