Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
✝
Þóra Sigríður
Tómasdóttir
fæddist í Vallnatúni
undir Vestur-Eyja-
fjöllum 13. júlí
1923. Hún lést á
dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli 19. sept-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru bændurnir
Tómas Þórðarson,
f. 17.1. 1886, d. 17.11. 1976, og
Kristín Magnúsdóttir, f. 12.2.
1887, d. 7.8. 1975. Systkini Þóru
eru: Kristinn, f. 11.5. 1920, d.
14.8. 2016, Þórður, f. 28.4. 1921,
og Guðrún, f. 13.4. 1931.
Þóra flutti til Reykjavíkur ár-
ið 1937 til að aðstoða blinda
frænku sína. Í framhaldi af því
starfaði hún um tíma á vinnu-
stofu Blindraheimilisins. Hún
var í vist á heimilum í Reykjavík
og Vestmannaeyjum næstu árin.
Síðan réði hún sig til starfa á
Landspítalanum og
vann þar í býtibúr-
inu á hjartadeild-
inni til loka starfs-
aldurs. Þóra hafði
gaman af ferðalög-
um og ferðaðist
mikið innanlands,
einnig fór hún í
nokkrar ferðir er-
lendis. Hún tók
virkan þátt í fé-
lagsstarfi, hún
starfaði um tíma í kvenfélagi
Hallgrímskirkju, tók þátt í starfi
eldri borgara í Hallgrímskirkju
og var um tíma í gönguklúbb.
Þegar tók að halla undan fæti
heilsufarslega fluttist hún að
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, um
tíma dvaldi hún að Hjallatúni í
Vík áður en hún fluttist aftur að
Kirkjuhvoli þar sem hún dvaldi
til æviloka.
Útför hennar fer fram frá Ás-
ólfsskálakirkju 25. september
2021 kl. 14.
„Minningar á ég margar sem
milda og hugga,“ sagði skáldið.
Þóra Sigríður systir mín er horf-
in eftir 98 ára góða og farsæla
jarðvist. Minningar hins liðna
sefa söknuð. Hugurinn leitar til
æskuheimilis okkar í Vallnatúni
undir Eyjafjöllum þar sem gömul
og góð þjóðmenning hélt velli í
háttum og uppeldi. Nafnið Þóra
Sigríður var sótt til nafna fóstur-
foreldra föður okkar, Þóru Torfa-
dóttur, prentara í Reykjavík,
Þorgrímssonar og Sigurðar Tóm-
assonar af ætt sem setið hafði að
búi í Varmahlíð undir Eyjafjöll-
um frá 1786.
Tómas Þórðarson faðir okkar
var systursonur Sigurðar. Krist-
ín Magnúsdóttir móðir okkar
hafði einnig alist upp í skjóli
góðra fósturforeldra, Jóns Ein-
arssonar, bónda á Ysta-Skála, og
Kristínar, dóttur sr. Björns Þor-
valdssonar í Holti. Foreldrar
okkar báru í öllu blæ þeirrar
staðföstu góðu menningar sem
æskuheimilin létu þeim í té. Við
vorum fjögur systkinin auk mín
og Þóru, Kristinn, d. 96 ára 2016,
og Guðrún húsfreyja í Skógum.
Heimili og heimilishættir gera
hvern mann úr garði. Ofan á
þennan arf byggði svo góður
kennari Sigmundur Þorgilsson.
Ástúð og umhyggja góðra for-
eldra báru líf okkar uppi. Ekki er
úr vegi að geta áhrifa aldraðra á
ævi okkar. Búskapinn studdi
verkhög vinnukona, Ólöf Jóns-
dóttir frá Berjanesi. Húskona
foreldra okkar, Arnlaug Tómas-
dóttir, f. 1860, prýddi heimilið og
fræddi okkur um fyrri tíma.
Ævistarf Þóru var unnið í ann-
arra þágu. Ung að árum fór hún
úr garði föður og móður til að-
stoðar illa stöddu frændfólki.
