Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Þegar við göngum
til kosninga í dag
blasa skýrir valkostir
við. Valið stendur á
milli stjórnmálaflokka
sem hafa framsýni og
þor til að breyta ónýt-
um og óþörfum kerf-
um og þeirra sem vilja
verja það sem alltaf
hefur verið. Valið er
einfalt því kyrrstaða
leiðir ekki af sér ný tækifæri heldur
stöðnun.
Bætum hag heimilanna
Efnahagsmál snúast um daglegt
líf okkar allra. Og við sjáum aftur
mynd sem við þekkjum. Íslands-
banki spáir því að stýrivextir hækki
um 2 prósentustig á næstu tveim ár-
um. Það hækkar mánaðarlegar
greiðslur af óverðtryggðu 40 m.kr.
láni um 75.000 kr. Vextir eru marg-
falt hærri en á Norðurlöndunum.
Þessi staða er hins vegar ekki lög-
mál heldur afleiðing af pólitískri
stefnu.
Viðreisn vill tengja krónuna við
evru, líkt og Danir hafa gert. Það
mun færa stöðugleika sem hér vant-
ar og það mun lækka kostnað fólks
við að eignast heimili og að reka
það. Fyrir fyrirtæki er grundvall-
aratriði að geta gert áætlanir og að
vissa sé um helstu útgjaldaliði. Svo
er ekki í dag. Hlutverk stjórnvalda
er að skapa skilyrði til að daglegt líf
fólks og fyrirtækja í landinu sé gott,
stöðugt og samkeppnishæft. Til
þess þarf stöðugan gjaldmiðil.
Stöðugleiki fyrir öll,
ekki bara sum
Helsti boðskapur ríkisstjórn-
arflokkanna nú, er um mikilvægi
stöðugleika. Efnahagstjórn núver-
andi stjórnar skilaði þjóðinni hins
vegar ósjálfbærum ríkissjóði áður
en heimsfaraldur skall á. Rík-
issjóður var vitlausu megin við núll-
ið, þegar allar aðstæður voru okkur
í hag. Þess vegna er tal um stöð-
ugleika stjórnarinnar heldur bros-
legt.
Á hverju ári verða ríkissjóður og
almenningur í landinu af milljörðum
vegna þess að útgerðin greiðir ekki
sanngjarnt markaðsgjald fyrir af-
not af fiskimiðunum. Kvótakerfið
sem slíkt hefur sannað gildi sitt til
að tryggja sjálfbæra auðlind en út
af stendur að inn-
heimta eðlilega gjald-
töku fyrir afnot af
fiskimiðunum. Við-
reisn vill að hluti kvót-
ans fari á markað á ári
hverju og markaður-
inn svari því hvert
verðmætið er. Með
þessu skapast sátt í
einu helsta þrætumáli
þjóðarinnar und-
anfarna áratugi og at-
vinnugreinin fær stöð-
ugleika með
langtímasamningum um nýtingu
auðlinda.
Þorum að horfa til framtíðar
Viðreisn þorir að skora kyrrstöð-
una á hólm í þágu næstu kynslóðar.
Við viljum færa æsku landsins ný
tækifæri til framtíðar og fara í að-
gerðir til að skapa betri aðstæður til
frambúðar. Viðreisn vill fjárfesta
markvisst í menntun og nýsköpun.
Við viljum skapa fyrirtækjum skil-
yrði til að sækja fram. Við viljum
niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Við
viljum sanngirni í sjávarútvegi. Við
viljum gefa heimilum og fyr-
irtækjum svigrúm og segjum nei við
skattahækkunum á næsta kjör-
tímabili.
Við leggjum fram aðgerðir um
græna hvata í loftslags- og um-
hverfismálum. Til að skilja við
heiminn betri en við tókum við hon-
um. Markmið Viðreisnar er að Ís-
land verði leiðandi í umhverfis- og
loftslagsmálum á heimsvísu, rétt
eins og í jafnréttismálum. Í því felst
mikilvæg sýn og markmið í þágu
næstu kynslóðar.
Verkefnið í dag er einfalt. Að
hefjast strax handa við að skapa
samfélag sem býður fólkinu í land-
inu góð lífskjör og lífsgæði, til fram-
búðar. Að við hættum að beita
skyndilausnum og þorum að horfa
til framtíðar. Þess vegna á að kjósa
á Viðreisn.
