Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tímapantanir í síma 565 2885 Slitgigtarspelkur fyrir hné Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þó svo að Októberfest í Bæjaralandi hafi verið aflýst annað árið í röð eru margir sem vilja fagna þessari alda- gömlu bjórhátíð með viðeigandi hætti. Í dag hefst sölutímabíl októ- berfestbjórs í Vínbúðunum og hefur bjóráhugafólk úr nægu að velja þar. Upphaf Októberfest er rakið til ársins 1810 en þá gengu Lúðvík, krónprins af Bavaríu, og Teresa af Sachsen-Hildburghausen í hjóna- band. Í venjulegu árferði sækja um 6,5 milljónir manna Októberfest í Bæjaralandi og innbyrða um sjö milljón lítra af bjór á þeim 16-18 dög- um sem hátíðin stendur ár hvert. Hér á landi hefur Stúdentaráð HÍ staðið fyrir Októberfest en hátíðinni var af- lýst í fyrra vegna kórónuveirunnar og sama er upp á teningnum í ár. Fyrsti íslenski októberfestbjórinn kom á markað fyrir 11 árum og síðan hefur smám saman aukist til muna framboð á slíkum bjór hér. Þetta árið getur fólk valið úr 21 bjórtegund í Vínbúðunum og hafa þær aldrei verið fleiri. Þar af eru 16 tegundir íslenskar en fimm erlendar, til að mynda hinir þýsku Paulaner, Erdinger og Wei- henstephaner. Íslensku brugghúsin sem senda frá sér októberfestbjór nú eru Ölverk, Austri, Ölvisholt, Lady Brewery, Böl, Og Natura, Gæðingur, Ægir, The Brothers Brewery, Steðji, Álfur, Segull 67 og Borg brugghús. Bjórinn verður á boðstólum út októ- ber. 21 tegund af októ- berfestbjór í boði Reuters Hátíð Margir skemmta sér á Októ- berfest en hátíðinni var aflýst í ár. - Hátíðahöldum aflýst annað árið í röð Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við reiknum með að fyrsti fundur verði mjög fljótlega. Þá getum við sett upp tímalínu og metið þessi verkefni sem bíða okkar,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti í Akrahreppi. Ákveðið hefur verið að ráðast í formlegar viðræður um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd með fulltrúum sveit- arfélaganna sem skila á áliti sínu í nóvember. Gangi það eftir er lagt upp með að kynning tillögu að sam- einingu hefjist í desember og íbúar kjósi um sameiningu í janúar á næsta ári. Óformlegar viðræður fóru fram milli sveitarfélaganna í sumar og RR ráðgjöf, sem hefur sérhæft sig á sviði sameiningar sveitarfélaga, vann greiningarvinnu. Þegar sú greining- arvinna lá fyrir var boðað til íbúa- funda og á þeim báðum lýstu íbúar sig fylgjandi því að hefja formlegar viðræður. „Það hafa verið skiptar skoðanir í sveitarfélaginu mjög lengi um sam- einingu. Það verður bara að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig þetta fer. Of snemmt er að segja til um það núna og ég ætla ekki að gera sveitungum mínum upp skoðanir,“ segir Hrefna. Hún segir þó aðspurð hafa heyrt bæði jákvæð- ar og neikvæðar raddir. „Bæði. Það er fólk sem er á því að alls ekki eigi að sameinast og finnst við vera sveitarfélag sem geti borið höfuðið hátt og sinnt okkar skyldum. Öðrum finnst sameining löngu tíma- bær þar eð erum þegar að vinna allt saman.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af því að of stuttur tími sé ætlaður í sameiningarviðræður. „Nei, við erum þegar að vinna margt sameiginlega og höfum góða yfirsýn yfir stöðuna. Nú þurfum frekar að meta hvernig við getum styrkt þetta samfélag, styrkt stöðu okkur. Við setjum fókusinn á það frekar en að þurfa að leysa úr praktískum verk- efnum.“ Fara nú í dýpri greiningu Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar- stjóri í Sveitarfélaginu Skagafirði, segir í samtali við Morgunblaðið að þegar samstarfsnefndin komi saman verði farið í dýpri greiningu á stöðu mála. „Það liggur fyrir ákveðin greining eftir forkönnun og íbúa- fundi. Nú munum við halda áfram að vinna þetta og meta tækifæri, kosti og galla.