Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 52

Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 13-16 virka daga ✝ Einar Guð- laugsson fædd- ist í Reykjavík 22. febrúar 1955. Hann lést á heimili sínu 30. ágúst 2021. Hann var sonur hjónanna Guðlaugs Guðmundssonar, f. 6. ágúst 1913 á Arnarstapa í Tálknafirði, d. 30. jan. 1991 og Margrétar Dag- bjartsdóttur, f. 24. maí 1914 á Velli í Grindavík, d. 14.1. 1999. Systir Einars sammæðra var Esther Eygló Þórðardóttir, f. 12. júní 1936, d. 5. júní 2021. Árið 1990 hóf hann sambúð með Bóthildi Sveinsdóttur, f. 15.11. 1960, þau skildu. Dætur þeirra eru Margrét, f. 26.11. 1995 og Guðlaug, f. 22.1. 1998. lingalandsliðinu í handbolta. Vorið 1975 fór hann ásamt félögum sínum til Seyðisfjarðar til að spila fótbolta með Hugin, var það upphafið á góðum tengslum hans við Seyðisfjörð. Þar starfaði hann tímabundið við ýmis tilfallandi verka- mannastörf ásamt því að spila fótbolta. Síðar bjó hann í nokk- ur ár á Seyðisfirði þar sem hann rak m.a. söluturn og gerði út trillu. Hann lagði fyrir sig ýmis störf tengd iðnaði, verslun og viðskiptum, rak Prjónastofu Einars Guðlaugs- sonar hér í Reykjavík, var farandsölumaður um landið og sölumaður í Reykjavík. Árið 2000 stofnaði hann ásamt þá- verandi sambýliskonu sinni Dalfoss ehf. sem festi kaup á fasteign á Sóleyjargötu 31 og rak þar gistiheimili. Síðar bætt- ust við gistiheimili í Braut- arholti og Skipholti. Einar starfaði við rekstur fyrir- tækisins til dauðadags. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 16. sept- ember 2021, klukkan 13. Sonur Bóthildar er Stígur Már Karls- son, f. 29.11. 1983, í sambúð með Ás- dísi Guðmunds- dóttur, f. 10.4. 1981, þeirra börn: Óliver Leó, f. 6.11. 2010, Júlía Björt, f. 15.5. 2014 og Andrea Dís, f. 20.11. 2020. Fyrstu árin bjó Einar í Grindavík, en fluttist með foreldum sínum fimm ára gamall í Skipholt 45 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann gekk í Álftamýrar- skóla og síðan lá leiðin í Ár- múlaskólann þaðan sem hann útskrifaðist sem gagnfræð- ingur. Hann spilaði fótbolta með Fram og handbolta með Ármanni og keppti með ung- Við Einar vorum æskufélagar úr Álftamýrarskóla. Okkar lífs- hlaup var samofið eftir að við kynntumst. Við vorum liðsfélagar í fót- og handbolta, spilafélagar, ferðafélagar og áttum sama vina- hópinn. Við fórum saman í fyrstu utanlandsferðirnar með Fram til Færeyja og Danmerkur og við fórum saman til Seyðisfjarðar að spila fótbolta sumarið 1975, ég sem þjálfari og leikmaður og hann sem markvörður. Það var aldrei lognmolla í kringum Einar, það þekktum við félagarnir. Hann gerði í því að stuða fólk og var ekki allra, en þeir sem auðnaðist að kynnast honum betur sáu hvern mann hann hafði að geyma innst inni. Hann vildi aldrei eða gat aldrei sýnt þann mann því hann var svo mikill töffari og karl- remba út á við og hann komst ekki úr því hlutverki. Allt sem Einar tók sér fyrir hendur og sýndi áhuga gerði hann af ástríðu og sinnti því vel með sínum hætti. Hann varð unglingalandsliðsmað- ur í handbolta og var orðaður við unglingalandsliðið í fótbolta. Hann rak sjoppu til fjölda ára og söðlaði svo um og keypti eignir til að reka gistiheimili á nokkrum stöðum í Reykjavík. Einar var einn helsti stuðningsmaður ís- lenska handboltalandsliðsins og fylgdi því oft á stórmót. Hann átti líka til að hringja í mig og ræða dómaramálin, ekki til að kvarta heldur til að rökræða einstök at- vik. Einar var ekki langskóla- genginn enda hentaði slíkt um- hverfi honum illa, jafn óstýrilátum og hann gat verið, en Einar átti auðvelt með hugar- reikning sem myndi sennilega út- leggjast sem öflugt vinnsluminni hjá sérfræðingunum. Stærstu áhrifavaldarnir í lífi Einars voru Bóta og stúlkurnar tvær, Margrét og Guðlaug, sem hann eignaðist með henni. Hann dýrkaði þær og lét það oft í ljós þó svo að það hentaði ekki alltaf stund og stað enda kunni hann ekki alltaf að velja réttar tímasetningar fyrir slíkt. Við Einar fjarlægðumst hvor annan með árunum en það slitnaði aldrei á milli okkar. Bakk- us tók völdin hjá vini mínum og ég vissi að honum líkaði það illa en það vantaði eitthvað sem hann gat haft ástríðu fyrir og helgað sig því. Það er sárt að missa vin og sérstaklega þegar maður veit að það var ekki á besta tímanum í lífi hans. Mig langar að votta aðstand- endum Einars, Möggu, Gullu og öllum hinum mína dýpstu samúð um leið og ég kveð vininn sem hætti aldrei að koma mér á óvart. Guðjón L. Sigurðsson. Við Einar kynntumst í fyrsta bekk í Álftamýrarskóla, þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum yngri flokka í handbolta með Ár- manni og í fótbolta með Fram. Óhætt er að segja að Einar hafi verið forvitnilegur frá fyrstu stundu og uppátækjasamur með afbrigðum. Mamma heitin sá alla- vega ástæðu til að nefna það hvort ekki væri rétt að velja sér betri fé- laga. Ekki fór ég nú að hennar ráðum, fimmtíu ára góður vin- skapur vitnar um það Á okkar yngri árum var margt brallað ásamt Gauja, Óla, Svenna, Finnboga og Sigurjóni heitnum. Oftast var þetta græskulaust gaman, en eins og gengur meðal ungra manna kom þó fyrir að leik- ar færu aðeins úr böndunum. Þeir atburðir voru að sjálfsögðu skemmtilegastir og jafnan rifjaðir upp þegar við vinirnir hittumst á góðri stundu. Sá er best sagði frá var Einar, sem var með afbrigð- um góður sögumaður og lét sög- una sjaldnast líða fyrir sannleiks- gildi hennar. Því „miður“ starfaði sonur minn hjá honum eitt sumar, eftir það gekk verr að segja stráknum til syndanna. Sjálfum fannst honum gaman að koma öðrum í uppnám og oft var það með ofsaakstri, sem flest- ir upplifðu sem rússíbanareið og þeirri stundu fegnastir þegar út úr bílnum var komið. Einar var hörkuökumaður og hefði eflaust sómt sér í aksturskeppnum. Sögurnar um Einar eru enda- lausar. Er í raun sannfærður um að rithagir menn gætu kokkað metsölubók sem byggð væri á ævi Einars. Svo ég höfði til eins þeirra, þá var nafni hans Kárason bekkjar- og skólafélagi okkar. Ein er sú saga sem lýsti per- sónu hans hvað best. Í knatt- spyrnuleik úti í Noregi sá ég liðs- félaga minn ganga að næsta mótherja til að gefa honum gott spark í óæðri endann. Þetta kall- aði að sjálfsögðu á rautt spjald. Að leik loknum innti ég hann eftir hvað honum hefði gengið til. „Jú Gunni, ég var orðinn svo rosalega þreyttur, en ég gat bara ekki við- urkennt það fyrir þjálfaranum!