Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
✝
Dagný Jeremí-
asdóttir fædd-
ist í Grundarfirði
22. desember 1958.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands Akra-
nesi 18. september
2021.
Foreldrar Dag-
nýjar voru Jeremí-
as Kjartansson, f.
28. júní 1913, d. 3.
júlí 2003 og Cecilía Kristjáns-
dóttir, f. 10. maí 1919, d. 15.
október 2006.
Systkini Dagnýjar eru Krist-
ín, f. 1. apríl 1940, Svandís, f. 7.
apríl 1942, d. 23. júlí 2021, Sal-
björg Steinunn, f. 9. ágúst
1943, d. 7. september 2001, Ás-
laugur Ingiberg, f. 18. apríl
1945, Kjartan, f. 7. júlí 1946, d.
15. desember 2018, Laufey, f.
3. ágúst 1947, d. 10. apríl 2010,
Þórdís, f. 30. desember 1948,
Hulda, f. 31. júlí 1950, Ásta, f.
31. október 1952, Sæunn, f. 1.
maí 1954.
Dagný hóf sambúð með Sig-
urði Þorkelssyni 1980 og giftu
þau sig 23. júní 2013.
Börn þeirra eru Hugrún
Dögg, f. 28.12.
1975, í sambúð
með Svavari Háv-
arðarsyni, sonur
þeirra er Atli, f.
29. mars 2007.
Davíð, f. 29. maí
1984, giftur Krist-
ínu Stefánsdóttur,
börn þeirra eru:
Alexander, f. 12
september 2014 og
Eva, f. 1. júlí 2017.
Dagný stundaði nám við
grunnskóla Grundarfjarðar og
síðan Héraðsskólann í Reykja-
nesi.
Dagný bjó um tíma í Reykja-
vík og vann þar við ýmis störf
þar til hún flutti til Grund-
arfjarðar. Lengst af starfaði
Dagný hjá fiskvinnslu Guð-
mundar Runólfssonar hf., síðan
við þrif hjá Framhaldsskóla
Snæfellinga í Grundarfirði.
Útför Dagnýjar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag,
25. september 2021, kl. 13.
Streymi verður frá útför-
inni:
https://youtu.be/0CT4az7dYYg
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku mamma/tengdamamma
og amma.
Á sama tíma og við sitjum eftir
hálftóm og dofin yfir að hafa misst
þig svona snögglega, erum við
líka full af þakklæti fyrir að hafa
haft þig í lífi okkar. Þú varst alltaf
svo hlý, hjálpsöm og jarðbundin.
Við munum líka sakna húmorsins
þíns og glaða viðmótsins, sem fyr-
ir þér var alltaf sjálfgefið.
Þú tókst á við veikindin þín af
miklum styrk. Það var mikil gjöf
hversu mörg ár þú náðir að lifa
eftir greininguna. Samt sem áður
ertu farin of snemma. Það er svo
sárt að hugsa til þess hversu langt
það er síðan við hittum þig.
Stundum er lífið svo ósanngjarnt
og óskiljanlegt. Þú vildir alltaf
allt fyrir okkur gera, og elskaðir
ömmuhlutverkið. Það var svo
gaman að sjá hversu skemmtilegt
þér fannst að tala við börnin og
leika við þau. Það var líka alltaf
greinilegt hversu vænt þeim þótti
um þig. Þau töluðu oft um þig,
sama hversu langt var síðan við
vorum á Íslandi eða þið hér í Dan-
mörku.
Við höldum fast í góðu minn-
ingarnar á þessum erfiðu tímum.
Takk fyrir allt elsku besta
mamma, tengdamma og amma
Dagný.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af
alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Davíð, Kristín,
Alexander og Eva.
Kæra vinkona,
Er mér bárust tíðindin um lát
þitt, reikaði hugurinn til æskuár-
anna í Grundarfirði.
Við bjuggum hlið við hlið á
Grundargötunni. Hjá þér var
stórt tún og m.a. hlaða. Það var
gaman að príla þar upp og
stökkva niður í heyið, finna lykt-
ina og verða allur í grasi.
Bak við þitt hús var „parís“. Þú
áttir margar eldri systur sem
höfðu oft leikið þann leik þar og
voru komnar djúpar holur í gras-
ið – eitthvað skemmtilegt við
þennan „parís“ því hvergi vissi ég
um annan slíkan sem var svo mik-
ið notaður að djúpar holur mynd-
uðust (náðu okkur í ökkla). Einn-
ig var nokkuð farið í „danskan“
og sumir náðu að nota marga
bolta í einu – töluverð samhæfing
hugar og handar þar.
Við mitt hús var sandkassi, ról-
ur og vegasalt. Við sátum stund-
um í rólunum og spjölluðum. Eitt
sinn er mér sérlega minnisstætt.
Við þá ca 6-7 ára stelpur og talið
barst að buxum. Við vorum í
þröngum niðurmjóum buxum en
tískan var að byrja með útvíðar
buxur. Við vorum sko alveg sam-
mála með að við ætluðum aldrei í
svoleiðis ….. það væri svo hallær-
islegt. Aldrei!
