Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Regndans í parís Þessi káti piltur valhoppaði í parís á Laugavegi með regnhlífina sér við hönd, enda veður vott og betra að vera við öllu búinn. Eggert Eftir nokkra daga verður gengið til kosn- inga þar sem stjórn- málaflokkarnir leggja verk sín og framtíðar- áætlanir í dóm kjós- enda. Réttur okkar til að kjósa og til að gefa kost á okkur til starfa í þágu samfélagsins hvíl- ir á grunni hugsjóna vestrænnar stjórnskip- unar um réttarríki, lýðræði og frjáls- lyndi, auk sjálfsákvörðunarréttar manna og þjóða. Á tyllidögum er oft vísað til þessara orða, kannski án þess að við gefum inntaki þeirra nægilegan gaum. Hugsjónin um réttarríki felur í sér að handhafar ríkisvalds séu bundnir af lögum, ekki síður en almennir borgarar. Allir séu jafnir fyrir lög- unum og enginn yfir þau hafinn. Lýð- ræðið skapar ramma utan um stjórn- málin og gerir okkur kleift að velja fólk til forystustarfa. Með stjórnar- skrá, mannréttinda- sáttmálum og almenn- um lögum er leitast við að verja frelsi og rétt- indi borgaranna. Samandregið miðar þetta allt að einu marki, þ.e. jafnvægisstillingu og valddreifingu, þann- ig að komið sé í veg fyr- ir misbeitingu valds. Í þessu felst einnig að sjálfsákvörðunarrétt- urinn má engum skerð- ingum sæta nema að undangenginni vandaðri lýðræðis- legri umræðu og lagasetningu sem stenst kröfur réttarríkisins um fyrir- sjáanleika, tempraða valdbeitingu og mannréttindi borgaranna. Þegar þetta er ritað höfum við um nokkurra missera skeið farið nærri varasömum mörkum annars konar stjórnarfars. Sú spurning er áleitin hvort kórónuveiran og viðbrögð við henni séu mögulega til marks um að réttarríkið og lýðræðið standi veikar en við höfðum áður talið. Ólýðræðis- lega valdir sérfræðingar hafa fengið hald á valdataumunum á forsendum neyðarréttar, með þeim afleiðingum að Alþingi hefur verið gert nánast óvirkt. Daglegu lífi landsmanna hefur verið stjórnað „í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis“ með reglum settum án almennrar umræðu, en ekki með lögum sem eru stöðug, fyrirsjáanleg, vandlega rædd og ígrunduð. Þetta þýðir að við höfum í reynd búið við nýja tegund stjórnarfars, sem helst má kenna við fámennisstjórn og tækniveldi. Stjórnarskrá lýðveldisins heimilar ekki slíka umpólun og engar ytri að- stæður eru hér uppi sem heimila að slíkt ólýðræðislegt stjórnarfar sé inn- leitt umræðulaust eða andmælalaust. Stjórnvöld stóðu vissulega frammi fyrir mikilli óvissu á fyrri stigum kór- ónuveirufaraldursins, en vandséð er að slík óvissa eða hætta sé enn uppi að gera eigi sóttvarnaráðstafanir miðlægar við stjórn landsins. Af hálfu stjórnarandstöðunnar hefur engin gagnrýni, ekkert viðnám verið veitt. Með vísan til alls framanritaðs ber að árétta fyrri ábendingar mínar um nauðsyn þess að ákvarðanir heil- brigðisráðherra um sóttvarna- ráðstafanir komi til umræðu og end- urskoðunar hjá Alþingi við fyrsta tækifæri. Mikilvægi þessa málefnis, þ.e. hvernig lýðræðislegir stjórnarhættir kalla á aðgæslu og aðkomu Alþingis, líka þegar óvæntar alvarlegar að- stæður skapast, er svo afgerandi að kraftmikil umræða verður að eiga sér stað, svo læra megi af hinni nýfengnu reynslu. Umræða sem varpar ljósi á viðfangsefnið, ristir djúpt og víkkar sjónarhornið, en þrengir það ekki. Hér þarf m.