Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 sunnudaginn. Er það sjö rása vídeó- innsetning sem var tekin upp á Ís- landi. Harpa bendir á sterk tengsl verksins við íslenska listasögu, mál- verk frumherja íslenskrar mynd- listar af björtum íslenskum sumar- nóttum. Hún segir safnið bæði vilja sýna og eignast verk eftir Ragnar en segir það þó erfitt þar sem Ragnar sé orðinn afar þekktur og eftirsóttur listamaður og verðið á verkum hans farið hækkandi í sama hlutfalli og sú mikla alþjóðlega viðurkenning sem hann nýtur. Dropi í hafið Harpa er í framhaldi spurð að því hversu háa fjárhæð safnið hafi til kaupa á verkum. „Við höfum um 30 milljónir króna á ári og það sér það hver maður að það er bara dropi í hafið til að endurspegla þá sögu sem okkar kraftmikla myndlistarsena skapar. Við þekkjum það úr sögu Listasafns Íslands að það geta mynd- ast göt í safneigninni en safneignin sem slík, ef ég tala um hana almennt, er gríðarlega mikilvægt og fjölþætt verkefni að vinna með á hverjum tíma. Í safneign Listasafns Íslands er listasagan okkar frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag og það er áríðandi að þjóðlistasafnið með sitt hlutverk gagnvart íslenskri listasögu geti eignast markverð listaverk eftir okk- ar frægustu listamenn, svo sem Ólaf Elíasson,“ svarar Harpa og bætir við að saga safnsins sé samofin sögu vel- gjörðarmanna þess, til að mynda frumherja myndlistarinnar og fjár- sterkra aðila sem hafa veitt safninu höfðinglegar gjafir en ný aðföng verði þó ávallt að vera á forsendum safnsins og söfnunarstefnu þess. Listasafn Íslands er höfuðsafn á sviði myndlistar og starfar sam- kvæmt safnalögum, myndlistarlög- um og reglugerð um safnið og er hlutverk þess einkum að „leitast við að safna íslenskri myndlist og vera miðstöð varðveislu, rannsókna, heim- ildasöfnunar og miðlunar á íslenskri myndlist“, svo vitnað sé beint í vef- síðu safnins. Það veitir auk þess öðr- um listasöfnum ráðgjöf, stuðlar að samvinnu listasafna og vinnur að samræmdri safnastefnu á sviði myndlistar. Harpa bendir enda á að safnið hafi þeirri skyldu að gegna að sýna safneignina og veita fræðslu. Samhengi myndlistar og vísinda –En hvað með Safnahúsið? Hvað á að gera við það? „Þetta hús er okkur svo mikilvæg viðbót,“ segir Harpa. Í safninu á Frí- kirkjuvegi séu fjórir salir sem hún sjái fyrir sér að nýta til sýninga á samtíma- og nútímalist og til stærri skiptisýninga. „Okkur hefur sárlega vantað pláss fyrir fastasýningu, grunnsýningu, og þetta hús er mjög spennandi til að sýna ákveðinn hluta safnkostsins og um leið mjög spenn- andi til að taka meiri þátt í að kenna íslenska listasögu. Það sem vakir fyrir okkur, á næstu tveimur árum, er að vinna grunnsýn- ingu sem byggir á okkar safnkosti og með þannig hætti að skólinn og fræðasamfélagið taki þátt í að vinna með okkur að þessari sýningu. Að hér í húsinu verði perlur þjóðarinnar og að Safnahúsið virki sem miðstöð sem allir skólar hafi einhvern tíma komið í til að skoða og vinna ákveðið efni í tengslum við þá ferð eða fyrir hana. Lögð verði áhersla á samhengi myndlistar og vísinda fyrir börn, bæði að skapa hughrif og sinna fræðslu út frá aðferðum myndlæsis,“ segir Harpa. Samstarf sé þegar hafið milli safnsins og Barnaskóla Hjalla- stefnunnar um að byggja leið til að efla myndlæsi með sérstökum kennsluaðferðum að bandarískri fyr- irmynd sem muni verða hluti af skólaþjónustu Listasafns Íslands í framtíðinni. Húsið verði öllum opið Harpa segir að á undanförnum ár- um hafi ýmsir mátað ólíka starfsemi inn í Safnahúsið en hún sé þeirrar skoðunar, að tilurð þess að húsið var reist og hlutverk þess sem mekka menntunar og menningarlífs íslensku þjóðarinnar allar götur síðan, skuli ekki breytast. ,,Þjóðminjasafnið stóð með mynd- arbrag að endurgerð hússins sem sýningarhúss og við afhendingu þess til Listasafns Íslands fyrr á árinu ber okkur að standa vörð um að Safna- húsið verði öllum opið, allan ársins hring. Þótt grunnsýningin verði ekki opnuð fyrr en eftir tvö ár eða þar um bil verður húsið í fullri notkun. Nú erum við með margar af perl- um þjóðarinnar til sýnis og íslenskir gestir okkar í sumar hafa verið him- inlifandi. Við höfum kallað þetta úr- val í gegnum árin Fjársjóð þjóðar sem er samheiti yfir sýningu á verk- um okkar úr safneign sem við drög- um fram hverju sinni með ýmsum listaverkum með þá áætlan og áherslu við yfirvöld að við þurfum að geta sýnt safneignina að staðaldri. Og það verður líka að segjast að þetta hús nægir ekki til þess, Safna- húsið er krefjandi hús,“ segir Harpa, „og við ætlum að leyfa húsinu að ráða för með sinni einstöku húsaskipan og verandi þetta mikla kennileiti í borg- inni og tákn menningar okkar.