Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Faglegar heildarlausnir – allt á einum stað. Samkeppnishæf verð. Bónvinna, teppa- og steinteppaþrif, flísaþrif og já bara hvaða gólf sem er. NÚNA ER RÉTTI TÍMINN við erum góð í gólfum Hafðu samband! Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið kynntumst fyrir tólf árum í ritlist í Háskóla Íslands og urðum vin- konur þá,“ segja silki- kettirnir Bergþóra Einarsdóttir, skáld, kennari, rapp- kona og fyrrverandi Reykjavíkur- dóttir, og Guðrún Hulda Pálsdóttir, kontrabassaleikari og fjölmiðla- kona, þegar þær eru spurðar um upphaf þess að þær settu saman kontrabassarappdúóið Silkikettina. Kettir þessir hafa nú sent frá sér nýtt lag, Segið bara satt, en það er fyrsta lag af EP-plötu sem vænt- anleg er á næstu misserum. Guðrún segist hafa byrjað að spila á bassa þegar hún varð þrí- tug. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvort ég hefði áorkað öllu sem mig hafði langað til að gera á fyrstu þrjátíu árum lífs míns. Ég var mjög sátt við hvar ég var stödd, ég var vel menntuð, í góðu starfi, búin að ferðast mikið, átti ungt barn og var ánægð. Eina sem mér fannst vanta upp á var að vera meira í tónlist, því margir vina minna eru tónlistarfólk. Ég hef alltaf getað glamrað á gítar, sungið bakraddir og kann smá á píanó, en ég hef aldrei náð alvöru tökum á neinu hljóðfæri. Mér fannst ég verða að velja hljóðfæri sem enginn vina minna spilaði á, og þar sem ég hef alltaf verið fjarska skotin í kontra- bassa, þá fékk ég í afmælisgjöf nokkra einkatíma á kontrabassa. Í framhaldinu keypti ég mér einn slíkan og hef verið að spila á hann síðan,“ segir Guðrún Hulda og bætir við að Bergþóra hafi komið í heimsókn til hennar þegar hún var í fæðingarorlofi og rétt byrjuð að snerta bassann. „Hún sýndi mér texta sem hana langaði að koma á framfæri í formi ljóðalesturs og tónlistar. Ég fór að fitla við bassann og hún fór með ljóðið við nokkra tóna sem ég spilaði. Okkur leist mjög vel á út- komuna og í framhaldinu urðu Silkikettirnir til.“ Bassi og ljóð smullu saman „Ég byrjaði í Reykjavíkur- dætrum árið 2013 en með tímanum pössuðu langir ljóðrænir textar eins og ég geri ekki alveg inn í það batterí,“ segir Bergþóra. „Frá því ég var unglingur hafa skrifin verið nánast lífsnauðsynleg fyrir mig og á þessum tímapunkti kom upp ristastórt mál hjá mér sem ég þurfti að gera upp. Reykja- víkurdætur voru ótrúlega sterkar í því fyrstu árin að taka á erfiðum málum, en fljótlega þegar sá lista- hópur breyttist í hljómsveit kallaði það á aðrar nálganir. Hinsvegar smullu ljóðrænu textanir saman við bassalínurnar hennar Guðrúnar og fyrsta giggið hjá okkur var í Þjóð- menningarhúsinu á opnunarhátíð Listahátíðar 2015. Það heppnaðist rosalega vel, það hefði mátt skera loftið og það fóru einhverjir að gráta, enda var þetta mjög áhrifa- ríkur performans, þó við segjum sjálfar frá,“ segir Bergþóra og bætir við að þá hafi þær haldið áfram að þróa Silkikettina. Fíkn fólks í peninga Þær segjast hafa valið nafnið Silkikettirnir á dúettinn af því að þær nutu þess að elda góðan mat og gera vel við sig þegar þær unnu saman í tónlistinni. „Kettir kunna að njóta en kettir eru líka villidýr og geta verið grimmir, þeir kunna að klóra og slást,“ segja þær og vísa þar í hár- beittan klórandi texta í nýja laginu, Segið bara satt. Textinn sá á vel við nú á kosningadeginum, því þar koma fyrir orð eins og blekkingar- loforð, misskipting köku fyrir þjóð- félagsþegna og ákall um að stinga á gullgraftarkýlum. „Ég skrifaði þennan texta á sínum tíma í kringum Panama- skjölin, þegar það mál kom upp, en okkur finnst þetta að mörgu leyti enn eiga við, til dæmis í nýlegu Samherjamáli. Boðskapurinn snýst um að okkur finnst að öllum eigi að líða vel, það er svo leiðinlegt þegar fólk er að gera vondar manneskjur úr einhverjum sem eru ólíkir þeim eða á öndverðri skoðun. Við veltum fyrir okkur hvort þeim líði vel sem eiga kannski allt of mikið af pen- ingum og hugsa endalaust um að eignast enn meiri pening, verða jafnvel fastir í einhverjum víta- hring. Er ekki markmiðið að finna hamingjuna? Finnum við hana með því að hugsa stöðugt um fjár- muni?“ Silkikettirnir segjast í nýja laginu vera að setja þéttingu auð- magns í heilsufarslegt samhengi. „Öll fíkn er heilsuspillandi og fíkn á svo mörg birtingarform. Fólk getur verið fíkið í sykur, í skjá, áfengi, eiturlyf eða í peninga. Hverskonar fíkn er mikið tabú, en það er gott að taka á þessum tabú- málum og skoða frekar vandamál og lausnir, en að hata,“ segja þær og taka fram að viðfangsefni lag- anna á væntanlegri plötu séu alls konar, fjalli til dæmis um lífið og tilveruna og hvað það er að vera manneskja. Ánægðar í Hveragerði „Við höfum gefið út eitt lag áður. Við tókum þátt í lagakeppni Hannesarholts, þar sem tónlistar- fólk var hvatt til að senda inn ný lög við texta Hannesar Hafstein. Lagið okkar, Andans dóttir, var í verðlaunasæti þar. Þá er enn ann- að verkefni í bígerð þar sem við ætlum að fókusera á kvenímyndir í goðsögnum,“ segja Silkikettirnir sem búa í Hveragerði. Guðrún hef- ur verið þar í fjögur ár en Berg- þóra í rúmt ár. „Okkur líður mjög vel í Hvera- gerði, hér er rosagott að vera með börn, en við erum báðar einstakar mæður, hvor með sinn soninn. Þeg- ar maður eignast barn þá breystist svo mikið og mann langar meira að vera úti í náttúrunni með barnið sitt heldur en í miðbæ Reykjavík- ur. Mér finnst mjög þægilegt að það taki mig aðeins þrjár mínútur á hjóli að fara með son minn í leik- skóla og það er líka örstutt í vinn- una,“ segir Bergþóra sem starfar sem kennari í grunnskólanum í Hveragerði. Guðrún keyrir aftur á móti til sinna starfa til höfuðborgarinnar, en hún vinnur sem blaðamaður hjá Bændablaðinu. Silkikettirnir nýta þó allar mögulegar frístundir við vinnslu á sex laga plötu í samstarfi við fagmenn og félaga sína. Kettir kunna að njóta, en geta líka klórað Konurnar í kontrabassarappdúóinu Silkiköttunum njóta þess að elda góðan mat og gera vel við sig þegar þær vinna saman í tónlistinni. Nú á kosningadegi á texti nýjasta lagsins þeirra vel við, þar koma fyrir blekkingarloforð og ákall um að stinga á gullgraftarkýlum. Silkikettirnir Guðrún Hulda og Bergþóra hafa hér sett upp loppurnar með klónum, sem stundum eru beittar. Magnað atriði Guðrún Hulda og Bergþóra komu fyrst fram sem Silkikettirnir á opnunarhátíð Listahátíðar árið 2015.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.