Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 68

Morgunblaðið - 16.09.2021, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 M ikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Björk Jakobsdóttir og Ágústa Skúladóttir komu að uppsetningu spænska gaman- leikritsins 5stelpur.com í Austurbæ fyrir hátt í tuttugu árum, Ágústa sem leikstjóri og Björk sem ein fimm leikkvenna. Þá þótti ákveðið nýmæli að konur deildu lífsreynslu sinni á kómískan hátt með meðölum uppistandsins. Stuttu áður hafði Ágústa raunar leikstýrt Björk í ein- leiknum vinsæla Sellófani sem byggði á reynslu Bjarkar sjálfrar af því að þurfa að vera hálfgerð ofur- kona til þess að geta sinnt öllum þeim hlutverkum sem nútímakon- unni er ætlað að sinna. Persónuleg reynsla liggur einnig til grundvallar í gamansýningunni Bíddu bara í leikstjórn Ágústu sem nýverið var frumsýnd í Gaflaraleik- húsinu. Þar hefur Björk yfirumsjón með handritinu sem hún skrifar í samvinnu við Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Leikkonurnar þrjár koma fram undir eigin nafni og vísa með afgerandi hætti í eigin reynslu og aðstæður, en ekki fer þó á milli mála að þær eru óhræddar við að ýkja, skreyta og ljúga til að kitla hláturtaugar áhorfenda. Í anda uppistandsins ríkir fyrirhafnarlaus samræðutónn í uppfærslunni þar sem leikkonurnar fara á trúnó með fullan sal af fólki og eru óhræddar við að gera grín að sjálfum sér. Leikkonurnar eru á ólíkum aldri og verða fyrir vikið fulltrúar þriggja kynslóða þar sem mismunandi mál- efni brenna á þeim, en rauði þráð- urinn snýst um reynsluheim kvenna í samskiptum hver við aðra, karl- menn og afkvæmi. Salka, sem er á fertugsaldri og ólétt að öðru barni með eiginmanni sínum, beinir eðli- lega sjónum að pælingum um með- göngu, fæðingu, uppeldi, grindar- gliðnun og gyllinæð. Selma, sem er fráskilin tveggja barna móðir á fimmtugsaldri, gerir upp skilnaðinn, ræðir afkomuóttann og glímuna sem felst í því að finna álitlegt mannsefni með notkun stefnumótasmáforrits. Björk, sem er á sextugsaldri, fjallar um breytingaskeiðið, hvernig sé að hafa verið gift sama manninum í 30 ár og ótta hennar við að uppkomnir synir þeirra hjóna vandi ekki nægi- lega vel valið á tilvonandi tengda- dætrum. Allar eiga þær það síðan sameiginlegt að finna fyrir pressu samfélagsmiðla þess efnis að þær eigi ávallt að vera hamingjusamar, sem brýst meðal annars fram í hinu bráðskemmtilega „Kvíðalagi“. Tónlistin, sem er úr smiðju Selmu, Sölku, Bjarkar og Karls Olgeirs- sonar, rammar sýninguna fallega inn og ekki skemma prýðilega útfærð danssporin fyrir. Lögin voru iðulega notuð til að miðla því sem of erfitt getur verið að ræða um, svo sem óumflýjanlegan skilnað þegar í ljós kemur að draumaprinsinn reyn- ist drykkfelldur hórkarl; ótti af- kvæmis við að foreldrarnir séu að eyða arfinum og raunir miðaldra hjóna við að hressa upp á kynlífið. Söngnúmerin buðu upp á afbragðstækifæri fyrir leikkonurnar til að brillera. Þannig var Salka frá- bær unglingur í „Fermingarrappi“, Björk yndisleg í „Trekantur“ sem flutt var í sönnum revíuanda og Selma fór hreinlega á raddlegum kostum í „Mömmulagi“ þar sem orð- færi einstæðrar móður á einum sólarhring var sungið við niðurlag forleiksins að William Tell eftir Rossini. Leikmynd og búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur þjóna uppfærsl- unni vel. Leikkonurnar minna óneit- anlega á nokkurs konar „master of ceremony“ íklæddar hvítum skyrt- um, svörtum vestum og svörtum buxum. Tveir ávalir rauðir kassar þjóna ýmist sem sæti, tröppur eða pallar eftir því hvernig þeim er rað- að upp á sviðinu. Kvenleikinn er allt- umlykjandi í risastórum rauðum gólfdúk sem tekur lögun sína af leginu og til beggja handa hanga kringlóttir rauðir hnoðrar sem minna helst á eggjastokka með óteljandi eggjum. Lýsing Freys Vilhjálmssonar er ljómandi góð og virkaði vel á bakvegginn sem minnti helst á