Kjarninn úr starfsævi tengdist
Landspítalanum. Hún vann þar
áratugi, allt til starfsloka og
tengdist þeirri líknarstofnun
tryggðarböndum. Það starf ber
ekki hátt í daglegu lífi en ýmsa
hitti ég sem í spítalavist höfðu
notið umgengni og umhyggju
Þóru og báru lof á alúð hennar og
nærgætni. Sumarfríum var eytt í
Vallnatúni og síðar í Skógum. Öll
jól voru haldin hjá fjölskyldunni í
Fjallasveit.
Gott var að eiga athvarf hjá
Þóru er suður var komið. Ég
jafna því við góð foreldrahús
hvað umhyggju og aðbúnað varð-
ar. Öll sú velvild yljar mér nú í
hárri elli og söknuðurinn eftir
góða systur er sár. Þóra var stór-
vel gefin, viljasterk og stefnuföst,
talaði fagurt mál, lét engan á sig
ganga, heilsteypt, sönn og traust
í allri gerð, búin þess að láta gott
af sér leiða. Við þáttaskil vil ég
þakka Guðrúnu systur minni,
Magnúsi Tómassyni mági henn-
ar, börnum þeirra, Kristínu,
Tómas Birgi og fjölskyldu allri
fyrir þá nærgætni og umhyggju
er þau sýndu Þóru er halla tók
undan fæti og allt til hinstu
stundar. Síðasta dvalarheimilið
var Kirkjuhvoll í Hvolsvelli, at-
hvarf alúðar og umhyggju. Því
heimili og starfsliði óska ég heilla
um ókomin ár.
Það er heiði og birta yfir öllu
er varðar Þóru systur og allt sem
hún lét mér í té. Í dagsins önn var
Þóru gleðin sú mest að auðga líf
annarra en láta eigin ábata lönd
og leið. Alls þessa er mér nú gott
að minnast er leiðir skilur. Minn-
ingarnar eiga áfram dvöl hjá vin-
um og vandamönnum.
Þórður Tómasson.
Þá er komið að kveðjustund
elsku besta frænka, Þóra Sigríð-
ur. Þú varst samt svo miklu
meira en bara frænka, ég leit allt-
af á þig sem ömmu sem þú varst í
raun og veru. Þú áttir svo mikið í
okkur barnabörnum ömmu
Gunnu og afa Magga. Þakklæti
er mér efst í huga þegar ég hugsa
um þessi 21 ár sem ég fékk að
njóta þess að eiga þig að. Fyrstu
minningarnar af okkur saman að
bralla eitthvað eru frá fallega
heimilinu þínu á Njálsgötu. Ég sé
þig alveg fyrir mér þegar þú
stóðst í dyragættinni og beiðst
eftir mér koma hlaupandi upp
stigann þegar við komum í helg-
ardvöl til þín í borgina. Á Njáls-
götunni var alltaf spjallað mikið
og borðaður góður matur, alltaf
til ís sem frænda þínum þótti
ekki leiðinlegt! Allar góðu sam-
verustundirnar í Skógum eru
mér einnig ofarlega í huga. Oft
töluðum við saman í síma og
jókst það eftir því sem árin liðu
og síðustu árin höfum við átt
samskipti að minnsta kosti einu
sinni í viku. Margt höfum við
rætt og það sem einkenndi sam-
töl okkar var það að við vorum
alltaf sammála! Mér þótti einnig
svo gaman í ferðum mínum um
landið á síðustu árum að vera í
sambandi við þig. Þá sagðir þú
oftar en ekki „Já ég veit hvernig
umhverfið er í kringum þig
núna,“ þar sem þú varst svo dug-
leg við að ferðast um landið þitt.
