Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 49

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 49
í heimsókn til Miami, þá rúmlega áttræða, þar sem við Ingvi minn tókum á móti henni og bjuggum saman til minningar með börnum okkar og foreldrum. Við elskuð- um að liggja saman í sólbaði við sundlaugina okkar og spjalla sam- an, kaupa falleg föt og heimsækja vini. Það er eftirminnilegt þegar við amma fórum tvær saman á ströndina á Miami Beach, kæld- um okkur í sjónum og nutum okk- ar í sólbaði á strandabekkjum og horfðum út yfir Atlantshafið ljós- blátt á lit svo óralangt frá Vest- fjörðum og létum okkur dreyma. Minningarnar lifa um duglegu, góðu ömmu mína sem verður allt- af hetja í mínum huga og fyrir- mynd í lífsins ólgusjó. Kristín Sigríður Gunnarsdóttir. Þá er herforinginn hún amma Silla fallin frá 99 ára að aldri. Mesti dugnaðarforkur sem ég hef vitað – svo rösk að við hin virt- umst yfirleitt húðlöt í samanburði. Þá var ágætt að setjast hjá afa og góna svolítið út um gluggann á meðan amma þreif allt út. Ég var svo lánsöm að búa í sama stiga- gangi og þau afi í níu ár. Það var haft ólæst á milli svo ég eyddi jafnmiklum tíma í báðum íbúðun- um og var þannig alin upp af tveimur kynslóðum. Amma var húsmæðraskólagengin og lagði mikla áherslu á að ég lærði réttu handtökin. Þannig lét hún mig leggja á borð af mikilli nákvæmni þar sem diskur var látinn nema við borðbrún og hárrétt staðsetn- ing hnífapara skipti höfuðmáli. Fyrir vikið gæti ég sjálfsagt lagt skammlaust á hátíðarborð í hvaða konungshöll sem er. Amma var kvenskörungur og sagan fræg þegar hún fór í frysti- húsið og krafðist sömu launa og karlmenn fengu fyrir sömu störf. Afi var þá veikur af berklum og farinn suður á Hælið. Það þurfti að sjá fyrir barnahópnum því á sveitina færu þau aldrei. Sterk og stolt hélt hún heimilinu sínu gang- andi þar til afa batnaði og kom aft- ur vestur. Fyrirmynd bæði í orði og verki. Amma var sveitakona úr Tung- unum sem elskaði hesta. Árum saman reyndi hún að kenna mér litina á íslenska hestinum og gat sagt með andakt: „Sjáðu bleika folann!“ og svo hlógum við báðar því ég sá aldrei neina bleika hesta á fjölmörgum rúntum okkar um sunnlenskar sveitir. Öll jól æsku minnar fórum við mamma og amma í messu saman á aðfangadagskvöld. Þar söng amma sálmana jafnhátt og sópr- ansöngkonur kirkjukórsins, enda hafði hún sjálf sungið í kirkjukór árum saman fyrir vestan. Þegar unglingsvandræðalegheitin hellt- ust yfir mig fannst mér amma stundum mega lækka róminn en í dag er ég þakklát fyrir þessar há- tíðlegu og fögru stundir og tek sjálf hressilega undir sönginn í messu. Síðustu árin sungum við amma svo aftur saman í söng- stundum á hjúkrunarheimilinu. Stöku sinnum kom yngsta dóttir mín með og gladdi gamla fólkið með tærri barnsröddinni. Okkur mæðgum þykja þessar stundir dýrmætar í dag. Skiptin sem ég drakk kaffi með ömmu, fyrst við eldhúsborðið og svo seinni bollann inni í stofu, eru óteljandi og heimsóknirnar allar góðar. Leiftrandi samræður og skoðanir eldklárrar konu á sam- tímanum fylgja mér um alla tíð. Það var á föstudagskvöldi sem ég heimsótti ömmu hinsta sinni. Ég strauk sterku hendurnar hennar, kyssti hana á ennið og þakkaði fyrir mig. Á sunnudagsmorgni hringdu kirkjuklukkurnar til messu. Ég lagði litríkan dúk á borðstofuborðið og sólin braust fram úr súldinni. Á þeirri stundu kvaddi amma Silla þessa jarðvist eftir tæpa öld og stýrir nú stjarna- her á himnum. Takk fyrir allar samverustund- irnar elsku amma Silla – þú varst einstök. Jóhanna K. Jóhannesdóttir. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 ✝ Völundur Jó- hannesson fæddist í Haga í Aðaldal 23. ágúst 1930. Hann lést 30. ágúst 2021. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Jakobsdóttir og Jó- hannes Frið- laugsson. Systkini hans voru Hugi, Snær, Heiður, Hringur, Fríður, Dag- ur og Freyr. Eftirlifandi eru Heiður, Dag- ur og Freyr. Eiginkona Völundar var Guðný Erla Jónsdóttir frá Skeggjastöðum, Jökuldal, f. 13. júlí 1937, d. 14. október 2009. Dætur þeirra: 1) Anna Ósk, gift Tryggva Ólafssyni og eiga þau Bjarna Óskar, Guðnýju Völu, Elínu Láru og Eyrúnu Önnu. Barnabörn þeirra eru sjö. 2) Harpa, í sambúð með Kristjáni Guðmundsyni, börn hans eru sex og sjö barnabörn. Sonur Hörpu er Ívar Eyjólfsson og á hann tvær dæt- ur. Völundur lauk sveinsprófi í húsa- smíði í Reykjavík og síðar meist- araréttindum. Hann starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa Egilsstöðum sem yf- irsmiður og verkstjóri. Áhugamál Völundar tengd- ust aðallega ferðalögum um víðáttur Brúaröræfa og náttúr- unnar norðan Vatnajökuls. Völundur hlaut náttúru- verndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti 2015. Útför Völundar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 16. sept- ember 2021, á Degi íslenskrar náttúru. Í dag, 16.september 2021 á Degi íslenskrar náttúru, er kvaddur í Guðríðarkirkju nátt- úrubarnið Völundur Jóhannesson sem lauk sinni ævi í kvöldkyrrð í Grágæsadal við rætur Vatnajök- uls, mánudaginn 30. ágúst síðast- liðinn. Við Héraðsbúar og fleiri ásamt nánustu aðstandendum kvöddum Völund í Egilsstaða- kirkju 11. september sl. og var at- höfnin einstaklega falleg og eft- irminnileg. Með fráfalli Völundar er höggvið stórt skarð í hóp náttúru- verndarfólks og það skarð er stærra vegna þess að Völundur var einstaklega rökfastur og mál- efnalegur í máli sínu og ekki sak- aði að minnið brást ekki. Það reyndi oft á í stærsta átakamáli sem náttúruunnendur þurftu að heyja þegar Kára- hnjúkavirkjun og álver Alcoa á Reyðarfirði komu til fram- kvæmda og í framhaldi af þeim hryllingi hófu framkvæmdaaðilar að veita styrki til ýmissa atriða hér austanlands til að fegra ímynd sína. Völundur hafði ákveðna skoðun á slíku, hann átaldi þá að- ila sem þægju peninga frá þeim sem unnu ættjörðinni mein, enda eðlileg viðbrögð við að sjá landið sem okkur er falið að gæta til komandi kynslóða svo sárt leikið með græðgina að leiðarljósi. Völundur var maður öræfanna frá því að hann settist að á Aust- urlandi og ferðaðist með félögum sínum um hálendi austurlands. Hann hafði glöggt auga fyrir um- hverfinu; landinu, fuglum himins og dýrum merkurinnar. Fyrir 1970 reistu Völundur og félagar hans sæluhús við vatnið í Grágæsadal inn við ána Kreppu. Þar höfðu þeir oft viðkomu á ferð- um sínum um öræfin. Löngu seinna fór Völundur að hlúa að þeim litla gróðurreit sem var við vatnið í dalnum. Þetta starf hans jókst ár frá ári og nú síðustu ár var hann meira og minna sumar- tímann að sinna þessu áhugamáli sínu; að gróðursetja tré og blóm og reisa lítil hús sem féllu inn í landið. Og aldrei hafði hann meiri viðveru við vatnið en þetta síðasta sumar sem var einstakt sólarsum- ar og þurrkur mikill enda var Völ- undur að vökva gróður við vatnið þegar kallið kom að kvöldi 30. ágúst síðastliðinn. Við sem þekktum Völund eig- um margs að minnast. Minnis- stæðar heimsóknir, stundirnar við eldhúsborðið á Vaði þar sem málin voru krufin til mergjar. Völ- undur var fljótur að sjá lausn á ýmsum málum, til dæmis lagfær- ingar og breytingar á hlutum svo sem byggingum og fleiru, þá seildist hann gjarnan ofan í vasa sinn eftir blýantsstubbi, rétti fram hendina og sagði: „Hvar er blað?“ og var svo fljótur að teikna og útskýra lausn á vandamálinu. Nú er komið að leiðarlokum. Völundur rennir ekki oftar í hlað á Vaði á Mússónum sínum. En minningin um þann mæta mann geymist og leggur þær skyldur á herðar okkar sem eftir lifa að halda hugsjónum hans á lofti. Við kveðjum Völund með sökn- uði og þakklæti. Guðmundur og Gréta á Vaði. Völundur Jóhannesson bóndi í Grágæsadal hefur kvatt þennan heim og er horfinn í blómagarðinn sinn. Ég kynntist Völundi sem lær- lingur í trésmíði hjá KHB en hann tók þá við rekstri trésmiðjunnar. Hann hafði mikinn áhuga á öræfaferðum en það passaði ekki alveg við 17 ára ungling sem hafði meiri áhuga á sveitaböllum en eyða helgum á heiðum uppi. En Völundur var fylginn sér og því endaði ég í ferðum með honum á Brúaröræfi. Í þessar ferðir var farið eldsnemma að morgni og komið aftur um miðja nótt. Þá kom Völundur með þá hugmynd að byggja skála í Grágæsadal þannig að við gætum gist. Þennan skála byggðum við nokkrir fé- lagar í einingum á verkstæði KHB. Sumarið 1967 var hann fluttur inn eftir og settur saman. Í þennan leiðangur fór fríður hópur fólks úr Egilsstaðaþorpi og þar með talin Anna, kona mín, en hún hafði ekki kynnst fjallaferðum áð- ur og ferðin því ógleymanleg en notalegra fannst henni að gista í skálanum síðar en í tjaldinu forð- um. Völundur var búinn að velja húsinu stað og stjórnaði hópnum enda gekk þetta fljótt og vel en áður hafði Völundur fengið leyfi Halldórs bónda á Brú til að byggja húsið í Grágæsadal. Síðar bað hann mig að koma með til- lögur að stækkun á húsinu og í framhaldinu gerðum við löglega uppdrætti sem hann fékk sam- þykkta af byggingarnefnd Jökul- dalshrepps. Völundur byrjaði strax að gera tilraunir með upp- græðslu á svæðinu sem þróaðist svo í lystigarð með alls konar gróðri, göngustígum, bekkjum og húsum og er ævintýraheimur í dag. Nýjasta húsið byggði hann í sumar og hann tjaldaði gamla tjaldinu sínu á stofugólfinu hjá sér sem módel fyrir húsið. Kárahnjúkavirkjun er sérkapí- tuli en ekki var hann hrifinn af þeim náttúruspjöllum sem þar voru unnin. Sumarið 2018 var ég fyrir aust- an og heimsótti Völund og spjöll- uðum við lengi yfir kaffibolla en Völundur var fróður maður og sagði skemmtilega frá og stutt í húmorinn. Þegar ég kvaddi segir hann: „Ég ætla að bjóða þér í skemmtiferð,“ það var að sjálf- sögðu í Grágæsadal. Þessi ferð er ógleymanleg og margar sögur og fróðleik fékk ég þann dag en Völ- undur kunni góð skil á örnefnum og gróðri. Að sjálfsögðu hlúðum við að plöntunum, svo og lögðum við nokkrar hellur í lystigarðinn, tókum upp kartöflur og suðum okkur. Það var oft gestkvæmt hjá Völundi í Grágæsadal og fólk kom þangað úr öllum heimshornum enda allir velkomnir og Norð- mönnum kenndi hann vegabætur, Þjóðverjum að flytja til jarðefni í hjólbörum og Frökkum að leggja náttúrusteinhellur, svo eitthvað sé nefnt. Allir fóru ánægðir frá Völundi og örugglega fróðari og betri menn. Völundur kom venjulega suður um hátíðir og dvaldi hjá dætrum sínum og fjölskyldum, þær ásamt eiginmönnum stóðu þétt að baki honum og hjálpuðu í Grágæsadal. Í þessum ferðum fengum við hann oft í heimsókn og spjall. Ég kann ekki betri kveðjuorð um vin minn sagnamanninn og náttúruunnandann Völund en segir í Hávamálum: en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við Anna vottum fjölskyldunni allri hugheila samúð okkar. Björn Helgason. Hugtakið landvættur kom ósjálfrátt í hugann hjá mörgum þegar Völundur Jóhannesson átti í hlut meðan hann var lífs; land- vættur öræfanna norðan Vatna- jökuls. Þar var ríki þessa einstæða manns, og „sem kóngur ríkti hann með sóma og sann“ hvert sumar á landinu bláa í nábýli við djásnið í kórónu landsins, Kverkfjöll í Vatnajökli. Með eigin höndum reisti hann sér þá