ö.o. að kalla eftir sjónar- miðum og gagnrýni úr sem flestum áttum í anda lýðræðis og hófstillts stjórnarfars. Þögn má ekki umlykja svo mikilvægt mál. Hvar eru nú stjórnspekingarnir í háskólunum? Hvers vegna heyrast ekki raddir fleiri lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki veitt aðhald? Hugsjónir vestrænnar stjórnskip- unar um réttarríki, lýðræði og virð- ingu fyrir borgaralegu frelsi kunna að virðast fjarlægar og úr tengslum við daglegt líf. Þær gegna engu að síður mikilvægu hlutverki sem leiðar- stjörnur fyrir stjórnmálin, lagasetn- inguna og þá mörkun stefnu í lykil- málum þjóðarinnar sem kjörnum fulltrúum fólksins, stjórnmálamönn- um, er ætlað að annast. Við megum því ekki láta ótta byrgja okkur sýn, heldur láta okkur lærast að geta gert tvennt í senn: Ráða fram úr óvæntum vandamálum án þess að vega að lýð- ræðislegum stjórnarháttum. Jafnvel um hánótt getum við með heiðskírri sýn staðsett okkur og markað stefnu út frá stjörnuhimninum. Nái ég kjöri á Alþingi mun ég leitast við að vera einn slíkra vökumanna. Eftir Arnar Þór Jónsson » Getur verið að rétt- arríkið og lýðræðið standi valtari fótum en við höfum leyft okkur að vona? Arnar Þór Jónsson Höfundur skipar 5. sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Meðalvegurinn vandrataði Meginstefið í öllum baráttumálum Fram- sóknar fyrir kosning- arnar 25. september er fjárfesting í fólki. Það er í samræmi við þau megingildi Framsóknar sem einhvern tímann fyrir löngu voru meitluð í orðunum vinna, vöxt- ur, velferð. Öflugt vel- ferðarkerfi, og öflugt heilbrigðiskerfi grund- vallast á öflugu atvinnulífi. Við höfum á því kjörtímabili sem er að ljúka unnið hörðum höndum í breiðri stjórn að mikilvægum fram- faramálum og vil ég sérstaklega nefna byltingu kerfisins í þágu barna, nýjan Menntasjóð námsmanna, 12 mánaða fæðingarorlof, hlut- deildarlán fyrir fyrstu kaupendur og tekju- lægri, Loftbrú og þær umfangsmiklu fram- kvæmdir í samgöngum sem landsmenn hafa orðið varir við á ferðum sínum um landið okkar í sumar. Hagur einstaklings- ins er hagur alls samfélagsins Í umfangsmikilli vinnu Ásmundar Einarssonar, félags- og barna- málaráðherra, við róttæka endur- skoðun á kerfinu sem varðar málefni barna var það reiknað út að það að kerfin tali saman og grípi snemma inn í hefur ekki aðeins í för með sér aukna lífshamingju einstaklingsins heldur er það stórkostlegur þjóð- hagslegur ávinningur. Þessi vinna sýndi svo ekki verður um villst að áhersla Framsóknar í gegnum tíðina á velferð er hagur samfélagsins alls. Okkur líður flestum best heima hjá okkur Með þessa vinnu sem fyrirmynd viljum við bæta aðstæður eldra fólks. Reynsla margra er að kerfin tali ekki nægilega vel saman. Því verður að breyta og hugmyndafræði Fram- sóknar um samvinnu ólíkra aðila í barnamálum sýnir svo ekki verður um villst að það er hægt. Við viljum leggja áherslu á þjónustu við eldra fólk utan stofnana. Aukin og sam- hæfð heimaþjónusta, sveigjanleg dagþjálfunarúrræði, aukin tækni- væðing og markviss stuðningur miða öll að því að fólk geti svo lengi sem það vill og hefur burði til búið þar sem því líður best: heima hjá sér. Aldur skiptir ekki máli Við viljum afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun og hætti störfum við ákveðinn aldur: Þeir sem vilja vinna mega vinna. Starfskraftar og reynsla þeirra sem safnað hafa árum er samfélaginu mikilvæg og það er gott fyrir þá sem vilja vinna að finna áfram fyrir mikilvægi sínu og fái gleði úr störfum sínum. Hlutdeildarlán fyrir eldra fólk Það eldra fólk sem býr við bágust kjör er oft þjakað af háum húsnæð- iskostnaði, hvort sem það er leiga eða háar afborganir af húsnæð- islánum. Við viljum að eldra fólki standi til boða sú leið sem farin er í hlutdeildarlánum fyrir fyrstu kaup- endur og tekjulága þar sem ríkið veitir lán fyrir allt að 20% kaup- verðs. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og er lánið endurgreitt þegar eignin er seld eða við lok lánstíma. Með þessi áherslumál óskum við í Framsókn eftir stuðningi í kosning- unum 25. september næstkomandi. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Öflugt velferðarkerfi og öflugt heilbrigð- iskerfi grundvallast á öflugu atvinnulífi. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra. Fjárfestum í fólki Hversu marga bragga er hægt að byggja fyrir sjóði rík- isins? Það er mik- ilvægt að vita svarið ef fólk ætlar að tryggja sömu flokka í ríkisstjórn og ráðið hafa för í Reykjavík. Það er öllum ljóst að fleiri bragga þarf ekki. Við þurfum held- ur ekki, og allra síst nú, fólk sem forðast að taka ábyrgð á störfum sínum eins og reyndin er í borg- inni. Borgarstjóri og formaður borgarráðs hafa til að mynda lítið sést í tengslum við myglumál Foss- vogskóla. Það mætti halda að stytt- an um Ósýnilega embættismanninn sem stendur fyrir framan Ráðhúsið væri reist sem minnnisvarði um þau. 19 ár og engin svör Það er ekki í boði að hafa engin svör eftir 19 ár í sveitarstjórnum eins og borgarstjóri býr yfir. Í þau örfáu skipti sem þó hefur náðst í þennan kjörna fulltrúa Samfylking- arinnar hefur hann farið mörgum orðum um ástandið í Fossvogs- skóla. Samt án þess að skýra af hverju hann getur ekki leyst úr vandanum. Sumir gárungarnir myndu segja orðagjálfur. Meiri- hlutinn er úrræðalaus með öllu og hefur hægt og bítandi skert lífsgæði borgarbúa. Kosningar til Alþingis snúast einmitt um hvert skal haldið. Vilj- um við hagvöxt og aukið frelsi frekar en aukna skuldasöfnun og ákvörðunarfælni? Já eða hvort fólk vilji láta hækka skatta rúmlega 100 sinnum líkt og rík- isstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur gerði? Nýir flokkar lofa breyttum starfsháttum og auknum árangri. Í upphafi stjórnmálaferils síns sagði formaður borgarráðs að hún ætlaði að þjónusta borgarbúa og leggja áherslu á menntamál. Í einu viðtali í aðdraganda kosninganna var fremur óljóst hvernig hún sá það fyrir sér en margir vildu skrifa það á að hún væri að stíga sín fyrstu skref á vettvangi stjórnmála og óþarflega harkalega hefði verið gengið eftir svörum. Borgarbúar geta nú lagt mat á það hvort þessi fulltrúi Viðreisnar hafi einhver svör þremur árum síðar. Skólabörn í Fossvogi og foreldrar þeirra vita að svo er ekki. Pólitískur vandi Fossvogsskóli kann að vera öðr- um íbúum borgarinnar óviðkom- andi en vandi hans er bara lítið dæmi sem afhjúpar algert getuleysi og samstarf fjögurra vinstriflokka. Öfugt við það sem formaður borg- arráðs sagði þá er vandinn pólitísk- ur; brotnir ferlar, skortur á eftirliti og því mikilvægasta – að axla ábyrgð. Flokkarnir fjórir benda hver á annan, tala í löngu máli um hlutina en leysa engan vanda. Við þurfum ekki fleiri ósýnilega emb- ættismenn. Hvernig verður rík- isstjórn sömu flokka frábrugðin meirihluta Reykjavíkurborgar? Fossvogsskóli þarf áfram að glíma við afleiðingar mygluvandans og enn er ár í sveitarstjórnarkosn- ingar. Börn, foreldrar og starfsfólk í Fossvogsskóla mega því lítils vænta þetta skólaárið. Það er óþarfi að færa niðursveiflu Reykja- víkur yfir á landið allt í komandi alþingiskosningum. Reykjavíkurmódelið virkar ekki Eftir Völu Pálsdóttur Vala Pálsdóttir » Fossvogsskóli kann að vera öðrum íbú- um borgarinnar óvið- komandi en vandi hans er bara lítið dæmi sem afhjúpar algert getu- leysi og samstarf fjög- urra vinstriflokka. Höfundur er foreldri barns í Fossvogsskóla og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.