Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
✝
Grettir Grett-
isson fæddist í
Vancouver í Kan-
ada 6. maí 1958.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 6. september
2021.
Foreldrar Grett-
is voru Grettir
Björnsson harm-
onikkuleikari, f. 2.
maí 1931 á Bjargi í
Miðfirði, d. 20. október 2005 og
Erna S. Geirsdóttir, f. 10. maí
1934 í Reykjavík. Systkini
Grettis eru Geir Jón, f. 1951,
Margrét, f. 1955 og Regína, f.
1957.
Grettir kvæntist 14. júlí 1984
Jennýju Stefaníu Jensdóttur
viðskiptafræðingi, f. í Reykjavík
15. desember 1958. Foreldrar
hennar eru Jens Stefán Hall-
dórsson, f. 1929, og Alexía Mar-
grét Ólafsdóttir, f. 1933, d. 2007.
Börn Grettis og Jennýjar eru:
1) Jens, f. 3. júlí 1976. Heitkona
hans er Kolbrún Eva Sigurðar-
dóttir, f. 23. júní 1983. Sonur
starfi hjá Telus sinnti hann kerf-
isstjórn og uppsetningu tölvu-
kerfa hjá vaxandi verslunar-
keðju JYSK á vesturströnd
Kanada. Hjá JYSK starfaði
Grettir farsællega til ársins
2012. Eftir flutning til Íslands
starfaði hann sem kerfisstjóri
og verkefnastjóri tölvudeildar
hjá Ístaki fram til ársins 2020.
Eftir heimkomu frá Kanada
fluttu Grettir og Jenný í Graf-
arholtið með golfvöllinn í
göngufæri, en golf var sameig-
inleg ástríða beggja. Fjalla- og
jeppamennska hefur alla tíð
verið mikið áhugamál hjá hjón-
unum. Árin í Kanada voru ham-
ingju- og gæfurík. Upphaflega
ætluðu þau að gefa ævintýrinu
3-5 ár, sem teygðist í 17 ár.
Hjónin störfuðu bæði hjá versl-
unarkeðjunni JYSK og starf-
semin óx hratt og vel. Þegar þau
létu af störfum var fjöldi versl-
ana í öllum fylkjum Kanada á
sjötta tug. Grettir var mikill
dýravinur og náttúruunnandi.
Grettir lést eftir skamma og
harðvítuga baráttu við krabba-
mein, sem greindist vorið 2021.
Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 16. september
2021, klukkan 13.
þeirra er Benjamín
Darri, f. 12. mars
2019. Fyrir á Jens
dóttur, Jennýju
Stefaníu, f. 29.
september 2009.
Móðir Jennýjar
Stefaníu er Ólivía
Gísladóttir, f. 22.
febrúar 1979, 2) Ír-
is Rut, f. 8. desem-
ber 1990.
Grettir fluttist
tveggja ára frá Kanada til Ís-
lands og ólst upp í Reykjavík.
Grettir var rafvirki og raf-
iðnfræðingur að mennt og starf-
aði m.a. hjá RARIK sem um-
sjónar- og eftirlitsmaður á
háspennumannvirkjum fram til
ársins 1983. Grettir starfaði hjá
Hewlett Packard á Íslandi (síðar
Opin kerfi) sem tækni- og þjón-
ustufulltrúi fram til ársins 1998,
þegar hann og fjölskyldan fluttu
búferlum til Vancouver í Kan-
ada. Í Kanada starfaði Grettir í
sex ár hjá símafyrirtækinu Tel-
us í Bresku-Kólumbíu, við kerf-
ishönnun og þróun. Samhliða
Ég kom til þín með fangið fullt af engu
og fór með þér um okkar draumaborg
að vori þegar heimsins fuglar fengu
að fljúga hjá með ást og blíða sorg.
Ég átti með þér dásamlega daga
og drauma sem ég alvarlega tók
en nú er okkar fortíð fögur saga
sem finna má í lífsins góðu bók.
Og hjartans taktur reyndar öllu réði
sem ritað var með ást á línurnar,
því er ég nú með fangið fullt af gleði
og fagna því sem einu sinni var.
(Kristján Hreinsson)
Elsku hjartans Grettir minn,
þakka þér lífið, gáskafullu gleðina
og gæskuna.
Þín
Jenný Stefanía Jensdóttir.
Það er sárt að sætta sig við að
yngri bróðir okkar sé farinn eftir
erfið en stutt veikindi. Krabbinn
hafði betur allt of fljótt – tók að-
eins fimm mánuði. Þrátt fyrir
hræðileg veikindi og erfiða lyfja-
meðferð lifði hann alltaf í voninni
um að fá lengri gæðatíma. Hann
talaði um lyfin sem „gulldropana“
sína.
Það eina sem hægt er að gera
til að takast á við sorgina er að
rifja upp góðar minningar. Þær
eigum við systur svo sannarlega
margar. Grettir var yndislegur
bróðir, hjálpsamur, glaðlyndur,
með mikið jafnaðargeð og vel-
gengni fjölskyldunnar var í fyr-
irrúmi. Hann var yndislegur fað-
ir, tengdafaðir og afi og sýndi
Írisi, Jens, Kollu, Jennýju Stef-
aníu og Benjamín Darra mikla
umhyggju. Á heimili þeirra ríkti
sterkt og fallegt fjölskyldusam-
band og þar hafa alltaf verið hald-
in mörg fjölskylduboð. Grettir
var mikill hundavinur. Gutti og
Mosi voru sannarlega hans sálu-
félagar.
Grettir hafði skemmtilegan
frásagnarhæfileika og var hrókur
alls fagnaðar. Heimili þeirra
Jennýjar var alltaf opið okkur
systrum sem búum erlendis. Við
erum þakklátar fyrir umhyggju
sem hann sýndi móður okkar;
hann heimsótti hana oft á hjúkr-
unarheimilið Skjól, bauð henni í
mat og í bíltúra sem enduðu
gjarnan í ísbúðum.
Grettir og Jenný ferðuðust
mikið innanlands og erlendis. Við
systur þekkjum vart fólk sem hef-
ur ferðast jafn mikið og þau.
Ferðirnar voru fjölbreyttar; golf-
ferðir, skíðaferðir, gönguferðir,
siglingar, hjólaferðir, hestaferðir
og ekki má gleyma öllum jeppa-
ferðunum. Við vorum heppnar að
fá að njóta góðs af þeirra ferða-
ástríðu. Upp úr standa m.a. ferðir
á staði sem við höfðum ekki komið
á áður svo sem Sólheimajökul,
Gljúfrabúa, Urriðafoss og Lang-
jökul. Eins má nefna frábæra ferð
um Reykjanesskaga á núverandi
gosslóðir og hestaferð um Löngu-
fjörur. Síðasta sumar fór önnur
okkar með Gretti, hundinum
Mosa, tengdadóttur og barna-
börnum í skemmtilega dagsferð
upp í Reykjadal og enduðum í
náttúrulauginni.
Kæra Jenný. Þið Grettir voruð
einstaklega samstiga og samheld-
in hjón. Við sendum þér, Írisi,
Jens, Kollu, Jennýju og Benjamín
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Guð gefi okkur öllum styrk til
að takast á við sorgina. Það hug-
hreystir okkur að vita að það
verða fagnaðarfundir þegar þeir
feðgar hittast. Þá verður kátt í
kotinu, mikið hlegið og sagðar
skemmtilegar sögur.
Hvíl í friði elsku bróðir. Þín
verður sárt saknað. Takk fyrir
allt.
Þínar systur,
Margrét og Regína.
Jæja Grettir minn. Ertu þá
lagstur til hvíldar hjá feðrum okk-
ar? Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi.
Yngstur og aldrei kyrr ertu í
bernskuminningunni. Kanadíski
fjölskylduljósmyndarinn í Van-
couver gafst á endanum upp við
að ná góðri brosandi holly-
woodljósmynd af fyrirmyndafjöl-
skyldunni. Orkan í þér var allt of
mögnuð. Allur á iði og alltaf með
eitthvað annað á prjónunum en að
fara að vilja annarra, sem reynd-
ar einkenndi þitt lífshlaup æ síð-
an. Einu skiptin sem ég man eftir
að þú værir ekki allur á fleygiferð
voru þegar þú stóðst hugfanginn
og dáleiddur að fylgjast með
stórum vinnuvélum og vörubílum.
Þú tjáðir þig ekki mikið í byrj-
un enda óþarfi. Regína systir þín
sá um allt slíkt fyrir þína hönd. Þú
lést þér einfaldlega nægja að
brosa með þegjandi samþykki.
En það tímabil stóð stutt yfir og
einn góðan veðurdag var hlut-
verki Regínu lokið og þú tókst við
stýrinu fullkomlega sjálfstæður
að stýra eigin lífi.
Þú varst fimmtán ára og ég
tuttugu og tveggja þegar ég kom
úr námi mínu frá Kanada. Með
Rolling Stones-hár niður á axlir,
lífsglaður og öruggur með þig
virtist þú ekki mikið þurfa að leita
ráða hjá stóra bróður, sem var
undarlega erfitt að sætta sig við.
Vissir þú sem dæmi að stóri bróð-
ir væri Bítlamegin?
Þó svo að sjálfstæði væri mjög
ríkjandi í fari þínu varstu alltaf til
í spennandi ævintýri. Árið 1974
vantaði tvo háseta á Helguna
gömlu RE 49 sem var á leið til
síldveiða á Norðursjónum með
tilheyrandi viðkomu á Hjaltlands-
eyjum, Noregi, Danmörku og
Hollandi. Þú sextán ára varst al-
veg til í tuskið. Bjarni Friðriks
var líka munstraður um borð og
var hann mjög lukkulegur að geta
þjálfað glímusnilld sína á okkur
bræðrunum. Það endaði að sjálf-
sögðu með bronsi. Um borð kom
svo í ljós hversu mikill hrókur alls
fagnaðar þú varst með þinni
sjarmerandi nærveru, elskaður
og dáður af öllum.
Þú varst gæfumaður með Jen-
nýju þér við hlið. Þú varst eins og
sagt er í Kanada: „A success.“
Þakklátur var ég þér og Jen-
nýju þegar þið buðuð okkur
mömmu inn á ykkar dásamlega
heimili í Surrey Vancouver. Þú
vissir að ég elskaði golfið og það
upphófst mikil keppni okkar á
milli. En einhvern veginn endaði
sú keppni í fullkomnu jafntefli.
Eftir því var tekið hvað drævin
okkar enduðu yfirleitt með jöfnu
millibili, oftast tveggja metra.
Heimsmyndin er breytt hjá
okkur öllum sem eftir standa
Grettir minn. En: Sælir eru sorg-
bitnir því að þeir munu huggaðir
verða … Matt 5; 4. Og það er
huggun í orðum Jesú: Sú stund
kemur, þegar allir þeir, sem í
gröfunum eru, munu heyra raust
hans og ganga fram, þeir, sem
gjört hafa hið góða, munu rísa
upp til lífsins … Jóh 5:28.29. Þú
varst góður maður Grettir Grett-
isson og hvíl nú í friði til hins efsta
dags. Við munum eflaust eftir að
klára ýmis mál. Var ekki einkenn-
andi talan þín sex? Sú tala merkir
víst að ýmislegt sé óklárað. Maggí
systir þín segir að þetta sé rétt að
byrja. Við getum ekki annað en
verið sammála henni.
Þumallinn upp og við sjáumst!
Megi minningin um þig lifa.
Þinn bróðir,
Geir Jón.
Í dag kveð ég minn kæra
frænda, Gretti. Grettir var ekki
bara frændi minn, hann var vinur
minn. Við áttum svo ótal mörg
ævintýri saman, ásamt konum
okkar og börnum. Grettir var sú
persóna sem ég tók mér til fyr-
irmyndar. Hann naut lífsins til
fullnustu, var alltaf jákvæður og
tilbúinn að gera hluti. Hamingja
og gleði fylgdu honum, allir ósk-
uðu þess að Grettir og Jenný
kæmu ef eitthvað stóð til. Hann
var alltaf tilbúinn með skemmti-
lega sögu. Ef einhver gat talist
heppinn, þá var það Grettir. Mað-
ur gat alltaf búist við að eitthvað
myndi gerast í kringum hann,
gott eða slæmt, en á einhvern
hátt tókst honum alltaf að komast
vel frá öllu. Það verður erfitt að
meðtaka að hann sé farinn. Ég
hef misst dýrmætan meðlim fjöl-
skyldu minnar og vin sem ég
hafði planlagt ótal ævintýri með.
Jana og ég munum sakna þín
Grettir, þú munt ætíð eiga stað í
hjarta okkar.
Við komum til með að eiga dýr-
mætar stundir með Jennýju, Iris,
Mosa, Jens og fjölskyldu hans og
munum alltaf hafa Gretti með í
huganum. Svo ótal margt minnir
okkur á Gretti, sem er vitnisburð-
ur þess hversu sérstakur hann
var. Grettir snerti við svo mörg-
um meðan hann lifði. Það er svo
margt fólk í Kanada, hans öðru
heimili, stórfjölskylda og vinir
sem koma til með að sakna gleð-
innar og kímnigáfunnar sem
ávallt fylgdu Gretti og Jenný við
öll tækifæri. Frændur hans,
frænkur og vinir harma fráfall
hans.
Grettir mun lifa í hjarta okkar
að eilífu. Það er í þeim anda sem
ég get sagt að hann sé alltaf með
okkur. Við erum kannski ekki fær
um að sjá hann í efnisheiminum
en við munum alltaf sjá Gretti í
anda, í þeim hlutum sem minna
okkur á hann og minningum um
hann sem við geymum í hugan-
um. Grettir, þú ert hér hjá okkur
alltaf. Vertu sæll frændi minn og
vinur. Við elskum þig að eilífu.
Óðinn og Jana Helgason.
Grettir Grettisson, góðvinur og
stórfrændi, er farinn, áratugum
of snemma. Söknuðurinn er mik-
ill. Skrýtið að hugsa að geta ekki
átt gott símtal, skipst á texta og
myndum eða hist og átt góða
stund saman.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar, frá mér og stór-
fjölskyldunni.
Margs er að minnast.
Grettir og öll systkini hans
dvöldu oft fyrir norðan á sumrin,
þar af voru Maggý og Grettir
mest á æskuslóðum mínum á
Bjargi, slóðum Grettissögu. Þetta
var skemmtilegur og gefandi
þroskatími, í leik og starfi. Jafn-
vel þótt Grettir þyrfti í eitt skiptið
suður í sjúkraflugi, eftir gaffal-
stungu í hnéð. Og mamma fylgdi
með.
Síðar þvældumst við saman í
Reykjavík og víðar. Þegar vin-
konur hans undruðu sig á nær-
veru þessa „sveitalúða“ sem ég
var, rétt kominn í iðnnám í
Reykjavík, stóð Grettir þétt með
mér. „Hann er frændi minn –
hann verður með mér.“
Í eitt skiptið sagði hann að það
væri stelpa sem býr í Holtunum,
sem hann langaði að kynnast bet-
ur. Það var Jenný. Og hvílíkur
happafengur og hvílíkt vináttu-
og samstöðuhjónaband.
Þau héldu sameiginlegt 50 ára
stórafmæli í Rafveituheimilinu í
Elliðaárdal. Stórsteikur að amer-
ískum hætti, „Pálmi og Maggi“
(Gunnarsson og Eiríksson) með
kvöldverðartónlistina og hljóm-
sveit Geirs góðvinar þeirra með
danstónlistina. Talsverð ræðu-
höld og Grettir stakk að mér
hvort ég segði ekki eitthvað öðru-
vísi, frá upprunanum í sveitinni,
vinnunni í fjósinu við að moka
mykju og tína grjót, þannig að
vinir hans í tölvugeiranum frædd-
ust um þennan upphafsbakgrunn.
Ég varð fúslega við þessu. Mjög
vel heppnað afmæli, takk.
Vinskapur okkar Grettis hefur
staðið lengi, á Bjargi og í Reykja-
vík og svo í fjarlægð þau ár sem
þau bjuggu í Kanada. Þaðan
komu hlýlegu og skemmtilegu
jólabréfin þeirra, sem yljuðu okk-
ur vinunum á Íslandi.
Rafvirkinn Grettir hjálpaði
mér vel á fyrri árum, sem þakkað
er fyrir. Og góð og fagleg ráðgjöf
nýlega, „jarðsambandið verður
að vera í lagi, það er grundvall-
aratriði – grafðu niður 15 metra
vír og jarðskaut“. Ég hlýddi auð-
vitað.
Grettir fékk snemma áhuga á
mótorhjólum og brallaði margt í
því sambandi. Svo tók við áhugi á
breyttum jeppum, fjölskyldan fór
víða um Ísland, um hálendið og
inn á jökla. Í lok afmælismynda-
sýningar var kynnt að komið væri
að bílamálunum. Eftirvæntingar-
svipurinn leyndi sér ekki á Gretti
en dofnaði svo talsvert þegar
bara var birt ein mynd, af litla Re-
nault-garminum. Þetta vakti
mikla kátínu í salnum.
Fjölskyldan fékk sér skemmti-
legan hund, Gutta, en þegar mik-
ið lá við var það „Guttormur Þór“.
Gutti var mikill grallari sem
krafðist sinna göngu- og hlaupat-
úra og fylgdi fjölskyldunni loks til
Kanada. Og síðar kom Mosi, vin-
urinn mikli.
Í framhaldslífinu er Grettir á
góðum stað, með Gretti Björns-
syni föður sínum, sem fagnar syn-
inum með lagi á harmonikkuna,
og Margréti ömmu og öllum hin-
um í sumarlandinu. Eins og Geir
Jón bróðir hans sagði svo rétti-
lega í símtali nýlega: „Grettir er á
góðum stað, hann er svo klár og
skemmtilegur að það vilja allir fá
hann.“
Góða ferð og takk, Grettir, fyr-
ir allt og allt.
Arinbjörn Sigurgeirsson
frá Bjargi,
slóðum Grettissögu.
Fallinn er frá góður drengur á
besta aldri eftir snarpa en
stranga baráttu við þann illvíga
sjúkdóm sem krabbameinið er.
Eftir stöndum við og förum í hug-
anum yfir þær fjölmörgu og
skemmtilegu minningar sem við
eigum um Gretti.
Kynni okkar hófust árið 1988
þegar hann kom til starfa hjá
útibúi alþjóðlega tölvufyrirtækis-
ins Hewlett-Packard á Íslandi.
Hann var traustur vinnufélagi og
leysti sín verkefni af alúð og sam-
viskusemi. Báðir vorum við fyrstu
árin uppteknir af því að koma
þaki yfir höfuðið og börnum á
legg. Þó voru Grettir og Jenný
fljótt komin með breyttan 4-Run-
ner og síðla vetrar 1994 buðu þau
okkur Sigrúnu að koma með í
helgarferð á jökul. Við deildum
aftursætinu með Guttormi Val-
geiri, stórum Irish setter, sem
fylgdi þeim í öllum ferðum. Síðu-
jökull var í kynngimögnuðu fram-
hlaupi, færið einstakt, brunað um
og skipst á að vera í bílnum eða
aftan í á skíðum. Ekki var við
öðru að búast en að okkar jeppa
væri breytt til jöklaferða eftir svo
ógleymanlega ferð sem þessa.
Síðan eru þær orðnar ansi marg-
ar ferðirnar sem við fórum saman
með okkar góða hópi, hver ann-
arri meiri upplifun. Í þessum
ferðum kom það fyrir að enginn
dreif og öll sund virtust lokuð en
Grettir var alltaf lunkinn við að
finna ráð, prófa hér og þar og á
endanum voru allar ófærur sigr-
aðar. Aldrei var stressið á Gretti,
betra að hugsa fyrst og fram-
kvæma svo. Þótt óveður skylli á
og allt yrði blint fékk ekkert
haggað rósemi Grettis, sem hafði
alltaf góð áhrif á hópinn.
Að ná á topp Bárðarbungu vor-
ið 1996, þar sem Einar Kjartans
var á þriðja bílnum, var líklega
hápunkturinn hjá okkur saman.
Gistum á Grímsfjalli, fórum á
Öræfajökul og niður Breiðamerk-
urjökul til byggða, ferð sem var
rifjuð upp aftur og aftur.
Það var líka gaman að fara með
honum í veiði. Upp úr stendur
ferð í Kjarrá 1993, segir þar
minna af aflabrögðum en meira af
því að vegarslóðinn lá endalaust
aftur og aftur yfir ána, okkur
leiddist það nú ekkert, jeppa-
strákunum.
Þráðurinn slitnaði ekki þótt
Grettir og Jenný byggju mörg ár
í Kanada. Við hjónin heimsóttum
þau þangað, Grettir kom með í
nokkrar jöklaferðir í fríum sínum
og missti ekki af Guinness-fundi
ef hann gat mætt.
Það er óendanlega sorglegt að
sjá á bak góðum vini svo langt
fyrir aldur fram. Þau Jenný nýttu
tímann vel til að njóta tilverunn-
ar, ferðuðust mikið, spiluðu golf
og kunnu að lifa lífinu.
Hugurinn er hjá Jennýju, Jens
og Írisi, sem eiga um svo sárt að
binda. Ég vona að allt hið góða í
heimi hér styðji þau og styrki í
sorginni.
Birgir Sigurðsson.
Við höfum undanfarna daga
grátið og rifist við almættið enda
engin sanngirni í því að maður á
besta aldri, sem kennir sér vart
meins í byrjun vors, sé farinn í
sumarlok eftir erfiða baráttu við
„fokking krabbameinið“ eins og
Grettir sagði sjálfur.
Vinátta okkar hjóna hefur
staðið í tæpa fjóra áratugi og bar
aldrei skugga á. Í gegnum lífið er
ekki sjálfgefið að finna fjóra ein-
staklinga sem smella saman
þannig að samvera dögum og
jafnvel vikum saman er án vand-
kvæða. Aldrei var rifist – kannski
örlítið tuðað enda engar geðlurð-
ur á ferð. Grettir var með ótrúlegt
jafnaðargeð en hann var fyrst og
fremst einstaklega skemmtilegur
og vandaður maður. Í minning-
unni er hann eiginlega alltaf bros-
andi – kátur og lifandi og það var
aldrei neitt mál hjá Gretti. Hann
var „do-er“ en þó var stór partur
af framkvæmdagleðinni að spá og
spekúlera í öllu ferlinu. Hann
hafði einlægan áhuga á óteljandi
hlutum – jaðraði stundum við of-
virkni – en í okkar huga var hann
einfaldlega aktífur og lífsglaður
með eindæmum.
Undanfarin ár höfum við
ferðast mikið saman og þá oft
með golfpoka í eftirdragi. Við vor-
um ekki öll jafn góðir spilarar – í
raun var himinn og haf á milli
okkar í upphafi og við höfðum
aldrei roð við Gretti allt fram á
seinasta dag. En Guð minn góður
hvað við skemmtum okkur og
hlógum. Toppurinn var síðan að
enda í heita pottinum með einn
G&T – dunda við grill og drekka
gott rauðvín. Grettir var nefni-
lega nautnamaður og með fáum
var eins gaman að njóta lífsins
lystisemda.
Nú er allt breytt og þó að sárs-
aukinn og söknuðurinn nísti væri
það ekki í anda Grettis að halda
áfram á þann hátt. Grettir var
nefnilega orkubúnt sem naut lífs-
ins á svo margbrotinn hátt og við
heiðrum hann best með því að lifa
hvern dag til fulls og njóta.
Takk fyrir samfylgdina og ein-
staka vináttu elsku Grettir – við
munum gera okkar besta til að
aðstoða Jenný og krakkana við
það erfiða verk að takast á við lífið
án þín.
Sjáumst í Sumarlandinu kæri
vinur.
Margrét (Magga) og
Sigurjón (Jonni).
Nú er kær vinur horfinn á
braut langt fyrir aldur fram.
Nú þegar ég horfi til baka
koma upp í hugann ótal minning-
ar. Við Grettir kynntumst fyrst á
unglingsárum, fórum saman í
Iðnskólann og síðan lá leið okkar í
Tækniskólann þar sem við unnum
lokaverkefnið saman. Við byggð-
um okkur íbúðir í Álfatúninu á
sama tíma. Ég hóf störf hjá Hew-
lett Packard árið 1985 og linnti
ekki látum fyrr en ég hafði það í
gegn að Grettir fengi vinnu þar
líka.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
við Grettir fórum saman til
Frakklands og Danmerkur til að
afla okkur frekari þekkingar sem
samstarf okkar krafðist á þessum
tíma.
Vinskapur okkar hélt óslitinn í
45 ár, en tímarnir breytast og við
fórum hvor sína leið.
Ég sakna vinar míns Grettis
enn þann dag í dag; þær eru svo
ótalmargar minningarnar að það
gæti fyllt heila bók.
Bless kæri vinur.
Magnús Már Kristinsson,
Torrevieja.
Grettir Grettisson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744