Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 55

Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Keppnin um Ryder-bikarinn í golfi verður í fullum gangi um helgina og hófst í gær. Þessi keppni hefur oft verið konfekt fyrir íþróttaunnendur og reynst afar gott sjónvarpsefni. Ekki síst á lokadeginum þegar allir leik- menn liðanna eru ræstir út og keppt er maður á móti manni. Þá geta sviptingarnar orðið miklar. Þegar velt er vöngum um hvort liðið sé fyrir fram sig- urstranglegra þá er gjarnan horft í stöðu manna á heimslist- anum. Sem er ósköp eðlilegt því listinn segir mikið um hvernig mönnum hefur vegnað síðustu vikur og mánuði. En horfa þarf til fleiri þátta þeg- ar spáð er í spilin fyrir Ryder- bikarinn. Ekki síst vegna þess að notast er við holukeppni. Staða manna á heimslista tekur að mestu leyti mið af árangri í höggleik. Fyrirkomulaginu sem notast er við í langflestum mót- um hjá þeim bestu. Auk þess má bæta því við að samkeppnin er svo hörð í íþróttinni að sáralítill munur er á manni í sjöunda sæti heimslistans eða fjórtánda sæti. Hægt væri að telja upp ansi mörg óvænt úrslit í keppninni í gegnum tíðina en ein viðureign kemur oft upp í hugann hjá mér. Í keppninni á Belfry árið 2002 höfðu liðið þrjú ár á milli keppna. Uppákoma í keppninni 1999 hafði hleypt illu blóði í menn og rígur jókst þá töluvert. Keppnin átti að vera í september 2001 en var frestað á síðustu stundu vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Liðin höfðu þegar verið valin. Ekki vildu menn taka sætin frá þeim sem unnið höfðu fyrir því að komast í liðin og velja upp á nýtt. Í september 2002 var allur gangur á því í hvernig formi kylf- ingarnir voru. Leikur einhverra hafði hrunið á árinu 2002 og allt annað en þægilegt að keppa í Rydernum við slíkar aðstæður. Einn þeirra var Wales-verjinn Phillip Price sem hrunið hafði niður í 119. sæti heimslistans þegar að keppninni kom. Honum tókst þó einhvern veginn að vinna Phil Mickelson 3/2 á loka- deginum en Mickelson var í öðru sæti heimslistans. Eflaust há- punkturinn á ferli Price. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Úlfur Arnar Jökulsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í knattspyrnu og hann tekur við af Ásmundi Arnarssyni sem hefur þjálfað Fjölnisliðið undanfarin þrjú tímabil. Úlfur er 38 ára gamall og þjálfaði varalið Fjölnis, Vængi Júpí- ters, í 4. deildinni í ár og var áður m.a. þjálfari karlaliðs Aftureld- ingar í hálft þriðja ár á árunum 2014 til 2017. Fjölnismenn enduðu í þriðja sæti 1. deildar karla í ár, fimm stigum á eftir Eyjamönnum sem náðu öðru sætinu og fylgja Fram upp í úrvalsdeildina. Úlfur tekur við þjálfun Fjölnis Ljósmynd/Fjölnir Þjálfari Úlfur Arnar Jökulsson tek- ur við þjálfun karlaliðs Fjölnis. Slagur Evrópumeistara Chelsea og Englandsmeistara Manchester City er áhugaverðasti leikur helg- arinnar í enska fótboltanum en lið- in mætast klukkan 11.30 í dag á Stamford Bridge í London. Chelsea vann úrslitaleik liðanna í Meistara- deild Evrópu í vor, 1:0, en City hafði þá tryggt sér enska meistara- titilinn af talsverðu öryggi. Chelsea mætir til leiks í efsta sæti deild- arinnar með 13 stig eftir fimm um- ferðir, jafnt Liverpool og Man- chester United, en City er í fimmta sæti með 10 stig. Meistaraslagur á Stamford Bridge AFP Efstir Thomas Tuchel er með Chelsea á toppi deildarinnar. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is _ Vinna Víkingar sinn fyrsta meist- aratitil í þrjátíu ár í dag eða krækja Blikar í titilinn í annað skipti í sög- unni? _ Keflavík, HK eða ÍA – hvert þessara þriggja liða fellur úr úrvals- deildinni? _ Hvort verður það KA eða KR sem endar í þriðja sæti og þarf að bíða niðurstöðunnar í bikarkeppn- inni til að fá úr því skorið hvort það dugi til að krækja í Evrópusæti? Svörin við þessum þremur spurn- ingum liggja fyrir um klukkan fjög- ur í dag, ef allt fer fram samkvæmt áætlun í lokaumferð úrvalsdeildar karla í fótboltanum en flautað verð- ur til leikjanna sex klukkan 14.00. Þeir eru eftirtaldir og stigatala liðanna í svigum: Víkingur R. (45) – Leiknir R. (22) Breiðablik (44) – HK (20) KA (39) – FH (32) Stjarnan (22) – KR (38) Keflavík (21) – ÍA (18) Fylkir (16) – Valur (36) Víkingar ganga sigurstranglegir til leiks gegn Leiknismönnum sem hafa ekki að neinu að keppa. Með sigri verða Víkingar Íslandsmeist- arar í sjötta sinn og í fyrsta skipti frá árinu 1991 þegar þeir lyftu bik- arnum suður í Garði eftir æsispenn- andi einvígi við Fram sem réðst á markatölu. Á meðan tekur Breiðablik á móti HK í Kópavogsslag þar sem gríð- arlega mikið er undir hjá báðum lið- um. Blikar verða í það minnsta að ná jafntefli og helst vinna til að eiga möguleika á að vinna titilinn í annað sinn (áður 2010) á meðan HK þarf sigur til að gulltryggja sæti sitt í deildinni. _ Ef Víkingar vinna Leikni verða þeir Íslandsmeistarar 2021. _ Ef Víkingar gera jafntefli við Leikni þarf Breiðablik að vinna HK til að verða meistari. _ Ef Víkingar tapa fyrir Leikni nægir Breiðabliki jafntefli gegn HK til að verða meistari. KA stendur vel að vígi KA er með þriðja sætið í hendi sér, takist liðinu að vinna FH á Ak- ureyri. Það yrði besti árangur KA frá því félagið varð Íslandsmeistari árið 1989. _ Ef KA og FH gera jafntefli nær KR þriðja sætinu með því að vinna Stjörnuna. _ Ef KA tapar fyrir FH nær KR þriðja sætinu með sigri, og einnig með jafntefli ef KA tapar með tveim- ur mörkum og KR kemst upp fyrir KA í skoruðum mörkum. _ Ef KA og KR enda jöfn að stig- um og með sömu markatölu (t.d. bæði með 34:20) verður KA fyrir of- an á innbyrðis úrslitum liðanna. _ Valur á fræðilega möguleika á þriðja sætinu, ef KA tapar og KR vinnur ekki en þarf þá að vinna Fylki með allt að tíu marka mun. Fallslagurinn í Keflavík Keflavík og ÍA mætast í úrslita- leik fallbaráttunnar og niðurstaðan gæti orðið sú að bæði liðin héldu sér í deildinni. Þá er markatala Kefla- víkur og HK svo áþekk að liðin gætu endað jöfn að stigum og með sömu markatölu. Keflavík er með 21 stig, HK 20 og ÍA 18 stig. _ Keflvíkingum nægir alltaf jafn- tefli til að halda sæti sínu í deildinni. _ ÍA verður að vinna leikinn í Keflavík, annars er liðið fallið. _ Ef Skagamenn vinna leikinn eru þeir öruggir um að halda sæti sínu vegna góðrar markatölu. _ Ef ÍA vinnur Keflavík og HK tapar fyrir Breiðabliki verður það HK sem fellur með Fylki. _ Ef ÍA vinnur Keflavík gæti HK haldið sér uppi með jafntefli gegn Breiðabliki og sent Keflavík niður í 1. deild. Það fer þó eftir markatölu leikjanna. _ Ef Keflavík tapar 0:1 og HK og Breiðablik gera 0:0 jafntefli verða bæði Keflavík og HK með markatöl- una 21:36. Þá fellur HK vegna inn- byrðis úrslita. Sama gerist ef leik- irnir enda 1:2 og 1:1, þ.e. ef Keflavík og HK skora jafnmörg mörk. _ Ef Keflavík tapar með einu marki heldur HK sér uppi með jafn- tefli gegn Breiðabliki, svo fram- arlega sem HK skorar fleiri mörk en Keflavík. _ Ef Keflavík tapar með tveimur mörkum heldur HK sér uppi með jafntefli gegn Breiðabliki. Eins og sjá má af þessu skipta all- ir sex leikirnir í lokaumferðinni máli, og sú er ekki alltaf staðan þegar komið er að mótslokum í tólf liða deild. Minnst er reyndar í húfi í leik Fylkis og Vals þó ekki sé hægt að útiloka yfirburðasigur Valsmanna sem gæti hugsanlega fleytt þeim í áttina að þriðja sætinu. Fylkir hefur tapað heimaleik 7:0 í sumar og þær tölur myndu hugsanlega „nægja“ Valsmönnum ef KA fengi skell gegn FH og KR ynni ekki Stjörnuna. Víkingar í dauðafæri En það er ljóst að stemningin og eftirvæntingin verður mest á Vík- ingsvellinum, alla vega til að byrja með, þar sem langþráður titill er í augsýn hjá Víkingum sem hafa orðið Íslandsmeistarar árin 1920, 1924, 1981, 1982 og 1991. Þeir hafa verið í öðru til þriðja sæti seinni hluta mótsins en nýttu tækifærið um síð- ustu helgi þegar Blikar töpuðu fyrir FH og komust á toppinn með dramatískum sigri á KR-ingum. Vík- ingar eru í sannkölluðu dauðafæri en rétt er að minna á að árið 1989 missti FH meistaratitilinn óvænt í hendur KA við svipaðar aðstæður. Að sama skapi verður spennan mikil á Kópavogsvelli, þar sem allt er í húfi hjá bæði Breiðabliki og HK, og ljóst að stuðningsmenn beggja liða munu fylgjast náið með fram- vindu mála í leikjunum á Víkings- vellinum og í Keflavík. KR með þrjá í leikbanni Eins og vanalega eru nokkrir leik- menn í banni í lokaumferðinni og það kemur verst við KR-inga því Kjartan Henry Finnbogason, Ken- nie Chopart og Finnur Tómas Pálmason verða ekki með gegn Stjörnunni. HK saknar líka tveggja lykilmanna því Birnir Snær Ingason og Ívar Örn Jónsson verða í banni gegn Breiðabliki, sem verður án Gísla Eyjólfssonar. Þá verður reynsluboltinn Kári Árnason ekki með Víkingum gegn Leikni og þeir munu ekki hafa Þórð Ingason til taks sem varamarkvörð. Hansen langmarkahæstur Engin spenna er fyrirsjáanleg í keppninni um markakóngstitilinn en þar er Víkingurinn Nikolaj Hansen með yfirburði. Hann hefur skorað 15 mörk fyrir lokaumferðina. Næstu menn eru með 10 mörk, Árni Vil- hjálmsson hjá Breiðabliki, Hall- grímur Mar Steingrímsson hjá KA og Joey Gibbs hjá Keflavík, ásamt Sævari Atla Magnússyni hjá Leikni sem er farinn til Danmerkur. En allt getur gerst í fótbolta og í lokaumferðinni 2009 tryggði Björg- ólfur Takefusa sér markakóngstit- ilinn með því að skora fimm mörk fyrir KR í 5:2 sigri á Val. Íslandsbikarinn á loft í Fossvogi eða Kópavogi - Spennuþrungin lokaumferð í dag - Harður fallslagur Keflavíkur, HK og ÍA Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Fyrirliði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, tekur við Íslandsbikarnum í dag ef lið hans vinnur Víking. Jason Daði Svanþórsson getur að öðrum kosti orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki ef lið hans vinnur grannaslaginn við HK. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Víkingsv.: Víkingur R. – Leiknir R....... L14 Kópavogsvöllur: Breiðablik – HK......... L14 Samsung-völlur: Stjarnan – KR............ L14 HS Orkuvöllur: Keflavík – ÍA ............... L14 Greifavöllur: KA – FH ........................... L14 Würth-völlur: Fylkir – Valur................. L14 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Stjarnan...... L16.30 Ásvellir: Haukar – Fram................... L16.30 Kórinn: HK – Valur ................................ S16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Varmá: Afturelding U – Kórdrengir .... L16 Höllin Akureyri: Þór – Haukar U ......... S14 UM HELGINA! Spánn Manresa – Valencia............................. 69:89 - Martin Hermannsson skoraði 6 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 16:17 mínútum hjá Valencia. Belgía Limburg – Antwerp Giants................ 72:81 - Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst á 30:35 mínútum hjá Antwerp. >73G,&:=/D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.