Eftir Þorgerði
Katrínu
Gunnarsdóttur
» Verkefnið í dag er
einfalt. Að hefjast
strax handa við að
skapa samfélag sem
býður fólkinu í landinu
góð lífskjör og lífsgæði,
til frambúðar.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður Viðreisnar.
Viðreisn gefur
framtíð þinni
tækifæri
Í dag er kjördagur
og eftirvænting ríkir
meðal landsmanna. Nú
eiga kjósendur leik,
þetta er þeirra dagur
og tækifæri til að
leggja mat á verk okk-
ar stjórnmálamanna.
Íhuga það sem við höf-
um sagt og gert og
meta það sem við segj-
umst ætla að gera. Við
stjórnmálamennirnir
reynum um leið að fara yfir það í
huganum hvort við höfum gert nóg
til að útskýra stefnu okkar og lausn-
ir, bæði í nútíð og framtíð. Fortíðinni
fáum við ekki breytt.
Hlutverk stjórnmálamannsins er
að vera afl breytinga fái hann til þess
umboð. Þannig fá kjósendur í gegn-
um fulltrúa sína tækifæri til að hafa
áhrif á hvernig tekið er á málum líð-
andi stundar en ekki síður hvernig
framtíðin verður mót-
uð.
Miðflokkurinn kaus
að leggja fram djarfar
hugmyndir um hvernig
mætti nálgast helstu
úrlausnarefni sam-
félagsins. Við ákváðum
að kalla þær „tíu ný
réttindi fyrir íslensku
þjóðina“ til að minna
fólk á að þetta væru
þeirra réttindi, við vær-
um bara tæki til að
draga þau fram og
framkvæmdin yrði í
umboði almennings.
Tillögurnar taka til allra þátta
samfélagsins og er ætlað að auka
réttindi og tækifæri landsmanna til
að efla og styrkja stöðu sína. Það
hefði allt eins verið hægt að kalla
þetta tíu ráð til sjálfshjálpar fyrir
djarfa þjóð. Það örlar nefnilega á því
að fólk skorti úrræði til að takast á
við áskoranir samtímans. Þá er hlut-
verk stjórnmálamannsins að veita
tækifærin. Ef einhver þjóð hefur að-
stöðu til þess er það sú íslenska með
sitt gjöfula land og endalaus tæki-
færi á öllum sviðum.
Réttindaskrá fyrir alla
Í réttindaskránni bentum við á leið
til að tengja kjör almennings beint
við afkomu ríkissjóðs, skapa þannig
hvatann sem hefur skort og bjóða al-
menningi þátt í að deila ávinningnum
af betri ríkisrekstri.
Við buðum upp á nýja nálgun
varðandi auðlindagjald af náttúru
landsins, heildstæða aðgerð sem færi
öllum ávinning en verji um leið hag-
kvæma og arðbæra nýtingu. Við ætl-
um líka að nálgast heilbrigði þjóð-
arinnar á nýjan hátt og hefja
heilbrigðisskimun allra, óháð efna-
hag eða stöðu. Við hyggjumst rjúfa
kyrrstöðu húsnæðismarkaðarins og
lögðum til mótframlag frá ríkinu
þannig að allir gætu eignast eigið
húsnæði.
Með fylgja aðrar aðgerðir þessu til
stuðnings. Það var mér persónulega
ánægjulegt að geta lagt fram þá til-
lögu að þriðjungi hlutafjár Íslands-
banka verði deilt jafnt á alla Íslend-
inga enda sóttum við bankann í
hendur kröfuhafa til að öll þjóðin
nyti þess en ekki erlendir vogunar-
sjóðir. Þannig fengi hver fjögurra
manna fjölskylda skattfrjálst verð-
mæti nálægt einni milljón króna og
rétt á arðgreiðslum.
Við ætlum um leið að tryggja jafn-
ræði borgaranna gagnvart ríkisvald-
inu með því að búa til lagaramma
sem tryggi borgurunum þá þjónustu
sem þeir eiga rétt á. Allir landsmenn
eiga að njóta réttindaskrárinnar og
því viljum við tryggja jafnrétti óháð
búsetu. Margir myndu undra sig á
því ójafnræði sem landsmenn úti á
landi verða að þola.
Réttindaskráin nær til aldraðra og
við viljum tryggja jafnan rétt til
sparnaðar og atvinnutekna. Þannig
ætlum við að útrýma þeirri mis-
munun sem aldraðir þurfa að þola. Á
sama hátt tryggjum við réttindi
sjúklinga, allir komist í nauðsynlegar
aðgerðir og við sýnum leiðina til að
eyða biðlistum. Við ætlum að efla
undirstöður samfélagsins og tryggja
samkeppnisstöðu minni fyrirtækja
með vel útfærðri aðgerðaáætlun. Að
lokum – og ekki hvað síst – viljum við
tryggja öllum tjáningarfrelsi. Nú
sem aldrei fyrr er mikilvægt að ólík-
ar skoðanir fái að takast á eins og
þessar kosningar vonandi sanna.
Öll þessi atriði standa ykkur til
boða en til þess þurfum við í Mið-
flokknum framkvæmdaleyfi frá þjóð-
inni. Með því að merkja X við M get-
ur þú látið þetta gerast.
Eftir Sigmund Dav-
íð Gunnlaugsson » Tillögurnar taka til
allra þátta sam-
félagsins og er ætlað að
auka réttindi og tækifæri
landsmanna til að efla og
styrkja stöðu sína.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Tíu ráð til sjálfshjálpar fyrir djarfa þjóð
Þegar þessi orð eru
sett á blað er stillt
haustveður í höfuðborg-
inni. Veðurspáin fyrir
kjördag ekki eins og
best verður á kosið en
ég er þó bjartsýnn á að
kosningavilji fólks sé
það mikill að það mæti á
kjörstað til að ákvarða
stefnuna inn í framtíð-
ina. Það er mikilvægt að
allir nýti þann rétt sem
fyrri kynslóðir börðust fyrir: Réttinn
til að hafa áhrif.
Við erum stolt af árangrinum
Við höfum á því kjörtímabili sem er
að ljúka unnið hörðum höndum í
breiðri stjórn að mikilvægum fram-
faramálum og vil ég sérstaklega nefna
byltingu kerfisins í þágu barna, nýjan
Menntasjóð námsmanna, 12 mánaða
fæðingarorlof, hlutdeildarlán fyrir
fyrstu kaupendur og tekjulægri,
Loftbrú og þær stórkostlegu fram-
kvæmdir í samgöngum sem lands-
menn hafa orðið varir við á ferðum
sínum um landið okkar í sumar. Allt
þetta höfum við framkvæmt, og meira
til, þrátt fyrir heimsfar-
aldur kórónuveirunnar.
Við viljum fjárfesta í
fólki og heilbrigði
Þau sem búa á þessu
landi hafa sýnt það á síð-
ustu mánuðum og árum
að samtakamátturinn og
samstaðan er mikil þeg-
ar á reynir. Á þessum
krafti samvinnunnar
viljum við í Framsókn
byggja til að bæta sam-
félagið okkar enn frekar.
Við höfum í kosninga-
baráttunni sett málefni barna og ung-
menna sérstaklega á dagskrá. Við vilj-
um að hvert og eitt barn yfir sex ára
aldri fái sérstakan 60 þúsund króna
vaxtarstyrk til að öll börn geti sprung-
ið út í tómstundum sínum.
Við viljum fjárfesta í heilbrigði
þjóðarinnar með áherslu á forvarnir
og geðheilbrigði. Eitt af verkefnum
Er ekki bara best
að kjósa Framsókn?
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson
Sigurður Ingi
Jóhannsson
»Við í Framsókn
stöndum fyrir um-
bætur. Við viljum byggja
á því sem er gott og laga
það sem laga þarf.
Höfundur er samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
næstu ríkisstjórnar er að leiða saman
fulltrúa heilbrigðisstétta, sérfræð-
inga, frjálsra félagasamtaka og þeirra
sem nota þjónustu spítalanna til að
móta heildstæða og framsýna stefnu
þegar kemur að heilbrigði þjóð-
arinnar. Við viljum auka þjónustu við
eldra fólk með það að markmiði að
þau sem geta og vilja geti búið þar
sem þeim líður best: heima hjá sér.
Við viljum jafnvægi og
fjárfesta í framtíðinni
Við viljum treysta enn undirstöður
lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að
auka verðmætasköpun og atvinnu-
tækifæri um land allt. Við viljum
hækka endurgreiðslur vegna kvik-
myndagerðar. Við viljum auka græna
fjárfestingu. Allt miðar þetta að því að
skapa forsendur fyrir stöðugt öflugra
atvinnulífi sem er forsenda öflugrar
velferðar á Íslandi.
Við þekkjum það flest úr okkar
daglega lífi að það er mikilvægt að
búa við jafnvægi. Við í Framsókn
stöndum fyrir umbætur. Við viljum
byggja á því sem er gott og laga það
sem laga þarf. Við viljum vinna að
stefnumálum okkar með samvinnu og
jöfnuð að leiðarljósi. Þessi samvinnu-
hugsun hefur gert stór umbótamál að
veruleika á því kjörtímabili sem er að
ljúka og mun gera það áfram ef við
fáum til þess stuðning þinn. Stjórnmál
snúast nefnilega ekki aðeins um að
setja fram stefnu og stefnumál heldur
líka vinnubrögð – og heilindi.
Í dag göngum við til
kosninga og veljum
hvernig samfélag við
ætlum að byggja
næstu fjögur árin. Þar
er til mikils að vinna.
Síðustu átta ár hefur
það verið verkefni mitt
á hverjum degi að
vinna með fólki og fyr-
irtækjum að aukinni
velferð Íslendinga,
greiða niður skuldir ríkissjóðs og
viðhalda stöðugleikanum sem er svo
dýrmætur fyrir heimilin og fyrir-
tækin.
Íslensk heimili finna að við erum á
réttri leið. Það er auðveldara að láta
mánaðamótin ganga upp. Launin
hafa hækkað og skattarnir lækkað.
Tugir þúsunda Íslendinga hafa end-
urfjármagnað húsnæðislánin með
lægri vöxtum og léttari afborgunum.
Í úttekt GRI sem birt var í vikunni
kemur fram að það sé best að eldast
á Íslandi, þriðja árið í röð.
Það land er vandfundið þar sem
fólk býr við jafn mikinn
kaupmátt, jöfnuður er
óvíða meiri og tækifær-
unum fer stöðugt fjölg-
andi.
Okkur gengur vel, en
við höfum líka ótal tæki-
færi til að gera enn bet-
ur. Við þurfum að halda
áfram að skapa verð-
mæti og bæta kjör
þeirra sem höllustum
fæti standa. Til að vel
megi vera þarf að horfa
raunsætt á stöðuna.
Þeim sem keppast við að tala sam-
félagið niður og sannfæra fólk um að
hér sé allt á vonarvöl verður lítið
ágengt.
Árangurinn næst ekki með fjöl-
flokkastjórn sem vill hækka skatta,
umbylta stjórnarskránni eða skuld-
setja komandi kynslóðir fyrir út-
blásnum loforðum. Sjálfstæðisflokk-
urinn er kjölfestan sem kemur í veg
fyrir að slík stjórn verði að veru-
leika.
Við munum halda áfram að lækka
skatta og einfalda regluverk. Við
viljum umhverfi þar sem fyrirtækin
okkar blómstra, geta fjölgað starfs-
fólki, borgað hærri laun og tekið
virkan þátt í að byggja upp sam-
félagið okkar.
Við munum styrkja okkar dýr-
mæta heilbrigðiskerfi með öflugu
samstarfi hins opinbera og sjálfstætt
starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við
munum sækja fram af krafti í lofts-
lagsmálum og ætlum að verða fyrst
landa í heiminum til að skipta alfarið
úr olíu í rafmagn og aðra græna inn-
lenda orkugjafa.
Við munum hugsa eftirlaunin upp
á nýtt, bæði til að hraustari og eldri
þjóð geti bætt sinn hag og til að leið-
rétta skekkjur fortíðar.
Sígandi lukka, stöðugleiki og
ábyrgð. Þar liggur lykillinn að far-
sælli framtíð. Með bjartsýni og trú á
framtíðina að vopni gerum við gott
samfélag enn betra.
Eftir Bjarna
Benediktsson
» Við munum hugsa eft-
irlaunin upp á nýtt,
bæði til að hraustari og
eldri þjóð geti bætt sinn
hag og til að leiðrétta
skekkjur fortíðar.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Valið er skýrt