Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 48

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri ✝ Sigríður Krist- jánsdóttir fæddist 22. ágúst 1922 í Haukadal, Biskupstungum í Árnessýslu. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 5. sept- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Loftsson, fæddur 1887, dáinn 1983, frá Kollabæ í Fljótshlíð og Guðbjörg Greipsdóttir frá Haukadal, fædd 1893, dáin 1973. Þau Kristján og Guðbjörg eignuðust 13 börn, fimm syni og átta dætur, náðu tíu þeirra full- orðinsaldri en þrjú dóu í æsku. Systkini Sigríðar voru Greipur Kjartan, Magnús, Sigurgeir, El- ín, Jóhanna, Loftur, Ketill, Soffía, Þóra Soffía, Auður, Katrín og Áslaug sem lifir systk- ini sín. Sigríður, sem alltaf var köll- uð Silla, ólst upp í Haukadal fyrstu æviárin, en þegar hún var sex ára tóku foreldrar henn- ar sig upp með fjölskylduna og fluttust að Felli í Biskups- tungum. Hermann Flóventsson frá Ár- bakka, Húsavíkursókn og Jó- hanna Kristín Jóhannesdóttir, frá Kvíanesi, Súgandafirði. Börn Sigríðar og Guðmundar eru: 1) Katrín, f. 1949 gift Gunn- ari Anker Baarregaard, börn þeirra eru Kristín Sigríður, Al- freð, Birna María og Guð- mundur Kristján. 2) Jóhanna Kristín, fædd 1950, gift Guð- mundi Hallgrímssyni, börn þeirra voru Hallgrímur Páll sem lést af slysförum 2006 og Elísa Björk. 3) Soffía, fædd 1951, látin 2016, var gift Sverri Bergmanni Vilhjálmssyni, dætur þeirra eru Berglind og Hanna Soffía. 4) Fjóla Björk, fædd 1953, gift Jó- hannesi Þorsteinssyni, dætur þeirra eru Jóhanna Kristín og Louísa Sif. 5) Guðbjörg Sigríð- ur, fædd 1955, gift Jóhanni Dav- íðssyni, dóttir þeirra er Ingi- björg Ýr. 6) Steinþóra Guðmundsdóttir, fædd 1957, gift Arngrími Sverrissyni, dæt- ur þeirra eru Sigríður, Soffía og Herdís. 7) Rúnar Guðmundsson, fæddur 1961, kvæntur Ingi- björgu Gylfadóttur, synir þeirra eru Gylfi Þór og Guðmundur Flóvent. Silla og Guðmundur bjuggu á Suðureyri þar til í september 1973 en fluttu þá um haustið til Þorlákshafnar og fluttu þaðan til Reykjavíkur árið 1978. Útförin fór fram 14. sept- ember 2021 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Silla gekk hina hefðbundnu skóla- göngu eins og tíðk- aðist á þeim tíma. Byrjaði ung að vinna hjá Sigurði Greipssyni móður- bróður sínum á Hótel Geysi á sumr- in við hin ýmsu störf. Einnig fór hún í Húsmæðra- skólann á Löngu- mýri í Skagafirði og lauk þar námi með hæstu einkunn. Silla var mikil félagsvera, var í kórum, lék í áhugamannaleik- húsum á sínum yngri árum, var í kvenfélaginu Ársól og vann við hin ýmsu störf meðfram stóru heimili. Hún vann m.a. við fisk- vinnslu, í sláturhúsi, var verk- stjóri á fjölmennri prjónastofu og sá um mötuneyti í Garðyrkju- stöð Reykjavíkurborgar í mörg ár þar til hún komst á eftir- launaaldur en þar hætti Silla rúmlega sjötug að vinna. Silla og Guðmundur Kristján Hermannsson kynntust í Reykjavík, gengu í hjónaband árið 1949 og fluttu vestur til Suðureyrar við Súgandafjörð. Foreldrar Guðmundar voru Móðir mín Sigríður Kristjáns- dóttir lést á Hrafnistu 5. septem- ber 99 ára gömul. Silla mamma var fyrir margar sakir mjög merkileg kona. Hún var glæsileg húsmóðir, höfðingi heim að sækja og hélt vel utan um sitt fólk. Ég átti margar skemmtilegar stundir með henni. Fyrstu sterku minn- ingar mínar með henni voru þegar ég var barn og hún fór með mig til Reykjavíkur frá Súgandafirði til læknis, ásamt því að heilsa upp á sína nánustu og kíkja í búðir. Við mæðgur klæddum okkur vel upp, ég með hatt og í grænni fallegri kápu og var mamma í sínu fínasta pússi og á