Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aldrei fór svo þetta árið að skaflinn í Gunnlaugsskarði austanvert í Esjunni hyrfi með öllu. Hver örlög hans verða þykir jafnan segja nokkra sögu um hitastig og veðurfar hvers árs. Skaflinn lifði af sumarið 2020 en 2019 hvarf hann með öllu. Það ár var lítil snjóskella, sem sást vel úr borginni, uppi við efstu brún fjallsins en var bráðnuð þegar langt var liðið á september. Langt fram eftir líðandi septembermánuði nú sást vel að skaflinn gaf sífellt meira eftir. Slíkt var í raun samkvæmt aðstæðum því kalt var í veðri fram á sum- arið 2021 sem almennt var úrkomulítið. Nú í vikunni fór svo að kólna og Esjan, sem hæst er 914 metra há, er komin með hvítan koll sem nær frá miðju fjalli og það- an til austurs. Búast má við að meira gráni í Esjunni á næstu dög- um, skv. veðurspám, en ekkert er hægt að segja til um framhaldið því oft getur verið ágætt veður á landinu langt fram í október. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Esjuskaflinn í skarðinu hverfur ekki í ár Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta eru stórir kjörseðlar vegna fjölda framboða. Það seinkar vinnunni enda er mikið sem þarf að skoða á hverjum seðli. Það þarf að gaumgæfa allan seðilinn og kanna hvort það sé einhver útstrikun eða annað sem ógildir seðilinn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjör- stjórnar í Norðausturkjördæmi. Þingkosningarnar í dag eru þær 24. frá stofnun lýðveldisins 1944. Á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Þar af eru tæplega 127 þús- und karlar, tæplega 128 þúsund kon- ur og 40 kynsegin. Tíu flokkar bjóða fram á landsvísu. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu og eru víðast hvar opnir til klukkan 22. Fæstir kjósendur eru í Árnes- hreppi að þessu sinni, 40 talsins. Flestir eru þeir hins vegar í Reykja- vík eða 91.093. Fjölmennasta kjör- dæmið er Reykjavík suður með 45.725 á kjörskrá en Norðvestur- kjördæmi er það fámennasta með 21.548 á kjörskrá. Gestur segir að mikil spenna sé í loftinu hjá talningarfólki á kjördag. Byrjað verði að flokka kjörseðla um klukkan 19. „Við stefnum að því að reyna að birta fyrstu tölur um klukk- an hálfellefu,“ segir Gestur. Hann treystir sér ekki til að spá um hve- nær talningu ljúki en segir ljóst að talningin verði óvenjuafturþung í þetta skipti vegna fjölda utankjör- fundaratkvæða. Ekki er hægt að telja þau fyrr en talningu atkvæða af kjörstöðum er lokið. Talning atkvæða í Reykjavík fer fram í Laugardalshöll. Hægt verður að fylgjast með streymi frá talning- unni á vef Reykjavíkurborgar. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjör- stjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir í samtali við Morgun- blaðið að hún vonist eftir að fyrstu tölur verði kynntar upp úr klukkan 23. Ýmsar upplýsingar um kosning- arnar er að finna á vefsíðu dóms- málaráðuneytisins. Þar kemur til dæmis fram að símavakt verður bæði í ráðuneytinu og hjá Þjóðskrá Íslands á kjördag. Kjósendum sem eru í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar er sérstaklega bent á vefsíðuna island.is/covidkosn- ing2021 en þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar. Fyrstu tölur í Reykjavík klukkan 23 - Kjörstaðir opnaðir kl. 9 að morgni og verður víðast hvar lokað kl. 22 - Beint streymi frá talningunni í Laugardalshöll - Fyrstu tölur fyrir norðan klukkan hálfellefu - Talning flókin vegna fjölda framboða Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Undirbúningur Kosið verður m.a. í Verkmenntaskólanum á Akureyri og krakkar úr íþróttafélaginu Þór unnu við það í gær að bera inn kjörkassa. Haldið var upp á það með bridsmóti í gær að þrjátíu ár eru liðin síðan Íslendingar urðu heims- meistarar í brids í Yokohama í Japan. Var heimsmeisturunum og velunnurum íþrótt- arinnar boðið til mótsins og meðal keppenda var Eliza Reid forsetafrú, sem sést á myndinni spila við Þorstein Einarsson og Jafet Ólafsson, forseta Bridgesambands Íslands. Sigur Íslands í Yokohama vakti mikla athygli á sínum tíma bæði hér á landi og víða um heim. Í sigurliðinu voru Björn Eysteinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson en þeir síðastnefndu enduðu einmitt í 2. sæti á mótinu í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Haldið upp á heimsmeistaratitil Fylgst verður náið með alþingis- kosningum á mbl.is í dag og í alla nótt. Blaðamenn og ljósmyndarar verða á ferðinni á milli kjörstaða um daginn og kosningavaka um kvöldið til að fanga stemningu og viðbrögð við fyrstu tölum og úr- slitum. Blaðamenn munu svo fylgja talningu eftir inn í nóttina og fram á morgun sé þess þörf. Kafað verður ofan í gengi framboða, hvaða frambjóðendur ná kjöri á Alþingi og hverjir ekki og mögu- legt stjórnarsamstarf í kjölfar kosninga. Kjörstöðum verður lokað klukk- an 22 og fljótlega í kjölfarið má vænta fyrstu talna. Greint verður frá þeim á mbl.is um leið og þær berast, bæði í texta og í grafík. Kosninga- vakt á mbl.is í dag og nótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.