Morgunblaðið - 25.09.2021, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Einlægar þakkir til allra sem auðsýndu
okkur samúð og hluttekningu vegna fráfalls
elsku mömmu, ömmu og tengdamömmu,
JÓNU I. HALL
hjúkrunarkonu.
Ragnheiður, Gunnlaugur, Egill, Berta, Elvar,
Íris Jóna, Regína.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
INGIGERÐAR K. GÍSLADÓTTUR.
Sigurður Hallgrímsson Guðbjörg Magnúsdóttir
Kristinn Hallgrímsson Helga Birna Björnsdóttir
Hulda Hallgrímsdóttir Ingi Þór Hermannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS ANTONSSONAR
rafmagnstæknifræðings,
Strandvegi 24, Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 12 E á
Landspítalanum fyrir hlýhug og góða umönnun.
Dóróthea Valdimarsdóttir
Matthildur Kristjánsdóttir Hermann Reynisson
Kristján Anton Hermanns. Sophia Miller
Stefán Páll Hermannsson
Kristín Ólöf Hermannsdóttir
Þakklæti er efst
í huga þegar við
kveðjum Völund
langafa. Þar var á
ferð afburða fróður og hjálp-
samur maður sem við minn-
umst með hlýju og söknuð.
Þakklæti fyrir að fá að
þekkja hann í svona mörg ár.
Þakklæti fyrir allt sem hann
kenndi okkur, hvort sem það
var plöntuheiti, smíðatækni,
landafræði eða eitthvað tengt
sögu. Það var alltaf skemmti-
legt að fara með hann um Brú-
aröræfin sem hann þekkti eins
og lófann á sér, hann sagði okk-
ur frá þegar hann og félagar
fóru þessar slóðir fyrstir
manna og nefndu staðina eftir
eigin höfði. Oft kom fyrir að
hann benti á lítinn blett i
fjarska, „sjáið þarna straum-
öndina“ (eða annað fuglaheiti),
og við pírðum og sáum loks
fuglinn. Það var með ólíkindum
hvernig hann gat séð og þekkt
fuglinn á meðan hann keyrði.
Hann var alltaf að fræðast,
bæði frá bókum, sjónvarpi og
með því að fylgjast með í kring-
um sig. Í heimsóknum hjá okk-
ur fyrir sunnan kom hann oft
vappandi inn í eldhús til að
fylgjast með eldamennskunni,
einfaldlega vegna þess að hann
var forvitinn um hvernig mat-
urinn yrði til.
Þakklæti fyrir að hann gaf
strákunum svo mikinn tíma, lét
þá taka þátt í öllu og kenndi
þeim það nauðsynlegasta á
fjöllum svo sem að höggva eldi-
við, breiða yfir gæsahreiður,
hreinsa silung, draga fána að
hún og gróðursetja. Fyrsta
starfið á leið inn í Grágæsadal-
inn var ætíð að tína steina úr
veginum og stundum var stopp-
að til að setja niður nokkrar
plöntur við eitthvað kennileiti.
Hann fór með strákana í Leyni-
dalinn og leyfði þeim að dýfa
fætur í volga lækinn. Eitt sum-
arið var helsta áhugamál þeirra
að grafa holu. Þegar holan var
orðin ansi djúp gantaðist með
að ef hún hefði bara snúið í
rétta átt þá hefði þetta verið
ágætis gröf. Eftir að hafa dval-
ið hjá honum breyttist orðræð-
an hjá strákunum og þeir not-
uðu hugtak eins og að „draga í
land“ og „hafa vit við þetta“,
hugtak sem þeir munu alltaf
tengja við langafa sinn. Þeir
litu mjög upp til hans, fannst
merkilegt hvað hann var orðinn
gamall og þeir segja að hann
hafi verið „sá svalasti í fjöl-
skyldunni“.
Og á endanum þakklæti fyrir
að hann fékk að vera virkur og
hress fram á síðasta dag og að
hann fékk að kveðja þennan
Völundur
Jóhannesson
✝
Völundur Jó-
hannesson
fæddist 23. ágúst
1930. Hann lést 30.
ágúst 2021.
Útför Völundar
fór fram 16. sept-
ember 2021.
heim á þeim stað
sem hann óskaði.
Matja og
strákarnir
Hvert sumar
fórum við pabbi og
bræður í Grágæsa-
dal og hitti langafa.
Hann átti meira en
200 plöntur í Grá-
gæsadal. Hann var
mjög klár. Áður en hann lést þá
reyndi hann að planta birki-
skógi. Við hjálpuðum honum
smá með það. Nokkrar vikur
áður en hann lést bjó hann til
lítinn kofa sem hann kallaði
Meyjarskemmuna, hann sagði
að það var fyrir konu og einn
hund. Við hjálpuðum honum að
byggja hana. Einn daginn þeg-
ar ég labbaði út með bróður
mínum við vatnið í Grágæsadal,
fundum við bein af gæs. Svo
lágu minkaspor frá dauðu gæs-
inni. Við fundum líka brot úr
eggi. Svo fórum við tilbaka og
sögðum frá þessu og sýndum
eggbrotið. Á morgnana fór ég
og langafi út að setja upp fán-
ann, sumarið þegar hann lést
vorum við þrjá daga í Grágæsa-
dal. Ég reyndi að búa til stíflu í
læknum sem rennur frá fjallinu
niður í Grágæsadalsvatnið.
Hákon Örn, 8 ára.
„Þetta finnst mér fjári gott,“
sagði Völundur frændi glaður
og benti á upphafsljóðið í bók
minni, Í klóm dalalæðunnar.
Þar stendur að gáleysislegt
vings með sígarettu hafi brennt
burt Reyðarfjörð á landakorti.
Hann túlkaði þessar línur strax
sem ádeilu á álversiðnaðinn þar
í firðinum, ádeilu sem stóð
hjarta hans nærri, hjarta sí-
starfandi náttúruverndara.
Hann var einarður andstæð-
ingur Kárahnjúkavirkjunar og
þess iðnaðar sem hún var reist
til að knýja. Þegar lokur voru
settar fyrir Jökulsá á Dal og
byrjað að fylla í Hálslón sigldu
þeir vinirnir Ómar Ragnarsson
og Völundur á Örk þess fyrr-
nefnda um lónið til að mótmæla
óafturkræfum og stórfelldum
umhverfisspjöllum. Tveir
rosknir menn á lítilli bátskel
andspænis risavirkjun.
Eitt sinn sagði Völundur mér
að þegar Vatnajökulsþjóðgarð-
ur varð að veruleika hefði hann
ekið fram á vörður sem mörk-
uðu innganginn í þjóðgarðinn.
Á þær voru festar málmplötur
þar sem stóð að Alcoa hefði
styrkt gerð þeirra. Hann reidd-
ist svo þessari ósvífni og ós-
vinnu að vopnaður verkfærum
úr bílnum náði hann að fjar-
lægja plöturnar af vörðunum,
erfitt verk sagði hann því þær
voru rækilega boltaðar við
grjótið. En auðvitað var hann
svo stálheiðarlegur að hann ók
síðan óraveg til að skila plöt-
unum á skrifstofu fyrirtækisins.
Fyrir tveimur sumrum
spurði hann mig álits á hug-
mynd sem hann hafði fengið, þá
að nálgast nírætt. Á þessum
tíma hafði breskur auðjöfur
keypt upp margar jarðir aust-
anlands, þar á meðal Gríms-
staði á Fjöllum, en á kafla ligg-
ur þjóðvegur í gegnum þá
víðfeðmu jörð. Völundur tor-
tryggði þessi miklu jarðakaup
erlends aðila og velti fyrir sér
að reisa myndarlegt vegaskilti
þar sem vegurinn fer inn í jörð-
ina, sem á stæði „You Have
Now Entered British Terri-
tory“ á annarri hliðinni og á
hinni hliðinni stæði „You Have
Now Left British Territory“.
Hann hrinti ekki hugmyndinni í
framkvæmd, en hún endur-
speglar bæði grallaralega
kímnigáfu hans og aktívisma í
þágu náttúruverndar.
Og í Grágæsadal kristallaðist
ást hans á landinu tærast. Þar
ræktaði hann upp af ótrúlegri
þolinmæði og þrautseigju um
áratugaskeið unaðsreit með á
þriðja hundrað plantna, trjáa
og blóma, nokkurs konar
Edens-garð á hálendinu. Í 640
metra hæð yfir sjávarmáli! Ein-
stakt afrek. Daginn áður en
hann lést dvaldi hann á æsku-
slóðunum í Haga í Aðaldal með
eftirlifandi bræðrum sínum og
systur í bláberjamó og við
spjall. Næsta morgun kvaddi
hann ástkæran Aðaldalinn í síð-
asta skipti. Í farteskinu
birkifræ sem hann hafði safnað
saman þar og afleggjarar af
engjarósum, til að sá og planta
í Grágæsadal. Hann ók þessa
rúma 200 kílómetra á milli dal-
anna sinna og á áfangastað á
hlýjum síðsumarsdegi hófst
hann ótrauður handa við að sá
og planta viðbótunum frá flór-
unni í Aðaldal. Lífræn brú frá
dal æskunnar til dals fullorðins-
áranna. Hann fannst þar hvíl-
andi í blómabeði um kvöldið,
horfandi til himins, á þeim stað
sem skipti hann mestu og hann
skapaði eigin hendi. Blessuð sé
minning Völundar frænda, þess
mikla eldhuga og öðlings.
Sindri Freysson.
Með Völundi er fallinn frá
brautryðjandi í nútímalegum
hálendisferðum um öræfin
norðan Vatnajökuls. Þar voru
jeppar af ýmsum gerðum far-
arskjótinn og höfðu tekið við af
hestum sem fyrr á tíð báru
örfáa fullhuga um þessi gróð-
urlitlu víðerni, auk bænda í
fjárleitum. Kynni Völundar af
Brúarbændum á Jökuldal
leiddu til landnáms hans og
Einars Ólasonar rafvirkja-
meistara í Grágæsadal um
1970, öræfavininni þar sem
hann síðan undi best og kvaddi
að lokum. Ég kynntist Völundi
á þessum árum, þegar hann
gerðist ötull liðsmaður í Nátt-
úruverndarsamtökum Austur-
lands (NAUST) og hafði frum-
kvæði að stofnun Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs. Sem smiður
og verkstæðisformaður hjá
KHB gafst Völundi einstakt
tækifæri til að láta drauma sína
um fjallaskála rætast, m.a. við
Snæfell og í Kverkfjöllum og
hann fékk á sinn hljóðláta hátt
ötulan stuðning margra. Í þeim
umsvifum var góð umgengni
sjálfsögð sem síðan hefur sett
mark sitt á störf arftakanna.
Friðlýsing Kringilsárrana 1975
var einn af ávöxtunum af
verndarhugsjónum Völundar og
vökul augu hans tryggðu frá
upphafi gott skipulag á um-
gengni í Hvannalindum.
Sem „jeppakarl“ stundaði
Völundur ekki fjallgöngur að
ráði. Við Kristín minnumst
fyrstu göngu hans á gúmmí-
stígvélum með okkur yfir
Kverkjökul haustið 1972. Þá
var Sigurðarskáli risinn og
„völundarhús“ komið á Dyngju
í Arnardal. Það var mikil gæfa
fyrir þróun ferðamennsku í
óbyggðunum norðaustanlands
að hafa Völund þar í forystu
um 20 ára skeið. Tugþúsund-
irnar sem sem nú njóta Vatna-
jökulsþjóðgarðs og tengdra
svæða eiga honum og spor-
göngumönnum hans mikið að
þakka.
Hjörleifur Guttormsson.
Það er komið að lokum hins
síðasta sumars. Hins einstaka
sumars þegar dagarnir voru
lengri en aðrir sumardagar,
hlýrri og bjartari en áður. Í
gróna dalnum nærri jökulbrún-
um, í hjarta jökulríkisins mikla,
hafa gefist fleiri gullnir dagar
en þekkist. Samvera með fjöl-
skyldu, gestakomur og einvera.
Húsbygging, ræktun og gróð-
ursetning. Þvílíkt sumar.
Lyngið er fallið
að laufi
holtin regnvot
og hljóð
kvöldskin á efsta
klifi.
Dagur er að kveldi kominn.
Öldungurinn hefur ekið norður,
í Aðaldal, á bernskuslóðir, til
fundar við bræður og systur en
er nú snúinn aftur í sælureitinn
í jökulríkinu. Aksturinn langur,
dagurinn styttist en heim er
náð. Bláber úr Aðaldal kvöld-
máltíðin.
Í jafnföllnum
haustsnjó
eldtungur
rauðra
rósa.
Öldungurinn gengur út í
garðinn sinn. Blómagarðinn
sem hann hefur ræktað með
einurð og kærleika að vopni
gegn óvinveittu náttúrufari.
Hann leggst niður innan um
blómjurtir og birki og horfir til
himins af grávíðibeði. Grágæs-
irnar, sem dalurinn er nefndur
eftir, fljúga yfir rökkvaðan him-
in, álftir og hugsanlega send-
lingur einnig. Nóttin fellur á,
hlý og umvefjandi, og síðasti
dagur ágústmánaðar rennur
upp.
Hauströkkrið yfir mér
kvikt af vængjum
yfir auðu hreiðri
í störinni við fljótið.
Höfðingi Brúaröræfa er all-
ur.
Völundur Jóhannesson var
maður margra vídda. Fjöl-
skyldu sinni var hann faðir,
bróðir og ættarhöfðingi. Körl-
unum í bílskúrum og á verk-
stæðum var hann áhugasamur
félagi og unnandi handverks og
verkvits. Hálendisförum var
hann einstök uppspretta
reynslu og þekkingar. Mér var
hann kennari, leiðbeinandi í
nýju lífi á nýjum stað.
Völundur sýndi í verki
hvernig manneskja getur tekið
ábyrgð á eigin lífi og líðan og
fyllt lífið tilgangi og merkingu í
smáu ekki síður en stóru.
Áhugasamur og virkur fram til
síðustu stundar hafnaði hann
því að ellin yrði ráðandi í lífi
sínu. Að hætta að sjást sem
manneskjan sem maður var og
er, og verða einungis gamal-
menni í augum annarra, er
hlutskipti margra aldraðra. Það
varð ekki hlutskipti Völundar.
Völundur kunni að ástunda
vináttu og gerði mig að vini sín-
um. Af einstakri prúðmennsku,
innsæi, næmi og kímnigáfu
stýrði hann samskiptum okkar
þannig að einræni einbúinn átti
ekki undankomu auðið. Hann
skildi fólk, hann Völundur, og
kunni að fara að því.
Ég þekki mikilvægi þess að
kunna að lifa vel. Og hin síðari
ár hefur mikilvægi þess að
deyja vel orðið æ ljósara. Nú,
við fráhvarf Völundar, sé ég að
það, að kunna að lifa vel og
kunna að deyja vel, er eitt og
hið sama. Sá sem lifir vel þorir
að horfast í augu við dauða
sinn. Hlýðir sáttur kallinu þeg-
ar það kemur, þakklátur fyrir
lífið sem gafst.
Systursonur
minn Kristján Páll er látinn að-
eins fjörutíu og eins árs gamall
frá konu og tveimur yndislegum
dætrum á unglingsaldri. Hann
hafði millinafn frá föður mínum
Páli Hannessyni. Kristján var
gáfaður og hæfileikaríkur mað-
ur, mikill grúskari með listræna
drætti í tónlist og hann braut
sér eigin leið á því sviði sem féll
að persónuleika hans.
Hann var hjálpsamur dreng-
ur og friðsamur og mikill vinnu-
maður á tæknisviði. Sá góði
hæfileiki er í föðurættinni.
Lausnamiðaður var hann í raf-
magni og síðar í alls konar ör-
tækni og við gerð flókinna tölvu-
kerfa. Hann var eftirsóttur á því
sviði eins og starfsferill hans ber
með sér. Vann meðal annars hjá
leikjaframleiðandanum CCP á
Íslandi og síðar hjá LEGO í
Danmörku þar sem fjölskyldan
bjó þegar veikindin dundu yfir.
Ég fylgdist með líðan hans í
gegnum móður hans og föður
sem þjáðust mjög vegna þessara
ótímabæru veikinda hans, svona
ungur maður að fá þetta, hann
Kristján okkar. Hvernig eigum
við að skilja þetta, hvernig eig-
um við að sættast við það sem
gerst hefur? Hann var í faðmi
sinnar eigin fjölskyldu auðvitað
úti í Danmörku, en viss fjarlægð
reyndist okkur öllum erfið í
veikindunum hans og sérstak-
lega föður, móður og yngri bróð-
ur hans Jóhannesi. Það var svo
erfitt að kveðja, eins og kveðjan
er mikilvæg fyrir ferðina miklu
og sáttin við alla og fyrirgefn-
ingin, sama hvað gerst hefur.
Og það gerist alltaf eitthvað í
fjölskyldum sem enginn veit um,
lítið eða stórt og maður gerir
Kristján Páll
Kristjánsson
✝
Kristján Páll
Kristjánsson
(Krissi) fæddist 4.
nóvember 1979.
Hann lést 6. sept-
ember 2021.
Útför Kristjáns
Páls fór fram 13.
september 2021 í
Billund í Dan-
mörku.
sér ekki almenni-
lega grein fyrir –
nema skaparinn, sá
sem skilur allt og
veit hugsanir okk-
ar, tilfinningar og
sorgir. Sá sem
huggar sé hann
beðinn og situr við
beð þess sem syrg-
ir. Ég bað Kristján
Pál um að fara í
Alexendar Nevskíj-
kirkjuna í Bredegade í Kaup-
mannahöfn og sitja þar eina lit-
úrgíu í klukkustund, til að fá
lokaskilning á því um hvað lífið
er. Er það hægt? Já og einna
helst þegar maður syrgir – eða
horfir á dauðann koma. Guðs
orð og snerting hans fer þá eins
og ljósör inn í hjarta mannsins
og hann verður aldrei samur
aftur. Það er dýrmætt að sjá
skýrri sjón af hverju þetta allt
saman er og þá veit maðurinn
líka að hann getur verið ótta-
laus, því hann fer með Kristi og
lifir áfram um alla eilífð, þótt
hann deyi. Þá sefast hinn dauð-
veiki maður og óttinn hverfur, í
hlýjum faðmi Guðs sem elskar
manninn meira en hann getur
sjálfur gert.
Ég vona og bið að hann fái
þetta einnig eftir dauða sinn og
verði fluttur heill og fagur af
Guðs englum upp til hæða
Drottins þar sem þúsundir og
aftur þúsundir engla og erki-
engla, kerúbar og serafar taka
við honum fagnandi og þakka
honum fyrir afrekið að hafa lifað
og reynst maður; góður maður
og gengið með sínu fólki hjálp-
samur, í vináttu og sátt.
Fyrir Kristjáni frænda mín-
um höfum við beðið og sungið
hárri röddu til þríheilags Guðs
sem hlustar á okkur, vongóð og
biðjandi: „Drottinn, unn honum
eilífrar minningar! Drottinn,
unn honum eilífrar minningar!
Drottinn, unn honum eilífrar
minningar!
Guð blessi og varðveiti
frænda minn, Kristján Pál, um
alla eilífð.
Guðmundur Pálsson
heimilislæknir.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar