Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 62

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Vestri – Valur ........................................... 2:1 ÍR – ÍA....................................................... 1:3 Fylkir – Víkingur R.................................. 0:1 HK – Keflavík ........................................... 3:5 Lengjudeild karla Grótta – Fram........................................... 8:0 Staðan: Fram 21 17 4 0 52:16 55 ÍBV 20 14 2 4 39:18 44 Fjölnir 21 12 3 6 37:21 39 Kórdrengir 21 11 5 5 36:25 38 Grótta 21 11 2 8 50:37 35 Vestri 20 10 2 8 33:35 32 Grindavík 21 7 5 9 36:41 26 Selfoss 21 7 3 11 35:43 24 Afturelding 21 6 5 10 36:48 23 Þór 21 5 5 11 30:35 20 Þróttur R. 21 4 2 15 37:50 14 Víkingur Ó. 21 1 2 18 24:76 5 Undankeppni EM U19 kvenna Ísland – Svíþjóð ........................................ 1:2 _ Ísland mætir Frakklandi á laugardag og Serbíu á þriðjudag en leikið er í Stara Pa- zova í Serbíu. Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Club Brugge – PSG.................................. 1:1 Manch. City – Leipzig.............................. 6:3 B-RIÐILL: Atlético Madrid – Porto........................... 0:0 Liverpool – AC Milan............................... 3:2 C-RIÐILL: Besiktas – Borussia Dortmund............... 1:2 Sporting – Ajax......................................... 1:5 D-RIÐILL: Sheriff – Shakhtar Donetsk .................... 2:0 Inter Mílanó – Real Madrid .................... 0:1 England B-deild: Swansea - Millwall................................... 0:0 - Jón Daði Böðvarsson var ónotaður vara- maður hjá Millwall. Belgía Bikarkeppnin, 5. umferð: Diegem - Lommel .................................... 2:4 - Kolbeinn Þórðarson leikur með Lommel. Lettland Riga - Daugavpils .................................... 7:1 - Axel Óskar Andrésson var ekki í leik- mannahópi Riga. Bandaríkin New York City - Dallas ........................... 3:3 - Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn með New York City og lagði upp mark. Noregur B-deild: Aalesund - Grorud................................... 6:2 - Davíð Kristján Ólafsson lagði upp tvö mörk fyrir Aalesund og lék allan leikinn. Sogndal - Raufoss .................................... 2:1 - Emil Pálsson lék fyrstu 82 mínúturnar með Sogndal. 50$99(/:+0$ Meistaradeild karla A-riðill: Zagreb - Aalborg................................. 24:34 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðar- þjálfari liðsins. Montpellier - Pick Szeged .................. 29:29 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Montpellier. Þýskaland Sachsen Zwickau - Dortmund ........... 26:34 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Danmörk Odense - Ringköbing........................... 35:18 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 4 skot í marki Ringköbing. Köbenhavn - Skanderborg................. 26:30 - Steinunn Hansdóttir leikur með Skan- derborg. Noregur Drammen - Kristiansand.................... 36:20 - Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Drammen. Storhamar - Oppsal............................. 36:20 - Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Oppsal. .$0-!)49, VÍS-bikar kvenna, undanúrslit: Fjölnir – Njarðvík ................................ 65:60 Valur – Haukar..................................... 59:68 _ Fjölnir mætir Haukum í úrslitaleik í Smáranum í Kópavogi hinn 18. september. 57+36!)49, Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kórinn: HK – KA....................................... 18 Víkin: Víkingur – ÍBV ............................... 18 Hertz-höllin: Grótta – Valur................ 19.30 Körfuknattleikur VÍS-bikar karla, undanúrslit: Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR ............ 