“ Ekki bara geymslustaðir Í maí á þessu ári gaf Íslandsbanki Listasafni Íslands mikið safn verka úr eign bankans. Hátt í hundrað verk munu fara til safnsins, að sögn Hörpu, en árið 2009 fór fram grein- ing á þessu listaverkasafni bankans á vegum menntamálaráðuneytisins. Tveir listfræðingar, þ.e. forveri Hörpu í starfi safnstjóra, Halldór Björn Runólfsson, og Eiríkur Þor- láksson, sérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu, fóru ítarlega yfir safneign Íslandsbanka með öðrum sérfræðingum og út frá safneign Listasafns Íslands voru valin verk sem æskilegt þótti að færu til safns- ins. Einhvers staðar verður svo að geyma öll þessi listaverk og Safna- húsið leysir ekki þann vanda, að sögn Hörpu, þótt einstakt sé með mörgum rýmum. Hún segir miklar kröfur gerðar í dag til varðveisluhúsa þar sem þau séu ekki bara geymslustaðir heldur líka vinnustaðir og segist hún hafa heimsótt afar tæknivædd hús af því tagi fyrir listasöfn erlendis. Lista- safn Íslands eigi því miður ekki slíkt hús en þörfin fyrir það verði sífellt meiri. Hringir og skartgripir Roth Að endingu nefnir Harpa fleiri áhugaverðar sýningar sem eru á dag- skrá Listasafns Íslands næsta árið eða svo. Eftir áramót verður opnuð sýning á ljósmyndum úr safneigninni og önnur á málverkasyrpum Birgis Snæbjörns Birgissonar þar sem hann fæst við áleitin samfélagsmál. Þá verður einnig haldin sýning á hring- um og skartgripum eftir Dieter heit- inn Roth og verður hún á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Næsta sumar verða svo haldnar sýningar á verkum tveggja samtímalistamanna, Margrétar Blöndal og Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur, sem Harpa seg- ir tilhlökkunarefni. Frekari upplýsingar um safnið má finna á listasafn.is. Morgunblaðið/Unnur Karen Menningarhús Harpa við innganginn að Safnahúsinu sem mun hýsa grunnsýningu Listasafns Íslands. Safnahúsið mikilvæg viðbót - Safnahúsið bætist við húsakost Listasafns Íslands og segir safnstjóri að stefnt sé að því að opna þar grunnsýningu á íslenskri myndlist - Húsið krefjandi - Fjölbreytt sýningaár fram undan hjá safninu VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Safnahúsið við Hverfisgötu er nú orðið hluti af húsakosti Listasafns Ís- lands. Var greint frá því í byrjun árs að mennta- og menningarmálaráð- herra hefði ákveðið að verkefni húss- ins færðust til safnsins frá og með 1. mars og ljóst af spjalli blaðamanns við safnstjóra, Hörpu Þórsdóttur, að þetta mun hafa mikil og jákvæð áhrif á starfsemi safnsins. „Skakkaföllin sem Covid hefur valdið í rekstri safnsins með snar- fækkun gesta, ekki síst erlendra, veitti okkur tækifæri til að skerpa á vinnu okkar gagnvart kjarnahópi safnsins, sem eru Íslendingar,“ segir Harpa. „Við byrjuðum þetta ár með sýningu á verkum eftir Georg Guðna sem var einstaklega vel tekið af gest- um okkar ásamt því að hafa nýstár- lega sýningu úr safneign sem var hugsuð sem aðgengileg sýning fyrir börn og fjölskyldur, Halló geimur, og hún mun standa yfir fram í janúar. Við erum að byggja upp fjölskyldu- heimsóknir og krakkaklúbbinn okk- ar og markmiðið er auðvitað að Íslendingar fari meira almennt í söfn,“ segir Harpa. Muggur kallast á við Ragnar Annan október verður opnuð sýn- ing um Mugg, Guðmund Thorsteins- son, sem ætti einmitt að falla í fyrr- nefndan flokk fjölskylduvænna sýninga. Á henni verður skyggnst inn í sérstæðan og ævintýralegan myndheim listamannsins sem er meðal annars þekktur af fallegum myndum sínum í bókinni Dimma- limm. Fjölbreytt úrval verka Muggs verður til sýnis og samhliða sýning- unni verður gefin út vegleg bók um listamanninn. Harpa segir Mugg kallast skemmtilega á við annan fjölhæfan og vinsælan myndlistarmann, Ragn- ar Kjartansson, en verk eftir hann, „Sumarnótt“, var sett upp í safninu í sumar og lýkur sýningu á því núna á Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Gelísprautun Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. Náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmdermeð náttúrulegu fjölsykrunum NeauviaOrganic.Neauvia er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur semer að finna í öllum vefjum líkamans. 20% afsláttur af GELÍSPRAUTUN NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Náttúrulegmótun og fylling í varir Svæði: •Varir •Nef •Kjálkalína •Milli augna • Enni Hreinasta fylliefnið ámarkaðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.