Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Endurkoma Cristiano Ronal- dos í ensku úrvalsdeildina var á allra vörum um helgina þegar hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Man. Utd í rúm 12 ár, í 4:1 sigri gegn Newcastle. Meðan á leiknum stóð flaug flugvél yfir Old Trafford með borða á þar sem stóð: „Trúum Kathryn Mayorga.“ Level Up- samtökin stóðu fyrir fluginu en Mayorga þessi sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í Las Vegas sumarið 2009. Í samtali við Der Spiegel ár- ið 2018 sagði Mayorga að Ro- naldo hafi verið afar ýtinn þegar þau hittust. Hún kvaðst end- urtekið hafa sagt „nei“ og að hún myndi ekki sofa hjá honum. Eftir að hann gerðist æ ágengari hafi hún haldið um kynfæri sín þegar hann stökk á hana og nauðgaði í endaþarminn án verju. Í spurningalista sem lög- fræðingar Ronaldo lögðu fyrir hann og Mayorga hefur undir höndum sagði hann sjálfur: „Hún sagði „nei“ og „hættu“ nokkrum sinnum. Ég fór inn í hana að aftan. Það var rudda- legt. Hún sagði að hún vildi þetta ekki en hún gerði sig að- gengilega. En hún hélt áfram að segja „nei,“ „ekki gera þetta“ og „ég er ekki eins og hinar stelp- urnar.“ Ég baðst afsökunar eftir á.“ Svo virðist sem þessi frá- sögn sé að stóru leyti gleymd og grafin og/eða hafi farið fram hjá fjölda fólks á sínum tíma. Miðað við það sem bæði Mayorga og Ronaldo segja fékk hann ekki samþykki fyrir kynmökum. Það að hann sé stórstjarna, einn besti knattspyrnumaður sögunnar og að þetta átti sér stað fyrir rúmum 12 árum, breyt- ir því ekki að Ronaldo þarf að fá samþykki eins og allir aðrir. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isKarlalið Hamars í blaki hefur styrkt leikmannahópinn fyrir kom- andi vetur og samið við Tomek Leik sem kemur frá KPS Gietrzwald í Póllandi. Lið Hamars er Íslands- og bikarmeistari eftir frábært gengi síðasta vetur. Í tilkynningu frá Hamri kemur fram að Leik sé ætlað að fylla skarð Radoslaw Rybak, þjálfara liðsins, en hann gegndi stóru hlutverki innan sem utan vall- ar á síðustu leiktíð. Hann mun ein- beita sér að þjálfun liðsins í vetur. Leik er 26 ára og hefur alla tíð spilað í Póllandi. sport@mbl.is Hvergerðingar fá liðsstyrk Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Meistarar Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði Hvergerðinga. ÍR er spáð efsta sæti 1. deildar karla í handknattleik, Grill 66- deildarinnar og þar með sæti í efstu deild að ári í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni en spáin var opinberuð á kynning- arfundi HSÍ í Laugardalshöll í gær. Þá er Herði frá Ísafirði spáð öðru sætinu og jafnframt sæti í úrvals- deildinni að ári en Þór frá Akureyri er spáð því þriðja. Kvennamegin er Selfossi spáð sæti í efstu deild að ári og Gróttu, FH og ÍR umspilssætum um laust sæti í deild þeirra bestu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason ÍR Breiðhyltingar féllu úr úrvals- deildinni á síðustu leiktíð. ÍR og Selfoss líkleg til afreka KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ciani Cryor átti stórleik fyrir Fjölni þegar liðið tók á móti Njarðvík í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfuknattleik í Dalhúsum í Grafar- vogi í gær. Leiknum lauk með fimm stiga sigri Fjölnis en Cryor skoraði 21 stig og tók tólf fráköst í leiknum. Það var lítið skorað í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 13:9. Njarðvíkingar sóttu í sig veðrið og tókst að jafna metin í 27:27 og þann- ig var staðan í hálfleik. Fjölniskonur mættu ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta og leiddu með þremur stigum fyrir fjórða leikhluta, 46:43. Grafarvogsliðið var svo sterk- ari aðilinn í lokaleikhlutanum og fagnaði 65:60-sigri. Sanja Orozovic skoraði 16 stig og tók níu fráköst fyrir Fjölni og þær Emma Sóldís Hjördísardóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir skoruðu 9 stig hvor. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier stigahæst með 30 stig og tólf frá- köst. Þá skoraði Diane Diene 11 stig og tók tólf fráköst. Þá tryggðu Haukar sér sæti í úr- slitum með níu stiga sigri gegn Val í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Leiknum lauk með 68:59-sigri Hauka en Valskonan fyrrverandi, Helena Sverrisdóttir, sem nú leikur með uppeldisfélagi sínu Haukum, var drjúg fyrir Hafnfirðinga og skoraði 16 stig, ásamt því að taka átta fráköst. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valskonur leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 28:26. Haukar voru sterkari í upphafi síðari hálfleiks, sneru leiknum sér í vil undir lok þriðja leikhluta og fögn- uðu sigri í leikslok. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 12 stig fyrir Hauka og Eva Margrét Kristjánsdóttir 11 stig, ásamt því að taka sex fráköst. Hjá Valskonum var Ameryst Al- ston stigahæst með 34 stig og ellefu fráköst. Það verða því Fjölnir og Haukar sem mætast í úrslitaleik í Smár- anum í Kópavogi laugardaginn 18. september. Fjölnir mætir Haukum í úrslitaleik Morgunblaðið/Unnur Karen Sókn Hafnfirðingurinn Tinna Guðrún Alexandersdóttir sækir að Vals- konum en Valsarinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir reynir að verjast. - Helena Sverrisdóttir var atkvæða- mikil gegn gömlu liðsfélögunum Grótta tók sig til og rótburstaði Aftureldingu 8:0 í næstefstu deild karla á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Pétur Theódór Árnason skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu og öll í fyrri hálfleik. Grótta var 6:0 yfir að loknum fyrri hálfleik, ótrúlegt en satt. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Gróttu og Kristófer Melsteð og Gabríel Hrannar Eyj- ólfsson sitt markið hvor. Grótta er í 5. sæti deildarinnar með 35 stig en Afturelding er með 23 stig í 9. sæti. Að undanförnu hafa þau siglt hinn lygna sjó í deild- inni sem stundum er talað um. Áttu ekki möguleika á að fara upp um deild en voru heldur ekki í mikilli fallhættu þegar á leið. Rótburst á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Markheppinn Pétur Theódór Árna- son skoraði fjögur mörk í gær. Vestri, ÍA, Keflavík og Víkingur R. leika í undanúrslitum Mjólkurbik- ars karla í knattspyrnu en 8-liða úr- slitin voru leikin í gær. B-deildarlið Vestra sló Íslandsmeistara Vals út á Ísafirði með 2:1 sigri. Vestfirðingar fóru síðast í undanúrslit keppn- innar fyrir áratug. Þá hét liðið BÍ/ Bolungarvík. Þá eins og nú sló liðið einnig út Íslandsmeistara ársins á undan en þá unnu Vestfirðingar Breiðablik 4:1 eftir framlengdan leik í 16-liða úrslitum. Þá féll liðið úr keppni gegn KR í undan- úrslitum, sem var með Hannes Þór Halldórsson í markinu. Hannes var varamarkvörður hjá Val í gær. Valur komst 1:0 yfir með marki frá Tryggva Hrafni Haraldssyni en Djúpmenn sneru taflinu við með laglegum mörkum frá Jesus Maria Meneses og Martin Montipo. Skagamenn lentu undir gegn c- deildarliði ÍR í Breiðaholti en unnu 3:1. Pétur Hrafn Friðriksson skor- aði fyrir ÍR en Þórður Þ. Þórðar- son, Gísli Laxdal Unnarsson og Guðmundur Tyrfingsson fyrir ÍA. Mark Þórðar var afar glæsilegt. Átta mörk voru skoruð í Kórnum í Kópavogi þegar Keflavík vann HK 5:3. Joey Gibbs skoraði þrennu fyr- ir Keflavík en Ástbjörn Þórðarson og Ari Steinn Guðmundsson skor- uðu einnig. Fyrir HK skoraði Stef- án Ljubicic tvívegis og Birnir Snær Ingason úr víti. Víkingur vann Fylki 1:0 eftir framlengdan leik en úrslitin réðust á sjálfsmarki. kris@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason Bikarævintýri Vestfirðingar komu geysilega á óvart í gær. Vestri í undanúrslit Jordan Henderson reyndist hetja Liverpool þegar liðið tók á móti AC Milan í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í gær. Leiknum lauk með 3:2-sigri Liv- erpool en Henderson skoraði sigurmark Liverpool með frábæru skoti, rétt utan teigs, á 69. mínútu og tryggði sínu liði öll þrjú stigin úr leiknum. Þá skoraði Jack Grealish, sóknarmaður Manchester City, eitt marka City í 6:3-sigri liðsins gegn Leipzig í A-riðli keppninnar en Grealish var að þreyta frum- raun sína í Meistaradeildinni. Grealish bætti um betur og lagði einnig upp mark í leiknum og varð um leið fyrsti Englendingurinn til þess að skora og leggja upp í fraumraun sinni í deildinni. Markaveisla á Englandi AFP Þrumuskot Jordan Henderson fagnar sigurmarki sínu á Anfield í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.