Morgunblaðið - 25.09.2021, Page 11

Morgunblaðið - 25.09.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Fjölbreytt úrval af vetrar- yfirhöfnum Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilegaHotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn meðÁstu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavnmeðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson AÐVENTUFERÐIR ELDRI BORGARA TIL KAUPMANNAHAFNAR 2021 Síðast seldust allar ferðirnar upp 1. ferð: 21.–24. nóvember 3. ferð: 5.- 8. desember 2. ferð: 28. nóv.–1. des Verð: 149.500 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 29.500 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Farþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina og einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum. Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Bókanir fara fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið hotel@hotelbokanir.is eða hafa samband í símum 783-9300 og 783-9301. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á heimasíðu okkar www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ísland raðar sér í sjötta sæti meðal Evrópulanda yfir hæsta bensínverð- ið til neytenda að því er fram kemur í samanburði Orkuspárnefndar Orku- stofnunar á bensínverði milli Íslands og aðildarlanda Evrópusambands- ins, eða í alls 28 Evrópulöndum. Bor- ið er saman meðalverð á bensíni á hvern lítra reiknað í evrum í þessum löndum í ágúst síðastliðnum. Orkuspárnefnd bendir á að verð á olíuvörum er mishátt eftir löndum sem stafi að miklum hluta af mis- munandi skattlagningu, en saman- burður milli landa stýrist einnig af gengi gjaldmiðla. „Verð á bensíni er samkvæmt þessu frá 1,13 evrum á lítra upp í 1,83 evrur á lítra. Hafa þarf þó í huga að dreifingarkostn- aður er væntanlega meiri á Íslandi en í mörgum öðrum löndum sökum þess hve landið er strjálbýlt,“ segir í skýrslu nefndarinnar, þar sem birt er eldsneytisspá til ársins 2060. Bensínverð fyrir álagningu op- inberra gjalda hæst á Íslandi Meðaldæluverðið hér á landi sam- kvæmt samanburðinum var 1,652 evrur á lítra sem svarar til um 245 króna ef miðað er við meðalgengi gagnvart evru í ágúst. Útsöluverðið er hæst í Hollandi og því næst koma Finnland, Grikkland, Danmörk, Portúgal og Ísland. Lægst var verðið í Búlgaríu, Rúmeníu og Póllandi. Sé eingöngu litið á dæluverðið á bensíni án opinberra gjalda trónir Ísland á toppnum en hér á landi var verðið 0,744 evrur og næsthæst er það í Danmörku fyrir álagningu op- inberra gjalda eða 0,714 evrur. Einnig er borið saman hlutfall op- inberra gjalda í bensínverðinu og færist Ísland þá langt niður eftir list- anum. Er hlutfall opinberra gjalda af dæluverðinu hærra en hér á landi í 17 Evrópulöndum samkvæmt sam- anburðinum. Hlutfall opinberra gjalda af bensínverðinu er hæst í Hollandi og á Ítalíu. Fram kemur í skýrslunni að frá því um 1980 hefur virði innflutts eldsneytis í hlutfalli við útflutning Íslendinga farið lækkandi og var um 12% árið 2020. Ætla mætti að verð- sveiflur á erlendum olíumörkuðum hafi því minni áhrif á íslenskt efna- hagslíf í dag en áður, segir þar. Sjá má af umfjölluninni að bens- ínverð hér á landi var hæst árið 2012 þegar meðalbensínverð var tæplega 270 krónur á hvern lítra á verðlagi þess árs. Árið 2019 var áætlaður orkukostnaður á hverja 100 km mestur fyrir bensínbíla eða 1.447 kr. á hverja 100 km á verðlagi þess árs. Hagstæðast sé að aka rafbíl sem hlaðinn er heima fyrir, þar sem áætl- að verð á 100 km sé 246 kr. Ísland með sjötta hæsta bensínverðið - Hlutfall opinberra gjalda hærra en hér í 17 Evrópulöndum Meðalverð á bensíni Ísland og ESB-lönd í ágúst 2021, 95 oktan,evrur/lítri Holland Finnland Grikkland Danmörk Portúgal Ísland Ítalía Þýskaland Svíþjóð Frakkland Írland Belgía Eistland Króatía Spánn Slóvakía Lúxemborg Malta Lettland Tékkland Austurríki Kýpur Litháen Ungverjaland Slóvenía Pólland Rúmenía Búlgaría 1,83 1,71 1,69 1,68 1,66 1,65 1,65 1,6 1,59 1,58 1,55 1,53 1,46 1,45 1,42 1,41 1,36 1,34 1,33 1,32 1,32 1,31 1,29 1,28 1,27 1,25 1,19 1,13 Án opinberra gjalda Opinber gjöld H ei m ild :O rk us pá rn ef nd Morgunblaðið/Eggert Umferð Bensínið er misdýrt eftir því hvar það er keypt í löndum Evrópu. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.