Morgunblaðið - 25.09.2021, Page 58

Morgunblaðið - 25.09.2021, Page 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Þ egar ég gekk inní móttöku Nýlistasafnsins tók við mér rök og gljúp lykt sem stafaði af innsetningu þeirra Klavs Leipinš og Renâte Feizaka „Hyperconnectivity 1“. Verkið samanstendur af ílöngum moldargörðum sem þekja hluta gólfsins í sýningarrýminu. Ég minnist á þessa upplifun mína vegna þess að hún sló tóninn fyrir það sem koma skyldi. En verk þeirra Leipinš, Feizaka og Rai- monda Sereikaité-Kiziria á samsýn- ingunni Eins og þú ert núna var ég einu sinni / Eins og ég er núna, svo munt þú verða skoða náttúruleg efni eins og mold, vatn, sólarljós og nytjajurtir samhliða því að beina at- hygli sýningargesta að endur- teknum ferlum mannsins í sögulegu samhengi, þá sérstaklega varðveislu lífs. Mold, sól, vatn og vindur Ég gat ekki hrist af mér tilfinning- una um hringrás, þá endalok og upphaf og hugmyndina um heims- slit (e. apocalypse) þegar ég skoðaði sýninguna. Vissulega hjálpaði titill hennar, Eins og þú ert núna var ég einu sinni / Eins og ég er núna, svo munt þú verða við þá afleiðslu. En í þessu heimsslitasamhengi varð steríli og líflausi sýningarsalurinn að núllpunkti eða smáheimi grósku, þar sem lífræn mold beið þess að verða nýtt og skúlptúrarnir sem vísuðu til lífsnauðsynlegra nátt- úrufyrirbæra urðu að óði og jafnvel áköllun til þessara sömu grunn- stoða. En tilvist eða eyðing þeirra markar upphaf eða endi á tilveru mannsins á jörðinni. Pólitískar kartöflur Verk sýningarinnar mynda tvær seríur sem tvinnast saman með skemmtilegum hætti. Annars vegar er það innsetning og myndbands- verk þeirra Leipinš og Feizaka þar sem maðurinn og kartaflan eru í aðalhlutverki. Hins vegar eru það innsetningar Sereikaité-Kiziria sem má skoða sem endurgerðir eða áköllun til náttúrufyrirbæra eins og sólarinnar, byljandi fossins og vindsins. Hún vinnur einnig með afsteypur á sýningunni sem taka sér hlutverk einhvers konar óræðra steingervinga og undir- strikaði enn frekar þessa tilfinn- ingu mína um heimsslit, endalok og upphaf. Grunnþemað í myndbandsseríu þeirra Leipinš og Feizaka eru kart- öflur og koma listamennirnir fram sem holdgervingar „Potato People“ eða kartöflufólksins, íklædd kart- öfluskreyttum fötum. Titlar þess- ara fjögurra verka seríunnar, „Potato Beauty: au gratin“, „Potato People: raw“, „Potato Poli- tics: boiled“ og „Potato Atlas: mashed“ vísa enn fremur á mis- munandi eldunaraðferðir þessarar nytjajurtar án þess þó að inntak þeirra komi nokkuð nálægt eldhúsi eða eldföstum mótum. Nærri lagi væri að skoða titlana sem leiðarvísi að sögu, nýtingu og jafnvel stétta- skiptingu þeirra sem borða kart- öflur. Kartöflur eru ódýr og nær- ingarríkur matur, sem er víða auðveldur í ræktun og hefur vegna þessa gegnt nauðsynlegu hlutverki í baráttunni við hungursneyð í heiminum í gegnum tíðina. Upp- runa kartöflunnar má rekja til Ink- anna í Suður-Ameríku en þeir fundu sér leið til Norður-Ameríku og Evrópu eftir að Spánverjar náðu yfirráðum í Perú á 16. öld. En undir hvaða kringumstæðum geisar hungursneyð? Sögulega hef- ur hungursneyð vaxið samhliða stríðum, nýlendutökum eins og Spánverjar framkvæmdu forðum daga og hernámi. Að þessu við- bættu verður mér hugsað til þurrka, flóða og loftslagsbreytinga í nútímasamhengi. Því mætti skoða þessi fjögur myndbandsverk sem áminningu um mikilvægi kartöfl- unnar á tímum samfélagslegra, pólitískra, náttúrulegra þrenginga. Kartöflu-„serían“ er því ekki aðeins glettin leið til að fjalla um þessa oft og tíðum lífsnauðsynlegu nytjaplöntu heldur hefur kartaflan djúpstæðar pólitískar skírskotanir. Af moldu ertu kominn Annað myndbandsverk þeirra Leipinš og Feizaka, „Hyperconnectivity 2“, myndar að mínu mati góðan upphafspunkt fyrir sýninguna. En verkið sýnir listamennina tvo liggjandi í mold- arbeði, grafkyrra, nakta, mjúka til augnanna með vott af Mónu Lísu- brosi á vörunum. Vatn seytlar smám saman að þeim úr öllum átt- um. Því meira vatn sem flæðir inn á beðið og yfir þau, því oftar bregður fyrir litlum hreyfingum í útlimum þeirra sem síðan ýkjast þegar á líður. Svo virðist sem vatn- ið gæði þau lífi. Þegar þau eru komin nánast í kaf leysast þau upp með kaótískum hætti og sameinast moldinni og vatninu. Verkið sýnir upphafið eða hvernig líf kviknaði við umsköpun þessara fjögurra elementa og þar er vatnið í aðal- hlutverki. Eftir að ég hafði dvalið í myrkv- uðu moldarbeðinu með þeim Leip- inš og Feizaka steig ég aftur fram í sýningarsalinn og þá blasti við mér glitrandi sólin hennar Serei- kaité-Kiziria sem ofin er úr gyllt- um neyðarteppum ásamt loftháa fossinum hennar „Here or Rather Where“. Sýningarsalurinn sýndist bjartari en áður og skerpti þessi umsköpun sem ég hafði orðið vitni að í verkinu á inntaki sýningar- innar, þá sérstaklega nálgun minni og hugmyndinni um heimsslit og hringrás lífsins. Sýningin Eins og þú ert núna var ég einu sinni / Eins og ég er núna, svo munt þú verða er vel heppnuð og vekur áleitnar spurn- ingar án þess þó að vera heilt yfir alvarleg. Ekki síður er frábært að sjá listamenn frá Austur-Evrópu fá frekara tækifæri til sýningarhalds og þar stendur Nýlistasafnið sig vel sem miðstöð grasrótarinnar á sviði sjónlista, óháð uppruna. Hyperconnectivity 2 Myndbandsverk Leipinš og Feizaka myndar að mati rýnis góðan upphafspunkt fyrir sýn- inguna. Verkið sýnir listamennina liggjandi í moldarbeði, grafkyrra og nakta með vott af Mónu Lísu-brosi. Nýlistasafnið Eins og þú ert núna var ég einu sinni / Eins og ég er núna, svo munt þú verða bbbbn Sýning á verkum Klâvs Leipinš, Renâte Feizaka og Raimonda Sereikaitë-Kiziria. Sýningarstjóri: Katerína Spathí. Sýningu lýkur 3. október. KARINA HANNEY MARRERO. MYNDLIST Í Nýló Líflaus sýningarsalur verður að núllpunkti eða smáheimi grósku, þar sem mold bíður þess að verða nýtt og skúlptúrarnir sem vísa til lífsnauðsynlegra náttúrufyrirbæra verða að óði og jafnvel áköllun til þeirra grunnstoða. Ljósmyndir/Vigfús Birgisson Um heimsslit og pólitískar kartöflur Haustsýning Skaftfells, Slóð, verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16. Á henni sýna Anna Júlía Friðbjörns- dóttir og Karlotta Blöndal saman en unnu verkin hvor í sínu lagi þótt báð- ar vísi í fornleifafundinn á Vestdals- heiði árið 2004 sem samanstóð af mannabeinum, skartgripum og gler- perlum og er talinn vera frá miðri tí- undu öld. Anna Júlía vinnur einnig með fjar- skiptatækni sem hefur tengingu við tæknisögu Seyðisfjarðar og berast í verkum hennar ávörp úr fortíð og inn í nútíð og milli manns og náttúru, eins og því er lýst í tilkynningu. Segir að þeim sé ætlað að berast á milli tveggja heima en flakka í rauninni á milli óravídda. Verk Karlottu hverfast um fjall- konuna sjálfa og fundarstað mun- anna, segir í tilkynningu en Karlotta kannaði staðinn nokkrum sinnum í sumar og vann þar verk undir berum himni í tilraun til að fanga umhverfið og stemninguna á svæðinu. Við túlk- un sína og skrásetningu vann hún undir formerkjum og aðferðafræði myndlistar en til hliðsjónar nýtti hún sér rannsóknir Rannveigar Þórhalls- dóttur fornleifafræðings sem skrifaði um fundinn í meistararitgerð sinni. „Úrvinnsla og framsetning á verk- um Karlottu og Önnu Júlíu opnar á hugleiðingar um tíma og rúm sem þær þræða sig í gegnum og skapa með útkomu sinni vettvang þar sem nútími og fortíð mætast,“ segir í til- kynningu. Anna Júlía vinnur þvert á miðla og skoðar mengið á milli vísinda og menningar í verkum sem taka mið af samtíma og sögulegum málefnum. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga og haldið fjórar einkasýningar á Íslandi og var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg. Karlotta vinnur með ólíka miðla, allt frá teikningu, málun til útgáfu, umhverfisverka og gjörninga. Verk hennar kanna mörk og blöndun vídda, þess andlega og efnislega, þess er tengist skynjunum og þess fræði- lega, segir í tilkynningu og að oft sé ákveðinn staður viðfangsefni verk- anna og þau gjarnan gjörningatengd og feli í sér þátttöku af einhverju tagi. Anna Júlía og Karlotta sýna saman í Skaftfelli Anna Júlía Friðbjörnsdóttir Karlotta Blöndal Boðið verður upp á ljóðadagskrá í Deiglunni á Akureyri í dag, laug- ardag, kl. 18. Verður þar leitað svara við spurningunni hvernig Jónas Hallgrímsson hefði ort kvæðaflokkinn „Annes og eyjar“ nú á tímum loftslagsbreytinga. „Þess- ari spurningu er auðvitað ekki hægt að svara en Anton Helgi Jóns- son hefur ort „tilgátukvæði“ sem kallast á við liðna tíma og skoðar áfangastaði þjóðskáldsins í ljósi nýrrar þekkingar,“ segir í tilkynn- ingu. Mun Anton lesa kvæði Jón- asar og sín eigin og tengja þau sam- an með því að rekja tilurð kvæða Jónasar og hvernig þau kveiktu nýjar hugsanir á okkar ógnvænlegu tím- um. Í „Annesjum og eyjum“ fór Jónas kringum landið og upp á hálendið en Ant- on fetar í slóð hans og reynir að endurvekja andblæinn úr kvæðum hans í sínum og eru nýju kvæðin ort undir sama bragarhætti og Jónas notaði. Jónas á tímum loftslagsbreytinga Anton Helgi Jónsson Myndlistarmað- urinn Kristján Guðmundsson opnar sýningu í dag, laugardag, kl. 16 í Galleríi Úthverfu, í sam- vinnu við Slunkaríki á Ísafirði. Kristján opn- aði fyrst sýn- ingu í Slunkaríki á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skap- ast hefð fyrir því að listamaðurinn komi vestur með sýningu þegar kosið er til Alþingis, segir í til- kynningu. Kristján var einn stofnenda SÚM-hópsins um miðjan sjöunda áratuginn, hreyfingar ungra fram- sækinna listamanna, og er hann með virtari listamönnum þjóð- arinnar. Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetn- ingu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspeki- legri nálgun og djúpri og ísmeygi- legri kímni, svo vitnað sé í til- kynningu. Kristján var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 1993 og hef- ur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir myndlist sína og má af þeim nefna sænsku Carnegie-myndlistarverðlaunin. Hefð fyrir sýningu á kosningadegi Kristján Guðmundsson Ungur íslenskur áhugaleikari, Roman Ægir Fjölnisson, er kominn í úrslit í alþjóðlegri einræðukeppni sem fram fer á netinu og nefnist World Monologue Games. Keppn- inni er skipt í nokkra flokka og er Roman í svokölluðum hraðflokki. Keppnina má finna á slóðinni mono- logues.com.au/WMG. „Við erum 16 eftir og ég lenti í öðru sæti í síðustu umferð og hef möguleika á að verða í fyrsta sæti í allri keppninni ef mér gengur svona vel áfram,“ segir Roman. Í hans flokki megi einræðan ekki vera lengri en ein mínúta. „Þetta er sami mónólogurinn, þegar þú sendir inn fyrsta myndbandið þá velurðu þinn mónólog og held- ur honum út keppnina og ger- ir hann alltaf upp á nýtt fyrir „live stream“-ið sem er í gangi,“ útskýrir Roman. Einræð- an sem hann valdi sér er fengin frá Jókernum úr kvikmyndinni The Dark Knight. Roman og bendir á að hægt sé að kjósa keppendur í lifandi streymi á YouTube. Roman er á leiklistarbraut í Borgarholts- skóla og hefur einnig sótt ýmis leik- listarnámskeið. Kominn langt í einræðukeppni Roman Ægir Fjölnisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.