18 Garðabær: Stjarnan – Tindastóll ............. 20 Í KVÖLD! Arnór Borg Guðjohnsen, sóknar- maður Fylkis í knattspyrnu, gekkst á dögunum undir aðgerð vegna kviðslits og verður því ekki meira með á tímabilinu. Meiðslin hefur hann glímt við frá því í apríl en hef- ur þrátt fyrir það spilað 11 af 20 deildarleikjum Fylkis í sumar og skoraði í þeim eitt mark. Hann spil- aði síðast í 0:2-tapi gegn Stjörnunni en sá leikur fór fram 23. ágúst. Fylkir rær lífróður í Pepsi Max- deildinni þar sem liðið er í næst- neðsta sæti, fallsæti, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Framherji Fylkis frá út tímabilið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Árbær Arnór Borg, til vinstri, gekkst undir aðgerð í London. Helgi Sigurðsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær en Helgi tók við Eyjamönnum haustið 2019 eftir að liðið féll úr úrvals- deildinni en þar áður hafði hann stýrt Fylki frá árinu 2016. ÍBV hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar sumarið 2020 en liðið endaði í öðru sæti 1. deildarinnar í sumar og leik- ur því í úrvalsdeildinni að ári. ÍBV er því í þjálfaraleit en Jón Þór Hauksson og Hermann Hreiðarsson hafa verið orðaðir við starfið. Lætur af störf- um í Eyjum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Hættur Helgi Sigurðsson tók við Eyjamönnum haustið 2019. HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Ríkjandi Íslandsmeisturum Vals er spáð efsta sætinu í úrvalsdeild karla í handkattleik, Olísdeildinni, í spá fyr- irliða, þjálfara og forráðamanna fyrir komandi keppnistímabil. Nýliðum Víkinga og HK er báðum spáð falli og þá má eiga von á harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Haukar unnu deildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili en Val- ur náði á endanum að krækja í 3. sætið með góðum endaspretti. Vals- mönnum óx stöðugt ásmegin í úr- slitakeppninni og höfðu að lokum öruggan sigur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Hauk- um með tveimur sterkum sigrum. Því er búist við að þessi tvö lið verði sterkust á komandi tímabili og komi til með að berjast um titilinn. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, lét nokkrum sinnum hafa það eftir sér í viðtölum eftir leiki á síðasta tímabili að hann væri ekkert að pæla í deildarmeistaratitlinum. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann þó ein- falda ástæðu fyrir því: „Ég held að ég hafi ekki verið að stressa mig á hon- um út af því að ég gat ekki unnið hann. Þegar mótið byrjar viljum við vera þarna eins og öll lið. Auðvitað var ég ekki ánægður með niðurstöð- una hjá okkur í deildinni í fyrra. Við vorum mjög kaflaskiptir. En það er gömul saga og ný að við viljum vera að berjast um þessa titla sem eru í boði. Við nálgumst ekki neina keppni án þess að ætla okkur alla leið. Við verðum fúlir ef það gengur ekki eftir. Auðvitað er þetta þéttur pakki, mörg lið og margt sem getur gerst.“ Á komandi tímabili vonast Snorri Steinn eftir því að Valsliðið sýni meiri stöðugleika í deildinni og verði í al- mennilegri toppbaráttu þar. „Ég geri mér vonir um það. Mér fannst við ekki veita Haukum nærri því nægi- lega mikla keppni hvað deildina varð- ar í fyrra. Við töpuðum of mörgum leikjum, vondum leikjum. Við viljum gera betur þar, það er engin spurn- ing.“ Vitanlega væri svo mikilvægt að toppa á réttum tíma líkt og Valur gerði á síðasta tímabili „Það er líka alveg á hreinu að þetta snýst um að vera á flugi á réttum tíma. Það er kúnst að geta gert bæði og alvöru lið geta haldið uppi þessum standard,“ bætti Snorri Steinn við. Þéttur miðjupakki Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, býst við gífurlega harðri keppni um sæti í úrslitakeppninni í vetur. Hann telur að allt geti gerst hjá liðunum sem er spáð í 3.