Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 20

Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Sími 552 2018 info@tasport.is Tenerife Allt innifalið á 4* hóteli ásamt skoðunarferð á vínbúgarð og á ElTeidemeð íslenskri fararstjórn. Hafið samband á skrifstofu 552 2018 eða info@tasport.is 30. okt.-10. nóv. 2021 Bókunar- afsláttur til 20. september kr. 8.000 á mann Barcelona Eigum laus sæti vegna for- falla til og frá Barcelona á völdumdagsetningum í september og október. Verð frá kr. 12.900. Innifalið 20 kg. taska og 10 kg. handfarangur. „Við unnum bókstaflega með tveggja til þriggja daga gamalt hraun. Við byggjum verkið á ný- runnu hrauni úr Geldingadölum og fengum leyfi hjá björgunarsveit og lögreglu til að fara inn á svæðið og ná í efnið. Það var ótrúleg reynsla að standa þarna við nýorpna jörð. Það var áfella á hrauninu, eins konar himna. Ég varð vitni að því að þegar hraunið kólnaði sprakk himnan upp og varð eins og svartur kristall. Þetta gerðist í sömu andrá á stóru svæði. Ég hef aldrei áður séð svona gerast,“ segir listamaðurinn Tolli. Hann vann verkið með Jóni Ólafs- syni járnsmíðameistara. Grunnur þess er 2 x 3 m álplata og vegur verkið 120-130 kíló. Á plötuna var borið epoxý og farið frjálslega með liti. Hraunmolar voru límdir við plötuna. Loks voru kristalflísar lagðar ofan í epoxýið. Rist var í ál- plötuna og rauð LED-ljós sett á bak við. Þau skapa þá stemningu að glóð sé undir niðri og heitir verkið Undir niðri. Tolli segir gerð verksins hafa opnað margar gáttir og kveikt fullt af hugmyndum. Hann nefnir að um miðja síðustu öld hafi íslenskt hraun og grjót verið mikið notað við ýmsa listsköpun. Þessi mynd kallist á við það tímabil. Listaverkið prýðir No Concept við Hverfisgötu 4-6. „Við náðum að fanga raunverulega orku og flytja hana inn í hús. Þetta listaverk er sannkölluð orkustöð,“ sagði Tolli. gudni@mbl.is Undir niðri Verkið prýðir veitingahúsið No Concept. Undir hrauninu er líkt og logandi glóð.Gosslóðir Tolli sótti nýrunna hraunmola frá gosinu í Geldingadölum og notaði í listaverkið. Listaverk Jón Ólafsson (t.v.) og Tolli virða fyrir sér listaverkið sem gert er úr nýju hrauni sem límt er á álplötu með epoxý. LED-ljós gefa rauðan bjarma. Listaverkið er sannkölluð orkustöð Morgunblaðið/Árni Sæberg - Tolli gerði lista- verk úr nýrunnu hrauninu úr Geldingadölum Ljósmynd/Úr einkasafni Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.