Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 51

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 ✝ Jakob Óskar Jónsson fæddist í Skarðshlíð undir Austur-Eyjafjöllum 28. október 1940. Hann lést á Land- spítalanum 3. sept- ember 2021. Foreldrar hans voru Jón Hjörleifs- son, bóndi og odd- viti í Skarðshlíð, f. 12. júlí 1898, d. 23. júlí 1973 og Guðrún Sveins- dóttir frá Selkoti, húsfreyja, f. 25. ágúst 1897, d. 15. maí 1983. Jakob Óskar ólst upp í Skarðs- hlíð og var yngstur átta systk- ina en þau eru: 1) Sveinn, f. 30. júní 1924, d. 30. maí 1983. 2) Hjörleifur, f. 28. september 1925, d. 7. maí 2011. 3) Guðni, f. 24. september 1927, d.18. febr- úar 2014. 4) Tómas, f. 25. apríl 1929, d. 1. ágúst 1998. 5) Sigríð- ur, f. 27. nóvember 1932. 6) Anna, f. 5. ágúst 1936, d. 23. mars 2007. 7) Hilmar Eyjólfur, f. 15. nóvember 1938, d. 15 maí 2019. Jakob kvæntist Jónínu Karls- dóttur, f. 13. júní 1940, þann 14. júní 1963. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Stefán Daní- börn. Fyrir átti Heiðar Ólaf Inga, f. 1980, í sambúð með Höllu Jónsdóttur og eiga þau 4 börn 3) Guðbjörg Hjördís, f. 2. janúar 1965, í sambúð með Ragnari Kr. Gunnarssyni, f. 11. apríl 1963. Dóttir þeirra er Jón- ína Rún, f. 21. maí 1991, í sam- búð með Sindra Má Sigurðssyni, þau eiga tvö börn. Ragnar á einnig börnin Elvu Björk, f. 1980, hún á 3 börn, Finn Mar, f. 14. febrúar 1994. 4) Guðný Erla, f. 13. mars 1973, gift Ali Mobli, f. 19. janúar 1974. Þau eiga einn son Anton Arash, f. 3 nóvember 2007. Jakob stundaði nám í Skarðs- hlíð, Héraðsskólanum á Skógum og síðar í Verzlunarskóla Ís- lands 1956-58. Hann hóf störf hjá Fiskifélagi Íslands árið 1958 sem sendill en tók svo við stöðu deildarstjóra aflatrygginga- sjóðs hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu og síðar Fiskistofu og starf- aði þar til 2005. Samhliða sínu aðalstarfi var Jakob tónlist- armaður og lék með hinum ýmsu hljómsveitum í tæp 60 ár. Jakob sat í stjórn SÁÁ, einnig var hann einn af stofnendum AA-deildarinnar í Árbænum í kringum 1980 og fylgdi því starfi fast eftir í tæp 40 ár. Jakob var ötull stuðnings- maður íþróttafélagsins Vals og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Útförin fer fram frá Árbæj- arkirkju 16. september 2021 klukkan 13 elsson, prentari í Reykjavík, f. 8. apr- íl 1902, d. 21. des- ember 1951, og Eva Björnsdóttir hús- freyja, f. 31. júlí 1911, d. 31. ágúst 1950. Jakob og Jónína hófu búskap í Reykjavík 1963 og keyptu í Árbænum 1966 og héldu heimili þar allar götur síðan. Jakob og Jónína eignuðust þrjár dætur saman en fyrir átti Jónína eina dóttir sem Jakob gekk í föðurstað. Dæturnar eru 1) Sigríður Eva, f. 25. nóvember 1960. Börn hennar eru Símon Karl, f. 6. september 1977, Sæv- ar Karl, f. 8. maí 1991, í sambúð með Salóme Jónsdóttir, Stefanía Ósk, f. 8. maí 1991, í sambúð með Pálmari Helga Tómassyni þau eiga tvö börn. 2) Guðrún Ósk, f. 22. október 1963, gift Heiðari Bjarnasyni, f. 10. febr- úar 1960. Börn þeirra eru Jakob Óskar, f. 15. janúar 1986, hann á einn son, Ágúst Bjarna, f. 13. júlí 1988, og Rebekka Ósk, f. 22. júní 1991, í sambúð með Óðni Helgasyni, saman eiga þau tvö Elsku pabbi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Við áttum eftir að fara með þér í haustferð til Spánar í hitann þar sem þú elskaðir að vera. En æðri máttarvöld gripu inn í og sóttu fallega engilinn sinn sem var búinn að þjóna öllum í kring- um sig af alúð og umhyggju og setti sjálfan sig alltaf í síðasta sæti. Pabbi ætlaði alltaf að verða prestur, en lífshlaupið tók við og hann vann, lá við allan sólarhring- inn, til