Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Í aðdraganda
kosninga eru línur að
skýrast hvað varðar
þau mál sem almenn-
ingur telur sig mestu
varða. Efst á baugi
eru heilbrigðismál,
en skipulag þeirra er
afar mikilvægur
málaflokkur sem
snertir alla lands-
menn með beinum
hætti. Hins vegar eru heilbrigð-
ismál afar flókinn málaflokkur og
fjölmiðlar virðast ekki hafa burði
til að gefa raunsanna mynd af
ástandi heilbrigðiskerfisins, hvað
þá að gefa greiningu á undirliggj-
andi vandamálum. Við þetta bæt-
ist að RÚV (Kveikur) hefur í slag-
togi við Sjúkratryggingar Íslands
ráðist í herferð gegn sjálfstætt
starfandi læknum og gert starf-
semi þeirra tortryggilega á afar
ómálefnalegan hátt.
Það dylst engum ákefð núver-
andi ríkisstjórnarflokka við að
ríkisvæða heilbrigðisþjónustu í
landinu. Mynstrið er kunnugt eft-
ir kjörtímabilið. Þrengt er að
starfsemi sjálfstætt starfandi að-
ila eða hún flutt til opinberra
stofnana með valdboði. Skortur er
á undirbúningi fyrir slíkan flutn-
ing og stofnanir sem eiga að veita
þjónustuna hafa ekki burði til að
veita hana. Sérfræðiþekkingu sem
hefur verið til hérlendis er fórnað
og lífsýni flutt utan til greiningar.
Við þetta lengjast biðlistar. Því ef
ríkisstofnanir eru flinkar í ein-
hverju þá er það að búa til og
halda utan um biðlista.
Sumt hefur þó tekist vel. Rekst-
ur stórs hluta heilsugæslunnar
hefur verið einkavæddur með góð-
um árangri og stórbættri þjón-
ustu sem þjónustukannanir stað-
festa. Einnig hefur kostnaður
sjúklinga með lítil fjárráð verið
lækkaður, en til hvers er það ef
þjónustan er ekki til staðar, eða
langir biðlistar hamla aðgengi?
Stefnan hefur verið að færa sem
flest verk inn á heilsugæslu-
stöðvar og Landspítala, sem þar
að auki er yfirfullur og annar illa
núverandi verkefnum.
Enginn samningur hefur verið í
gildi hjá SÍ við sjálfstætt starf-
andi sérfræðilækna í tæp þrjú ár.
Áþekka sögu má segja um ýmsar
aðrar sjálfstætt starfandi heil-
brigðisstéttir. Ekki hefur verið
samið um liðskiptaaðgerðir utan
spítala þótt langir biðlistar valdi
ómældu tjóni. Hugmyndir um
þak í kostnaði ríkisins við veit-
ingu þessarar þjónustu veldur því
að hamla þarf aðgengi. Í því ljósi
má spyrja hvort hugmyndin sé að
sjúklingar sem leita til sérfræð-
inga fái þjónustu bara á fyrri
hluta ársins, en hinir fái enga
þjónustu! Það eru ekki einungis
biðlistar eftir bæklunaraðgerðum
heldur fjölda annarra aðgerða og
meðferða innan spítalans. Þeir
sem hafa getu og vilja borga fyrir
þjónustu án tafar. Þetta er hið
tvöfalda kerfi sem ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur hefur
stofnað til. Til að slá ryki í augu
almennings er talað um einka-
væðingu og einkaspítala, þegar
raunin er sú að enginn grundvöll-
ur er fyrir einkaspítala hérlendis,
og ekki er verið að ræða um ann-
an einkarekstur en þekkist innan
heilsugæslunnar. Heilbrigð-
isráðherra vísar til skýrslu Rík-
isendurskoðunar til að skýra
samningaleysi við sérfræðinga.
Þar er borið við þörf á þaki á
kostnaði, en augljóst er að það
þýðir líka þak á þjónustu.
Ákvörðun um samninga er póli-
tísk og til þess þarf pólitískan
vilja og ekki er hægt að bera fyrir
sig álit Ríkisendurskoðunar, þeg-
ar ljóst er að ríkisvæðing er það
sem þessi ríkisstjórn hefur stefnt
að, bæði leynt og ljóst.
