Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Páskar í Stresa & Lerici sp ör eh f. Vor 4 Í þessari ferð lætur heillandi umhverfið engan ósnortinn! Ferðin hefst í blómlega bænum Stresa en margar töfrandi skoðunarferðir standa til boða, svo sem siglingar á Comovatni og Lago Maggiore vatni. Ferðin heldur áfram frá fallega bænum Lerici þar sem verður m.a. siglt úti fyrir brattri klettaströnd Cinque Terre, farið til gömlu virkisborgarinnar Lucca í Toskana héraði og til Pisa sem tekur á móti okkur með sínum fræga skakka turni. 11. - 21. apríl Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 319.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Útför Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi ráðherra, seðlabankastjóra og skólastjóra, var gerð frá Fossvogs- kirkju í gær að viðstöddu fjölmenni og var athöfninni streymt. Séra Kristján Björnsson vígslu- biskup og séra Örn Bárður Jónsson jarðsungu. Kórinn Vox Nobile söng, Jónas Þórir kantor lék á org- el og píanó. Örnólfur Kristjánsson lék einleik á selló og Matthías Stef- ánsson á fiðlu og gítar. Líkmenn voru Snorri Jónsson, Helgi G. Björnsson, Sigurður Örn Ein- arsson, Allan Vagn Magnússon, Kristján Sigmundsson, Þorsteinn A.G. Guðnason, Kristján Jóhanns- son og Sigurður Kr. Sigurðsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útför Jóns Sigurðssonar af öngþveiti en hvetur fólk þó til þess að mæta tímanlega og skilja bílinn eftir heima ef það er unnt. „Við opn- um klukkan 12 með húllumhæi og biðjum fólk að mæta tímanlega. Við höfum biðlað til fólks í hverfinu að koma gangandi eða hjólandi og aðra að sameinast í bíl. Eins vonum við að íbúar í hverfinu sýni okkur þol- inmæði. Það verður þungt ástand varðandi bílastæði og við vonum líka að lögreglan sýni því skilning. Þetta er þjóðfélagslega mikilvægur við- burður, rétt eins og bólusetning í Laugardalshöll, svo við vonum að þeir sleppi því að sekta,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður segir Haraldur að mik- il stemning og tilhlökkun sé í Foss- voginum. „Við höfum ekki verið í þessum sporum síðan 1991 og fólki Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta mjakast ágætlega hjá okkur og við verðum klár í baráttuna,“ seg- ir Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Víkings. Lokaumferð Pepsi Max- deildarinnar í knattspyrnu karla verður leikin í dag klukkan 14. Óvenjumikil spenna er fyrir leikjum dagsins enda er Víkingur Reykjavík flestum að óvörum í kjörstöðu. Vík- ingar mæta Leikni úr Breiðholti á heimavelli og sigur í þeim leik trygg- ir fyrsta Íslandsmeistaratitilinn síð- an 1991. Á sama tíma mætir Breiða- blik, sem er í öðru sæti deildarinnar stigi á eftir Víkingi, grönnum sínum í HK. Tvö lið geta því orðið meistarar og önnur tvö berjast um það hvort þeirra fylgir Fylki niður í Lengju- deildina. Allir áhorfendur í hraðpróf Uppselt er á leikinn í Víkinni og að mörgu er að huga fyrir Harald og samstarfsfólk hans. Á tímum sam- komutakmarkana er farið fram á að áhorfendur framvísi neikvæðu hrað- prófi við innganginn. Af þeim sökum mega Víkingar taka á móti 1.500 áhorfendum auk barna og ung- menna. „Gamla vallarmetið er um 1.800 áhorfendur. Ég hugsa að það verði 2.200 hjá okkur núna. Það er búið að selja alla 1.500 miðana og ég geri ráð fyrir nokkur hundruð krökkum. Þetta verður alvöru stappa. Ég veit ekki hvernig við förum að þessu,“ segir hann og skellir upp úr. Stúkan í Víkinni tekur 1.100 manns í sæti en auk þess verða stæði fyrir 400 fullorðna. „Allt áhorf- endasvæðið er eitt svæði. Það er bara einn inngangur og það geta all- ir farið í sömu sjoppuna. Við verðum með app frá landlæknisembættinu sem skannar QR-kóðann á hraðprófi sem fólk sýnir,“ segir Haraldur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur finnst vera tími kominn til,“ segir hann en ítrekar þó að ekkert sé enn í hendi. „Leiknir er annað af þeim tveimur liðum sem við höfum tapað fyrir í sumar. Það fæst ekkert gef- ins.“ Góð stemning í Kópavogi Eysteinn Pétur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Breiðabliks, segir að mikið hafi verið lagt í undirbúning fyrir leikinn í dag. „Við erum í ofan- álag með stóran kjörstað í Smár- anum þannig að það verður nóg af fólki hérna. En við erum með gott fólk í að stýra mannskapnum og höf- um biðlað til fólks að koma helst gangandi,“ segir hann. Miðasala á leikinn hefur gengið vel að sögn Eysteins. „Við seljum bæði í gömlu og nýju stúkuna og núna eru rétt undir þúsund miðar seldir. Við ættum að geta tekið á móti hátt í 1.300 manns þegar allt er talið,“ sagði Eysteinn um hádegisbil í gær. Hann segir að góð stemning sé í bænum fyrir leiknum enda mögu- leiki á titlinum og ekki skemmir fyrir að andstæðingarnir eru grannarnir í HK. „Kópavogsslagur, það eykur bara á stemninguna,“ segir Eysteinn sem kveður Blika ekki hafa gefið upp vonina um Íslandsmeistaratit- ilinn þó Víkingar standi með pálm- ann í höndunum. „Númer 1, 2 og 3 er að þetta eru tvö frábær lið sem eru að berjast um titilinn. Við verðum bara að klára okkar leik og svo kem- ur þetta í ljós. Við setjum kassann út og hausinn upp. Svo sjáum við hvað gerist rétt fyrir klukkan fjögur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undirbúningur Víkingar undirbjuggu vallarsvæðið í Víkinni í gær fyrir stórleikinn í dag. Frá vinstri eru Benedikt Sveinsson verkefnastjóri, Fannar Helgi Rúnarsson íþróttastjóri og Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri. Búast við 2.200 áhorfendum á stórleikinn í Víkinni í dag - Spenna fyrir lokaumferðina í Pepsi Max-deildinni - Gamla vallarmetið slegið „Ég er gríðarlega spenntur. Ég vona að kjörsókn verði góð og held að hún verði það,“ segir Anton Kári Hall- dórsson, formaður samstarfs- nefndar um Sveitarfélagið Suður- land. Samhliða kosningum til Alþingis í dag verður kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Mýrdals- hreppur og Ásahreppur. Ef íbúar samþykkja sameiningu verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, 15.659 ferkílómetrar eða um 16% af heildarstærð landsins. Anton Kári segir að atkvæði í kosningunni verði talin á hverjum stað. „Þetta er ekki flókin talning og úrslit eiga að vera ljós fyrir mið- nætti, jafnvel klukkan 23,“ segir hann. Anton fær úrslitin í sínar hendur þegar þau liggja fyrir og mun samstarfsnefndin sjá um að koma þeim á framfæri. hdm@mbl.is Úrslit verði ljós fyrir miðnætti 36 kórónuveirusmit greindust inn- anlands á fimmtudag. Er það svip- aður fjöldi og verið hefur undan- farna daga. Alls hafa rúmlega 11.600 manns greinst með Covid-19 hér á landi. 24 þeirra sem greindust smitaðir voru bólusettir en 12 óbólusettir. Aðeins átta þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar við greiningu en það er minnsti fjöldi greindra smita utan sóttkvíar síðan 14. sept- ember. 8 lágu á sjúkrahúsi á fimmtudag, þar af 4 á gjörgæslu. 1.164 eru í sóttkví, 348 í ein- angrun og 328 í skimunarsóttkví. Sýnataka Fólk á leið í sýnatöku. 36 greindust með kórónuveirusmit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.