að geta séð fyrir heimilinu og öllum börnunum sem hlóðust upp. Köllunin kom í kringum 1978 þegar pabbi fór í fimm daga áfengismeðferð í Hlaðgerðarkot, þá byrjaði hann að stunda AA- fundi í Langholtskirkju og stofn- aði í kjölfarið AA-deild í Árbæn- um ásamt góðum félaga sínum. Þeir fengu aðstöðu í KFUK- og M-húsinu en þar fylltist húsið fljótt þannig að þeir fluttu síðar með starfið í Árbæjarkirkju og sinnti hann því af mikilli um- hyggju enda hans aðaláhugamál. Pabbi eignaðist fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina. Stærsti vinahópurinn kom úr AA- samfélaginu, hljómsveitabrans- anum og Íþróttafélaginu Val. Frændgarðurinn var líka stór og pabbi var stoltur af öllum frænd- systkinum sínum. Hann hugsaði alltaf um alla aðra áður en hann hugsaði um sjálfan sig, t.d. vildi hann ekki trufla starfsfólkið á spítalanum því það hafði nóg að gera. Hann hringdi í okkur dæturn- ar daglega til að athuga hvort það væri ekki örugglega allt í lagi með börn og barnabörn og hvað væri að frétta af þeim. Við munum sakna þess sárlega að fá ekki lengur þessi símtöl frá pabba. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þínar dætur, Guðrún, Guðbjörg, Guðný og Eva. Elsku afi. Ég næ því ekki enn að ég muni aldrei aftur sjá þig, heyra frá þér, faðma þig. Þú varst sá sem passaðir upp á mig, alltaf að athuga með mig, gladdist með mér á góðum tímum og hug- hreystir mig á slæmum. Þeir sem þig þekkja vita að fjölskyldan var þér allt og þú varst tilbúinn að ganga í gegnum eld fyrir okkur. Mér finnst sárt að Hjördís og Grétar fái ekki tækifæri til að kynnast þér betur, yndislega og góðhjartaða manninum sem þú varst. Þau munu fá að heyra sög- ur af þér; ísbíltúrunum til Hvera- gerðis, píanóundirspilinu þínu meðan ég söng úr mér lungun fyrir framan spegilinn og síðast en ekki síst Spánarferðunum, þar sem þú naust þín best liggjandi í sólbaði. Þú varst kletturinn minn, föðurímynd, besti vinur og fyrir- mynd í einu og öllu. Ég sakna þín svo sárt en ég veit að þú ert kom- inn á betri stað og þar var tekið á móti þér fagnandi. Ég veit að þú fylgist með og passar upp á okkur hvar sem þú ert. Mér þykir svo vænt um þig og mun ávallt gera. Hvíldu í friði elsku besti afi Jakob. Þangað til við sjáumst næst. Jónína yngri. Að kveðja samferðamann er alltaf erfitt. Minningarnar streyma fram um góðan mann. Jakob var móðurbróðir minn. Hann var mörgum kostum gædd- ur, hann söng t.d. eins og engill, var í hljómsveit frá unga aldri, spilaði fótbolta með Val og var vinsæll hvar sem hann steig nið- ur. Mér er það minnisstætt í æsku, þegar amma tók fram textahefti með vinsælum dægur- lögum og horfði með aðdáun og stolti á forsíðuna sem Jakob, yngsti strákurinn hennar, prýddi og sannarlega var hann fríður maður með fallega útgeislun. Mér var hann alltaf góður og kær- leiksríkur, ég er þakklát fyrir all- ar okkar góðu stundir og síðast núna nýlega þegar við sátum og ræddum fjölskylduna og frænd- garðinn allan, sem hann var alveg með á hreinu og afskaplega stolt- ur af. Það var alltaf gaman að koma í Hraunbæinn til Diddu og Jakobs, fyrst sem krakki með ömmu og allar götur síðan, alltaf tekið á móti manni með opnum örmum, einnig voru ófáar ferðirnar sem þau komu austur í Skarðshlíð og þá var sko kátt í höllinni. Í minn- ingunni var svo mikill ævintýra- ljómi yfir þessum fallegu og glæsilegu hjónum með allar stelpurnar sínar sem voru hver annarri fallegri og fínar eins og prinsessur. Við systkinin og fjöl- skyldur kveðjum kæran frænda og vin, mamma sér á bak yndis- legum bróður og nánum vini með söknuði og von um endurfundi, við minnumst mannkosta og væntumþykju, almættið ræður og við biðjum um blessun. Didda, Eva, Guðrún Ósk, Guð- björg Hjördís, Guðný Erla og fjölskyldur, þið voruð honum allt, hann dýrkaði ykkur og dáði. Við sendum ykkur kærleikskveðjur, styrk og alla okkar elsku. Guðrún Jóna Sæmundsdóttir. „Þá kemur hann mér í hug, er ég heyri góðs manns getið,“ sagði Jón biskup helgi Ögmundsson víst oftast þegar hann heyrði að tal barst að mannkostamönnum. Hinn helgi Jón biskup mældi alla mannkostamenn við þann mann sem hann hafði alla tíð haft í mestum metum; Ísleif Gissurar- son biskup. Einhvern veginn rifjaðist þessi gamla saga upp þegar fréttin um andlát Jakobs barst. Okkar leiðir lágu saman fyrir einum sex ára- tugum. Þá var hann söngvari með vinsælustu sveitaballahljómsveit- inni á Suður- og Vesturlandi; Hljómsveit Óskars Guðmunds- sonar. Ég unglingurinn var tek- inn inn í hana eitt vorið og var síð- an viðloðandi meira og minna þar til leiðtoginn Óskar Guðmunds- son fluttist búferlum til Svíaríkis eftir síldveiðihrunið og olíukrepp- una sem fylgdi á eftir ásamt efna- hagshruni, óðaverðbólgu, gengis- hruni og atvinnuleysi (Íslands- saga í hnotskurn). Jakob reyndist fábær í öllu samstarfi og yfirhöfuð í hljóm- sveitarþvælingnum öllum – ein- staklega skapgóður og ljúfur í viðmóti, greiðvikinn og velviljað- ur öllum, sama hvað á gekk. Eitt kreppuvorið um þetta leyti reyndist mjög erfitt fyrir skóla- strák að fá sumarvinnu en þegar Jakob varð þess var hikaði hann ekki við að ráða strákinn (mig) til starfa hjá sér í Aflatrygginga- sjóði sem hann þá stýrði. Sjóður- inn var þá deild innan Fiskifélags Íslands og þarna kynntist maður mörgu eðalfólki, bæði meðal starfsfólks og innan sjávarút- vegsins. Það var eins og hlýjasta, besta og skemmtilegasta fólk landsins laðaðist að Jakobi, bæði þarna, og á sveitaböllunum um helgar. Þetta er eftirminnilegt af því hvað það var dásamlegt. Svo orti Guðmundur skáld Friðjónsson frá Sandi: Jafnvel þó í fótspor fenni, fjúki í skjólin heimaranns, gott er að signa göfugmenni, gjalda blessun minning hans, dreifa skini yfir enni, ilmi um brjóst hins fallna manns. Blessuð sé minning Jakobs Ó. Jónssonar. Stefán Ásgrímsson. Stundum getur veikleiki verið gæfa manna, ekki síst þegar þeir ná að sigrast á honum og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Jakob vinur minn Jónsson þurfti að bregðast við sínum veik- leika gagnvart áfengi fyrri hluta ævinnar og hafði fullan sigur, en ekki bara það. Jakob var virkur í starfi og umhyggju gagnvart þeim sem höfðu misst tökin og var ókrýndur leiðtogi í AA-starfi hér í Árbænum. AA-deildin sem hann stofnaði fyrir um fjórum áratugum hefur verið mjög virk og það er helst að þakka ötulu starfi Jakobs. Hann var jafnan boðinn og búinn að hjálpa þeim sem á þurftu að halda og leið- beina fólki í daglegu lífi og starfi. Jakob var fjölskyldumaður og sinnti fjölskyldu sinni vel og var stoltur af börnum sínum og barnabörnum. Sælureitur fjöl- skyldunnar var í húsinu þeirra á Spáni. Þrátt fyrir það þurfti alltaf að halda jól á Íslandi í faðmi fjöl- skyldunnar og þá lauk jafnan Spánardvölinni að sinni. Jól og áramót var ekki hægt að halda annars staðar en á Íslandi auk þess sem Jakob taldi sig hafa skyldum að gegna á þeim tíma þegar Bakkus sótti hvað fastast að ýmsum félögum auk þess sem ýmsir nýliðar komu þá jafnan og þeim þurfti að sinna og hjálpa. Jakob var ákveðinn maður og skoðanafastur og einstaklega trúr þeim málstað sem hann sam- samaði sig með og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða AA- starf, pólitík eða íþróttir. Arsenal og Valur voru alltaf bestu fót- boltaliðin í heiminum hvernig svo sem gengi þeirra var hverju sinni. Pólitíkin sem og Valur og Arsenal voru þó tekin út fyrir sviga ef AA- félagi þurfti á honum að halda eða óskað var eftir honum til að sinna þeim málefnum, sem eru til þess fallin öðrum fremur í okkar sam- félagi að gefa fólki betra líf. Við Jakob kynntumst vel í AA- starfi og hann þreyttist ekki á að skipa mér til verka á þeim vett- vangi, sem og öðrum. Þótt enginn sé foringi í AA-starfi var Jakob samt eins og eins konar stóri pabbi fyrir mánudagsdeildina í Árbænum. Við kynntumst líka vel við spilaborðið þar sem báðir voru keppnismenn og Jakob klókur spilamaður. Ekkert var gefið eft- ir á þeim vettvangi. Við vinir og félagar Jakobs söknum heilsteypts og góðs fé- laga. Ég færi Jónínu og fjölskyld- unni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þessa góða manns Jakobs vinar míns og félaga. Ég efast ekki um það að hann er nú á góðum stað í tilverunni eins og hann á skilið. Jón Magnússon. Að taka þátt í íþróttum er einn- ig að kynnast flóru af fólki sem gefur þér ánægju og auðgar lífið. Einn góður vinur í gegnum tíðina, Jakob Jónsson hefur nú kvatt. Til margra ára mátti ég búast við hringingu frá Jakobi daginn eftir leiki Vals í knattspyrnu. Leikinn þurfti að ræða og við vorum ekki alltaf sammála, þ.e.a.s. ef Valur tapaði eða gerði jafntefli, þá var frammistaða dómarans eins lík- lega ástæðan sem ég gat mögu- lega verið ósammála um. Jakob starfaði í mörg ár í stjórn knatt- spyrnudeildar Vals og stóð sig þar afar vel, var vinsæll og mikils metinn. Jakob hafði góða nær- veru, hvetjandi en þurfti aldrei að trana sér fram. Arsenal var hitt liðið í lífi Jakobs, sömu litir, og ekki kæmi mér á óvart að þáttaka Alberts Guðmundssonar hjá því fræga félagi hafi leikið þar sitt hlutverk. Jakob var gæfumaður í lífinu, kvæntist ástinni sinni Jón- ínu Karlsdóttur, Diddu. Hún var landsfræg sem dansfélagi Sæma Rokk. Sjálfur var Jakob samhliða störfum sínum sem deildarstjóri hjá Fiskifélagi Íslands, þekktur söngvari danshljómsveita sem þó vildi aldrei gefa út plötu. Við leið- arlok er hér þakkað fyrir allan stuðninginn og hvatninguna og innilegar samúðarkveðjur sendar til fjölskyldunar. Afbragðsdreng- ur er hér kvaddur. F.h. Knattspyrnufélagsins Vals, Halldór Einarsson. Gamall sveitungi og góður vin- ur, Jakob Óskar Jónsson, hefur lokið sinni jarðvist og horfið til nýrra heimkynna. Mig langar því að staldra örlítið við og minnast hans með nokkrum orðum: Við Kobbi, eins og hann jafnan var kallaður, ólumst upp undir Fjöllunum, nánar tiltekið í Aust- ur-Eyjafjallahreppi, hann í Skarðshlíð, ég á Skógum. Hann var árinu eldri en ég en við geng- um saman í skóla í sveitinni en að loknu námi í Skógaskóla skildi leiðir. Á unglingsárunum lékum við fótbolta af mikilli ástríðu, stofn- uðum knattspyrnufélagið Reyni, skipað ungum mönnum úr sveit- inni. Erfitt var á þessum árum að fá andstæðinga til að etja kappi við en þó lékum við nokkra keppnisleiki og komumst þokka- lega frá því. Annars var Kobbi lip- ur spilari og sérlega úthaldsgóður því hann virtist nánast þindarlaus þegar hlaup voru annars vegar. Hann keppti líka í lengri hlaupum á héraðsmótum og víðar með góð- um árangri. Kobbi sneri sér snemma að dægurlagasöng og starfaði með þekktum ballhljómsveitum á þeim tíma, t.d. hljómsveit Óskars Guðmundssonar frá Selfossi, sem naut feikilegra vinsælda á þeim árum. Síðar söng hann með þekktum stórhljómsveitum á vin- sælustu skemmtistöðum borgar- innar, s.s. á Röðli og í Súlnasaln- um. En lengst starfaði hann með eigin hljómsveit sem helgaði sér árshátíðar- og þorrablótsmarkað- inn og naut þar mikilla vinsælda, enda lék sveitin lögin sem fólkið þekkti og kunni. Þar lágu leiðir okkar næst sam- an því þannig háttaði til að á átt- unda áratugnum átti ég smárútu sem heppileg var til hljómsveita- flutninga. Kobbi leitaði þá til mín í nokkur skipti þegar sveitin var ráðin til dansleikjahalds á lands- byggðinni um flutning á mann- skap og hljóðfærum. Þetta vildu stundum vera töluverðar svaðil- farir enda fara áðurnefndar sam- komur yfirleitt fram um hávetur- inn þegar allra veðra er von. Kobbi vann alla tíð fulla dag- vinnu þannig að þegar vinnudegi lauk tók oft við hljómsveitaræfing og svo spilamennska um kvöldið, oft sex kvöld í viku. Kobbi var frá- bær dægurlagasöngvari og því til stórs vansa að engin hljóðritun skuli til með söng hans. Svo var það nokkru eftir alda- mótin síðustu að leiðir okkar lágu að nýju saman og nú á Spáni. Þar höfðum við Kobbi eignast okkar eigin hús, ekki langt hvor frá öðr- um og ekki spillti fyrir að góður félagi okkar undan Fjöllunum, Þorsteinn Eyjólfsson eða Steini á Hrútafelli, átti einnig hús þar skammt frá. Þarna höfum við þrír ásamt eiginkonum okkar átt frá- bærar stundir undanfarin ár, þar sem margt hefur verið skrafað og skeggrætt. Við Kobbi vorum reyndar búnir að mæla okkur mót síðar í þessum mánuði á uppá- halds kaffihúsi þeirra Jónínu á Zenia Boulevard en sá fundur kemur nú til með að frestast eitt- hvað. Jakob kannar nú nýja stigu til- veru okkar og ég veit að þar dvel- ur hann nú frelsaður frá þeirri líkamlegu þjáningu sem þjakaði hann síðustu misserin. Eftirlif- andi eiginkonu hans, Jónínu Karlsdóttur, og dætrum þeirra sendum við Ólína einlæga samúð- arkveðju. Arnaldur Árnason. Ég vil þakka yngsta föðurbróð- ur mínum, Jakobi Óskari Jóns- syni samfylgdina með nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar eru að ég vappaði um á hlaðinu heima og unglingurinn átti að gæta þess að ég færi mér ekki að voða. Þegar ég var um 10 ára aldur fór hann að spila á trompet, ég sat með stjörnur í augunum og hlustaði. Síðan kom hann með fallegu kon- una sína, hana Diddu, og þá liðu ekki mörg ár, þar til dæturnar voru orðnar þrjár. Síðar bættist sú fjórða við. Ég gat þá launað honum pöss- unina eina kvöldstund þegar ég sem unglingur var stödd í Reykjavík. Sat hjá dætrunum og sagði þeim sögur úr sveitinni. Þær hafa sennilega verið eitthvað mergjaðar, því að daginn eftir fékk ég hógværa spurningu: varstu nokkuð að segja þeim draugasögur? Jakob var alltaf mjög upptek- inn maður, spilaði og söng með hinum ýmsu danshljómsveitum í 60 ár og vann hjá Fiskifélagi Ís- lands frá 18 ára aldri. Félagsmálin voru heldur ekki skilin útundan. Þau hjónin eign- uðust hús á Spáni og dvöldu þar oftsinnis á seinni árum. Okkar samskipti fóru því að mestu orðið fram í síma eða tölvu. Stundum voru fjörug skoðanaskipti, sér- staklega fyrir kosningar. Okkar síðasta símtal fór fram í fyrra- sumar og þá var talað um alla heima og geima. Jakob átti við erfið veikindi að stríða síðustu misseri. Ég votta Diddu, dætrunum og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Inga. Jakob Óskar Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Ég man eftir því að þú gafst mér fót- boltakort í hvert sinn sem ég kom til þín, þá fórum við saman út í búð og keyptum þau og snakk. Þú gerðir líka alltaf rosalega góðan fisk handa mér. Afi var allt- af svo góður við mig og svo var hann alltaf að spyrja mömmu um mig. Elsku afi hvíldu í friði, ég sakna þín. Þinn Anton.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.