Það þykir ekki boðlegt að hafa
arð af veitingu heilbrigðisþjón-
ustu. Þó að mörgum kynni að
þykja slíkt aðlaðandi hug-
myndafræði, þá er ljóst að hvati
af góðum rekstri og afköstum er
drifkraftur í rekstri allra fyr-
irtækja. Með þessu áframhaldi er
ljóst að lyfjainnflutningi, rekstri
apóteka og sölu heilbrigðistækja
mun komið á hendur ríkinu ef
óbreytt stefna verður við lýði.
Hagsmunir skattgreiðenda eru
ekki hafðir að leiðarljósi. Telur
einhver að hagkvæmara sé að
láta ríkisstofnanir vaxa og bólgna
út?
Ef mið er tekið af skipulögðu
niðurrifi sjálfstæðrar heilbrigð-
isþjónustu hlýtur að vera
skammt í að tryggingafélög bjóði
efnameiri viðskiptavinum heilsu-
farstryggingar til að geta greitt
fyrir þjónustu sem ríkið veitir
ekki eða veitir eingöngu að und-
angenginni eins til tveggja ára
bið.
Þótt nærtækt sé að bendla
sósíalíska hugmyndafræði
vinstri-grænna við þessa þróun
er ljóst að allir þrír stjórn-
arflokkarnir bera ábyrgð á þró-
uninni. Kannski hugnast sam-
starfsflokkum VG að
tryggingafélögin komist inn á
þennan markað, þótt það myndi
skaða þann samfélagssáttmála
sem við höfum búið við.
Við hvetjum til að látið verði af
núverandi stefnu og gengið til
samninga við sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstéttir og sjálfseignar-
stofnanir. Við skorum á yfirvöld
að eyða biðlistum og láta þar
ekki úrelta hugmyndafræði ráða
för heldur semja við stofnanir og
fyrirtæki sem hafa burði til að
veita þjónustu með hagkvæmum
og öruggum hætti. Jafnframt
gerum við kröfu um eftirlit til að
tryggja gæði og að vel sé farið
með fjármuni hins opinbera.
Þetta á við jafnt hvort sem veit-
endur eru einkafyrirtæki eða op-
inberar stofnanir. Að öðrum
kosti mun heilbrigðistrygging sú
sem við fáum fyrir skattfé ekki
standa undir þörfum okkar og
tvöfalda heilbrigðiskerfið mun
festast í sessi og raungerast í enn
frekari mæli en orðið er.
Tvöfalt heilbrigðiskerfi
í boði ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur
Eftir Kristján
Guðmundsson og
Sigfús Gizurarson
» Við skorum á yfir-
völd að eyða bið-
listum og láta þar ekki
úrelta hugmyndafræði
ráða för heldur semja
við stofnanir og fyrir-
tæki sem hafa burði
til að veita þjónustu
með hagkvæmum og
öruggum hætti.Sigfús
Gizurarson
Höfundar eru hjartalæknar og starfa
bæði á opinberum stofnunum og á
einkareknum stofum.
Kristján
Guðmundsson
Dómarar Endur-
upptökudóms höfnuðu
í sumar að dómtaka
mál nr. 12/2021. Verk-
efni þeirra var að úr-
skurða:
. hvort rétt væri að
heimila endur-
upptöku hæstarétt-
armáls nr. 610/2007,
þar sem Hæstiréttur
byggir dóm á tveim-
ur fölskum heimildum, Jarðatali
Johnsens 1847 og Jarðabók Skúla
fógeta 1760. Hæstaréttardóm-
ararnir höfðu í málsgögnum sem
frumheimild Jarðabók 1806, sem
sannar að heimildin frá 1847 er
fölsk.
. hvort rétt væri að dómtaka endur-
upptökubeiðni, þar sem ein ný
heimild, Bændatal 1753, sannar að
grundvöllur Hæstaréttar, Jarða-
bók Skúla 1760, er einnig fölsk
heimild.
Hér er sagt að málsbeiðandi,
Tómas Ísleifsson, leggur fyrir End-
urupptökudóm að dæma honum rétt
til að fá hæstaréttarmál endur-
upptekið á þeim forsendum að full-
gildar sannanir eru fyrir hendi um
að Hæstiréttur byggði dóm á tveim-
ur fölskum heimildum.
Hvernig vinna dómarar Endur-
upptökudóms úr því sem er fyrir þá
lagt?
a. Dómarar Endurupptökudóms
nefna ekki að Hæstiréttur byggði
dóm á tveimur fölskum heimildum.
b. Dómarar Endurupptökudóms
nefna ekki að dómur Hæstaréttar er
afglöp. Frumheimildina, Jarðabók
1806, lagði Tómas í hendur dómara
hæstaréttarmálsins, en í dómnum
vitnar Hæstiréttur í villu Johnsens
1847, sem réttan grundvöll dóms.
Því liggur fyrir og er í engu ofmælt
að dómur Hæstaréttar, byggður á
villuheimild, er afglöp, en væri glæp-
ur ef þeir hefðu lesið frumheimild-
ina, Jarðabók 1806.
c. Dómarar Endurupptökudóms úr-
skurða að Tómas hafi fyrirgert rétti
sínum til endurupptöku á hæstarétt-
armálinu og vísa máli hans frá dómi.
d. Ákvörðun dómaranna kemur í veg
fyrir að nýfundin heimild frá árinu
1753 verði notuð til að hnekkja
hæstaréttardómi, sem er byggður á
2 fölskum heimildum.
e. Dómarar Endurupptökudóms
vitna í 11 málsgreinar laga nr. 91/
1991 um meðferð einkamála. Máls-
greinarnar hafa ákvæði um réttindi
og skyldur aðila dómsmáls, þar má
nefna:
1) að dómur skuli vera endir þrætu.
2) að aðili máls leyni ekki gögnum.
3) réttur aðila dæmds dómsmáls til
að fá málið endurupptekið.
Málsgreinar laganna takast á um
andstæð sjónarmið og er það vel:
. Þótt dómur skuli endir þrætu er
lögmætt að sum dæmd mál eru
endurupptekin – til þess starfar
Endurupptökudómur.
. Sá sem leynir gögnum í dómsmáli
getur fyrirgert rétti til endur-
upptöku á málinu.
. Aðili að dæmdu hæstaréttarmáli
getur fengið dóm um endur-
upptöku, hafi hann nýja/nýjar
heimildir.
Það er fljótséð að í hæstarétt-
armálinu nr. 610/2007 var einmitt
erfiðleikum háð að afla gagna, en í
flestum einkamálum er gagnaöflun
auðveld.
Flest dómsmál eiga upphaf sitt á
undanfarandi 10-20 árum fyrir dóm-
töku. Aðilar flestra
einkamála geta teygt
sig upp í skjalahillu á
eigin skrifstofu og
fundið þar öll gögnin.
Að svo sé er „bersýni-
legt“ svo ég notist við
orðaleppa dómaranna.
Í hæstaréttarmálinu
nr. 610/2007 var Tómas
þrautseigur við gagna-
öflun áður en hann hóf
dómsmál. Hann leitaði
einkum í handritum frá
síðustu 500 árum og í
Fornbréfasafni. Skráning í skjala-
söfnum er bágborin og því var leið-
sögn takmörkuð. Þá eru forn handrit
oft torlesin. Tómas aflaði flestra
málsgagna hæstaréttarmálsins og
eru gögnin til vitnisburðar að hann
var öflugur við gagnaöflun.
Í hálfa öld hefur Tómasi verið
ljóst að dýrleikinn í handritinu, upp-
skriftinni, Jarðabók Skúla 1760, er
bull. Allt frá aldamótunum 2000 leit-
aði Tómas að frumheimildinni. Hann
spurði skjalaverði, lögmenn og sagn-
fræðinga, en enginn gat svarað hon-
um.
Hvers átti Tómas að leita ef frum-
heimildin að skráningunni í Jarða-
bók Skúla 1760 væri hvergi til? Í
þeirri stöðu hóf Tómas dómsmálið
árið 2006.
Það er fráleitt að dómara Endur-
upptökudóms bresti dómgreind til
að sjá að mál Tómasar er annars eðl-
is en flest dómsmál. Enginn fær setu
í dómi nema hann hafi til að bera
vitsmuni og þekkingu.
Texti úrskurðarins með tilvísanir í
lagagreinar er langur og þvælinn,
sem hentar vel til að hylja vont verk.
Dómarar vitna í hæstaréttardóm nr.
104/2015 um verksamning frá árinu
2013, sem fordæmi um frávísun.
Verksamningurinn og mál Tómasar
eiga ekkert sameiginlegt.
Mál Tómasar uppfyllir öll skilyrði
laga. Einnig að hann ber fram nýja
heimild, sem sagnfræðilega hrindir
hæstaréttardómnum að fullu. Dóm-
ararnir: Aðalsteinn E. Jónasson, Ei-
ríkur Elís Þorláksson og Jóhannes
Karl Sveinsson staðhæfa að þeir
megi ekki dómtaka málið. Rökleysa
þeirra er augljós:
. Flest dómsmál fjalla um líf aðila
máls.
. Tómas leitaði nafnlausra heim-
ilda þjóðar í myrkviðri fimm alda.
Dómarar Endurupptökudóms
misnota dómsvald og hafna dómtöku
máls, þótt þeir viti betur, það er
verra en afglöp. Hverjir eru hags-
munir dómaranna?
Það eru firn að í lögum nr. 91/1991
eru engin ákvæði um rétt málsaðila
til endurupptöku, þótt afglöp
Hæstaréttar liggi fyrir.
Dómarar Endurupptökudóms vita
að varhugavert er að nefna snöru í
hengds manns húsi. Þeir nefna aldr-
ei Jarðabókina 1806 og hvergi þá
snöru sem Johnsen óvart lagði fyrir
grunnhyggna hæstaréttardómara,
um dýrleika Ytri-Sólheima árið
1806.
Skoðaðu: www.landskuld.is
Eftir Tómas
Ísleifsson
»Dómarar Endur-
upptökudóms
misnota dómsvald og
hafna dómtöku máls,
þótt þeir viti betur,
það er verra en afglöp.
Tómas Ísleifsson
Höfundur er líffræðingur.
linekra@simnet.is
Falskir dómar
Ljósmynd af
bryggjunni utan Hóps
í Grindavík, í ævisögu
Tómasar Þorvalds-
sonar, sýnir leifar
gamals eldgígs sem
sést bera við himin of-
an við Selháls og
Hagafell. Þar heitir
Gálgi. Alkunn sögn
segir að ræningjar af
Baðsvöllum væru þar
líflátnir. Er Gálginn þar talinn af-
tökustaður. Skýringin leidd af Þjófa-
gjá í Þorbirni sem trúlega er þó mun
eldri sögn en þessi Gálgi. Hann blas-
ir þó við utan af skipslegunni í sund-
inu utan Hóps þar sem skip tóku fisk
fyrir 1500 og fluttu til Bergen eða
Þýskalands. Að sigl-
ingar væru komnar til
Grindavíkur um 1300 er
þó hugsanlegt.
Gálganöfn eru víða í
sjónmáli frá sjó og mín
tilgáta sú að þau hafi
fremur verið sjómerki
en aftökustaðir en
merking þeirra brengl-
ast eftir að siglingar
lögðust niður á gamlar
hafnir eða breyttust
með einokun Dana.
Dæmi um staði þar sem
örnefnið er að finna: Básendar,
Kópa í Innri-Njarðvík en til er ljós-
mynd af þilskipi á Kópu. Kópa er
gömul lega Þjóðverja ásamt Vatns-
nesi. Við Keflavík, Bergvík í Leiru,
Hafnarfjörður, Bessastaðir,
Straumfjörður, Kolkuós, Hvítá í
Borgarfirði. Inni í landi má finna
Gálga sem aftökustaði en mun færri
út við sjó. Er siglingar hættu til
Grænlands týndust og breyttust
Gálganöfnin við sjó er uppruni
þeirra týndist alþýðu, sem þekkti að-
eins hengingargálga eftir komu ein-
okunar.
Forn sjómerki fremur
en aftökustaðir
Eftir Skúla
Magnússon
Skúli Magnússon
» Gálganöfn eru víða í
sjónmáli frá sjó og
mín tilgáta sú að þau
hafi fremur verið sjó-
merki en aftökustaðir
en merking þeirra
brenglast í tímans rás.
Höfundur er sagnfræðingur.
Allt um sjávarútveg