“ Einar var góður vinur og vinur vina sinna. Minnist ég þess þegar ég bjó úti í Noregi, þar sem ég átti í persónulegum erfiðleikum, að ég bað hann að koma út til mín. Það leið ekki langur tími þar til hann birtist. Á þessum árum var hann á kafi í íþróttum og var í raun að fórna meiru en ég gerði mér grein fyrir þá. Síðari ár vann ég mikið fyrir Einar. Þótt Einar væri mik- ill skapmaður og gæti verið þver minnist ég þess ekki að styggð- aryrði hafi fallið okkar á milli, öll þau ár sem við unnum saman. Lífið var Einari um margt gjöf- ult. Átti bestu mömmu í heimi, góðan vinahóp, var góður íþrótta- maður, átti m.a. unglingalands- leiki á Norðurlandamóti í hand- bolta. Ferðaðist mikið, oft sem dyggur stuðningsmaður hand- boltalandsliðsins. Átti hamingju- rík ár með stelpunum sínum og Bóthildi. Farsæll í viðskipum o.s.frv. Því miður fór hin síðari ár að halla undan fæti og óregla varð sí- fellt stærri hluti af lífi hans, með tilheyrandi afleiðingum. Svo fór að hann tapaði þeim leik. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir samferðina, mikið hefði ég viljað reynast þér betur þína síðustu daga. Bóta, Magga og Gulla, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja, Gunnar Albert Traustason og fjölskylda. Einar Guðlaugsson ✝ Hörður Ragn- arsson fæddist 14. maí 1949. Hann lést 7. september 2021. Foreldrar Harðar voru Ragnar Björns- son, f. 12. júní 1920, d. 28. febrúar 1962, og Guðmunda Jó- hannsdóttir, f. 18. september, d. 22. október 1998. Bróð- ir Harðar er Heiðar Ragnarsson, f. 27. janúar 1953 og sammæðra systir Harðar er Kristín Ólafs- dóttir, f. 24. febrúar 1962. Hörður giftist Birnu Stein- grímsdóttur, f. 31. júlí 1954, d. 3. febrúar 2013 og átti með henni Drífu Harðardóttur, f. 28. júní 1977. Dætur Drífu eru Salma María, f. 18. apríl 2007 og Sara Amelía, f. 25. júlí 2009. Hörður eignaðist tvö börn með Guð- rúnu Margréti Jóns- dóttur, f. 13. ágúst 1963, d. 17. janúar 2019: Unu Harðar- dóttur, f. 14. febrúar 1989 og Ragnar Harðarson, f. 26. júní 1990. Útför Harðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 16. sept- ember 2021, klukkan 13. Streymi má finna á: https://www.akraneskirkja.is/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Ég kynntist Herði fyrst árið 1973 þegar við spiluðum saman í ÍA-liðinu á móti ÍBV. Hörður var hægri bakvörður. Á vinstri kantinum hjá ÍBV var 18 ára peyi sem þá hafði vakið mikla at- hygli. Hörður fékk nóg að gera og skilaði vörninni með prýði. Mottóið var: „Aldrei bæði bolti og maður fram hjá.“ Peyinn varð seinna einn af bestu knatt- spyrnumönnum Evrópu, en knattspyrnuferillinn hjá nafna varð ekki lengri. Það var hins vegar badmin- toníþróttin sem átti allan hug Harðar. Hann var góður bad- mintonspilari. Hann var líka mjög öflugur í félagsmálunum. Hann gaf sig 100% í þetta. Á þessum árum var badmintoní- þróttin hátt skrifuð á Akranesi og unglingastarfið afburðagott. Félagið átti marga Íslandsmeist- ara og landsliðsmenn. Hörður átti stóran þátt í því. Hann var sæmdur gullmerki ÍA og BSÍ. Íþróttahúsið við Vesturgötu var tekið í notkun 1975. Hörður var einn af þeim sem unnu sjálf- boðavinnu við byggingu hússins. Það er fræg sagan af því þegar búið var að leggja dúk á gólfið í salnum og merkja vellina. Hörð- ur átti erindi niður í hús þegar merkingu var nýlokið. Hann kom strax auga á að mistök höfðu verið gerð við merkingu badmintonvallanna, þeir voru of litlir, það munaði breidd línanna. „Þetta verður að laga,“ sagði nafni. Verktakinn reyndi að malda í móinn og sagði þetta bara smáatriði. Hörður var ákveðinn. Verktakinn sá fljótt að hann hafði mætt ofjarli sínum. Mér finnst þessi saga lýsa vel skapgerð nafna: Hann var fastur fyrir og leitaði lausna. Ekki má gleyma húmornum, það var oft stutt í brosið og hláturinn. Kynni okkar Harðar voru endurnýjuð í Kaupmannahöfn 1977. Þar stundaði hann nám, bjó með Birnu fyrri konu sinni og Drífu dóttur þeirra. Það voru mikil samskipti milli þeirra og okkar Sigrúnar. Við fórum m.a. í ógleymanlega ökuferð til París- ar. Hörður keyrði. Fljótlega eftir að inn í borgina var komið vor- um við lent inni í risastóru hringtorgi. Í minningunni voru þar a.m.k. sex akreinar. Það er ekki heiglum hent fyrir ókunnuga að komast út úr svona hringtorgi. Ég lagði til við nafna að hann keyrði upp á grasið innst í hringnum og við myndum bíða eftir hjálp. Uppgjöf var ekki til í hans huga, þetta skyldi hann leysa. Áður en varði kom rúta akandi á innstu akrein. „Ég elti þennan,“ sagði hann, „hann hlýtur að fara bestu leið út.“ Engin uppgjöf heldur leitað lausna. Við Hörður unnum saman í Fjölbrautaskóla Vesturlands um margra ára skeið. Hann var góð- ur kennari, með mikla þekkingu á sínu sviði og gerði ríkar kröfur til nemenda sinna. Í fjölbraut datt Hörður í lukkupottinn. Hann kynntist seinni konu sinni, Guðrúnu Margréti. Hún var ein- stök. Því miður kvaddi hún allt of snemma, það var mikið áfall. Þau áttu Ragga og Unu. Árið 2004 fékk Hörður alvar- legt heilablóðfall. Hann var aldr- ei samur eftir. Það var aðdáun- arvert hvernig Guðrún og börnin sinntu Herði í veikindunum. Það var ekki alltaf auðvelt verkefni. Elsku Drífa, Una, Raggi og fjölskyldur, við vottum ykkur innilegustu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Sigrún og Hörður Helgason. Í dag kveð ég hinstu kveðju kæran æskuvin. Fyrstu kynni okkar Harðar voru í fótboltaferð yngri flokka á Selfoss en þá var hann nýlega fluttur á Skagann, vorum við samtíða í fótboltanum í nokkur ár en báðir spiluðum við fyrir ÍA í efstu deild. Það var svo haustið 1964 að við byrj- uðum að æfa badminton 14 og 15 ára gamlir og eftir það varð ekki aftur snúið. Við féllum báðir strax fyrir badmintoníþróttinni og æfðum og spiluðum saman í hartnær 40 ár, með hléum þegar annar hvor var ekki á landinu vegna náms eða vinnu. Við fórum báðir sem ungling- ar í stjórn Badmintonráðs Akra- ness. Var mikil vinna lögð á okk- ar ungu herðar, Hörður varð svo fljótlega formaður og bar í raun uppi badmintonstarfið á Akra- nesi í fjölda ára eftir það. Hann var fyrsti formaður Badminton- félags Akraness við stofnun þess 1976, hann sá að mestu um að skipuleggja öll badmintonmót á Akranesi, meðal annars Íslands- meistaramót. Auk þess tók hann að sér þjálfun og átti frumkvæði að því að fá erlenda badmin- tonþjálfara. Mesta afrek hans var að ráða indverska afreks- þjálfarann Dipu Ghosh en hann átti eftir að gjörbreyta badmin- toni á Akranesi til hins betra. Hörður var heiðraður fyrir störf sín meðal annars af BSÍ og nú síðast af Badmintonfélagi Akra- ness í tilefni af 40 ára afmæli þess. Margar ómetanlegar minning- ar á ég frá badmintonárunum. Margar ferðir fórum við saman innanlands sem utan, eftirminni- legust er ferð til Færeyja 1971 þegar 10 bestu badmintonspil- arar Íslands kepptu við Fær- eyinga. Sama ár ollum við Hörð- ur miklu uppþoti í badminton- heiminum þegar við tókum upp á því í úrslitaleik Íslandsmótsins að gefa upp út fyrir stöng en við því áttu andstæðingarnir engin svör. Var þetta dæmt löglegt, en eftir þetta mót var lögunum breytt. Árum saman sóttum við æfingar til Reykjavíkur til að fá sterkari mótspilara. KR-ingar voru svo vinsamlegir að leyfa okkur að æfa með þeim án þess að ganga í félagið, en að sjálf- sögðu kom það aldrei til greina hjá okkur Herði að spila fyrir annað félag en ÍA. Mikið var á sig lagt, keyrt fyrir fjörðinn vikulega hvernig sem viðraði á Grána gamla, en Hörður átti gráan Ford Taunus sem honum tókst á óskiljanlegan hátt að halda alltaf gangandi. Oft var svo haldið austur fyrir fjall eftir æfingar hjá KR, móðir hans á Oddgeirshólum heimsótt og gjarnan skroppið á sveitaball í leiðinni. Einu sinni þegar við vorum á ferð í Hvalfirðinum brá okkur í brún þegar dekk skopp- aði fram úr bílnum og enn meira brá okkur þegar við uppgötv- uðum að þetta var dekk undan bílnum okkar, en allt fór það vel. Árið 2004 fékk Hörður alvar- legt heilablóðfall og var eftir það að mestu bundinn við hjólastól og átti erfitt með að tjá sig. Það var mikið happ fyrir Hörð að eiga sterka og góða fjölskyldu að. Guðrún eiginkona hans stóð eins og klettur við hlið hans allt þar til hún lést langt fyrir aldur fram 2019 og síðan hafa börnin þrjú verið dugleg að koma heim frá Danmörku til að vera hjá honum. Hugur minn er hjá þeim í dag og votta ég þeim og fjöl- skyldunni allri innilega samúð mína. Jóhannes Guðjónsson. Hörður Ragnarsson Sunnudaginn 29. ágúst sl. lést á Land- spítalanum heiðurs- maðurinn Sæmundur Knútsson eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast hans með nokkrum orð- um, nú þegar hann hefur kvatt þetta líf. Kynni okkar hófust þeg- ar leiðir okkar lágu saman í öðrum bekk gagnfræðasviðs Austurbæj- arskólans og náðum við fljótt sam- an, en við vorum báðir tiltölulega nýkomnir heim eftir búsetu er- lendis. Mér er minnisstætt að Sæ- mundur hafði þegar þá, fjórtán ára gamall, áberandi fágað yfir- bragð og framkomu, sem hann reyndar bar til æviloka. Sæmundur lauk stúdentsprófi frá MÍ og síðan viðskiptafræði við HÍ en hugur hans stefndi annað og nam hann hjúkrunarfræði, sem Sæmundur Knútsson ✝ Sæmundur Knútsson fæddist 1. ágúst 1954. Hann lést 29. ágúst 2021. Útför Sæmundar fór fram 9. sept- ember 2021 í kyrr- þey. hann starfaði síðan við meðan heilsan leyfði og eru ógleym- anleg falleg ummæli skjólstæðings hans af Grund, sem ég las í viðtali skömmu áð- ur en fundum okkar bar saman á ný og við endurnýjuðum vináttuna eftir rúm- lega þrjátíu ára hlé. Sæmundur átti son og dóttur í Hollandi sem hann var ákaflega stoltur af og áttu þau verðugan sess í hjarta föður síns. Sá mannkostur Sæma sem ég dá- ist nú eftir á að hyggja mest að er líklega sá að aldrei minnist ég að hafa heyrt hann hallmæla nokkr- um manni, né örlaði á sjálfsvor- kunn, þótt lífið léki ekki beinlínis við hann. Síðustu árin fór líkamlegri heilsu hans ört hrakandi, en nú þegar rúbertunni hér er lokið gæti ég best trúað að Sæmundur sæti nú léttur í bragði við bridgeborðið hinum megin með Skara vini sín- um gegn öllum helstu meisturum uppáhaldsíþróttarinnar. Jónatan Karlsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.