-9. sæti. Þrátt fyrir mikla blóðtöku með brottför hægri skyttunnar Einars Rafns Eiðssonar til KA sagði Ásbjörn FH-inga þó hvergi bangna. „Væntingar okkar eru allavega að ná heimaleikjarétti eftir deilda- keppnina. Okkur er spáð 4. sæti og hefur verið spáð frá 3. niður í 6. sæti í þessum spám. Val og Haukum er spáð í fyrsta og öðru sæti í þeim flest- um en mér finnst hafa verið rosalega lítill munur á þessum liðum sem er spáð í 3.-8. sæti, ásamt Frömurunum, þeir eru öflugir líka. Það verður lítill munur á þessum liðum í vetur,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvað FH þurfi að gera til þess að halda sér sem efst í deildinni sagði Ásbjörn: „Við erum ágætlega rútínerað lið að stórum hluta. Það sem breytist í ár frá því í fyrra er að við erum að fá tvo nýja leikmenn í útilínuna. Við erum að fá Jóhann Birgi til baka, sem gat lítið leikið með okkur í fyrra eftir að hann kom eftir áramót, og við erum að fá nýja hægri skyttu [Litháann Gytis Smantaus- kas] alfarið. Það breytir því að við þurfum að pússa nýja leikmenn inn í ný hlut- verk og það verður vinnan á næstu vikum og mánuðum. Ef það tekst vel og við náum að pússa liðið vel saman bæði varnar- og sóknarlega – því fyrr sem það gerist, þeim mun fleiri stig munum við fá. Það er bara vinna og skemmtileg áskorun að finna sæti fyrir alla í hópnum í liðinu þannig að við séum með sem öflugasta heild.“ Getur brugðið til beggja vona Samkvæmt spánni mun Grótta sleppa naumlega við fall annað tíma- bilið í röð. Þó að Grótta hafi hafnað í 10. sæti á síðasta tímabili og sé aftur spáð þar á komandi tímabili endaði liðið fimm stigum frá 11. sætinu, sem er fallsæti, eftir feikigóða frammi- stöðu í nokkrum leikjum. „Strákarnir hafa örugglega miklar væntingar og vilja sanna sig aftur og sýna að þetta hafi ekki verið einhver „byrj- endaheppni“ í fyrra. Ég held að væntingarnar verði bara að vera þær að við stöndumst pressuna og að hin liðin taki okkur alvarlega. Núna vita andstæðingarnir hverjir eru innan okkar herbúða, hverjir leikmennirnir eru. Það mun mæða mikið á leik- mönnum okkar og þeir þurfa að taka stór skref en við erum ekki með ein- hverjar væntingar um það í hvaða sæti við ætlum að lenda. Við ætlum bara að reyna að gera það sem við gerðum í fyrra, standa í flestum lið- unum og reyna að gera leik úr hverj- um leik og reyna að bæta okkur með hverri umferðinni,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði hvorki þjálfara né leik- menn mikið vera að velta sér upp úr spánni enda gæti Grótta alveg eins sogast niður í fallbaráttu og að sama skapi gert fjölda liða skráveifu. „Það gæti allt eins farið svo að við verðum með 0 stig eftir sex umferðir og að allt verði í reyk. Svo að sama skapi getum við náð einhverjum meðbyr með góðri byrjun en það er ekkert sjálfsagt og ekkert sem við getum treyst á. Við þurfum bara að treysta á að við séum klárir og að við séum að gera okkar. Það getur vel verið að við séum að gera okkar besta en að við náum samt ekki í stig. Við gætum þurft að glíma við það en svo lengi sem menn eru að gera sitt besta, eru að berjast og gera það sem við þjálf- ararnir leggjum upp með, erum við sáttir,“ bætti hann við. Búist við Val og Haukum í sérflokki í deildinni - Íslandsmeistararnir vilja betri árangur í deild - Hörð barátta um umspilssæti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarar Valsmenn höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og voru illviðráðanlegir í úrslitakeppninni. Spáin 1. Valur 348 stig 2. Haukar 333 3. ÍBV 273 4. FH 258 5. Stjarnan 246 6. KA 209 7. Afturelding 189 8. Selfoss 187 9. Fram 131 10. Grótta 99 11. HK 57 12. Víkingur 46

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.