Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 LÝSTU UPP skammdegið Atollo Satin Bronze borðlampi Vico Magistretti 1977 35 cm verð139.000,- 50 cm verð 189.000,- Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Alls fengu fyrirtæki er tengjast haf- tengdri starfsemi rúmar 97 milljónir úr Orkusjóði vegna verkefna er tengjast orkuskiptum. Um er að ræða níu fyrirtæki en aðeins tvö þeirra eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þá eru tvö fyrirtæki í fiskeldi, eitt er af- urðastöð og síðustu fjögur þjónusta sjávarútveg. Mest hlaut Síldarvinnslan hf. sem fékk 19,5 milljónir króna vegna land- tengingar uppsjávarskipa. Verkefnið felur í sér að uppsjávarskip sem liggja við bryggju í Norðfjarðarhöfn geta tengst rafmagni sem nýtist til að kæla afla, dæla honum á land ásamt annarri raforkunotkun um borð. Síld- arvinnslan hefur kostað þróun bún- aðarins og er áætlað að ef öll uppsjáv- arskip sem landa í Neskaupstað tengjast rafmagni geti sparast um 300 þúsund lítrar af olíu á ári. Næstmest hlaut Sæplast ehf. sem skipti út olíu fyrir rafmagn í fram- leiðsluvél sinni og hlaut fyrirtækið 18,4 milljónir króna. Samanlagt voru veittar 27 milljónir í rafvæðingu fóðurpramma hjá lax- eldisfyrirtækjunum Háafelli ehf. á Vestfjörðum og Löxum fiskeldi ehf. á Austfjörðum. 100 krónur á hvern lítra Í heild var sótt um 1.468 milljónir króna í styrk til Orkusjóðs en til út- hlutunar skv. auglýsingu voru 320 milljónir. Atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið og umhverfis- og auð- lindaráuneytið fjármögnuðu þá 150 milljónir til viðbótar og var því hægt að úthluta 470 milljónum. „Við úthlutun styrkja Orkusjóðs árið 2021 voru umsóknir metnar út frá því hvort þau stuðli að raunveru- legum orkuskiptum og minnki notk- un jarðefnaeldsneytis með skilvirk- um og hagkvæmum hætti, helst í matvælaframleiðslu. […] Athyglis- vert er að um 100 kr. styrkur á hvern olíulítra sem notaður er árlega nægir í mörgum tilfellum til að skipta olíu- notkun alfarið út fyrir vistvæna orku,“ segir í skýrslu stjórnar Orku- sjóðs vegna úthlutunar ársins. Úthlutun úr Orkusjóði 2021 til orkuskipta Sjávarútvegs- fyrirtæki Fiskeldis- fyrirtæki Fyrirtæki í tengdum greinum Sjávarútvegsfyrirtæki Upphæð, kr. Verkefni Síldarvinnslan hf. 19.503.000 Landtenging uppsjávarskipa Skinney-Þinganes hf. 4.687.000 Rafvæðing lyftara til notkunar í frystiklefa 24.190.000 Fiskeldisfyrirtæki Laxar 15.000.000 Rafvæðing fóðurpramma fyrir fiskeldi við sunnanverðan Reyðarfjörð Háafell 12.000.000 Rafvæðing fóðurpramma fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi 27.000.000 Fyrirtæki í tengdum greinum Sæplast ehf. 18.400.000 Skipta út olíu fyrir rafmagn í framleiðsluvél Lýsi hf. 13.674.000 Orkuskipti í lifrarbræðslu Tandraberg ehf. 5.000.000 Rafvæðing lyftara í löndunar- og hafnarþjónustu Tandrabretti ehf. 5.000.000 Rafvæðing vinnuvéla 2.625.000 Skipta út olíu við þurrkun á hráefni í viðarperluframleiðslu á Eskifirði Vestmannaeyjahöfn 1.400.000 Rafvæðing vinnuvéla 46.099.000 Alls úthlutað 97.289.000 Sjávarútvegur, fiskeldi og tengdar greinar Skipting eftir greinum Milljónir kr. 24 27 46 Heimild: Orkusjóður Um 20% úr Orkusjóði í haftengda starfsemi - Tvö sjávarútvegsfyrirtæki fengu styrki til orkuskipta Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Um helgina bætist skip í flota Vísis hf. í Grindavík en þá fær fyrirtækið afhent Jóhönnu Gísladóttur GK-357 (áður Bergur VE), að sögn Péturs Hafteins Pálssonar, framkvæmda- stjóra útgerðarinnar. „Við höfum verið að taka aðeins til í rekstrinum. Gera þetta ódýrara og jafna veiðina,“ segir hann. „Á tveimur árum erum við búin að fækka um eitt skip, úr fimm í fjögur. Við lögðum skipi fyrir rúmu ári og tókum annað togskip á leigu til að undirbúa þetta. […] Það er einhvern tímann á næstu vikum sem skipið hefur veiðar, en það skip sem fer úr rekstri er í góðri veiði núna og ekkert sem rekur okkur áfram,“ útskýrir hann. Leitin að jafnvægi Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn ehf., festi kaup á Bergi ehf. í október í fyrra og fylgdu kaupunum 0,36% af heildaraflamarki og togarinn Bergur VE. Vísir hefur nú keypt togarann og hefur hann verið málaður í grænum lit nýrra eig- enda og hlotið nýtt nafn. Vísir hefur lagt mikla áherslu á línuveiðar en skipið sem nú bætist í flotan hefur í för með sé tvíþætta breytingu í til- högun veiða, að sögn Péturs Haf- steins. „Það er dýrara að veiða á línu og það eru ekki allir markaðir sem sam- þykkja þann verðmun. Þannig að við erum að bæta við skipi sem er fyrir þá kúnna sem samþykkja þá veiði. Síðan erum við að jafna svolítið sumarveiðina. Línan hefur verið svo- lítið brottgeng í veiðimagni yfir sum- arið og við erum að bæta það upp.“ Fyrirtækið verður nú með fjögur skip í aflamarkskerfinu og tvo línu- báta í krókaaflamarkskerfinu. „Menn eru alltaf að leita að einhverju jafnvægi sem gengur fyrir heilsárs- vinnslu og veiði. Nú hefur orðið tölu- verður niðurskurður [í þorskkvóta] og þá erum við búnir að mæta því með því að aðlaga flotann að honum.“ Pétur Hafsteinn kveðst sann- færður um að hægt sé að uppfylla óskir kaupenda um veiðiaðferð. „Við erum viss um það að við getum látið þá kúnna sem vilja bara línufisk fá línufisk og þá sem vilja trollfisk fá trollfisk.“ Skipakostur Kaupin eru liður í að aðlagast skertum þorskkvóta. Jóhanna Gísladóttir til Vísis um helgina - Tekið til í rekstri og jafna veiðina Sjávarútvegsskóli Gró hefur tekið til starfa á ný eftir árs hlé sökum heimsfaraldurs og koma nem- endur víðsvegar að, frá 17 ríkjum. Um er að ræða stærsta hóp sem komið hefur hingað til lands á vegum skólans, að því er fram kemur í færslu á vef Hafrann- sóknastofnunar sem hýsir skólann. Á þriðjudag var farið í vett- vangsferð í tilraunaeldisstöðina á Stað við Grindavík þar sem starfs- menn stöðvarinnar tóku á móti nemendum og kynntu starfsemina. „Stöðin vakti mikinn áhuga og út- skýrðu starfsmennirnir hin ýmsu verkefni sem þar eru unnin. Fólk- ið var mjög áhugasamt og spurði mikið út í starfsemina,“ segir í færslunni. Þá var Haraldur Einarsson veiðarfærasérfræðingur með í vettvangsferðinni og fræddi nem- endur um ólík veiðarfæri og virkni þeirra við netaverkstæðið í Grindavík. Auk þess skoðuðu nemendur Saltfisksetrið í Grinda- vík og var að lokum gengið að hrauninu í Nátthaga. Skólinn, sem starfræktur er undir merkjum UNESCO, tók til starfa 1. janúar 2020 og byggir á grunni Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem var stofnaður árið 1998. gso@mbl.is Aldrei fleiri í sjávarútvegs- skólanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.