Vináttusamband okkar var ein-
stakt og var ég enn þá duglegri
við að heimsækja þig eftir að þú
komst á Hvolsvöll þar sem þú
dvaldir síðustu árin í nágrenni
við fólkið þitt. Á síðustu árum
kom það fyrir að þú sagðir í sam-
ræðum okkar „Siggi! Nú er ég
orðin alveg rugluð,“ ég þvertók
alltaf fyrir það og svo hlógum við
saman. Ég lærði svo margt af þér
kæra frænka og ekkert nema
gott, þú varst alltaf svo jákvæð,
hvetjandi, brosmild, vildir öllum
vel og hafðir svo mikla trú á þínu
fólki. Þegar ég ákvað að snúa
mér að námi að nýju nú í haust
settir þú þér nýtt markmið, þú
ætlaðir að verða vitni að því þeg-
ar ég myndi setja upp stúdents-
húfuna á næsta ári. Því miður þá
verður sá dagur ekki eins og við
höfðum hugsað okkur en ég veit
að þú munt fylgjast með, bara á
annan hátt en við höfðum áætlað.
Á þeim degi verður hugur minn
að miklu leyti hjá þér, einum af
mínum aðalstuðningsmönnum.
Ljóðin sem þú samdir um mig
verða vel varðveitt. Þegar ég
frétti af veikindum þínum var ég
sannfærður um að við myndum
samt fá mun fleiri tækifæri til að
bæta fleiri notalegum samveru-
stundum í minningarbankann.
Ég gat ekki ímyndað mér að
hlutirnir myndu gerast svona
hratt en samverustundin okkar
daginn fyrir fráfall þitt er mér al-
gjörlega ómetanleg og hana mun
ég geyma allt mitt líf. Í síðasta
spjallinu okkar skoðuðum við
myndir saman, þú hafðir alltaf
svo gaman af myndunum mínum
og ég gat einnig sagt þér hvað
mér vegnaði vel í skólanum. Þá
klappaðir þú saman höndunum
og sagðir „Siggi, þú ert alveg frá-
bær!“ Elsku Þóra, söknuðurinn
við fráfall þitt er mikill en nú eru
það hinar fjölmörgu ljúfu og góðu
minningar sem ylja manni og
munu gera um ókomin ár. Minn-
ing um einstaka konu lifir. Bless-
uð sé minning þín elsku Þóra.
Þinn frændi,
Sigurður Eyjólfur
Sigurjónsson.
Við kveðjum Þóru frænku með
söknuði. Hún skilur eftir margar
góðar og hlýjar minningar sem
munu fylgja okkur um ókomna
tíð.
Þóra hugsaði alltaf fyrst um
aðra og að láta öðrum líða vel.
Hún var þolinmóð og hlý og alltaf
tilbúin að hjálpa til. Hún gerði líf-
ið skemmtilegra.
Á uppvaxtarárum mínum í
Skógum var það alltaf gleðistund
þegar von var á Þóru, hún kom í
sveitina við hvert tækifæri. Við
systkinin biðum spennt eftir
Austurleiðarrútunni því að við
vissum að Þóra kæmi alltaf með
eitthvað spennandi til að gleðja
okkur.
Þolinmæði hennar var ótak-
mörkuð gagnvart mér og hafði
hún gott lag á að hafa stjórn á
mér sem var kannski ekki alltaf
auðvelt á æskuárum mínum. Við
fórum í göngutúra og bíltúra um
sveitina og áttum ómetanlegar
stundir þar sem gleði og hlátur
réðu ríkjum.
Það var líka auðsótt að sækja
Þóru heim til Reykjavíkur. Hún
leiddi okkur um borgina og bauð
upp á það besta í skyndibitamat
og bíóferðum, eitthvað sem við
sveitafólkið kunnum að meta.
Eftir að ég naut þeirrar gæfu
að stofna fjölskyldu og búa í
Reykjavík var alltaf gaman að
heimsækja frænku eða fá hana í
heimsókn. Börnum okkar hjóna
var alltaf vel tekið og dekrað við
þau út í eitt.
Það var Þóru að þakka að við
fjölskyldan eignuðumst bæjar-
hólinn í Vallnatúni þar sem hún
ólst upp, hún kom með hugmynd-
ina og fylgdist með að það væri
klárað. Vallnatún átti alltaf stór-
an hlut í hjarta hennar hún unni
sveitinni sinni og þótti fátt
skemmtilegra en að ganga niður
á Hala við Holtsós og rifja upp
æskuárin.
