Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 42

Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 ✝ Gunnar Rúnar Kristjánsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1957. Hann lést 7. sept- ember 2021. Hann var sonur hjónanna Guðnýjar Björnsdóttur, hús- freyju og starfs- manns á leikskól- anum Laugaborg, f. 20.7. 1925, og Krist- jáns Sveinlaugssonar, loftskeyta- manns og yfirumsjónarmanns á ritsímanum, f. 11.9. 1922, d. 19.8. 1981. Guðný lifir son sinn í hárri elli. Systkini Gunnars Rúnars eru 1) Björn f. 1950, kvæntur Svanhildi Guðmundsdóttur, 2) Sveinlaugur, f. 1952, kvæntur Málfríði Jónsdóttur, 3) Kristján, f. 1955, kvæntur Rut Bergsteins- dóttur, d. 2004. 4) Guðrún Re- bekka, f. 1959, gift Ómari Erni Ragnarssyni, 5) María Ingibjörg, f. 1963. Gunnar kvæntist 28.8. 1982 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jó- hönnu Erlu Pálmadóttur, f. 4.8. 1958. Foreldrar hennar voru Helga Sigfúsdóttir húsfreyja og Pálmi Jónsson bóndi og alþing- ismaður. Börn Gunnars og Jóhönnu eru: 1) Helga, grunnskólakenn- ari f. 21.1. 1983. 2) Pálmi, við- skiptafræðingur og bóndi, f. 6.1. 1989. Unnusta hans er Þuríður námskeið og fjarnám til að auka víðsýni sína og þekkingu. Gunn- ar var virkur í félagsmálum. Sem barn og unglingur tók hann þátt í skátastarfi og hlaut hann forsetamerkið fyrir þau störf. Hann var fulltrúi Íslands í 9. skor Norrænu búvísanda- samtakanna (NJF) á 10. ára- tugnum. Hann tók þátt í skóla- málum barnanna sinna, sat í foreldrafélagi Andakílsskóla, foreldraráði Sandvíkurskóla og skólanefnd Húnavallaskóla og var um tíma formaður. Hann sat í stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár frá því hann flutti norður, var um tíma sem stjórnarformaður Ístex og hafði mikinn áhuga á nýtingu ullarinnar. Hann tók þátt í undirbúningsnefnd fyrir fyrstu þrjár Prjónagleðir á veg- um Textílseturs Íslands. Gunn- ar var tvö undanfarin tímabil í framboði fyrir Samfylkinguna á Norðvesturlandi og sat meðal annars í flokksstjórn. Gunnar greindist með mergæxli (Mul- tiple myeloma) 2012, barðist við sjúkdóminn í níu ár þar til hann greindist með bráðahvítblæði í júlí sl. sem varð hans banamein. Hann stofnaði ásamt öðrum hetjum stofnuðu félagið Perlu- vinir sem safnaði fróðleik um mergæxlið og skapaði vettvang til að styðja við félagana og fjöl- skyldur þeirra. Hann sat í stjórn félagsins til dauðadags. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju 25. september 2021 og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsetning verður í Þingeyra- kirkjugarði. Streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðu Blönduóskirkju. Hermannsdóttir, dýralæknir, f. 11.2. 1993. Gunnar ólst upp í Laugarnesinu. Eftir stúdentspróf og störf hjá lög- reglunni í Reykja- vík voru þau Jó- hanna ráðsmenn á Akri, 1980-1983. Síðan voru þau í 7 ár við nám í Dan- mörku. Gunnar tók kandídats- próf í almennum búvísindum og hagfræði við Konunglega dýra- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Fjölskyldan flutti heim 1990, settist að á Hvanneyri þar sem Gunnar vann sem hagfræðingur við Hagþjónustu landbúnaðarins. Síðan var flutt til Selfoss 1994 þar sem Gunnar vann sem hag- fræðiráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands. Árið 1997 keyptu þau Akur og hefur fjölskyldan búið þar síðan við sauðfjárbúskap. Eftir að fjöl- skyldan flutti norður starfaði Gunnar við RARIK sem fjár- málastjóri fyrir Norðurland vestra, síðan deildarstjóri hjá framkvæmdadeild og síðustu árin sem fulltrúi í bókhaldsdeild RARIK. Gunnar hafði mikinn áhuga á samfélagmálefnum. Hann stundaði fjarnám í opin- berri stjórnsýslu, sótti ýmis Elsku Gunni bróðir er fallinn frá allt of snemma. Síðustu daga hafa rifjast upp margar minn- ingar frá okkar yngri árum. Það eru aðeins tvö ár á milli okkar Gunna og vorum við því mikið saman sem börn, oftast mjög góðir vinir en gátum líka stund- um rifist eins og systkina er sið- ur. Einu sinni voru einhver leið- indi á milli okkar og mamma bú- in að fá nóg. Hún kemur þá til okkar og segist vera farin og ekki ætla að koma aftur. Við Gunni horfum þá hvort á annað og eftir dálitla stund ákváðum við að sættast. Gunni hleypur upp allan Laugarnesveginn og nær mömmu og biður hana að koma heim því við ætluðum aldrei að rífast framar. Þá svar- ar mamma að hún sé á leiðinni í fiskbúðina og komi svo heim. Loforðið um að rífast aldrei framar hélt nú kannski ekki mjög lengi. Þegar ég var sjö ára og Gunni níu fengum við skauta í jólagjöf. Við vorum mjög spennt að prófa skautana og byrjuðum strax á aðfangadagskvöld að æfa okkur á stofuteppinu heima við litla hrifningu mömmu og pabba. Einnig vildum við fá að fara út á svellið í garðinum en mamma vildi ekki leyfa okkur það en sagði að við mætum fara morg- uninn eftir. Það gekk erfiðlega að sofna um kvöldið og þegar við héldum að allir væru sofnaðir ákváðum við að læðast út og prófa skautana. Mamma vakn- aði við bröltið í okkur og skaut- arnir voru ekki prófaðir fyrr en daginn eftir. Eitt sumar unnum við saman á Ritsímanum hjá pabba og var það sumar mjög skemmtilegt. Þegar ég byrja í menntaskóla er Gunni bróðir þar fyrir. Hann tryggði það að ég yrði busuð al- mennilega og henti mér í Tjörn- ina, ekki bara einu sinni heldur oft og mörgum sinnum. Sumarið sem ég var ólétt að yngra barni okkar Ómars vorum við að byggja bílskúr og þurft- um hjálp, send var út hjálpar- beiðni á bræðurna í fjölskyld- unni en Gunni var sá eini sem mætti. Um haustið fæddist drengur og var hann skírður Gunnar Örn. Sú saga gengur í fjölskyldunni að verið væri að launa fyrir hjálpina og Svenni bróðir sér enn eftir að hafa ekki komið. Við Borgarnesfjölskyldan vorum oft á Akri þegar strák- arnir voru yngri og eigum við góðar og skemmtilegar minn- ingar frá þeim tíma. Kristján minn byrjaði að kalla Gunna bróður alltaf Gunna bónda til að aðgreina hann frá bróður sínum og eftir það hefur hann gegnt því nafni á okkar heimili. Gunni fylgdist vel með syst- ursonum sínum og var mjög ánægður þegar hann frétti að þeir héldu báðir með Manchest- er United, þá fengu þeir feðgar á Akri einhvern í lið með sér því flestir aðrir í fjölskyldunni héldu með Liverpool. Elsku Gunni bróðir, farðu í friði og hafðu ekki áhyggjur af kosningunum, ég mun koma at- kvæði þínu til skila. Elsku Jóhanna, Helga, Pálmi og Þuríður, minningin um Gunna okkar mun lifa. Guðrún Rebekka (Dúnna). Elsku Gunni bróðir er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Gunni var fjórði í röðinni í sex systkina hópi og eigum við systkinin margar minningar um bróður okkar. Gunni var skemmtilegur bróðir, hress og kátur og við systurnar fengum oft að kenna á stríðni hans, en hann var fljótur að verja okkur ef einhver annar var að abbast upp á okkur. Gunni hafði gaman af lífinu og tók sig ekki of alvarlega. Það sést sérstaklega vel á gömlum fjölskyldumyndum þar sem hann var alltaf með eitthvert grín og glens. Á menntaskóla- árunum var hann ekkert að flýta sér að ljúka stúdentsprófi enda margt annað en námið sem átti huga hans. Það fór svo að lokum að hann ákvað að útskrifast með yngri systur sinni til að spara útskriftarveislu fyrir foreldra okkar að hans sögn. Gunni fór líka sínar eigin leið- ir og var sjaldnast á sama máli og allir aðrir. Við systkinin héld- um t.d. öll með Liverpool en ekki Gunni, Manchester United var hans lið. Gunni var vel inni í málefnum líðandi stundar og hann var mjög pólitískur og hafði ríka réttlætiskennd. Það var oft erfitt að rökræða við hann því hann var mjög fylginn sér enda var hann búinn að kynna sér málin í þaula svo það endaði með því að við létum oftast í minni pokann. Áhugi Gunna á ættfræði var mikill og var hann mjög ættrækinn. Hann átti ekki langt að sækja ættfræ- ðiáhugann, mamma sáði þeim fræjum sem hann einn tók við. Gunni sá til þess að við systkinin kynntumst ættmennum okkar, hvort sem við vildum það eða ekki. Hann skipulagði ættarmót bæði í móður- og föðurætt sem urðu að ógleymanlegum minn- ingum sem við hefðum ekki vilj- að vera án. Sumarið 2020 skipu- lagði Gunni ferð okkar systkina og maka til Mjóafjarðar og hafði samband við ættingja sem tóku á móti okkur með pomp og prakt. Við systkinin áttum þar góðar stundir saman. Gunni var límið í systkinahópnum, oftast var það hann sem kom með hug- myndir að viðburðum, skipu- lagði þá og við hlýddum. Við systkinin ásamt börnum okkar heimsóttum Gunna, Jó- hönnu, Helgu og Pálma oft á Akur. Þar fengu börnin okkar að kynnast sveitalífinu, heyskap, sauðburði og réttum og tilhlökk- unin að fara á Akur var alltaf mikil. Gunna verður sárt saknað en það er honum líkt að fara á und- an okkur svo að hann geti skipu- lagt för okkar þegar okkar tími kemur. Elsku mamma, Jóhanna, Helga, Pálmi og Þuríður, sökn- uðurinn er mikill en minning Gunna bróður lifir. Björn, Sveinlaugur, Krist- ján, Guðrún og María. Gunni mágur okkar og svili er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Fráfall hans er mikill missir en mestur þó fyrir Jó- hönnu (Systu) og þeirra börn. Hann var einstaklega vel gefinn en hafði enga þörf fyrir að flíka sinni þekkingu ef ekki var sóst eftir því. Hann hafði gríðarlegan áhuga á því að kynna sér alla hluti í þaula, bar virðingu fyrir skoðunum annarra, átti auðvelt með að setja sig í spor annarra en var þrátt fyrir það fastur á sínum pólitísku skoðunum. Vissulega hefur það ekki verið auðvelt fyrir ungan, 17 ára, dreng, vinstrisinnaðan, að koma inn á heimilið á Akri en það var hans stíll. Hann fór ekki alltaf auðveldustu leiðina í lífinu og hafði jafnvel gaman af því að vera á öðru máli en allir hinir, hann vildi hrista upp í hjarðeðli mannfólksins. Einn daginn ákvað hann að ganga ekki oftar í svörtum fötum enda litríkur maður. Hann sagði að lífið væri of stutt fyrir að ganga í svörtum fötum. Hann var alltaf smart, vel til hafður og snyrtilegur bæði í klæðaburði og heima fyr- ir. Hverjum mynduð þið bjóða með ykkur í brúðkaupsferð nema einstökum manni eins og Gunna? Hann var geðgóður maður, hallmælti ekki nokkrum manni eða átti í útistöðum. Við Gunni höfum átt margar góðar stundir saman sem við munum sakna sárt. Þegar hann var í lyfjameðferð hér fyrir sunnan átti hann til að koma til okkar í Hveragerði og vera um stund hjá okkur, sem okkur þótti einstaklega vænt um. Við áttum fjölda stunda sem við sát- um saman á spjalli um heima og geima. Hann hafði mikla kímni- gáfu, og allt að því kaldhæðinn, sem jafnvel ekki allir skildu og fékk hann stundum bágt fyrir. Við þökkum fyrir ferðir erlend- is, innanlands og allar stórkost- legu veislurnar á Akri sem þau hjónin hafa staðið að hvað eftir annað, allt svo myndarlegt hjá þeim. Alltaf var ljúft og þægi- legt að vera með þeim, engin vandamál þar á ferðinni. Vænt- anlega höfum við hjónin ekki átt jafn margar samverustundir með öðrum hjónum en þeim Gunnari og Systu, erum við afar þakklát fyrir þær og þá ekki síst ferðina á Strandirnar í sumar sem var algjör tilviljun fyrir til- stuðlan Gunna. Gunnar stóð alltaf við bakið á Systu og studdi hana í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur án þess að trana sér fram. Hann var ljúfur, þægilegur og hlýr. Barngóður var hann og nutu börnin okkar hlýju hans og virðingar þar sem hann gaf sig að þeim í fræðslu og heimsins spjall, enda vissi hann alla skap- aða hluti. Hann gerði allt fyrir börnin okkar, keypti ís af ísbíln- um, leyfði þeim að stýra bíl ung að aldri, spilaði við þau þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á spila- mennsku, fræddi og lék við þau eftir þeirra óskum. Ótrúlega þolinmóður. Það eru forréttindi að hafa átt svona góðan mág og svila eins og Gunni var. Við kveðjum þig elsku Gunni með söknuði. Elsku Systa, Guðný, Helga frænka, Pálmi og Þuríður, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, hugur okkar er hjá ykk- ur. Ég veit að veislurnar halda áfram hjá okkur og góðu stund- irnar saman þó að það sé stórt skarð komið í hópinn okkar. Nína Margrét og Ómar. Það voru nokkrir dagar liðnir af haustönn Menntaskólans við Sund árið 1976, þegar inn í kennslustofuna skundaði hár og dökkhærður ungur maður sem glotti út í annað og geislaði af sjálfsöryggi. Það fyrsta sem fangaði athyglina var afar litrík skyrta sem greinilega var úr einni af betri tískuverslunum Reykjavíkur. Undirritaður var reyndar í samskonar flík og hugsaði sitt. Eftir að hafa snar- lega litið yfir bekkinn tók hann stefnuna á auðan stól mér við hlið, benti á hann og sagði: „Sæll, ég heiti Gunnar Rúnar. Er þetta sæti laust?“ og bætti við: „Flott skyrta.“ Þrátt fyrir efasemdir mínar þá var þetta upphafið að traustri og góðri vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Vinahópurinn stækk- aði og kærusturnar sem urðu lífsförunautar okkar tengdust fljótlega vinaböndum. Mennta- skólaárin voru viðburðarík eins og gengur, full af skemmtilegum ævintýrum og gleðistundum sem lifa áfram í minningunni. Eftir menntaskólann gerðust Gunni og Jóhanna um þriggja ára skeið ráðsmenn á Akri, ætt- aróðali Jóhönnu, en héldu síðan til náms í Danmörku. Heimkom- in störfuðu þau á Hvanneyri og Selfossi uns þau tóku við búi á Akri. Heimsóknir okkar hjóna til þeirra voru tíðar og ánægju- legar enda þau hjónin glaðsinna og höfðingjar heim að sækja. Góðar minningar eru frá heim- sóknum að Akri til þess að taka þátt í reglubundnum sveita- störfum þar sem við borgar- börnin fengum að læra tökin á þeim verkum eða bara að njóta félagsskapar með góðum vinum. Minnisstæðar og skemmtilegar ferðir, innan- og utanlands, voru farnar með þeim hjónum og okkar börnum. Gunnar var mik- ill gleðimaður, hafði gráglettinn húmor sem gat stundum stuðað þá sem ekki voru honum kunn- ugir og hann hafði gaman af að hræra upp í hlutunum. Hann var einnig afar fróðleiksfús og setti sig jafnan vel inn í mál sem fönguðu huga hans. Til að mynda var hann framúrskar- andi íslenskumaður og þoldi illa ef málnotkun og réttritun var ekki í lagi. Víðlesinn var Gunnar og fjölfróður. Vinum sínum var hann trúr og traustur og kaus helst að sneiða hjá deilum og ergelsi. Til að mynda man ég ekki eftir alvarlegum ágreiningi okkar á milli nema ef vera skyldi það að hann hélt með Man.U. en ég með Arsenal. Meira að segja það risti ekki djúpt, frekar haft gaman af. Þegar Gunni var greindur með þann sjúkdóm sem að lok- um hafði hann undir, tók hann því af miklu æðruleysi sem og þeirri baráttu sem við tók. Hann hafði öðru sinni verið valinn til setu á framboðslista Samfylk- ingarinnar fyrir sitt kjördæmi í kosningunum sem fram fara á útfarardegi hans. Gunni var með sterka réttlætiskennd og brann fyrir hugsjónum jafnaðar- manna, frelsi, jafnrétti og bræðralagi og var hann að vinna við framboðið til hinstu stundar af sjúkrabeði sínum. Farinn er góður drengur sem er sárt sakn- að en óteljandi góðar minningar sitja eftir og ylja. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur sendum við Jóhönnu, Helgu, Pálma, Þur- íði og Guðnýju móður Gunna. Minning góðs vinar lifir í hjört- um okkar. Ólafur Ingi og Erna Björg. Við viljum í nokkrum orðum minnast félaga okkar og vinar Gunnars Rúnars Kristjánssonar sem lést fyrir skömmu langt fyr- ir aldur fram. Hann var mjög virkur og öflugur félagi í Sam- fylkingunni, bæði í Norðvestur- kjördæmi og á landsvísu. Meðan krafta hans naut við í flokknum var hann mikill talsmaður kjör- dæmisins og landsbyggðarinnar og var hann alltaf boðinn og bú- inn að taka þátt í félagsstarfi og vinna í þágu flokksins á einn eða annan hátt. Okkur er mjög minnisstætt þegar við og Guðmundur Andri Thorsson fórum eitt sinn norður á kótilettukvöld sem haldið var í Eyvindarstofu á Blönduósi þar sem eðalkratinn Valdimar Guð- mannsson stjórnaði veisluhöld- um. Þar tók Gunnar Rúnar vel á móti okkur og við áttum góða stund saman. Í framhaldinu bauð Gunnar okkur í ferðalag um sveitina og þeystumst við vítt og breitt um Blönduós og Húnavatnshrepp þar sem hann sagði okkur frá hinu og þessu um svæðið. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig Gunnar Rúnar tók á móti gestum á sitt svæði, alltaf boðinn og búinn til að vera innan handar þar sem gestrisnin var í hávegum höfð. Við viljum votta fjölskyldu Gunnars Rúnars okk- ar dýpstu samúð. Megi minning- in um góðan dreng og félaga lengi lifa. Guðjón S. Brjánsson og Ólafur Ingi Guðmundsson. Ég kynntist Gunnari Rúnari fyrst í Menntaskólanum við Tjörnina. Við lentum í sama bekk á fyrsta ári. Hann var svona strákur sem stelpur urðu skotnar í, hár, dökkhærður, brosmildur, svolítið stríðinn og félagslyndur. Svo skildi leiðir. Næst hitti ég hann á planinu fyrir framan Brugsen á Kagså- kollegíinu í Herlev. Ég gekk fram á hann, með Maríu í barna- vagninum, þar sem hann sat á gulum múrsteinsvegg. Við tók- um tal saman og það kom í ljós að hann var giftur maður, mætt- ur á staðinn til að sækja um íbúð fyrir þau Jóhönnu og Helgu dóttur sína. Fyrir mig og mína fjölskyldu var gæfa að kynnast þeim á þessum stað í lífinu. Á kollegíinu í Danmörku mynduðu þau, ásamt nokkrum öðrum ís- Gunnar Rúnar Kristjánsson FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 13-16 virka daga Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF JÓHANNA PÁLSDÓTTIR húsmóðir, Lindasíðu 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 1. október klukkan 13. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Glerárkirkju-beinar útsendingar. Halldór Jóhannesson Inga Þóra Gunnarsdóttir Anna Jóhannesdóttir Páll Jóhannesson Margrét H. Pálmadóttir Hrönn Jóhannesdóttir Ágúst Hrafnsson Jóhannes Mar Jóhannesson Björg Theodórsdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.