háhæluðum svörtum og hvítum skóm, sem mér þóttu ansi flottir. Eftir heimsókn til læknis var gengið upp og niður Lauga- veginn. Skoðað í Peysufatabúðina ásamt öðrum búðum. Um kaffi- leytið var farið á Hressó, þar sem frænka hennar var við afgreiðslu í svörtum kjól með hvíta svuntu, þar fengum við vöfflu með rjóma og súkkulaði. Við mamma áttum margar góð- ar stundir saman heima hjá mér á laugardögum, þar sem hún bjó í nágrenni við mig. Við byrjuðum daginn á því að versla inn fyrir helgina og fórum síðan heim þar sem ég útbjó „smörrebrauð“ og kaffi. Eftir að við vorum búin að snæða fékk hún dekur hjá mér, hárgreiðslu, naglalökkun, plokk- un og lit í augabrúnirnar. Ekki þurfti að hjálpa henni við að vara- lita sig því það gat hún gert óað- finnanlega þar til hún var orðin mjög fullorðin án þess að hafa spegil. Eftir þetta dekur var sest inn í stofu og spiluð músík, sem henni líkaði ásamt því að fá Amor- ella með klaka, sem hún kallaði „Ammarúllar“ , þetta voru dásamlegar stundir. Mörg jól eft- ir að pabbi dó borðaði mamma hjá mér á aðfangadag. Mamma var mjög kirkjurækin á aðfangadags- kveldi og fór ég alltaf með henni í kirkju. Meðan við vorum í kirkju sá Addi um eldamennskuna á hamborgarahryggnum. Alltaf þegar búið var að borða spurði Addi hvernig henni hefði þótt hryggurinn og alltaf svaraði hún eins, „aldrei fengið hann betri“. Síðasta árið sem hún borðaði með okkur á aðfangadagskvöldi, treysti hún sér ekki í kirkju og eldaði ég því hrygginn. Eftir að við vorum búin að borða spurði Addi hvernig henni hefði þótt hryggurinn og hún svaraði, „ég hef aldrei fengið hann betri enda eldaði Steinþóra matinn“. Mömmu fannst það alltaf skrítið að karlarnir væru inni í eldhúsi að sýsla í mat, hún bar ekki mikið traust til þeirra hvað matreiðslu varðaði. Ári áður en hún fór inn á Hrafnistu bað Addi hana um að hjálpa sér við sláturgerð, henni fannst þetta eðlileg bón þar sem hún vissi af óafturkræfum mistök- um sem Addi hafði gert þegar hann notaði sykur í staðinn fyrir salt í sláturgerðina. Það var alveg sama hvað var saltað í pottinn, slátrið var alltaf sætt. Snemma á laugardagsmorgni hringdi mamma í mig til að láta sækja sig í sláturgerð, tryggja að ekkert færi úrskeiðis. Mamma mín var af þeirri kyn- slóð sem upplifði breytingatíma í íslensku samfélagi frá örbirgð til velmegunar. Hún átti sitt fyrsta barn þegar hún var tuttugu og sjö ára á æskuheimili sínu að Felli í Biskupstungum og flytur þá til Súgandafjarðar og og eignast þar sex börn til viðbótar. Meðan hún bjó í Súgandafirði ferðaðist hún tvívegis um Evrópu með vinum sínu frá Súgandafirði. Hún talaði alltaf um tímann sem hún bjó í Súgandafirði, þar sem hún eign- aðist alla sína bestu vini, með miklum hlýhug. Elsku mamma og amma barnanna minna. Silla, Soffía og Herdís dætur mínar þakka þér góðar samverustundir og allar pönnukökurnar sem þær fengu hjá þér. Við Arngrímur þökkum þér einnig fyrir dýrmætar stund- ir. Elsku mamma skál í Amorello og góða ferð til fólksins þíns í draumalandið fagra, ég veit þér verður fagnað með ljúfum söng. Minningin um þig lifir hjá okkur. Þín dóttir Steinþóra. Lítill dalur langt frá sjó var sviðið sem Silla steig inn á í lok ágúst 1922. Haukadalur í Bisk- upstungum, dýrðarljómi, hetju- sögur og átök í sögunni en nú var komið fram á millistríðsárin. Foreldrarnir voru síðustu ábú- endurnir, volgra við bæinn, bæj- arlækur, moldargólf, myrkur alls staðar, kuldi, saggi og reykur. Lífsbaráttan snerist um að hafa í sig og á. Þetta var líf forfeðra okk- ar og hægt að hafa mörg orð um það en lærdómur okkar á að vera að kvarta ekki né hafa áhyggjur af smámunum. Silla var sjöunda barnið í 13 barna hópi en þrjú dóu í bernsku. 1929 fluttist fjölskyldan að Felli í Biskupstungum sem hjónin höfðu fest kaup á. Sé fyrir mér fjöl- skylduna á hestum eða í hesta- kerrum ásamt búslóð á leið sinni. Landbúnaður fyrir vélvæð- inguna byggðist á handaflinu og urðu þau hjón Kristján og Guð- björg vel sett eftir að öll börnin voru fædd. Er á leið fóru börnin að tínast úr hreiðrinu en komu oft heim í sumarvinnu en svo losna sveitaböndin, störf á mölinni tóku við. Silla og Guðmundur hittust í Reykjavík, hún starfandi þar en hann í borgarferð að vestan í hvít- um jakkafötum með hatt og vel snyrt yfirskegg. Úr verður lífs- ganga þeirra, fyrsta barnið hún Katrín mín fæddist á Felli 1949 og síðan settust þau að á Súganda- firði þar sem hin sex börnin fædd- ust. Árin fyrir vestan urðu rúm- lega 20 og voru bæði góð og erfið. Silla eignaðist sína bestu og tryggustu vini þarna og naut sín vel. Erfiðleikar bönkuðu upp á vegna veikinda Guðmundar sem var samkvæmt lögum fluttur í sóttkví á Vífilsstaði vegna berkla og síðar lungnaaðgerð. Silla naut aðstoðar Jóhönnu tengdamóður og elstu barnanna á meðan hún gekk í fiskvinnslustörf á karl- mannslaunum (vegna dugnaðar) til að geta séð fyrir fjölskyldunni. Guðmundur kom aftur eftir eitt og hálft ár og þekktu sum barnanna ekki föður sinn þá. Dugnaður og þrjóska fleytti fjöl- skyldunni yfir erfiðleikana og síð- an gekk allt vel. Fluttu suður sennilega sam- kvæmt óskráðum samningi þeirra um búsetu vestra og síðar syðra þegar börnin færu að vilja fara. Ævi Sillu er þannig kaflaskipt, fyrsti kaflinn í víðerni sveitarinn- ar og í borginni, miðkaflinn í þröngum firðinum, svo lokakafl- inn á suðvesturhorninu. Áfram starfað og lifað í góðum samskipt- um við fjölskyldu, ættingja og vini. Guðmundur dó fyrir 19 árum og bjó Silla ein eftir það en síðustu árin í vaxandi baráttu við elli kerl- ingu og fékk skjól og góða hjálp síðustu fimm ár á Mánateig, Hrafnistu Reykjavík. Þar átti hún gott ævikvöld við gott atlæti og mikla umhyggju sem aðstandend- ur þakka innilega. Silla er farin og er ég þakklátur fyrir góða samferð í lífinu í rúma hálfa öld eftir að við Kata byrj- uðum saman og aldrei bar skugga á neitt, ást og einlægni í öllu. Góð fyrirmynd fyrir unga fólkið í ætt- inni og amma Silla er oft nefnd þá góðs er getið. Hver vegur að heiman er veg- urinn heim. Tæplega 100 ára veg- ferð lokið, en jarðneskar leifar hennar verða jarðsettar í Hauka- dal. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Anker. Látin er í hárri elli elskuleg tengdamóðir mín, Sigríður Krist- jánsdóttir, en hún hefði orðið 100 ára á næsta ári. Ég kynntist henni og eiginmanni hennar, Guðmundi Hermannssyni, árið 1981, þegar við Soffía, dóttir þeirra, byrjuðum að draga okkur saman. Okkar samvera og samskipti gegnum árin voru alla tíð yndisleg og gefandi og alltaf glatt á hjalla. Þau hjón bjuggu á Suðureyri við Súgandafjörð sín fyrstu hjú- skaparár. Þar komu börnin í heiminn eitt af öðru. Að lokum urðu dæturnar sex og yngstur kom svo prinsinn, hann Rúnar. Eins og nærri má geta þurfti dugnað og útsjónarsemi til þess að fæða og klæða svo stóran hóp, svo ég tali nú ekki um að byggja nýtt hús. En þetta gerðu þau allt saman af myndarskap sem þeim einum var lagið. Silla var stjórnsöm og ákveðin en alltaf sanngjörn. Það þurfti hún að vera, því það varð að vera agi og regla á hlutunum til þess að allt gengi upp. Ég missti mína yndislegu konu sumarið 2016. Ég veit að nú hafa Soffía mín og foreldrar hennar sameinast í Sumarlandinu góða. Innilegar samúðarkveðjur til systranna og Rúnars. Sverrir Bergmann Elsku amma okkar. Mikið var heimurinn heppinn að fá að hafa þig hér í nærri hundrað ár. Á langri ævi upplifðir þú margt og okkar bestu minningar um þig eru úr stofunni þinni að hlusta á þig segja okkur sögurnar þínar. Hvernig þú sem ung kona slappst lifandi út um gluggann á brenn- andi hóteli á náttkjólnum einum fata, heimsóttir Arnarhreiðrið í Ölpunum rétt fyrir lokun þess, ferðaðist sjö ára með Katli bróður þínum simm ára á hesti frá Haukadal að Felli, skiptir ólög- lega á „monning“ við erlendan ferðamann á flugvellinum fyrir frægu Þýskalandsferðina ykkar afa, eða hvernig það var að halda stórt heimili á Súgandafirði á erf- iðum tímum þegar afi bjó á berklaheimilinu á Vífilsstöðum. Hvílík ævi. Hvílík kjarnakona. Það var fátt skemmtilegra en að hlusta á þig segja okkur þessar sögur, og hlæja og syngja með þér. Ekki var verra að fá smá sérrídreitil með, auðvitað aldrei á fastandi maga enda byrjuðu allar heimsóknir á því að gæða okkur á góða bakkelsinu þínu með kaldri mjólk í bláu glösunum sem eru nú notuð á heimili Berglindar. Sam- verustundirnar í gegnum tíðina voru svo margar og góðar. Þá var Noregsferðin okkar alveg dásam- leg og við systur gleymum seint rútuferðinni á leið til Rúnars frænda þegar þið mamma hlóguð stanslaust ykkar yndislega og há- væra hlátri því þið voruð svo loft- hræddar þarna í rútunni á þröngu fjallavegunum í þessum háska- hlíðum um hávetur. Við áttum okkur sterkan bandamann í þér, stundum við lít- inn fögnuð móður okkar því þegar hún ætlaði að kvarta yfir okkur við þig þá tókst þú alltaf upp hanskann fyrir okkur! Þú t.d. út- skýrðir fyrir mömmu af hverju það væri bara fullkomlega eðlilegt að Berglind hefði ekki mikinn tíma til að taka til í herberginu sínu svona upptekin í læknanámi. Það var nefnilega bráðfyndið að hlusta á mömmu kvarta yfir þess- ari hegðun móður sinnar sem hefði nú aldrei haft þolinmæði fyr- ir svona löguðu hjá dætrum sínum í denn. Þótt við höfum saknað þín í nokkur ár þá er nú komið að kveðjustund og þær eru aldrei auðveldar. Loksins fékkstu hvíld- ina þína góðu og nú er komið að því að hitta elsku fólkið þitt sem hefur beðið eftir þér. Fyrir fimm árum horfðum við á þig kveðja mömmu okkar, dóttur þína, og munum við aldrei gleyma þeirri kveðjustund þegar þú beygðir þig niður, settir lófann á enni hennar og kysstir hana á kinnina og sagð- ir: „Soffa mín, ég kem svo bráð- um.“ Nú eruð þið loksins samein- aðar, syngjandi saman, og tilhugsunin gleður okkur alveg óendanlega mikið. Við elskum þig, elsku amma Silla. Berglind Bergmann og Hanna Soffía Bergmann. Fallin er frá elskuleg amma mín og góð vinkona. Lokið er langri og giftusamri ævi. Það var mér mikils virði að ná að kveðja þig áður en þú lagðir augun aftur. Þú varst orðin þreytt og líkami þinn gat ekki meir, en ég vil trúa því að þú sért komin á fallegan stað í faðm afa Guðmundar um- vafin englum. Með sorg í hjarta kveð ég ömmu mína, takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín Elísa Björk Guðmundsdóttir. Árstíðir landsins hafa hver sinn sjarma og móta okkur eyjar- skeggjana yfir mislanga lífsgöngu hvers og eins. Gullkista nútímans var bólstruð og fyllt af harðdug- legum fórnfúsum vinnuhöndum eldri kynslóða, sem sum okkar eru svo heppin að hafa kynnst. Ég er ein þeirra heppnu og hef litið á þessa lukku mína sem fjársjóð visku er mótar og fylgir manni í gegnum lífið. Fjársjóðurinn varð á endanum stór og dýrmætur eft- ir ótal samverustundir okkar ömmu sem voru ætíð skreyttar með heimatilbúnum kökum, kleinum og pönnsum í hennar stíl. Óhjákvæmilega hafa 99 ár mót- að ömmu. Náttúrufegurð æsku- slóða í Haukadal með Geysi í bak- garðinum, ólgandi Tungufljótið við túnfótinn á Felli í Biskups- tungum og fjöllin á Suðureyri við Súgandafjörð hafa nú haft sitt að segja. Það gustaði af ömmu hvert sem hún fór, skörunglegt göngu- lagið og einbeitta augnaráðið fór ekki framhjá nokkrum manni. Ég hugsa að amma hafi á einhvern undarlegan hátt getað beislað orku náttúrunnar og nýtt hana sér í hag, slíkur var krafturinn í henni. Það má segja að amma hafi verið eins og árstíðirnar fjórar. Persónuleikinn eins og litapal- letta haustsins. Drifkrafturinn eins og stormar vetrarins. Vinnu- semin eins og langar bjartar sum- arnætur og fyrirhyggjuvitið jafn kröftugt og vorið. Ég verð ömmu ævinlega þakk- lát fyrir hennar framlag til gull- kistunnar og vona að komandi kynslóðir kunni gott að meta og fari vel með góssið. Fjársjóðinn geymi ég í hjarta mínu og deili til afkomenda minna yfir heimatil- búnum kökum og pönnsum í mín- um stíl. Birna María Gunnarsdóttir Baarregaard. Ég kveð elsku ömmu Sillu með þakklæti í huga og með bros á vör yfir öllum góðu stundunum okkar saman. Það er mikil gæfa að eiga tvær dásamlegar og góðar ömmur á lífsleiðinni, ömmu Sillu og ömmu Kristínu, báðar sterkar, jákvæð- ar, ráðagóðar, sjálfstæðar, falleg- ar og yndislegar fyrirmyndir. Myndarskapur og dugnaður einkenndu líf ömmu Sillu, hún var höfðingi heim að sækja og það var lágmark að staldra við í þrjá tíma í kaffi og með því. Eldað var á hverju kvöldi og bakað af mikilli kunnáttu og snilld, handtökin falleg og fumlaus og allt í boði; ljúffengar vestfirskar hveitikök- ur, flatkökur, pönnukökur með heimalagaðri sultu og rjóma, vín- arbrauð með bleikum glassúr, snöggsnúnar kleinur, tíu tertur og hverarúgbrauð, eins og hún vand- ist að baka í hvernum heima. Hún fæddist í Haukadal í Bisk- upstungum og þekkti þar stað- hætti vel og sögu. Krafturinn í henni og dugnaður minnti oft á kraftinn í Gullfossi og Geysi, slíkt var þolið og eljan. Amma verður jarðsett í kirkjugarðinum í Haukadal, þar sem fegurðin og dýrðin er allt um kring í Hauka- dalsskógi. Amma vann mikið í sveitinni hjá foreldrum sínum frá unga aldri, en hugurinn leitaði á önnur mið og í Húsmæðraskóla var haldið. Allt lék í höndum hennar og vandvirkni og vinnusemi ein- kenndu verk hennar. Nú tóku við störf í höfuðborg- inni og ný viðmið urðu til. Þar hitti hún tvo unga og myndarlega frændur að vestan sem urðu góðir vinir hennar, afa Guðmund og Einsa frænda. Leiðin lá vestur með ungum eiginmanni og ungri dóttur, Katrínu. Innan um vest- firsku fjöllin, svo sterklega byggð með flötum toppum, þar sem jökl- arnir höfðu fyrir milljónum ára sorfið ofan af hraunstaflanum og grafið dali og firði, skyldu næstu kaflar skrifaðir í lífssögunni. Fyrir vestan tóku á móti þeim fjöllin fögru og háu, dökkblátt hafið og fjörðurinn, engin stór græn engi og víðátta, ekkert Tunguljót né heitir hverir. Amma minntist oft á góða og trausta vini sína fyrir vestan og þá sérstak- lega Einsa og Níní. Amma var mikil handavinnukona og söng- elsk og kunni öll erindi í flestum ljóðum, sálmum og vísum, enda mikið sungið á æskuheimili henn- ar og alla tíð með börnunum þeirra sem urðu sjö. Amma minntist þess oft hve gaman það var þegar hún fór með afa, Níní og Einsa upp í fjallshlíðina að spjalla og syngja eða út á brjót, þar sem hún gat horft út á hafið og látið sig dreyma. Það var dásamlegt að fá ömmu Sigríður Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.