Þóra bjó mestan part ævi sinni
í miðbæ Reykjavíkur, hún naut
þess að búa þar og taka þátt í alls
konar starfi fyrir eldri borgara.
Það var því stórt skerf þegar hún
flutti þaðan á Hjúkrunar- og
dvalarheimilið Kirkjuhvol á
Hvolsvelli þar sem hún eyddi síð-
ustu árum ævinnar. Hún tók því
með æðruleysi eins og öllu öðru í
lífinu, og átti góð ár á Kirkjuhvoli
þar sem hún naut umhyggju og
hlýju frá frábæru starfsfólki
Kirkjuhvols, það ber að þakka.
Elsku Þóra, við þökkum þér
fyrir allar stundirnar sem þú
gafst okkur, við munum geyma
þig í hjartanu og hafa viðhorf þín
til lífsins að leiðarljósi.
Takk fyrir gleðina og um-
hyggjuna.
Tómas og Valborg,
Þórður og Þórný, Tumi
Snær, Þóra Guðrún.
Þóra Sigríður
Tómasdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Móðir okkar,
BERGLJÓT INGÓLFSDÓTTIR
Sunnuvegi 29, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 14. september.
Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk.
Vala Friðriksdóttir
Friðrik Friðriksson
Kristján Friðriksson
Kolbrún Friðriksdóttir
Bergljót Friðriksdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÓSKAR HARRY JÓNSSON,
Gerplustræti 16, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
18. september.
Útför fer fram í kyrrþey.
Margrét Jónsdóttir
Ingibjörg Óskarsdóttir Pétur Björnsson
Jón Harry Óskarsson Dóra Guðný Rósud. Sigurðard.
Margrét Ósk Óskarsdóttir
Guðrún Anna Magnúsdóttir Hrefna Huld Helgadóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSLAUG SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
snyrtisérfræðingur,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
3. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Magnea Sigríður Guttormsd. Guðjón Sigmundsson
Sigurbjörg Ásta Guttormsd. Svein Refsli
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÁRNÍNA HILDUR SIGMUNDSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
áður til heimilis að Brekkubraut 13,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 18. september.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. október
klukkan 13.
Sigrún Einarsdóttir Snorri S. Skúlason
Sigmundur Einarsson Margrét I. Kjartansdóttir
Inga Einarsdóttir Þórarinn E. Sveinsson
Valborg Einarsdóttir Stefán Sæmundsson
Valdemar Einarsson Sif Axelsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DÝRLEY SIGURÐARDÓTTIR,
Dedda,
Flatahrauni 1, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 19. september á
Landspítalanum Fossvogi.
Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 29. september
klukkan 13. Hægt er að nálgast streymi á slóðinni
https://youtu.be/ARek5HjKIJw.
Karl Danielsson Ragnheiður Jónsdóttir
Lára Danielsdóttir Sigurður Harðarson
Þórey Danielsdóttir
Reynir Danielsson Valgerður Sveinsdóttir
Anna Kathrina Næs
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR HANNA GUNNARSDÓTTIR
sérkennari,
Rúgakri 3a, Garðabæ,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 16. september, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju
í Garðabæ miðvikudaginn 29. september klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Dagbjartar Vilhjálmsdóttur hjá R.b.st. nr. 8 Rannveig IOOF,
kt. 620193-2679, banki 327-13-4678.
Sverrir Gunnarsson
Lára Áslaug Sverrisdóttir Jón Höskuldsson
Davíð Björn Pálsson
Gunnar Sverrisson Þórey Ólafsdóttir
Sverrir Geir Gunnarsson Stefanía Theodórsdóttir
Sigríður Thea Sverrisdóttir
Halldór Árni Gunnarsson Embla Rún Björnsdóttir
Þórunn Hanna Gunnarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR
barnakennari og skáld,
lést á líknardeild Landspítalans
16. september. Útför hennar fer fram frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28. september klukkan 15.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat
Egill Arnaldur Ásgeirsson
Þorgeir Elís Þorgeirsson Guðrún Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn