Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 56

Morgunblaðið - 25.09.2021, Side 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Sýning á verkum breska lista- mannsins Perry Roberts verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag kl. 16 og ber hún titilinn Below/Beyond. Roberts býr og starfar í Antwerpen í Belgíu og hefur list hans og hönn- un verið sýnd víða um lönd og í þremur heimsálfum. Einkasýning- arnar eru orðnar þrjátíu og sam- sýningarnar rúmlega sextíu, auk þess sem Roberts á fjölda verka í opinberu rými. Afrakstur agaðrar þróunar Roberts sýnir í Hverfisgalleríi nýleg verk á pappír og málverk sem hann málaði á léreft og striga. Verkin eru í tilkynningu sögð „af- rakstur agaðrar þróunar hans á ab- strakt og naumhyggjulegu sjón- rænu tungumáli, sem á í samræðu við arkitektúr og málarahefðina, að miklu leyti innblásin af hugmynda- og naumhyggjulist sjötta og sjö- unda áratugarins“. Þessi áhrif eru sögð greinanleg í mismunandi vinnubrögðum Roberts og efnisnotkun og fela óhlutbundin verk hans á pappír í sér samspil nærveru og fjarveru, hins pósitífa rýmis litarins og negatífs rýmis ómálaðs pappírsins, eins og það er orðað. „Teikningarnar bera gjarnan titla sem vísa til uppgraftar, úrvinnslu og skráningar fornleifa. Verkin á pappír eru sett fram í beinu sambandi við rýmið, nánast sem bókrolla sem slétt hefur verið úr til lestrar, frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri. Verkin af- hjúpa nokkurskonar sögu án skýrr- ar frásagnar, líkt og jarðlagasúlur þegar þær eru skornar úr bergi, áður en jarðlög þeirra hafa verið rannsökuð,“ segir í tilkynningu. Fyrsta sýningin á Íslandi Roberts á langan feril að baki og hefur stundað list sína á ólíkum sviðum, m.a. gert óhlutbundnar teikningar og málverk, rýmistengd verk fyrir almannarými, textaverk, veggmyndir og hannað húsgögn. Hafa verk hans verið sýnd í lista- stofnunum á borð við The Drawing Center í New York, Museum of Contemporary Art í sömu borg, MHKA í Antwerpen, The Museum of Contemporary Art í Sydney og Whitechapel Art Gallery í London. Roberts hefur ekki sýnt áður hér á landi og er sýningin í Hverfisgall- eríi því hans fyrsta á landinu. Roberts lauk grunnnámi við Dyfed-listaháskólann í Wales árið 1986 og hlaut BA- og MFA-gráðu frá Goldsmiths-listaháskólanum í London, þá seinni árið 1989. Greinanleg áhrif frá hug- mynda- og naumhyggjulist Í texta eftir Birtu Guðjónsdóttur segir að verkin séu „afrakstur agaðrar þróunar hans á abstrakt og naumhyggjulegu sjónrænu tungu- máli sem á í samræðu við arkitekt- úr og málarahefðina, að miklu leyti innblásin af hugmynda- og naum- hyggjulist sjötta og sjöunda áratug- arins“. Þessi áhrif séu greinanleg í mismunandi vinnubrögðum Roberts og efnisnotkun og óhlutbundin verk hans á pappír feli í sér samspil nærveru og fjarveru, hins pósitífa rýmis litarins og negatífs rýmis ómálaðs pappírsins. Teikningarnar beri gjarnan titla sem vísi til upp- graftar, úrvinnslu og skráningar fornleifa. Reyndur Listamaðurinn Perry Roberts hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri samsýningum á löngum ferli sínum. Verkin afrakstur agaðrar þróunar - Perry Roberts sýnir Below/Beyond í Hverfisgalleríi Sýning ljósmyndarans og mynd- listarmannsins Sigurðar Unnars Birgissonar, Hilmir snýr heim, verður opnuð kl. 14 í dag, laugar- dag, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Á henni má sjá stækk- aðar passa- myndir af karl- mönnum um sjötugt ásamt blómamyndum úr náttúru Íslands eftir Hjálmar R. Bárð- arson (1918-2009) og segir í tilkynn- ingu að það kunni að þykja óvenju- legt að stilla þessum tveimur myndefnum upp saman. „Hvað gætu rosknir karlar átt sameiginlegt með blómum? Við fyrstu sýn virðist það ekki vera margt annað en að hefðbundinni, raunsærri nálgun er beitt í báðum tilfellum auk þess sem greina má samhljóm með myndformum. Sýn- ingin veltir þó upp djúpstæðari spurningum þar sem kafað er undir yfirborðið og hlutirnir settir í stærra samhengi,“ segir í tilkynn- ingu. Karlarnir leiðarvísir Vitnað er í Sigurð Unnar sem segir herrana á sýningunni hans blóm. „Ég dái þá fyrir fegurð þeirra og þeir eru minn leiðarvísir í átt að því hvernig á að lifa sem karlmaður. Þeir komu allir í myndatöku til mín og suma þeirra hitti ég aftur,“ er haft eftir Sigurði. Segir að kjarnann í samlíkingu herranna og blómanna sé að finna í 6. kafla Mattheusar- guðspjalls, versi 28: „Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.“ Starfar hjá Passamyndum Sigurður Unnar býr í Reykjavík og starfar á ljósmyndastofunni Passamyndir. Hann útskrifaðist með BA- og MA-gráðu frá Univer- sität der Künste í Berlín árið 2015. Frá því að hann lauk námi hefur hann komið að innsetningum á listahátíðinni Háskar, lesið upp dag- bókarfærslu sem hluta af gjörningi í Mengi, leikstýrt föður sínum í tón- listarmyndabandi við lag Teits Magnússonar „Bara þú“ og unnið fyrir Reykjavík Dance Festival í samstarfi við Michikazu Matsune að verkinu „The Viewers“. Viðfangs- efni Sigurðar er manneskjan eins og hún birtist af holdi og blóði og má sjá sýnishorn af verkum hans á www.sigurdurunnar.com. Blómamyndir Hjálmars R. Bárð- arson birtust í bók hans Íslenskur gróður frá árinu 1998. Hjálmar var afkastamikill ljósmyndari og gaf út fjölda ljósmyndabóka, segir í til- kynningu og að myndasafn hans sé varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands sem veitt hafi leyfi fyrir notkun myndanna. Fegurð Birgir, faðir Sigurðar Unnars, og ein af blómamyndum Hjálmars. Karlar og blóm - Sigurður Unnar Birgisson opnar í dag sýninguna Hilmir snýr heim Sigurður Unnar Birgisson Sýning á verki Einars Garibalda Eiríkssonar, Matador, verður opn- uð í galleríinu Undirgöngum, Hverfisgötu 76, í dag kl. 16. Titill verksins vísar í borðspilið góð- kunna en í því keppa leikmenn í því að kaupa og selja lóðir og fasteignir og markmiðið að græða sem allra mest. Leikmenn sigra eða tapa, geta dottið í lukkupottinn eða lent í fangelsi, eins og segir í tilkynningu og mun verkið „endurspegla þær margslungnu hagfræðibrellur og fjármálaflækjur sem við upplifum í samtímanum, þar sem háreistir byggingakranar og gapandi hús- grunnar minna okkur á þátt brask- ara og eignarhaldsfélaga í mótun borgarmyndarinnar,“ eins og því er lýst. Verkið er einnig sagt vísa í um- hverfið í kringum sýningarstaðinn með götunöfnunum þar sem afleið- ingar brasksins blasi við fólki. „Matador Einars Garibalda býr líka yfir vísunum í útsýnismynda- hefðina (cityscape) þar sem verk eins og Útsýn til Delft eftir Ver- meer og Manhattan Real Estate Holdings eftir Haacke hafa markað ákveðna tegund myndlistar sem nýtir ásýnd borgarlandslagsins til að fjalla um átakamál í samtíma sínum,“ segir enn fremur í tilkynn- ingu. Sýningin mun standa út janúar á næsta ári. Endurspeglar brellur og flækjur - Einar Garibaldi sýnir Matador Morgunblaðið/Eggert Sýnir Einar Garibaldi Eiríksson sýnir í galleríinu Undirgöngum. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15, annars vegar sýning Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson, Vísitasíur, og hins vegar sýning Ann Noël, Teikn og tákn. Sýningin Vísitasíur er hluti af list- rannsóknarverkefninu Ísbirnir á villigötum sem unnið er í samstarfi sérfræðinga á sviði myndlistar, þjóð- fræði og náttúru- og umhverfisfræði, að því er fram kemur í tilkynningu og er markmið verkefnisins að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum loftslagshlýnunar. Áhersla er lögð á að rannsaka birtingarform hvíta- bjarna á Íslandi í sögulegu og sam- tímalegu samhengi. Bryndís og Mark Wilson vinna saman að þver- faglegum myndlistarverkefnum og jafnt með sérfræðingum sem leik- mönnum. Í verkum sínum skoða þau birtingarform dýra í samfélagslegu, menningarlegu og umhverfislegu samhengi, segir í tilkynningu og að verk þeirra afhjúpi menningartákn, sýni fram á hefðir og viðbrögð manna gagnvart dýrum um leið og þau varpi ljósi á spurningar um nátt- úruvernd og ólíka afstöðu manna til útrýmingarhættu innan lífríkisins í vistfræðilegu samhengi. Sýningar- stjóri er Æsa Sigurjónsdóttir, dós- ent í listfræði við Háskóla Íslands. Ann Noël er fædd á Englandi árið 1944 og hefur verið búsett í Berlín frá 1980. Bakgrunnur hennar er í grafískri hönnun, prenti, ljós- myndun, málun og gjörningum og eftir útskrift úr grafískri hönnun 1968 vann hún með Hansjörg Mayer í Stuttgart sem var einn af fyrstu út- gefendum bókverka. „Þessi reynsla kom sér vel þegar henni bauðst að vinna sem aðstoðarmaður Dicks Higgins, útgefanda hjá The Some- thing Else Press í New York. Þar kynntist hún Emmett Williams (1925-2007), ritstjóra forlagsins, og fjölmörgum Fluxus-listamönnum,“ segir í tilkynningu og að snemma á níunda áratugnum hafi Noël orðið virkur meðlimur í Fluxus-hreyfing- unni og tekið þátt í gjörningahátíð- um víða um heim, einkum í samvinnu við eiginmann sinn, Emmett Willi- ams. Hún fremur enn gjörninga inn- an Fluxus Art Group og hefur sjálf gefið út mörg af sínum bókverkum. Sýningarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Í dag kl. 16 verður listamanna- spjall við Bryndísi og Mark sem Æsa Sigurjónsdóttir sýningarstjóri stýrir og á morgun, 26. september, kl. 15 verður haldið málþing í Lista- safninu um Ann Noël og Fluxus- hreyfinguna. Vísitasíur og Teikn og tákn - Tvær sýningar opnaðar í dag í Listasafninu á Akureyri Virk Snemma á níunda áratug varð Ann Noël virkur meðlimur í Fluxus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.