fylgju. Utan um alla þræðina heldur Ágústa Skúladóttir af mikilli fimi sem birtist meðal annars í afbragðs- tempói og afslöppuðum leikstíl. Selma, Salka og Björk bjóða okkur að hlæja bæði með sér og að, þar sem þær reyna að fóta sig í flókinni tilveru samtímans þar sem glans- myndir á samfélagsmiðlum skapa óraunhæfar væntingar og nóg er til af bíddu bara-sérfræðingum, sem vilja vel en enda oftar en ekki á því að hræða frekar en fræða. Stöll- urnar koma víða við í umfjöllunar- efnum sínum og skilja leikhúsgesti eftir sadda og sæla. Því hvað er betra en að deila kvöldstund í leik- húsinu þar sem við fáum að hlæja að velþekktum klisjum sem snúið er upp á með skapandi hætti, þekkjum okkur sjálf í krefjandi aðstæðum verksins og skilja að öll erum við að takast á við svipuð vandamál í hversdeginum. Ekki spillir fyrir að áhorfendur eru nestaðir góðum heil- ræðum á borð við mikilvægi þess að setja mörk, finna hamingjuna í litlu hlutunum og muna að konur eru þegar allt kemur til alls konum bestar. Þótt legið sé sjónrænt áberandi í sýningunni er annað líffæri sem er ekki síður mikilvægt og það er hjartað – því það er svo sannarlega stórt hjarta í sýningunni Bíddu bara. Konur eru konum bestar Ljósmynd/Eggert Jónsson Hjarta „Þótt legið sé sjónrænt áberandi í sýningunni er annað líffæri sem er ekki síður mikilvægt og það er hjartað – því það er svo sannarlega stórt hjarta í sýningunni Bíddu bara,“ segir um nýjustu uppfærslu Gaflaraleikhússins. Gaflaraleikhúsið Bíddu bara bbbbn Eftir Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Umsjón handrits: Björk Jakobsdóttir. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og bún- ingar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Freyr Vilhjálmsson. Tónlist: Karl Olgeir Olgeirsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Björk Jakobsdóttir. Frum- sýning í Gaflaraleikhúsinu föstudaginn 10. september 2021. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Hernámsæska í tröllahöndum? er yfirskrift fléttu Borgarsögusafns sem fram fer á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, fimmtudag, kl. 16.30. Þar stendur yfir sýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignir sem ber heitið Hið þögla en göfuga mál. Í erindinu fjallar Leifur Reyn- isson sagnfræðingur um æskuna um og upp úr stríðsárunum. „Var hernámsæskan í tröllahöndum? Svo vildu margir meina eftir umrót her- námsáranna. Íslenskt samfélag tók stakkaskiptum þegar erlendir herir námu hér land og unga fólkið fór svo sannarlega ekki varhluta af því. Leifur gerir grein fyrir því hvernig æskan varð til sem sjálfstæður þjóðfélagshópur með eigin menn- ingareinkenni, en tímabilið sem um ræðir nær frá hernámi til rokks og hefur hann sér til fulltingis ljós- myndir úr safni Sigurhans Vignir,“ segir í tilkynningu. Að erindi loknu stígur hljóm- sveitin Langi Seli og skuggarnir á svið og skemmtir gestum. Æska Ein ljósmynda Sigurhans Vignir. Hernámsæska í tröllahöndum? Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) flyt- ur Níundu sinfóníu Beethovens á tvennum tónleikum í Eldborg Hörpu í kvöld og annað kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra SÍ. Ein- söngvarar eru Hallveig Rúnars- dóttir, Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir, Elmar Gilbertsson og Jóhann Kristinsson. Með hljóm- sveitinni koma einnig fram Mót- ettukórinn og Söngsveitin Fílharm- ónía. Á tónleikunum verður einnig flutt verkið Fachwerk eftir Sofiu Gubaidulinu þar sem Geir Draugs- voll leikur ein- leik á harm- óníku. Í tilkynningu frá SÍ kemur fram að tónleikarnir séu haldnir til heiðurs Vladimir Ashkenazy, aðal- heiðursstjórn- anda SÍ, í þakk- lætisskyni fyrir framlag hans til íslensks tónlistar- og menningar- lífs, en hann ákvað að leggja tón- sprotann á hilluna á síðasta ári. Níunda sinfónía Beethovens í Hörpu Eva Ollikainen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.