höll sumarlands- ins, þar sem hann dvaldi langdvöl- um öll sumur og virkjaði sólarork- una til nytja og var síðustu árin með símasamband þótt Grágæsa- dalur við Grágæsavatn væri nokk- urn veginn einhver afskekktasti staður á Íslandi. Grasagarðurinn, sannkallaður hallargarður sakir síns ótrúlega skrúðs plantna í 640 metra hæð yfir sjávarmáli, hýsti tugi, ef ekki meira en hundrað teg- undir plantna. Og víða um Brúar- öræfi má nú sjá litla reiti með plöntum, sem natnar og vinnulún- ar hendur hins ríflega níræða öld- ungs gróðursettu. Þau ár sem báturinn Örkin var notaður til siglinga og myndatöku af sökkvandi landi réði hjálp Völ- undar úrslitum um að hægt væri að hefja þá siglingu. Þegar dvalið var í útilegu á Brúaröræfum var ekki ónýtt af vita af Völundi vak- andi og sofandi yfir ríki sínu, sem megindjásnin, Herðubreið, Snæ- fell og Kverkfjöll standa vörð um. Þau blasa við frá Prestahæð þar sem einn af litlu gróðurreitunum hans Völundar við Lyklastein gleður augað. En nú er sem sól hafi sortnað á öræfunum og náttúran öll drúpi höfði við fráfall þessa yfirlætis- lausa og stórmerkilega varð- manns íslenskra óbyggða. Útför Völundar er gjörð á Degi íslenskrar náttúru, en fyrir nokkrum árum fékk hann nátt- úruverndarviðurkenningu Sigríð- ar í Brattholti á þeim degi. Ósk hans um starfslok annasamrar ævi lá fyrir en var orðuð í ljóðinu Flökkusál fyrir um 20 árum: Sitjandi í auðninni upp við stóran stein starandi á jökulinn ég bera vil mín bein. Dagur var að kveldi kominn í kyrrð og friði öræfanna þegar hann kvaddi hljóðlega aleinn í Grágæsadal og hélt á vit herra síns. Hans er sárt saknað, en andi hans mun svífa áfram yfir fjallanna firrð og lifa með syrgj- endunum, sem þakka fyrir það að hafa fengið að njóta mannkosta þessa magnaða verkamanns Drottins í grasgarðinum í auðn- inni. Ómar Ragnarsson. Völundur Jóhannesson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, ALBERTS VALDIMARSSONAR bifvélavirkjameistara. Guðrún Albertsdóttir Eva Ásrún Albertsdóttir Valdís Albertsdóttir Dóra Þórdís Albertsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, áður búsettrar á Brimhólabraut 13, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum. Hjálmar Guðmundsson Pálína Úranusdóttir Ólafur Guðmundsson Hrefna Guðjónsdóttir Sigurjón Guðmundsson Guðni Guðmundsson Þórdís Njarðardóttir Sigrún Guðmundsdóttir ömmu- og langömmubörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, LEIFS EIRÍKSSONAR kjötiðnaðarmanns, Rjúpnasölum 14, sem lést laugardaginn 28. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða og Sunnuhlíðar fyrir hlýju og góða umönnun. Guðrún Alda Jónsdóttir Eiríkur Leifsson Laufey Vilmundardóttir Jón Leifsson Gígja Gylfadóttir Gunnhildur Leifsdóttir Linda Leifsdóttir barna- og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR EGILSDÓTTUR, áður búsett í Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Sléttuvegi fyrir hlýhug og góða umönnun. Oddný Þóra Sigurðardóttir Hrafn S. Melsteð Eva G. Sigurðardóttir Erna G. Sigurðardóttir Anna Signý Sigurðardóttir Kamel Benhamel Einar, Aldís, Sigurður Már, Sigursteinn Orri, Örn Calvin, Sólon, Embla Signý, Guðný Líf, Telma Lovísa og Sigurður Leó Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR leikskólakennari, Þorrasölum 5-7, sem lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 9. september, verður jarðsungin frá Lindakirkju mánudaginn 20. september klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Magnús Kr. Halldórsson Unnur Gyða Magnúsdóttir Maron Kristófersson Ólafur Magnússon Rakel Ýr Sigurðardóttir Halldór Guðjón Magnússon Erna Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.