“ Hann getur þess að Akrahreppur sé með þjónustusamning við Sveitar- félagið Skagafjörð og samstarf sveit- arfélaganna sé mjög náið. „Það er því ekki mikið flækjustig,“ segir Sig- fús Ingi sem kveðst ekki gera sér grein fyrir því hvort almennur vilji sé fyrir sameiningu. „En það er um að gera að láta á þetta reyna.“ Formlegar viðræður um sameiningu - Samstarfsnefndir skipaðar í Skaga- firði - Skiptar skoðanir í Akrahreppi Hrefna Jóhannesdóttir Sigfús Ingi Sigfússon Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta voru algjörlega frábær tíð- indi,“ segir Gunnar Karl Gíslason, veitingamaður á Dill, en staðurinn hlaut í vikunni Michelin-stjörnu, annað árið í röð. Nýr listi Michelin yfir þá veit- ingastaði sem þykja skara fram úr á Norðurlöndum var kynntur í tónlist- arhúsinu í Stafangri og fimm ís- lenskir staðir komast á listann þetta árið. Dill er eini íslenski staðurinn sem hlýtur Michelin-stjörnu en fjór- ir staðir hljóta sérstök meðmæli. Þeir eru Matur og drykkur, Moss og systurstaðirnir Óx og Sumac. Dill var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlaut Michelin-stjörnu. Það var árið 2017 en staðurinn missti svo stjörnuna árið 2019. Þá sneri Gunnar Karl aftur úr útlegð í New York og einsetti sér að endur- heimta stjörnuna. Það tókst í fyrra og nú heldur Dill stjörnunni eftir- sóttu. „Þetta er ótrúlega sætt eftir þetta erfiða ár sem allir eru búnir að fara í gegnum. Ekki bara fyrir mig, þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla í veitingageiranum með allskonar lög- um, reglum og takmörkunum,“ segir Gunnar. Hann segir aðspurður að þrátt fyrir erfiðleika vegna kórónuveir- unnar hafi starfsfólk Dill alltaf stefnt á að tryggja sér stjörnuna. „Ég átti alveg eins von á þessu enda er þetta í samræmi við þau markmið sem við setjum okkur. Sem betur fer náðum við þessu markmiði. En haf- andi sagt það hefur þetta verið svo stórundarlegt ár að það myndi ekk- ert koma manni á óvart.“ Gunnar hrósar starfsfólki veit- ingahússins og segir það hafa sýnt mikla þrautseigju á erfiðum tímum. „Það á allt hrós skilið. Þrátt fyrir allt þetta Covid-dæmi voru allir fókuser- aðir og við pössuðum alltaf upp á hlutina. Það var allt gert upp á tíu. Við lokuðum heldur aldrei staðnum þó við hefðum skertan afgreiðslu- tíma eins og aðrir. Menn mættu og gerðu alltaf sitt besta.“ Gunnar tekur undir þá fullyrðingu að við Íslendingar megum ágætlega við una að skarta Michelin- veitingastað og að mælt sé með fjór- um öðrum stöðum að auki. „Það held ég sannarlega. Ég get ekki betur séð en að allt sé upp á við héðan í frá. Ég myndi meira að segja veðja upp á að það bætist við stjörnur á næsta ári.“ Af öðrum tíðindum úr Michelin- listanum má geta þess að veitinga- staðurinn Koks í Færeyjum heldur sínum tveimur stjörnum. Noma í Kaupmannahöfn, sem oft hefur ver- ið talið meðal bestu veitingahúsa heims, hlaut hins vegar þrjár Mic- helin-stjörnur í fyrsta sinn. Norska veitingahúsið Maaemo endurheimti þrjár stjörnur sínar sem það missti í fyrra eftir flutninga. Spáir fleiri íslenskum stjörnum á næsta ári - Dill fær Michelin-stjörnu - Fjórir staðir fá meðmæli Morgunblaðið/Eggert Ljósmynd/Facebook-síða Sumac Ljósmynd/Facebook-síða Matar og drykkjar Veisla Gunnar Karl Gíslason, veitingamaður á Dill, er stoltur og ánægður með að halda Michelin-stjörnu sem staðurinn endurheimti í fyrra. Að neðan til vinstri eru kokkar á Sumac og til hægri sýnishorn frá Mat og drykk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.