Annað vinkonuspjall snerist
um að veginn til Reykjavíkur. Á
þeim tíma var vegakerfið mjög
slæmt á Snæfellsnesi, mikið ryk
og mikið um holur í veginum. Það
sem okkur fannst svo merkilegt
að í kringum Reykjavík var veg-
urinn svo sléttur og ekkert ryk.
Höfðum heyrt að það væri kallað
malbik og það var alltaf smá að
bætast við slétta vegakaflann.
Ætli þannig vegur yrði kominn
alla leið frá Reykjavík til Grund-
arfjarðar … meðan við lifðum?
Við spáðum mikið í þetta.
Við vorum báðar svo heppnar
að sömu jólin (þá um 8 ára) feng-
um við litlar handsnúnar sauma-
vélar í jólagjöf. Það var svo setið
við – klippt voru göt á dúkkufötin
og reynt eftir besta megni að
gera við.
Samskiptin minnkuðu eins og
gengur hin síðari ár en samtal er
við áttum er ég varð 60 ára –
gladdi mig mjög og sýndi að
tengslin voru enn sterk.
Elsku Dagný, takk fyrir allt og
allt. Er sannfærð um að ljósið
umlykur þig þar sem þú ert núna.
Sendi Sigga og fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
Þín vinkona,
Lína Björk.
Við þekktum þig öll þú varst yndisleg
sál
hin ástríka lund var þér gefin
svo hlaust þú að finna hið fegursta bál
er fylgdu þér vissan og efinn
þú gekkst alltaf hægt þegar gatan var
hál
því gæfan þér lýsti öll skrefin.
Við áttum hér samleið og óskin var sú
að yndisleg reyndist þér dvölin
svo finnum við þökk þegar fáum við nú
að fylgja þér síðasta spölinn
(K.H.)
Vináttan er það dýrmætasta
sem við eigum og það er ekki
sjálfgefið að eignast góða vini eða
vinkonur sem fylgja manni í líf-
inu í gleði og sorg. En ég er svo
heppin að eiga nokkrar.
Í dag fylgi ég Dagnýju síðasta
spölinn. Dagný vinkona mín er
farin í sumarlandið laus við veik-
indi síðustu ára sem hún tókst á
við með miklu æðruleysi og
dugnaði ákveðin í að sigra en því
miður fór það ekki svo.
Hún var frekar hlédræg, var
ekki að trana sér fram. Sam-
viskusöm og vandvirk við allt
sem hún tók að sér, las mikið, átti
ofdekraðan kött. Skemmtileg,
hláturmild og hafði góðan húmor
en umfram allt traustur vinur,
stolt mamma og amma og góð
eiginkona. Og hún var vinkona
mín.
Kannski leið langur tími á milli
þess að við hittumst en það er allt
í lagi því þannig eru góðir vinir.
Vinir sem eru til í að skreppa eitt
og annað, t.d. út að Blómsturvöll-
um, í Bónus, hittast og spjalla
eða syngja saman í góðu partýi,
já hálpast að þegar eitthvað bját-
ar á eða fara í ferðalög saman. Og
fyrir nokkrum árum datt okkur
Huldu systur hennar í hug að
skreppa út í Flatey með Baldri
og Dagný slóst í för og varð þetta
byrjunin á „sumarferðunum“
okkar. Þetta voru nú ekki langar
ferðir, svona dagleið eða svo, en
skilyrði var að veðrið væri gott.
Fórum í gönguferð frá Arnar-
stapa að Hellnum, já og til baka,
reyndum eitt sinn á kjarkinn og
fórum niður í Vatnshellinn. Fór-
um í siglingu um Breiðafjarð-
areyjar, í sumarbústað og margt
annað skemmtilegt. Seinni árin
létum við nægja að skreppa út að
borða.
Í síðustu heimsókn minni til
hennar var einmitt rætt um að
nú væri hægt að fara að gera
eitthvað skemmtilegt eftir nokk-
urt hlé. Heimsókn sem átti bara
að vera stutt innlit en endaði í
nærri þremur tímum, þar var
ýmislegt rætt, hlegið og flissað
eins og smástelpur. Ræddum
um börn og barnabörn, þegar
maður er kominn á þennan aldur
er það vinsælt umræðuefni.
Ekki hvarflaði að mér þá að
þetta yrði síðasta heimsóknin til
hennar og síðast hittum við í
búðinni.
Það er sárt til þess að hugsa að
heimsóknir og sumarferðir verði
ekki fleiri. Við áttum eftir að gera
svo margt. Hún ætlaði m.a. að
koma til mín og klippa rósina
sem hún gaf mér sem litla plöntu
fyrir sex árum en er nú orðin
stórt og fallegt blóm. Ég ætla að
hugsa vel um hana og minnast
kærrar vinkonu sem reyndist
mér vel og kenndi mér margt
sem ég geymi með mér. Ég kveð
þig með söknuði og trega.
Hafðu þökk fyrir allt.
Elsku Siggi, Hugrún Davíð og
fjölskyldur, systkini hennar og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Sigríður (Sigga),
Nýjubúð.
Dagný
Jeremíasdóttir
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta